Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 11
DV FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 ennmg n Verðlauna- söngur í gærkvöld voru haldnir tónleikar í Háskólabíói í tengslum viö keppn- ina um Tónvakaverðiaun Ríkisút- varpsins, en þau voru nú veitt í sjötta sinn. Nú sem fyrr sýndi verö- launahafinn listir sínar með Sinfó- níuhljómsveit Islands og veitti aö tónleikunum loknum verðlaunun- um viðtöku. Tónlist Sigfríður Bjömsdóttir í þetta skipti varö hlutskarpastur barítonsöngvarinn Keith Reed. Hann er öllum sem fylgst hafa með sönglífi á íslandi vel kunnur. Meðal annars starfaði hann með íslensku óperunni í nokkur ár og kom þá fram í stórum hlutverkum. Efnis- skráin nú var vel samansett því verkefnin, sem öll voru áhugaverð, gáfu söngvaranum tækifæri til að sýna hversu fjölbreytt túlkunartæki rödd hans er. Eftir ágætan flutning hljómsveit- arinnar á forleiknum að Hollend- ingnum fljúgandi eftir Wagner söng Keith Reed aríu úr sömu óperu. Rödd hans er kröftug og karlmann- leg, áferðin jafii breytileg og veðrið. Þessa breytúegu áferð og magnaðar litbreytingar notaði hann til að túlka skipstjórann hrjáða á mjög grípandi hátt. Einstöku sinnum var eins og flotið væri um í tóninum, en meira að segja það var ekki alltaf til lýta. Og ekki voru litimir síðri í laga- flokknum Of Love and Death eftir Jón Þórarinsson. Þetta er hrífandi verk, ekki síst fyrsta lagið, og söngvarinn túlkaði textann svo innilega að ekki er hægt að hugsa sér það betur gert. Orðin fengu eins og innra líf, birtu og - þegar við átti - yl. Þau urðu sjálf hluti merkingar sinnar. Að þessi sama rödd leiki sér svo að því að syngja Mozartaríu er með ólíkindum, en Keith Reed söng eftir að hljómsveitin hafði leikið forleik- inn að Brúðkaupi Fígarós aríu Fíga- rós „Aprite un poqueglocchi“. Aftur voru leikræn tilþrif mjög góð og söngurinn öruggur. Þama fer verðugur verðlauna- hafi. En nauðsynlegt er að velta fyr- ir sér hvort Tónvakaverðlaunin verði hér eftir veitt reyndum lista- mönnum eða hvort ungir aðilar og upprennandi eigi áfram erindi inn í þessa keppni. Sinfóníuhljómsveitin var líka í stóm hlutverki og sýndu bæði hljóðfæraleikarar og stjómandinn, Andrew Massey, góða takta þó sumt hefði mátt betur fara. Eitt af því sem var leikið var perla fyrir hljóm- sveit eftir Wagner, Siegfried Idyll, en eitthvað hljómaði hún nýkomin úr skelinni í þessum flutningi. Það hefði þurft að pússa hana betur. Þetta er viðkvæmt og gegnsætt efni sem auðvelt er að fara illa með. Það er líka auðvelt að fara illa með Mozart en svo fór ekki. Sinfón- ía hans nr.38 í D-dúr K.504 er há- klassískt, alvömþmngið verk. Flutningurinn var mjög góður, túlk- unin djúp og ágeng. í heildina vom þetta vel heppnaðir tónleikar og öll- um sem að þeim stóðu til mikils sóma. Keith Reed - veröugur verðlaunahafi. DV-mynd E.ÓL. Lilla Mahagonny Á seinni hluta menningardaga heymarlausra verður leiklist í önd- vegi. Til landsins kemur nú um helgina sænski leikhópurinn Tyst teater sem hefur starfað sjálfstætt innan sænska þjóðleikhússins síðan 1970 og hefur þá sérstöðu að allar sýningar hans fara fram á táknmáli. Þetta er eini leikhópurinn sinnar tegundar á Norðurlöndum. Tyst teater sýnir þijú verk hér á landi dagana 3., 4. og 5. nóvember. Á mánudagskvöldið kl. 20 sýnir hann verkið Lilla Mahagonny eftir Bert- hold Brecht í Loftkastalanum. Á þriðjudagskvöldið kl. 20 sýnir leik- arinn Jianu Iancu valda kafla úr verkum Shakespeares, Ríkharði 3., Rómeó og Júlíu, Hamlet, Makbeð og Óveðrinu, einnig í Loftkastalanum. Á miðvikudaginn kl. 15 sýnir hóp- urinn leikritið Mirad, drengur frá Bosníu, í húsnæði Félags heymar- lausra, Laugavegi 26. Allur flutningur í leiksýningun- um fer fram á táknmáli og þykir sérstaklega spennandi að „sjá“ leik- arana syngja á táknmáli eins og þeir gera í söngleiknum Lilla Ma- hagonny, úrvinnslu Tyst teater og Tom Fjordefalk leikstjóra á söngleik Brechts. Sú sýning hefúr fengið mikið lof í sænskum blöðum. *■ ★ ■k * Á \ Draumsólir íslenska leikhúsið frumsýndi 11. október leikverk unnið upp úr sögum og ljóðum Gyrðis Elíassonar, Draumsólir vekja mig. Gyrðir hlaut sem kunnugt er Menningarverð- laun DV í bókmenntmn í febrúar í ár. Þórar- inn Eyfjörð samdi leikverkið og leikstýrir því, nýstárleg leikmynd er eftir Egil Ingi- bergsson og ffumsamin tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, leikin af harmónikusnillingn- um Tatu Kantomaa. Athygli er vakin á þvi að aðeins eru eftir tvær sýningarhelgar á þessu verki, sýningum lýkur 9. nóvember. Þorsteinn Bachmann er skáldið sem les bækur í baði. 194 x 252 x 37 cm. Vönduð Dönsk hillu- samstæða á góðu verði Verð krónur 47.560,- Vísa og Euro raðgreíðslur til kí£I a 111 að 36 mánaða 0 1 HÚSGAGNAHÖLUN Blldshöfðl 20-112 Rvík - S:510 8000 ,±\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.