Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 Neytendur Nettengingar eftir 1. nóvember: Gríðarlegar tekjur Pósts og síma Internet á íslandi hefur tekið saman áætlun um heildarmarkað landsins í nettengingum. Að sögn Sigurðar Jónssonar hjá Interneti á íslandi er heildarfjöldi notenda 18.800. Tengitími þeirra skiptist nokkuð jafnt á dag- og næturtaxta, samtals um klukkutíma á hverjum degi. Miðað við sömu notkun á Net- inu út næsta ár, hækka greiðslur netverja til Pósts og síma um rúm- lega 271 milljón króna. Samkvæmt Nýi „upplýsingaskatturinn“ - Nettengingar fyrir allt landiö - DV 1.745.956 eftir 1. nóv. Sólarhringsgróði: Pósts og síma = 744.468 Ársgróði Pósts og síma = 271.735.200 framtíðarspá Internets á íslandi gerðu menn ráð fyrir því að eftir ár væru notendur orðnir 27.100. Allt sé hins vegar óvíst um þessa þróun eft- ir hækkanir Pósts og síma á innan- bæj arsamtölunum. Samkvæmt notendakönnun Hag- vangs eru yngri notendur vaxandi hópur á Netinu að 29 ára aldri. Um 40% allra íslendinga á aldrinum 15-75 ára hafa einhvem aðgang að Netinu, ýmist á vinnustað eða inn á heimilum. Aðspurður um yfirlýsingu Hrefnu Ingólfsdóttur í útvarpinu, þar sem hún lýsti því yflr að not- endur Netsins væru fyrst og fremst unglingar að leika sér, sagði Sigurð- ur að skoðun hennar byggði sjálf- sagt á því að unglingamir ættu sjálfsagt erfiðast með að hemja sig í því aö senda Hrefnu bréf á Netinu. -ST Viöbrögö viö gjaldbreytingum P&S: Geðþótti ráðamanna - voru allir á námskeiðum í gær Viðbrögð fólks, eldri borgara, net- notenda, verslunareigenda og alls almennings hafa verið mjög hörð í garð Pósts og síma vegna 80% hækkunar fyrirtækisins á verði innanbæjarskrefa. Á slóðinni http: //www.aegis.is/simi/ hafa þúsund- ir manna undirritað mótmæli sem afhent verða yfirmönnum Pósts og síma við Landssímahúsið við Aust- urvöll í dag. Neytendasamtökin hafa sent viðskiptaráðherra bréf og farið þess á leit við hann að raun- kostnaður við símtöl innanlands sé birtur og að hann liðsinni samtök- unum við öflun upplýsinga vegna hækkananna. Um leið minna sam- tökin á bréf af svipuðum toga sem þau sendu ráðherra þegar Póstur og sími hækkaði síðast innanbæjar- samtöl. Neytendasamtökin hafa ekki fengið endanlegt svar við því erindi frá ráðherranum. í bréfi sinu til ráðherra segja samtökin að gjald- skrá Pósts og síma sé ákveðin að geðþótta ráðamanna fyrirtækisins. Hætta aö auglýsa í símaskránni? Sigmar Jónsson, eigandi heild- verslunarinnar S. Ármann Magnús- sonar, hafði samband við DV og benti á að Póstur og sími væri einn- ig að hækka auglýsingaverð í síma- skránni. „Menn í verslunargeiran- um ættu að setjast niður og athuga hvers virði auglýsingar sinna fyrir- tækja eru, sem birtast í síma- skránni. Ég er með meðalstórt fyrir- tæki af heildverslun að vera en greiði í kringum 300.000. Við ættum að minnka okkar auglýsingar vegna allra þessara hækkana og mynda þannig þrýstihóp á Póst og síma.“ Jónas Friðrik Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VerslunEirráðs, sagði „nauðsyn á samkeppni á sviði simaþjónustu alveg borðleggjandi. Ef verðlagning er of há og ef aðrir geta gert þetta betur, þá hlýtur það að koma í ljós þegar opnað verður fyrir samkeppni á þessu sviöi.“ Hann sagði að Verslunarráð hefði ekki mótað neina stefnu gagnvart gjaldskrárbreytingum P&S. Forráðamenn Pósts og síma voru ekki til viðtals allan daginn í gær þar sem þeir voru uppteknir á nám- skeiði innan fyrirtækisins. Hrefha Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi upp- lýsti DV um það. -ST FjölshLjldutilbað. Láttu SEnda þér heim 1 ö" pitza m/3 áÍEggstEg. 1 E" hvitlauhshrauö EÖa margarita. EL CshE sg hvitlauhsalía RÖEÍns 1 .7HU hr. Þú sæhir 1 G" pitsa m/E aÍEggstEg RÖEÍns flR□ hr 1 fllf pitsa m/E alEggstEg RÖEins RRD hr STRTUS 1 :1 ‘v RELjHjavíh 5Gfl L.ÖL.Ö Hafnarfjöröyr 5G5 1515 Aukinn gróði Pósts & síma -áætlaðar breytingar vegna posanotkunar VISA 20 milljónif-_____----------------------------- Símreikningur verslunar í Reykjavík -ío hækkar um ca 19 milljónir -15 Símreikningur verslunar úti á landsbyggð lækkar um ca: 16 milljónir Hlutur P&S yröi þá ca 3 milljónir -20 Gjaldskrárbreyting Pósts og síma: 3 milljónir aukalega fyrir VISA Rafræn greiðslukortaviðskipti VISA kalla á um 30 milljón sím- hringingar innanlands á hverju ári, að sögn Einars S. Einarssonar, framkvæmdastjóra VISA íslands. Af þeim eru um það bil 3/4 hringing- anna innanbæjar en 1/4 utan af landi. Gjaldskrárbreyting Pósts og síma kemur því til með að kosta verslun á höftiðborgarsvæðinu rétt um 19 milljónir en lækkun til lands- byggðarinnar vegna þessa nemur um 16 milljónum. Eftir stendur að Póstur og simi fær aukreitis í sinn hlut 3 milljónir frá því sem nú er. Einar segir fyrirtækið lengi hafa krafist þess að komið sé til móts við kaupmenn sem senda kortaviðskipt- in irni símalínu þar sem hvert sím- tal tekur á bilinu 10-20 sekúndur. Þessi breyting taki hins vegar út yfir allan þjófabálk og þó að þetta komi vel við verslun á landsbyggð- inni þá sé þetta ekki breytingin sem fyrirtækið óskaði í heild fyrir sína viðskiptavini. -ST Afnotagjald Pósts og síma: Niðurgreiðslur inn í bótakerfið svipuðum tíma og aðrar veigamikl- ar gjaldskrárbreytingar eru hjá Pósti og síma. Eldri borgarar hafa mótmælt hækkun á innanbæjarsím- tölum kröftuglega og meö þessari viðbót á reikninga þessa hóps er erfiðara en ella að sjá hvað gjaldskrárbreytingin hefur í för með sér fyr- ir þennan hóp fólks. Áð sögn Páls Gísla- sonar, talsmanns Fé- lags eldri borgara, virð- ist sem allt bendi til þess að þjónustu- greiðslur, sem áður áttu að létta þeim líflð sem erfiðast áttu, sé verið að smátína af þeim. „Við höfum sent mótmæli til samgöngu- ráðherra og sent þing- mönnum bréf þessa efnis. Ef það væri bara eitt þá væri það ekki katastrofa, en þegar allt kemur saman þá verður þetta ansi erfitt." Margir eldri borgarar hafa hringt og sett sig í samband við félagið vegna breytinganna sem boðaðar eru. Félagið hvetur alla til þess að mæta og mótmæla þreytingunum við Landssímahúsið í dag kl. 15.00. Frá næstu áramótum mun Póstur og sími, samkvæmt ákvörðun stjómvalda, senda út reikninga fyr- ir aftiotagjald símans til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega sem til þessa hafa fengið afhota- gjaldið frítt. Þetta á við um þá bótaþega sem era að fá fulla tekjutryggingu greidda hjá Trygg- ingastofnun rikis- ins og uppfylla önn- ur skilyrði Pósts og sima um niðurfell- ingu. Svokölluð heimilisuppbót Tryggingastofnunar til þessa fólks hækkaði 1. júní síð- astliðinn um sem nemur afnotagjaldi RÚV og Pósts og síma. Heimild fyrir breytingunni lá fyrir um síðustu ára- mót um leið og breytingar voru sam- þykktar á fyrirkomulagi á innheimtu afnotagjalda RÚV. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Póst og síma, ákvað fyrirtækið að hinkra með breytinguna til aðlögun- ar fyrir fólkiö. Þessar breytingar koma inn á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.