Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 22
42 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 Messur Árbæjarkirkja: Allra heilagra messa, guösþjónusta kl. 11 árdegis. Látinna minnst. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Prestamir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Kaffisala Safn- aðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sig- urbjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Kafflsala til stuðnings orgel- sjóði að messu lokinni. Gísli Jónas- son. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Am- ff íður Guðmundsdóttir. Digraneskirkja: Fjölskyldumessa kl. 11 með þátttöku sunnudagaskól- ans. Léttur hádegisverður eftir messu. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11 á Tónlistardögum Dómkirkjunnar. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir alt- ari. Guðsþjónusta kl. 14. Minning látinna, sr. Hjalti Guðmundsson pré- dikar, sr. Jakob Á. Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Að lokinni guös- þjónustu verður boðið til samveru- stundar i safnaðarheimilinu. Bama- samkoma í safnaðarheimilinu kl. 11 i umsjá Auðar Ingu Einarsdóttur. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Bamastarf á sama tíma. Umsjón Ragnar Schram. Prestarnir. Flateyrarkirkja: Messa kl. 17. Allra sálna messa. Látinna minnst í þökk og með fyrirbæn. Sr. Gunnar Björns- son. Glerárkirkja: Messa verður kl. 14. Látinna minnst. Kirkjukaffi kvenfé- lagsins verður í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Fundur æskulýðs- félagsins kl. 20. Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Bamaguðsþjónusta kl. 11 i Engja- skóla. Allra heilagra messa. Guðs- þjónusta kl. 14. Látinna minnst. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar. Prestamir og sóknamefnd. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Eimý Ásgeirsdóttir o.fl. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur setur nýjan sóknarprest, sr. Ólaf Jóhannsson, inn í embætti. Kaffiveitingar að lok- inni guðsþjónustu. Hallgrimskirkja: Fræðslumorgunn kl. 10. Hvemig varð Biblían til? Sr. Sigurður Pálsson. Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Sigurður Páls- son. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðsdótt- ir. Fjölskyldumessa kl. 14. Kveikt verður á kertum og minnst látinna ástvina. Sr. Helga Soffia Konráðs- dóttir. Hjallakirkja: Poppmessa kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónar. Poppband Hjallakirkju leikur. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Prestam- ir. Keflavíkurkirkja: Ailra heilagra messa. Sunnudagaskóli kl. 11. Mun- ið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Lát- inna minnst. Kópavogskirkja: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kökubasar æsku- lýðsfélagsins í safnaðarheimilinu Borgum eftir guðsþjónustuna. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Guöný Hallgrímsdóttir. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Allra heilagra messa, látinna minnst. Kvenfélagið selur súpu eftir messu. Sunnudagaskólinn í safnáðarheimil- inu kl. 11. Umsjón: Lena Rós Matt- híasdóttir. Laugameskirkja: Messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Prestur sr. Kjartan Jónsson. Neskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Opið hús frá 10. Kirkjubillinn ekur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Iimri-Njarðvíkurkirkja: Sunnu- dagaskóli kl. 11 sem fram fer í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Böm sótt að safn- aðarheimilinu kl. 10.45 og Grænási kl. 10.40. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Væntanleg ferm- ingarbörn og foreldrar hvött tU að mæta. Sunnudagaskólinn kl. 11. Brúðuleikhús og fl. Baldur Rafn Sig- urðsson. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Barnastarf á sama tima. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðs- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Afmæli Unnur Sigurjóna Jónsdóttir Unnur Sigurjóna Jóns- dóttir húsmóðir, Lóurima 7, Selfossi, er sjötug í dag. Starfsferill Unnur fæddist á Seyð- isfirði en ólst upp frá fimm ára aldri á Kömb- um í Stöðvarfirði, hjá hjónunum Jóhannesi Sigurðssyni og Kristínu Jónsdóttur. Unnur flutti til Reykjavíkur sextán ára. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur 1955-56. Unnur stundaði verslunar- og iðnaðarstörf í Reykjavík. Þá hefur hún unnið við aðhlynningu sjúkra á sjúkrahúsum. Hún flutti til Selfoss 1975 og hefur átt þar heima síðan. Sl. tíu ár hefur Unnur starfað hjá Kaupfélagi Ámesinga á Selfossi. Fjölskylda Unnur giftist 17.6. 1966 Hauki Óskari Ársælssyni, f. 6.3. 1930, bók- ara. Hann er sonur Ársæls Kjart- anssonar, húsvarðar í Nýja-bíói, og Klöru Vermundsdóttur húsmóður. Dætur Unnar frá því fyrir hjóna- band eru Halldóra María Níelsdótt- ir, f. 3.1. 1948, húsmóðir í Kópavogi, en maður hennar er Sigurður Jó- hannsson múrarameistari og eiga þau þrjú böm og tvö bamabörn; Jónina Kristbjörg Bjömsdóttir, f. 1.3. 1958, húsmóðir á Flúðum, en maður henner er Sigurður H. Jóns- son bifvélavirkjameistari og eiga þau þrjú börn. Unnur Sigurjóna Jónsdóttir. Stjúpböm Unnar era Ragnar Hauksson, f. 26.5. 1951, fisksali, en kona hans er Jósephine Tan- golamus húsmóðir og eiga þau tvö börn; Halla Hauksdóttir, f. 25.1. 1951, hjúkrunarfræðingur en maður hennar er Þorgeir Benediktsson jámsmiður og eiga þau þrjú böm og eitt bamabarn; Hrafn Hauksson, f. 2.8. 1952, hár- skeri og á hann þrjú böm; Heiða Hauksdóttir, f. 26.12. 1955, sjúkraliði en maður hennar er Hafþór Þorvaldsson skip- stjóri og eiga þau þrjú böm og eitt barnabarn; Harpa Hauksdóttir, f. 3.3. 1960, húsmóðir en maður henn- ar er Ingvar Ingvarsson fram- kvæmdastjóri og eiga þau eitt barn auk þess sem Harpa á bam frá fyrra hjónabandi. Albróðir Unnar var Ingi Jónsson, f. 24.6. 1926, d. 4.11. 1995, sölustjóri og stjómarformaður hjá Kristjáni Skagfjörð hf., var kvæntur Petrínu Jónsdóttur húsmóður og em böm þeirra þrjú. Hálfsystkini Unnar, samfeðra, em Mikael Jónsson, f. 28.9. 1935, múrari á Seyðisfirði, en kona hans er Lilja Ólafsdóttir húsmóðir og eiga þau fimm böm; Lovísa Jóns- dóttir, f. 8.7. 1937, húsmóðir á Sel- fossi, en maður hennar er Hafsteinn Steindórsson fangavörður og eiga þau fimm böm. Foreldrar Unnar vom Jón Sig- finnsson, f. 11.8. 1902, d. 28.3. 1974, verkamaður á Seyðisfirði, og Hall- dóra María Ingimundardóttir, f. 20.5. 1906, d. 17.6. 1933, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Sigfinns, verka- manns á Vestdalseyri á Seyðisfirði, Mikelssonar, b. á Hálsi í Hálsaþing- há, Gellissonar, b. og söguskrifara á Berafjarðarströnd. Móðir Sigfinns var Kristjana Pálsdóttir, systir Guð- nýjar, ömmu Sigfúsar Halldórsson- ar tónskálds og Sigfúsar Eymund- son Einarssonar söngvara. Móðir Jóns var Jónína Kristbjörg Einars- dóttir. Halldóra var dóttir Ingimundar, b. i Skálateigi, Þorleifssonar, b. í Efra-Skálateigi í Norðfirði, Jónsson- ar, b. á Ymastöðum og Sómastöðum, Þorleifssonar, b. í Ormsstaðahjá- leigu, Stefánssonar. Móðir Jóns var Þuríður Jónsdóttir. Móðir Þorleifs Jónssonar var Oddný Andrésdóttir, b. á Karlsstöðum við Reyðarfiörð, Jónssonar og Sólveigar Jónsdóttm-. Móðir Ingimundar var Guðrún Þor- steinsdóttir, b. á ísólfsstöðum, Jak- obssonar, b. á ísólfsstöðum á Tjör- nesi. Móðir Þorsteins var Vigdís Jónsdóttir. Móðir Guðrúnar var Gunnvör. Móðir Halldóm var Helga Krist- jánsdóttir, b. á Miðfiarðamesi í Skeggjastaðahreppi, Sigfússonar. Móðir Helgu var Helga Friðfinns- dóttir. Unnur og Haukur taka á móti ættingjum og vinum í Tryggvaskála á Selfossi laugardaginn 1.11. kl. 15.00-19.00. Ingvar Róbert Bjarnason Ingvar Róbert Bjamason smiður, Langagerði 64, Reykjavík, er áttræð- ur í dag. Starfsferill Róbert fæddist í Hafnarfirði en ólst upp við öll almenn sveitastörf þess tíma að Eystri-Hellum í Flóa hjá fósturforeldrum sínum, Guð- laugi Jónssyni, bónda þar, og Guð- laugu Jónsdóttur húsfreyju. Róbert flutti til Reykjavíkur um tvítugt þar sem hann stundaði ma. nám í kvöldskólum. Þá stundaði hann tónlistamám í Reykjavík um skeið. Róbert lærði hraðskrift og var síðan þingskrifari hjá Alþingi á ár- unum 1939-52. Hann stundaði síðan verkamannavinnu hjá Eimskipafé- laginu og var í byggingarvinnu. Róbert stofnaði, ásamt félögum sínum, danshljómsveitina Félag harmónikkuunnenda fyrir u.þ.b. tuttugu árum en hljómsveitin er enn við lýði. Hefur hann leikið með hljómsveitinni frá stofn- un hennar. Þá hefur Róbert samið nokkur harmónikulög en eitt þeirra kom út á hljómplötu. Fjölskylda Róbert kvæntist 26.12. 1944 Ingibjörgu Vetur- liðadóttur, f. 14.10. 1912, d. 24.5. 1997, húsmóður. Hún var dóttir Veturliða Guðbjartssonar, sjó- manns á ísafirði, og k.h., Guðrúnar Halldórsdóttur húsmóöur. Böm Róberts og Ingibjargar: Ragna Róbertsdóttir, f. 3.4. 1945, myndlistarmaður í Reykjavík, gift Pétri Arasyni verslunarmanni og em böm þeirra Pétur Ari, f. 8.1. 1967, d. 15.11.1967, og Kjartan Ari, f. 11.6. 1972; Droplaug Róbertsdóttir, f. 17.9.1946, d. 6.8.1995, aðstoðarstúlka hjá tannlækni, búsett á Akranesi, Ingvar Róbert Bjarnason. en böm hennar em Ingi björg Finnbogadóttir, 27.4. 1965, María Finn bogadóttir, f. 24.12. 1968 Berta Finnbogadóttir, 13.3. 1971, Harpa Finn- bogadóttir, f. 7.5. 1973; Gunnlaugur Orri Finn- bogason, f. 25.8. 1975. Systkini Róberts: Óskar Bjarnason, efnaverkfræð- ingur í Reykjavik; Ragn- ar Bjamason, rafvirki í Reykjavík; Amdís Bjamadóttir, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík; Bjarni Bjamason, nú látinn, verka- maður á Selfossi; Ólafur Bjarnason, lést fimmtán ára; Guðmundur Bjami Bjamason, dó í bamæsku. Foreldrar Róberts vom Bjarni Bernharðsson, f. 12.7. 1879, d. 13.7. 1923, frá Fljótshólum í Flóa, og Ragnhildur Höskuldsdóttir, f. 20.1. 1880, d. 1953, frá Stóra-Klofa í Land- sveit. Magnús Ólafsson Magnús Ólafsson hús- gagnasmiður, Kjartans- götu 5, Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára sl. þriðjudag. Starfsferill Magnús fæddist að Vindheimum í Tálkna- firði og ólst þar upp í for- eldrahúsum til níu ára aldurs. Þá flutti hann til foðurbróður síns, Kol- beins, að Arnarstapa á Snæfellsnesi. Nítján ára fór Magnús til Reykjavíkur þar sem hann stund- aði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lærði húsgagnasmíöi hjá Hjálm- ari Þorsteinssyni við Klapparstíg. Þá stundaði hann nám í byggingar- list í Kaupmannahöfn í tvö ár og starfaði þar jafnframt við húsgagna- smíði. Hann stundaði siðan húsgagna- smíði allan sinn starfsferil, lengst af hjá Nývirkja í Reykjavík. Magnús Ólafsson. Fjölskylda Systkini Magnúsar: Guð- rún, f. 22.1. 1902, d. 1977, húsmóðir í Reykjavík; Jón Bjami, f. 1.7. 1903, d. 1977, sjómaður og b. á Vindheimum í Tálkna- firði; Gísli, f. 15.8.1905, d. 1911; Kristrún, f. 3.11. 1906, d. 1995, húsmóðir á Akranesi, og starfrækti lengi barnaheimilið að Ölveri undir Hafnarfialli; Sigurfljóð, f. 3.1. 1908, d. 1996, húsmóðir í Reykjavík; Anna, f. 22.4. 1909, húsmóðir í Reykjavík; Unnur, f. 2.1. 1911, húsmóðir i Reykjavík; Gísli, f. 5.7. 1913, nú lát- inn, bóndi á Kirkjubóli í Amarfirði; Snæbjörg, f. 13.10. 1914, húsmóðir í Reykjavík; Bergljót, f. 30.6. ,1916, kjólameistari i Reykjavík; Valdís, f. 30.6.1916, d. 1936; Ragnhildur, f. 11.4. 1918, rithöfundur í Kaupmanna- höfn; Kristján, f. 11.8. 1919, d. 1996, vélstjóri í Reykjavík; María Hug- rún, f. 6.5. 1921, d. 1979, listmálari í Kaupmannahöfh; Aðalheiður, f. 4.1. 1926, bóndakona i Mástungu i Gnúp- verjahreppi. Foreldrar Magnúsar vom Ólafur Kolbeinsson, f. að Hreimsstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði 24.6.1863, d. 2.6. 1955, bóndi að Vindheimum, og k.h., Jóna Sigurbjörg Gísladóttir, f. á Skriðufelli á Barðaströnd 20.7. 1880, d. 14.5. 1952, húsfreyja. Hl hamingju með afmælið 31. október 85 ára Aðalsteinn M. Richter, Nökkvavogi 52, Reykjavík. Anna Jónsdóttir, Miklubraut 30, Reykjavík. Klara G. Karlsdóttir, Laugarásvegi 66, Reykjavík. 80 ára Geir J. Geirsson, Hagamel 30, Reykjavík. 75 ára Lovísa Loftsdóttir, Grýtubakka 6, Reykjavík. Gyða Valdimarsdóttir, Stararima 12, Reykjavík. Þóra Friðjónsdóttir, Bámstíg 11, Sauðárkróki. Sigurður Matthíasson, Espigerði 2, Reykjavík. 60 ára Guðjón Benediktsson, Stekkjarflöt 4, Garðabæ. Valgerður Gísladóttir, Efstahrauni 11, Grindavík. Guðmxmdur Jónsson, Hofsstöðum, Skútustaðahreppi. Lúðvík Ólafsson, Lækjarsmára 13, Kópavogi. Vilmundur Þ. Kristinsson, íragerði 13, Stokkseyri. 50 ára Hólmgrímur Guðjón Stefánsson Austurströnd 10, Seltjamarnesi. Ari Hjörvar, Kringlunni 67, Reykjavík. Hann er að heiman. Sigurbergur Hauksson, Gilsbakka 2, Neskaupstað. Eygló Óskarsdóttir, Glitvangi 9, Hafnarfirði. Ema Einarsdóttir, Smárarima 88, Reykjavík. Daði Elfar Sveinbjömsson, Melbæ 13, Reykjavík. Ásta Sigurðardóttir, Hrauntungu 45, Kópavogi. 40 ára Steinarr Steinarrsson, Nýbýlavegi 70, Kópavogi. Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórsgötu 25, Reykjavík. Guðfinna Stefánsdóttir, Króktúni 1, Hvolsvelli. Eygló Pétursdóttir, Öxnalæk, Ölfushreppi. Elín Soffía Ólafsdóttir, Kaplaskjólsvegi 41, Reykjavík. Baldur Öxdal Kjartansson, Laufengi 5, Reykjavík. staögreiöslu- og greiðslukortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur o'» mlll/ Smáauglýsingar OV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.