Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1997, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
17
„Horfðu í þessa
egg, egg!“
Jón Viöar Jónsson leikhúsfræöingur. - Gagnrýni hans fer allan skalann
allt frá svæsnustu óbilgirni og upp í vönduö vinnubrögð, segir hér m.a.
Gagnrýni hefur kom-
ist á blað að undan-
fbrnu, ekki beinlínis
vegna þess að vertíð
gagnrýnenda er á
næstu grösum, leikárið
hafið og jólabókaflóðið
fram undan, heldur
fyrst og fremst vegna
þess að Jón Viðar Jóns-
son var rekinn úr Dags-
ljósinu og út i myrkrið.
Umræður um gagn-
rýni eru yfirleitt ansi
einhæfar. Það er eins
og menn haldi að gagn-
rýni eigi að vera sann-
gjörn og stefna að já-
kvæðum dómum sem
allir geti sætt sig við.
Það stafar að sjálfsögðu
af því að þeir sem tala
og skrifa mest um gagnrýni eru
ýmiss konar listamenn sem finnst
gagnrýnendur vera með lausa
skrúfu.
Til hvers er gagnrýni?
Áður fyrr voru gagnrýnendur
lærðari en allur almenningur.
Þeir litu á það sem hlutverk sitt að
móta skoðanir þeirra sem lægra
stóðu í menntunarstiganum og
vernda siðgæði þeirra fyrir mann-
skemmandi hugmyndum spilltra
listamanna. Sá timi er löngu lið-
inn. Nú þykjast umhlaupandi
strákar og stelpur hafa vit á
hverju sem er og eru óhrædd við
aö láta skoðanir sínar í ljósi. Allir
komast að í fjöl-
miðlunum og það
þykir jafnvel betra
að menn séu ekki
fróðir um það sem
þeir segja álit sitt á.
Sérstaða gagnrýn-
andans hefur með
öðrum orðum verið
að hverfa, hægt og
bítandi. Við höfum
margsinnis heyrt
að gagnrýni hafi
ekki áhrif á sölu
bóka eða aðsókn í
leikhúsum. Tengsl
hennar við listina
eru lítil, ef nokkur,
en hún er skrifuð,
lesin og rædd ef vel
tekst til. Þess vegna
er eðlilegast að líta
á gagnrýni eins og nokkurs konar
bókmenntagrein sem er skrifuð
eða sögð fram og ætluð til þess að
fræða og skemmta eins og hver
önnur sagnaskemmtun.
Athygli og innihald
Þeir sem hlusta á eða lesa gagn-
rýni eru á tveimur bylgjulengdum.
Annars vegar er
lítill, áhugasam-
ur hópur sem vill
ræða lífíð, listina
og gagnrýnina.
Hins vegar er
miklu stærri
hópur sem dregst
að menningunni
á svipaðan hátt
og gluggagægir
að híbýlum ann-
arra manna; þrá-
ir hana en tekur einungis þátt í
henni úr fjarska.
Til að ná eyrum þessa stóra
hóps verður gagnrýnandinn að
hafa áhrif á tilfmningar manna
eins og aðrir höfundar. Hann verð-
ur að sýna miskunnarleysi, fella
hleypidóma og láta í ljósi skoðanir
sem skera sig úr. Til þess að halda
virðingu minni hópsins þarf fag-
þekkingu, hæfni og víðsýni. Ein-
ungis örfáir hafa vald á þessum
andstæðu pólum.
Gagnrýni Jóns Viðars Jónsson-
ar hefur verið sterk vegna þess að
hún hefur farið allan skalann, allt
frá svæsnustu óbilgirni og upp í
það að vera verulega vönduð. Slík
breidd er sjaldgæf. Flestir eru ann-
aðhvort sanngjarnir og hugsandi
og gleymast; eða ósanngjamir og
yfirborðskenndir og ávinna sér
ekki virðingu.
Menningarumræðan
Mér er auðvitað sama hvort Jón
Viðar kýs að finna sér annan vett-
vang og starfa áfram við gagnrýni.
Dóma hans hefur einungis borið á
góma í þessari grein vegna þess að
þeir hafa haldið menningarum-
ræðunni i sviðsljósinu þó að hann
lenti út úr Dagsljósinu. Vinnu-
brögð hans eru jafhframt íhugun-
arefni fyrir gagnrýnendur og rit-
stjóra á þessu hausti. Á gagnrýni
að stefna að sátt við þá sem fjallað
er um eða á að kveðast á upp á líf
og dauða eins og Kolbeinn og
fjandinn forðum? Það er þá að
sjálfsögðu skilgreiningaratriði
hver verður í hlutverki fjandans.
Kristján Jóhann Jónsson
Kjallarinn
Kristján
Jóhann Jónsson
rithöfundur
,.,Hins vegar er miklu stærri hóp-
ur sem dregst að menningunni á
svipaðan hátt og gluggagægir að
hýbýlum annarra manna; þráir
hana en tekur einungis þátt í
henni úr fjarska. “
Leikdómar og Tsjekhov
íslenskt leikhúslíf stendur með
miklum blóma um þessar mundir.
Hvert leikverkið rekur annað hjá
stórum og smáum leikhópum.
Jafnt fyrir unga sem aldna. Leik-
húsið kemur svo sannarlega til
þeirra sem vilja njóta. Þjóðleik-
húsið bætir nú enn einni skraut-
fjöður í hattinn sinn með metnað-
arfullri sýningu á Þrem systrum
eftir Anton Tsjekhov. Anton skrif-
ar um framtíðina, að þeim muni
fjölga sem geti notið menningar og
nýtt sér tungumálakunnáttu sína.
í Þrem systrum spáir hann því
að það geti skeð eftir 100 ár. Hann
virðist svo sannarlega sannspár,
eins og svo mörg mikill skáld
sem sjá lengra en hinn venju-
legi maður. Dyrnar eru að
ljúkast upp fyrir Rússum, þrá
þeirra eftir að geta nýtt sér
tungumálalærdóm sinn er að
verða að veruleika með frjáls-
ræði eftir grimma innilokun.
Reykvískt leikhúslíf nú
hefði eflaust heillað Tsjek-
hov en leikritið Þrjár systur
gerist í smáborg eins og
Reykjavik.
Einróma lof
Anton lýsir Þrem systrum sem
„gamanleik með engum átakanleg-
um brestum eða hetjulegum uppá-
komum“. Leiksýningin í Þjóðleik-
húsinu er dulmögnuð með drunga-
legu ívafi en leikgleði aðalleikar-
anna og prússneskur leikaraskap-
ur gerir hana leikandi létta. Á
stundum nær textinn ekki i gegn
fyrir leikrænum tilþrifum.
Athylisverð er sú leiklistarsam-
vinna sem Þjóðleikhúsið hefur
tekið upp við listamenn í Lit-
haugalandi, ekki síst i ljósi 50 ára
einangrunar Rússa á menningar-
sviðinu. Leikstjórinn frá Litháen
en menntaður í Moskvu og sjálft
skáldið fætt í Tanganrog, 800 km
suður af Moskvu.
„Sá tími mun koma þegar ham-
ingja og friður mun rikja i heimin-
um,“ segir Olga í lok leikritisins
Þessi orð skáldsins eiga aldrei
við betur en nú. Leikdómar eru
lofsverðir um sýninguna, líkt og
ein rödd hafi hljómað. Sami gagn-
rýnandi hafi skrifað þá alla.
Ábætir fyrir leikhúsfólk
Skelegg leikhúsgagnrýni hefur
verið eins konar for-
eða eftirréttur fyrir
áhugasamt leikhús-
fólk. Ábætir sem oft
hefur víkkað sjón-
deildarhringinn, gef-
ið aukinn skilning á
verkinu, höfundin-
um, persónunum,
leikurunum og leik-
húsinu í heild. Litrík-
ur gagnrýnandi getur
þegar best lætur
magnað verkið og
veitt leikurum og
leikstjórum ómetan-
legan stuðning. Sjón-
arsviptir er
að tilburð-
um Jón
Viðars i
Dagsljósi og
skemmtilegum skrifum
Súsönnu Svavarsdóttur
um leikhúsmál. Eins og í
Mávinum eftir Tsjekhov
eru leikdómendur skotn-
ir niður eftir að þeir
hafa gleypt einn og einn
andarunga.
Athyglisvert er hve líkir leik-
dómar geta verið, jafnvel um sömu
leikara og leikstjóra í tveim ólík-
um leikritum eftir Tsjekhov. En
umræðan heldur áfram undir nýj-
um formerkjum og eflaúst á gagn-
sæjan, fræðandi hátt. Leikhúsin
eru samt sem áður í
þakkarskuld við rýna
sem hafa vakið at-
hygli á leiklistinni og
dregið að leikhúsun-
um nýja áhugasama
áhorfendur. En gagn-
rýnin sem slík má
ekki verða framhalds-
leikþáttur eins og
skeði í Dagsljósi.
Lítiö og smátt
sem hrífur
Skapandi leikhús-
menn þurfa ekki
alltaf mikið til að slá
í gegn. Látleysi getur
verið höfuðprýði góðs
listamanns. Eftir-
minnilegasta leikhús-
sýning sem ég hefi
séð á verki eftir Anton Tsjekhov
var unnin af Nemendaleikhúsinu í
fábrotnu félagsheimili Seltjarnar-
ness fyrir nokkrum árum.
Með útsaumuðum dúkum, sjöl-
um og fagurlega ofnum rússnesk-
um teppum var eins og áhorfend-
ur væru komnir mitt inn í rúss-
neska sveitastofu. Gullkornin í
leiklist eru ekki auðveldlega fund-
in, en þegar við góða leikmynd
bætist fáguð leikstjórn og stjörnu-
leikur verða meistarar eins og
Tsjekhov ógleymanlegir.
Sigurður Antonsson
„Leikhúsin eru samt sem áður í
þakkarskuld við rýna sem hafa
vakið athygli á leiklistinni og
dregið að leikhúsunum nýja
áhugasama áhorfendur. “
Kjallarinn
Sigurður
Antonsson
framkvæmdastjóri
Með og
á móti
Ein úthlutunarnefnd
atvinnuleysisbóta
í Reykjavík
Þórður Ólafsson,
formaður stjórnar
Atvinnuleysistrygg-
ingasjóös.
Samræmd
túlkun
„Ég hef ekki fengið nein rök
fyrir því enn þá að það þurfi eitt-
hvað X margar nefndir á Reykja-
víkursvæðinu. Þarna eru sam-
göngur mjög
góðar og veður
og annað á ekki
að hamla þeim.
Ég get ekki skil-
iö af hverju ein
nefnd á ekki að
geta annað
þessu.
Ég viður-
kenni að það er
mikið skráð at-
vinnuleysi á
þessu svæði.
Það er engin skylda að nefndin
komi bara saman í einn til tvo
tíma. Mikið af þessari vinnu er í
sambandi viö nýskráninguna og
þarna yrði ábyggilega að vera
starfsmanneskja sem ynni hana
upp. Ef menn koma með einhverja
aðra skýringu en þá að ein nefnd
geti ekki unniö þetta upp þá er
miklu hægara að fjölga nefndum
en að fækka þeim.
Þeir sem eru atvinnulausir
munu ekki gjalda þessara að-
gerða. Það eru alveg hreínar lin-
ur. Ég get ekki skilið það af
hverju þarf að vera með allt að
fimm nefndir í Reykjavík en til
dæmis eina á Austurlandi, eina á
Norðurlandi eystra og svona
mætti fara hringinn. Stór hluti af
þessu er að ein nefnd verður með
samræmda túlkun á þessu en ekki
fimm túlkanir á sama hlutnum."
Ekki loka
vandamálið
inni á stofnun
„Ég er andvígur þvi að vera að-
eins með eina nefnd. Ég get alveg
fallist á að það megi fækka þeim
úr 9 í kannski 5 en ég tel að það
þurfi að vera
að minnsta
kosti það. Bæði
er það að við
erum með
langmesta at-
vinnuleysi hér
á öllu landinu
og að við erum
með fjöl-
breyttasta hóp-
inn. Þetta er al-
menni vinnu-
markaðurinn, iðnaðarmenn, op-
inberir starfsmenn og svo fram-
vegis. Þannig að flóran er lit-
skrúðug hér og ég hefði talið eðli-
legt að við heföum getað skipt
þessu eitthvað upp.
Mér finnst allt of bratt að fara
úr níu nefndum í eina. Það sem
mér finnst líka slæmt og sýnist
eiginlega fylgja þessu er að þar
sem þetta verður bara einn af-
greiðslustaður, þrátt fyrir að
nefndin geti ákveðið að hafa af-
greiðslustaðina fleiri. Það aö
þetta verði gert að stofnun sem
muni annast þessi mál er ekki
eitthvað sem mér geðjast að. Ég
vil hafa þetta úti í félögunum þar
sem hvert félag geti sinnt sínum
félagsmönnum eins og þar er gert
en vera ekki að loka þetta vanda-
mál inni á stofnun." -ST
Guðmundur Þ.
Jónsson, formaöur
Iðju.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is