Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 45 Á skemmtistaðnum Nátthrafnin- um safnast saman fólk úr ræsum þjóðfélagsins. í kvöld er sýning í Borgarleik- húsinu á söngleiknum Hið ljúfa líf eftir Benóný Ægisson með tón- list eftir KK og Jón Ólafsson. Leikurinn gerist á einni kvöld- stund á skemmtistaðnum Nátt- hrafninum sem einhvem tímann í fymdinni var flottur veitinga- staður en er nú athvarf fýrir fylli- byttur, dópista, glæpahunda og glæfragellur þó stöku sinnum slæðist inn venjulegt fólk. Veit- ingakonan er eitilharður nagli sem tekur spítt og starfsfólkið í nefið til skiptis. Til að rífa stað- inn upp hefur hún ráðið Stuðpúð- ana tfl að spila. þetta era allt flott- ir spilarar en dálítið týndir í því afskiptaleysi sem fylgir fomri frægð. Leikhús Leikarar era Ari Matthíasson, Bjöm Ingi Hermannsson, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimund- arson, Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Jó- hanna Jónas, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Pálína Jónsdóttir, Rósa Guöný Þórsdóttir, Soffia Jakobsdóttir og Sóley Elíasdóttir. Leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð. Frönsk lög og ljóð Á frönskum dögum á Akureyri verður dagskrá í kvöld, kl. 21, í Deiglunni sem kallast Frönsk lög og Ijóð. Kennarar og nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri syngja og leika frönsk lög og menntaskólanemendur lesa frönsk ljóð. Aðgangur er ókeypis. Gróska um allt land Gróska stendur fyrir fundum um allt land um sameiginlegt framboð 1999. Era fúndir í dag í Grindavík, kl. 17, og í Keflavík, kl. 20.30. Háskólafyrirlestur Þórarinn Blöndal MS-nemi, lektor, flytur fyrirlestur í mál- stofu líffræðistofnunarinnar kl. 12.20, í stofú G-6 að Grensásvegi 12, um Thymidine kínasi úr Rhodothermus. Samkomur Lúther og trúarglíman Dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson mun flytja fýrirlestur í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garöabæ í kvöld, kl. 20.30. Fjallar fyrirlest- urinn um glímu mannsins við Guð andspænis þjáningunni og þann styrk sem trúin getur veitt manninum i erfiðleikum lífsins. ITC Grand Ladies Stofnfundur verður haldinn í kvöld, kl. 19, á Litlu-Brekku. Kvartett Sigurðar Flosasonar á Jómfrúnni: Flosason spilar Coltrane Djasstónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans verða i kvöld á Jómfrúnni kl. 21. Það er kvartett Sigurðar Flosa- sonar sem leikur fyrir djassgeggjara í kvöld tónlist Johns Coltranes sem er einn af áhrifcimestu saxófónleikuram sögunnar. Tónsmíðar Coltranes era ekki jafn þekktar og hann sjálf- ur en eftir hann liggur mikill fjöldi laga. Tónlist Coltranes er allt í senn, fjölbreytt, aðgengileg og krefjandi. Dagskrá þessi hefur í sumar verið flutt við góðar viðtökur á Lista- sumri á Akureyri og á djass- og blúshátíðinni á Selfossi. Þess má geta að í ár era þrjátíu ár frá því John Coltrane lést. Skemmtanir Kvartett Sigurðar Flosasonar hefur starfað af og til allt frá árinu 1990 og hefur gert garðinn frægan, komst meðal annars í úrslit í Evrópukeppni ungra djassleikara og lék fyrir íslands hönd á Norrænum djassdögum í Kaupmanna- höfn. Auk Sigurðar, sem leikur á altósaxófón, skipa kvart- ettinn, Kjartan Valdemarsson, píanó, Þórður Högnason kontrabassi og Matthias Hemstock trommur. Siguröur Flosason leifiir kvartett sinn I fjölbreyttri tón- list snillingsins Johns Coltranes á Jómfrúnni í kvöld. Veðrið kl. 6 í morgun Veðrið kl. 6 í morgun: Slydda eða rigning norðanlands Skammt vestur af Faxaflóa er 999 mb lægð sem hreyfist allhratt aust- ur og önnur lægð um 980 mb er skammt austur af Hvarfi og fer austnorðaustur. 1025 mb hæð er yfir Norðaustur-Grænlandi er einnig á austurleið. Veðrið í dag í dag verður suðvestan stinning- skaldi og skúrir sunnan til en all- hvöss austan- og norðanátt og slydda eða rigning norðanlands. Lægir er líður á daginn. Hiti á bil- inu 1 til 10 stig, hlýjast sunnan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestankaldi og rigning eða súld með köflum í fyrstu en síðan skúrir. Hiti um 8 stig í fyrstu en kólnar heldur er líður á daginn. Sólarlag í Reykjavík: 17.14 Sólarupprás á morgun: 09.11 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.28 Árdegisflóð á morgun: 06.47 Akureyri Akurnes Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Fa.ro/Algarve Amsterdam Barcelona Chicago Dublin Frankfurt Glasgow Halifax Hamborg Jan Mayen Las Palmas London Lúxemborg Malaga Mallorca Montreal New York Orlando Nuuk Róm Vín Winnipeg rigning 1 rigning síö. kls. 5 slydda 0 kls. súld súld á síö. kls. slydda súld þokumóöa alskýjaö þoka þoka hálfskýjaö rigning síö. heiöskírt heiðskírt þokumóöa alskýjaö þoka skýjaö súld léttskýjaö þokuruöningur snjóél mistur léttskýjaö léttskýjaö léttskýjað heiöskírt léttskýjaö alskýjaö slydda skýjaö þokumóöa alskýjaö 2 8 1 9 8 5 1 1 5 10 14 0 8 14 10 2 9 5 0 -8 -1 0 11 6 31 11 21 1 11 -3 3 Greiðfært um þjóðvegi landsins Hálkublettir era á Dynjandisheiði, Hrafnseyrar- heiði og Þorskafjarðarheiði. Hálka er frá Mývatni að Jökulsá á Fjöllum. Hálkublettir era á Breiðdals- heiði. Færð á vegum Á nokkrum vegarköflum era vegavinnuflokkar við að lagfæra og era þær leiðir vel merktar. Að öðra leyti er greiðfært um aðra þjóðvegi landsins. Víðast hvar á hálendinu era vegir orðnir ófærir. Svavar Cesar eignast bróður Litli drengurinn, sem á mynd- inni er í fanginu á bróður sínum, Svavari Cesari, fæddist laugardag- Barn dagsins inn 14. júni kl. 08.12 á fæðingar- deild Landspítalans. Hann reyndist vera 5130 grömm þegar hann var vigtaður og mældist 56 sentímetra langur. Foreldrar hans era Guðrún Kristín Svavarsdóttir og Bjöm Hjaltested. Bræðurnir Julian og Jeremy bralla ýmisiegt á stuttum tíma. Bræður í vandamálum Twin Town, sem Háskólabíó #•[ sýnir, kemur í kjölfarið á Train- spotting og er með líkt þema. Myndin gerist í Swansea og fiall- ar um tvo unga bræður, Julian og Jeremy, sem lifa við ömurleg- ar aðstæður. Fjölskylda þeirra er bláfátæk og þeir hafa reynt að flýja raunveruleikann með því að leiðast út í eiturlyfianeyslu. Einn daginn slasast faðir þeirra alvarlega við vinnu sína og maö- urinn, sem hafði ráðið hann í vinnuna, neitar að borga skaða- bætur. Julian og Jeremy ákveða þá að refsa skúrknum ærlega fyr- ir ástand föður síns og hefst þá stórskemmtileg atburðarás, krydduð með kolsvörtum húmor^ eins og Bretum er einum lagið. Kvikmyndir Með helstu hlutverk fara Rhys Ivans og Llyr Evans, sem leika bræðuma, auk Dougrays Scotts og Doriens Thomas. Leikstjóri er Kevin Allen. Nýjar myndir: Háskólabíó: Austin Powers Háskólabíó: Brassed off Háskólabíó: Twin City Háskólabíó: Go now Laugarásbíó: Head above Water Kringlubíó: Air Force One Saga-bíó: Contact Bíóhöllin: Volcano Bíóborgin: Conspiracy Theory Regnboginn: Með fullri reisn Stjörnubíó: Perlur og svín Krossgátan T~ z 5” L sr lo T~ 8 I /0 tr 1 1 L II ítr" >8 J j Ío H J Lárétt: 1 farmur, 6 greindi, 8 hvass- viðri, 9 tómt, 10 ávítaði, 11 grind, 13 togaði, 15 band, 17 eignast, 18 fá- tækt, 20 reyki, 22 skoða, 23 klett. Lóörétt: 1 ósoðinn, 2 álút, 3 keyra, 4 rambelta, 5 súld, 6 óþjál, 7 stefna, 12 heiður, 14 óborðandi, 15 áhald, 16 stilltur, 19 stöng, 21 átt. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 sérstök, 8 elja, 9 em, 10 skáli, 12 vá, 13 sveina, 15 með, 16 mars, 18 erja, 19 rói, 21 truntan. Lóðrétt: 1 sess, 2 él, 3 ijá, 4 sali, 5 teinar, 6 örvar, 7 knái, 11 kver, eðju, 15 met, 16 man, 17 sin, 20 óa. Gengið Almennt gengi LÍ 31.10.1997 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollqenni Dollar 70,980 71,340 71,580 Pund 118,530 119,140 115,470 Kan. dollar 50,440 50,760 51,680 Dönsk kr. 10,7930 10,8500 10,6660 Norsk kr 10,1010 10,1570 10,0660 Sænsk kr. 9,4340 9,4860 9,4210 Fi. mark 13,6730 13,7540 13,5970 Fra. franki 12,2570 12,3270 12,0920 Belg. franki 1,9908 2,0028 1,9683 Sviss. franki 50,3400 50,6100 49,1500 Holl. gyllini 36,4100 36,6300 36,0600 Þýskt mark 41,0700 41,2800 40,6000 lt. lira 0,041820 0,04208 0,04151 Aust. sch. 5,8310 5,8670 5,7720 Port. escudo 0,4022 0,4047 0,3991 Spá. peseti 0,4861 0,4891 0,4813 Jap. yen 0,591000 0,59450 0,59150 Irskt pund 106,250 106,910 104,4700 SDR 97,400000 97,98000 97,83000 ECU 80,8900 81,3800 79,5900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 ►

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.