Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 24
44
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997
Hlutskipti rjúpunn-
ar að vera matur
„Rjúpan er fædd til að vera
étin. Allar rjúpur eru étnar, ann-
aðhvort af ref, fálka eða hrafni,
eða þá okkur. Það er bara hennar
hlutskipti í lífinu að vera matur.“
Sigmar B. Hauksson, form.
Skotveiðifél. íslands, í Degi.
Ummæli
Geimfarafæði
„Þegar maður les öll tilboðin
sem berast um ööruvísi matarstíl
er likt og við búum á óbyggilegu
landi og þurfum þess vegna að
nærast á einhverju sem minnir
meira á geimfarafæði en almenni-
legan mat.“
Haraldur Jónsson myndlist-
armaður, í DV.
Mjöll Hólm syngur á Rauða Ijóninu í
kvöld.
Mjöll Hólm og Skúli á
Rauða ljóninu
Söngkonan Mjöll Hólm og Skúli
Kr. Gíslason, sem bæði hafa starfað
með landsþekktum hljómsveitum,
hafa hafið samstarf og skemmta á
Rauða ljóninu í kvöld og annað
kvöld.
Vegamót
Veitingahúsið Vegamót er með
ýmislegt í boði sem veitingastaður
Kvikmyndahátiðarinnar. í kvöld
skemmtir sýrupolkasveitin Hringir
og leikur meðal annars léttan útfar-
armars í tilefni hrekkjavöku og dj
Ámi E. rekur naglann í kistulokið.
Tónabær
Verðlaunaafhending í körfubolta-
keppni fer fram í kvöld og að því
loknu verður skólaball þar sem
skemmta Quarashi og Stjömukisi.
Feiti dvergurinn
Halli Reynis skemmtir gestum í
kvöld og annað kvöld og syngur með-
al annars lög af nýútkomnum disk.
Gaukur á Stöng
Hinir síkátu, irskættuðu Papar
skemmta á Gauknum i kvöld og
annað kvöld.
Gullöldin
Stuðhattarnir Svendsen & Hall-
funkel skemmta á Gullöldinni í
kvöld og annað kvöld.
Fógetinn
Gleði- og skemmtisveitin frá Þor-
lákshöfn, Snæfríður og stubbarnir,
skemmtir í kvöld.
Skemmtanir
Kringlukráin
Hljómsveitin SÍN leikur í aðalsal
Kringlukrárinnar í kvöld og annað
kvöld. t leikstofu er Viðar Jónsson.
Sir Oliver
Blús verður í hávegum hafður á
Sir Oliver í kvöld. Það er Halldór
Bragason og vinir hans í Vinum
Dóra sem framreiða blúsinn.
Mímisbar
Raggi Bjarna og Stefán Jökuls
skemmta á Mímisbar í kvöld og
annað kvöld.
Naustkjallarinn
Hilmar Sverrisson frá Sauðár-
króki og félagar skemmta í kvöld og
annað kvöld. í Naustinu leikur
Marion Herera frá Frakklandi ljúfa
tónlist á hörpu.
Ólafui Ragnar Ólafsson, upphafsmaður mótmælaundirskrifta á Netinu:
Stuðningur kemur
líka erlendis frá
Þær tilfæringar á símagjöldum,
sem Póstur og sími hefur gert, hafa
vakið hörð viðbrögð hjá almenningi
sem telur að sér vegið með fyrir-
varalausum hækkunum sem síðan
eru faldar í formi leiðréttinga til að
geta staðist samkeppni. Einn þeirra
sem fóru strax af stað með aðgerðir
var Ólafur Ragnar Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Ægis ehf., tölvufyrir-
tækis sem beitir sér að netlausnum
og hönnun á vefsíðum, en Ólafur
telur að þessi gjaldskrárhækkun sé
bein árás á þennan hóp fólks, hvern-
ig sem á málið sé litið. Fór hann af
stað með undirskriftasöfnun á Net-
inu til að mótmæla þessari hækkun
og hefur þessi undirskriftasöfnun
vakið athygli: „Það hafa þegar fjög-
ur þúsund manns skráð nafn sitt á
Netið. Það sem er kannski athyglis-
verðast er að við erum að fá mikla
svörun erlendis frá þar sem lýst er
yfir stuðningi við okkur," segir
Ólafur.
Ólafur segist strax hafa sest niður
og hugað að aðgerðum eftir að frétt-
irnar um hækkunina bárust: „Við
ákváðum á mánudagskvöld að hefja
aðgerðir. Um nóttina var smíðað
kerfi í kringum
þetta. Við vorum
síðan með auglýs-
ingu á Matthildi í
hádeginu á
þriðjudaginn og
síðan er búin að
vera stanslaus
traffik til okkar.
Það fór svo að við
réðum ekki við
magnið hjá okk-
ur og settum upp
svokallað „mirr-
orside" annars
staðar. Síðan er
ætlunin að fara
með undirskrift-
imar á fúnd for-
stjóra Pósts og
síma kl. 15 í dag,
væntanlega verð-
ur ráðherra þar
einnig. Að því
loknu verður úti-
fundur á Ingólfs-
torgi.“
Ólafur Ragnar
er einn af stofnendum
Ólafur Ragnar Ólafsson.
Maður dagsins
Ægis ehf.
„Við stofnuðum fyrirtækið í april
siðastliðnum og
höfum sérhæft
okkur í netlausn-
um, erum með
lausnir fyrir fyr-
irtæki, hönnum
netsíður fyrir
þau og viðhöld-
um þeim. Hækk-
unin kemur mjög
illa við okkur þar
sem ég og aðrir
hjá fyrirtækinu
vinnum mikið
heima og það má
segja að þessi
hækkun komi
beint niður á
okkar kjörum."
Ólafur Ragnar er
einhleypur og
sagði að mest-
megnis færi tími
hans í tölvur:
„Ég gef mér þó
tíma til bóklest-
urs og finnst gott
að fara með góða
bók í sumarbústaðinn og hvOa mig
frá amstri dagsins." -HK
Myndgátan
Meinloka
Toni Colette í hlutverki sínu í Cosi.
Þrettán myndir í dag
Kvikmyndahátíð i Reykjavík hófst
í gær og stendur tO 9. nóvember. í
dag verður fjöldi mynda sýndur á
kvikmyndahátíðinni. Meðal mynda
sem eru í boði í dag má nefna End of
Violence, nýjustu kvikmynd Wim
Wenders, sem fjallar um kvikmynda-
framleiðanda sem hverfur, La Tréve,
sem leikstýrð er af Francesco Rosi,
mynd sem fjallar um tímabO í ævi
rithöfundarins Primos Levis, Swin-
gers, eina af þessum ódýru banda-
rísku kvikmyndum sem slegið hafa i
5?
0/IEcmNPAHATlí>
í 1
gegn, skemmtOega mynd um félaga
sem fara út á lifið, og Carla’s Song,
nýjustu mynd Kens Loachs, um tvær
ólíkar persónur sem ná saman. Ann-
ars lítur dagskrá dagsins þannig út,
sýningartímar í sviga:
Regnboginn:
Swingers (5 og 9)
Cosi (5 og 9)
Driftwood (7|
SubUrbia (7)
Paradise Road (11)
Substance of Fire (11)
Háskólabíó:
Carla's Song (5.15)
Georgia (9 og 11)
Gridlock’d (9 og 11)
Laugarásbíó:
The End of Violence (9 og 11)
Drunks (5)
The Winner (7)
La Tréve (9 og 11)
Bridge
Danir gerðu sér vonir um að lands-
lið þeirra í opnum flokki næði góðum
árangri á HM sem um þessar mund-
ir er verið að spOa í Marokkó. Lands-
lið Dana stóð þó ekki undir vænting-
um, endaði í 10. sæti af 16 þjóðum í
undankeppninni og voru neðstir 5
Evrópuþjóða. Átta efstu þjóðirnar
komust í útsláttarkeppni og þátttöku
Dana var því lokið að sinni. Eitt par-
anna í landsliði Dana er Jens Auken-
Dennis Koch, en þeir eru almennt
taldir akkerisparið í liðinu. Sjáum
hér handbragð þeirra í leik liðsins á
móti Bretlandi í síðasta Evrópumóti.
Sagnir gengu þannig með Koch-
Auken í NS, vestur gjafari og enginn
á hættu:
4 KD3
1075
♦ ÁG7
4 K763
« 9742
V 42
♦ 1085432
4 10
N
4 Á
«4 ÁKG83
4 D9
4 ÁDG82
4 G10865
m D96
4 K6
4 954
Vestur Norður Austur Suður
pass 1 grand pass 2 4
pass 2* pass 3 4
pass 4 4 pass 44
pass 4 grönd pass 5 4
pass 5 v pass 54
pass p/h 6 4 pass 7 4
Grandopnun Kochs lofaði 12-14
punktum og tveir tíglar voru yfir-
færsla í hjarta. Fjögurra laufa sögn
norðurs lofaði 4 laufum og 3 hjörtum
og næstu þrjár sagnir Aukens voru
„trelde-spurnarsagnir". Fjögur grönd
lofuðu fyrirstöðu í tígli og tveim
ásum af fimm (laufkóngur talinn sem
ás). Fimm hjörtu neituðu annarri fyr-
irstöðu í tígli og 6 lauf lofuðu annarri
fyrirstöðu í spaða. Auken hafði ekki
lengur rými í sögnum til að spyija
um hjartadrottninguna en sagði
alslemmuna vitandi það að ef norður
ætti hana ekki myndi alslemman í
versta falli velta á svíningu í litnum.
Legan var hagstæð og alslemman
rann heim. Englendingar létu sér
nægja að spila hálfslemmu og Danir
græddu 11 impa á spilinu.
ísak Örn Sigurðsson