Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 Spurningin Ertu byrjuö/byrjaöur að kaupa jólagjafir? íris Jónsdóttir, ráðgjafi og móðir: Já, ég er búin að kaupa nokkrar. Júlia Rós Atladóttir lyfiatækni- nemi: Nei, ég kaupi þær venjulega að afloknum prófum, svona viku fyrir jól. Svava Rós Alfreðsdóttir lyfia- tækninemi: Nei, það er svo mikið að gera í skólanum að ég er ekki far- in að leiða hugann að þeim. Ragnheiður Rafnsdóttir lyfia- tækninemi: Nei, ekki enn. Ég er þó farin aö hugsa aðeins um hvað ég ætla að kaupa. Vigfús Örn Gíslason sjómaður: Nei, það liggur nú ekki á. Mér finnst best að gera þetta um miðjan desember. Konráð Valsson, maður sem skemmtir sér: Nei, nei. Stundum kaupi ég þær ekki fyrr en eftir jól. Það er betra seint en aldrei. Lesendur Fjárplógsstar fsem i Pósts og síma Farsímar hljóta að teljast bylting, svo víðtæk er notkun þeirra, segir bréfrit- ari m.a. Þorsteinn Antonsson skrifar: Réttlæting fiárplógsstarfseminn- ar um 41% hækkun símgjalda í þétt- býlinu sunnanlands gengur út á það, samkvæmt yfirlýsingu tals- manns þeirra í sjónvarpi, að jafna skuli með þessari hækkun síma- kostnað landsmanna. Varla er nokkur símnotandi, ung- ur eða aldinn, í þéttbýli eða annars staðar, svo skyni skroppinn að hann viti ekki að öll fyrirtæki í landinu byggja afkomu sína núorð- ið á samskiptum landshoma í milli og við útlönd. Símgjöld fyrir langlínusamtöl era nú ört vaxandi kostnaðarliður í fyr- irtækjarekstri. Það eru þvi fyrir- tæki, hvar sem er á landinu, sem einkum auðgast af skattlagningu Pósts og Síma á almenning á suð- vesturhorni landsins. Tillitsemin er ekki við einstaklinginn á lands- byggðinni, hún er við kaupsýslu, arösemissjónarmið, græðgi, hvað sem yfirlýsingu um byggðastefnu líður. - Verðhækkunin á símtölum á þéttbýlissvæðinu suðvestanlands er óverjandi af eftirtöldum ástæðum og væri hver og ein þeirra næg rök- semd fyrir að afnema einokun einkafyrirtækisins á mikilvægri samgönguleið manna í milli. Fólk notar núorðið farsíma við flest tækifæri, við akstur í umferð- inni, á gangi í miðborginni, þeir eru líflína gamalmenna hvar sem er. Ég hef jafnvel séð mann sinna kallinu úr sturtuklefa sundlaugarinnar í Laugardal. Farsímar hljóta að telj- ast bylting svo víðtæk er notkun þeirra. Og þeh- eru komnir til að vera. - Þjónustuaðilinn ætti því aö lækka en ekki hækka gjöldin til samræmis. Engin dul skal dregin yfir það, að verðhækkunin nú er pólitísk, enda ekki hægt að skýra hana öðru vísi en sem hlutdrægni í einhverri mynd. Yfirlýst verðhækkun Póts og síma er fráleit með öllu. Og fullyrö- ing um að hún sé byggðastefna, en ekki sú skefialausa gróðahyggja, sem hún þó er, minnir á sjáifsmynd- arkrísu, „Newmans Own“- sósu ofan á frjálshyggjuna. Ætla lands- menn enn einu sinni að láta bjóða sér svona loddaraskap út á þá sálar- fiötra sem sýning þessi leggur á þá? Endurskoðið bótakerfið Ingibjörg Gísladóttir, Stykkis- hólmi, skrifar: Nú get ég ekki orða bundist leng- ur. - Þannig er mál með vexti að ég er 75% öryrki og búin að vera það í langan tíma. Og sem öryrki fæ ég bætur frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Útborgun frá henni í september var 52.065 kr. og var ég þokkalega ánægð með það. í vor sem leið var heilsufar mitt óvenju gott, þannig að ég gat farið að vinna 50% vinnu. Fyrir þaö fékk ég um það bil 15.000 kr. og var nú aldeilis múruð kona og sá fram á „lúxuslif‘. En Adam var ekki lengi í paradís frekar en um árið. í október berst mér greiðsla frá Tryggingastofnun ríkisins, en var hún þá 44.502 kr. Nú var búið að skerða greiðslu til mín um 12.792 kr. Svonefnd heimilisupp- bót fallin út. Þeim hjá Trygginga- stofnun hafði verið tilkynnt um mína vinnu og þar með var draum- urinn búinn. Ég hafði getaö keypt mér ýmislegt, svo sem skó og peysu og farið út að borða án þess að fá samviskubit. Vegna þess hversu lágar bætur til öryrkja eru mega þeir ekki veita sér neinn munað. Þetta er auðvitað himinhrópandi óréttlæti og til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég skora á Alþingi að endurskoða allt bótakerfið og gera það jákvæð- ara. - Bæta hag okkar öryrkja þannig að við getum lifað mann- sæmandi lífi. Óskilvirkni réttarkerfisins Við eigum jú lög sem banna áfengisauglýsingar. - En hvaö...? Jóhann og Huginn skrifa: Er dómskerfið alveg dautt? Hefur andavarleysi heltekið þjóöina? Stöndum við nú höllum fæti, tilbú- inn til að falla í hyldjúpan pytt myrkurs og volæðis? - Eða hversu lengi ætla ráðamenn þjóðarinnar að leyfa einhverjum bruggararæflum að vaða yfir sig? Nú er svo komið að heiðvirt fólk þarf að horfa upp á vanvirðingu landslaga á hverjum degi, oft á dag. Já, við eigum við áfengisauglýsing- ar í sjónvarpi. Meira að segja ríkis- fiölmiðlamir sjá ekki sóma sinn í því að virða lög landsins. Það er ein- faldlega ekki hægt að leyfa mönnum að brjóta ein lög og ætlast svo til þess að þeir haldi önnur. Með því að láta áfengisauglýsingar viðgangast erum við að kalla yfir okkur stjóm- leysi. Það á að vera hægt að finna það í landslögum að að allt það sem aug- lýst er í fiölmiðlum skuli miða við að böm sjái það líka. Hvað er til ráða? Við eigum jú lög sem banna áfengis- auglýsingar en sá galli er á gjöf Njarðar að engin viðurlög eru við broti á lögum þessum! Þetta gerir það að verkum að menn sjá sér hag í því að ganga fram af þessum ófull- komnu lögum meö útúrsnúningum sem em svo augljósir að hvaða bjáni sem er getur séð tengslin. Góðir landsmenn; eina ráðið við þessu eru stighækkandi sektir sem fá menn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir traðka á lögum lands- ins. Við fengjum líka betri ríkisaf- komu sem myndi skila sér í vax- andi velsæld. Það væri jafnvel hægt að lækka skatta því rúmlega 2% þjóðartekna fara í gegnum auglýs- ingarmarkaðinn, og stór hluti aug- lýsinga í dag virðast innihalda óréttmætar fullyrðingar og auk þess stranglega bannaðar vömtegundir. - Við hvetjum því alla samlanda okkar til að sniðganga þær vömteg- undir sem eru auglýstar á ólögmæt- an hátt. DV Hvar er Hemmi Gunn? Fríða skrifar: Við stelpumar i mínum stóra saumaklúbbi, örugglega jafht og þúsundir landsmanna, furðum okkur á því að finna ekki Hemma Gunn í dauflegri vetrardagskrá Sjónvarpsins. Það er skrýtin og óskiljanleg dagskrárstefna að hvíla það sem gerir lukku og hef- ur yfirburðavinsældir. Hins veg- ar bryddað upp á snubbóttum leikritsbútum og þreytulegu Dagsljósi, þar sem fólk rembist viö að vera sniðugt. Að ógleymd- um spurningaþætti með sömu for- merkjum. Nú bíðum við bara eft- ir því að Stöðvarmenn fái að hvíla sig, því þeir standa sig vel. Þeim hlýtur að fiölga hratt sem vilja ekki nauðungaráskrift að Sjónvarpinu. Þríhöfða áfeng- is-Don Quijote Bjami Valdimarsson skrifar: Evrópudómstóllinn lék heldur betur á þríhöfða norrænan áfeng- is-Don Quijote. - Þeir vita fullvel að ekkert hugumstórt „Ríki“ treystir sér til að opna útsölu með öllum tegundum á hverju byggðu bóli. Hugsanlega gæti þó vinna við áfengissölu komið í staðinn fyrir skert aflamark í Grímsey og víðar? Dýrgripur bókmenntanna Sigríður Jóhannsd. skrifar Ástæðan fyrir þessum skrifum er sú að mér var að berast í hend- ur einhver sú fallegasta bók sem ég hef augum litið, sannkallað stofustáss. Þetta er endurútgáfa á Njálu þeirri sem Halldór Laxness og Ragnar í Smára gáfu út fyrir rúmum 50 árum. Ég býst við að fólk hafi séö bókina í sjónvarps- auglýsingum en sú mynd segir ekki nema hálfa söguna. Að hand- fiatla þennan dýrgrip er öllu áhrifameira. Rautt band með gyll- ingu og þykkur bókapappír hæfa sögunni af Njáli betur en kiljur með hálfgagnsæjum pappír, að ég tali ekki um bækur þar sem öll- um íslendingasögunum er steypt saman. Ég vil þakka Vöku-Helga- felli fyrir þessa endurútgáfu sem er í alla staði til fyrirmyndar. Börnin og kennararnir Helga Einarsdóttir hringdi: Kennarar segjast margir hverj- ir ekki enn vera ánægðir með kjarabæturnar, og það þótt þeir hafi fengið mun meira en allir aðrir með hinni skammarlegu þjóðarsátt, æ ofan í æ. Þeir segja að hér sé aðeins um bráðabirgða- plástur að ræða. Ég man hins veg- ar ekki eftir að hafa heyrt í ís- lenskum kennurum sem hafa nokkrar áhyggjur af bömunum i skólunum. Ekki heldur eftir birt- ingu niðurstaðnanna um saman- burðinn við Asíu-börnin, þar sem berlega kom í ljós að kennarar hér standast Singapúr-kollegum sínum ekki snúning. Því miður eiga kennarar hér ekki samúð mína. Næst er þaö Mongólía Sigurbjöm hringdi: Ætlar vitleysunni aldrei að linna? Nú ætla íslenskir við- skiptajöfrar að taka Mongólíu með trompi. Samvinna í flugmál- um, skinnaiönaði, landbúnaði og orkumálum. Jæja, allt er skárra en Kínamaðurinn, segi ég. Um að gera að notfæra sér ef Ragnar Munasinghe verkfræðingur þekk- ir háttsetta menn í Mongólíu. Hann kynnir fyrrverandi borgar- stjórann okkar, Egil, væntanlega fyrir þeim þannig að það gagni fyrir okkar „Export-Import“ leng- ur en lakkríspotturinn í Kína sællar minningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.