Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 Fréttir Eigendur Togs i Súðavik hófust til allsnægta: \ Fengu 100 milljónir króna á mann - hlutabréf sem tryggðu áratugaryfirráð greidd við söluna Eigendur Togs hf. í Súðavík gerðu það gott með sölu á hlutabréf- unum í Frosta hf. til Gunnvarar á ísafirði. Söluverð eignarhaldsfélags- ins um yfírráð á Frosta hf., lang- stærsta atvinnufyrirtækinu í Súða- vík, var samkvæmt heimildum DV 524,5 milljónir króna sem að mestu skiptist jafnt á milli fimmmenning- anna sem stofhuðu Tog hf. árið 1987. Eftir því sem DV kemst næst skuld- uðu fimmmenningarnir, sem að Togi stóðu, um 50 milljónir króna við samrunann. Þar með halda þeir eftir upphæð sem nemur um 450 milljónum króna sem reiknast um 90 milijónir á hvem þeirra. Togsmenn höföu ekki í áratug greitt nema hluta vegna kaupa sinna á hlutabréfum í fyrirtækinu og því yfirtekið virkan meirihluta án þess að leggja út nema brot af andvirði bréfanna. Það sem gerði sölu hlutabréfanna mögulega var að ákveðið var að sameina Hraðfrysti- húsið í Hnífsdal og Frosta hf. Þegar sameining hafði verið ákveðin keypti Gunnvör hf. á ísafirð Tog hf. á áðumefndan hádfan milljarð. Þeir sem stóðu að kaupunum á meirihlutanum í Frosta á sínum tíma vom: Auðunn Karlsson, þáver- andi oddviti hreppsnefndar, Ingi- mar Halldórsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Frosta, Jóhann Sím- onarson, fyrrverandi skipstjóri á Bessa ÍS, og síðar útgerðarstjóri Frosta, Jónatan Ásgeirsson, skip- stjóri á Andey, og Barði Ingibjarts- son, núverandi skipstjóri á Bessa. Állar götm- síðan kaupin áttu sér stað haföi Tog hf. aðeins greitt einu sinni af skuldinni en lokagreiðsla átti að fara fram árið 1995. Fyrr á þessu ári tók að hitna undir þeim Togsmönnum þegar Súðavíkur- hreppur, sem stærsti einstaki hlut- hafinn í Frosta, krafði þá félaga um uppgjör vegna kaupanna. í fram- haldinu fór bankastjóm Landsbank- ans að ókyrrast og svo virtist sem ögurstund væri að renna upp í átakasögunni um Frosta. Eftir nokkurt þóf var gert þríhliða sam- komulag hreppsins, Togs og Lands- bankans. í samkomulaginu var gert ráð fyrir að Togsmenn leituðust viö aö selja bréf sín við fyrsta tækifæri og að fyrirtækið færi á almennan hlutabréfamarkaö með hlutafjárút- boði á haustmánuðum 1997. Loks var ákvæði um að tækist ekki að selja hlutabréfln leysti Landsbank- inn þau til sín á genginu 1,15. Svo virtist sem þar með lyki sögunni með ósigri félaganna fimm. Átök í áratug Átakasagan um yfirráð í Frosta er áratugargömul og hefúr á stund- um skekið samfélagiö í Súðavík. Viðskiptin áttu sér stað árið 1987 þegar áðurnefndir einstaklingar undir merkjum Togs hf. keyptu hlut hreppsins í Frosta fyrir 70 milljónir króna. Málið fór fyrir dómstóla þar sem krafist var riftunar kaupanna á þeim forsendum m.a. að Auðunn Karlsson, sem á þeim tima sem kaupin fóru fram var jafnframt odd- viti hreppsins, hefði setið báðum megin borðsins. Hæstiréttur sýkn- aði þá Togsmenn og kaupin héldu því. Forsaga þessara hlutabréfakaupa átti sér stað fyrir tæpum áratug þeg- Jóhann R. Sfmonarson. ar þáverandi fram- kvæmdastjóri, Börkur Ákason, og nokkrir samverka- menn hans vildu selja hluti sina í Frosta hf. sem á þeim tíma var með blómlegri sjávarút- vegsfyrirtækjum á íslandi. Auðunn Karlsson, oddviti Súðavíkurhrepps og stjórnarmaður í Frosta, lagði til að eiganda bréfanna yrðu boðnar 50 milljónir króna í bréfin. Seljendur féllust á tilboðið og varö úr að félagið sjálft, Frosti hf., var látið leggja út fyrir umræddum bréf- um. Tog stofnaö í millitíðinni stofnaði svo oddvit- inn ásamt nokkrum einstaklingum hlutafélagið Tog hf. sem keypti þessi hlutabréf auk nokkurra fleiri og þar með náðu Tog hf. og aðstand- endur þess meirihluta í Frosta. Að- standendur Togs hf. greiddu um það bil helming kaupverðsins og það var mat þeirra sem DV ræddi við fyrr á þessu ári að eftir- stöðvamar að viðbætfrun drátt- arvöxtum og kostnaði hefðu ver- ið um 50 milljónir króna. Á þeim tíma skiptist formlegt eignarhald á Frosta hf. þannig aö Súðavíkurhreppur átti 42,7% en Tog hf. átti 41,42%. Eigendur Togs hf. réðu auk þess um 8,586% hlut og réðu því samtals 50,006% af virku hlutafé í Frosta hf. í samtali viö DV frá þessum tíma sagði Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, sem vann fyrir Súðavíkurhrepp, að svo „virt- ist“ sem um helmingur hlutafjár Togs hefði ekki innheimst og áhyggjur hreppsins af því ástandi væru skiljanlegar. Hreppurinn sé stærsti einstaki hluthafi Frosta og vilji eðlilega hag síns fyrirtækis sem mestan. Rukkaði sjálfan slg Stjórnarformaður Frosta hf., Auð- Baröi Ingibjartsson. unn Karlsson, sem sat einnig í stjóm Togs hf., skuldunautar Frosta hf., lenti í þeirri einkennilegu stöðu að þurfa í raun aö senda greiðslu- áskomn til sjálfs sín, sem stjómar- manns í Togi hf. En Frosti hf. var látinn innleysa þessi hlutabréf framkvæmdastjórans fyrrverandi en þau síðan seld Togi hf„ fyrirtæki sem oddvitinn hafði stofnað. í raun var því Frosti notaður sem banki sem lagði út fyrir bréfunum fyrir fyrirtæki oddvitans, Tog hf„ helm- ing kaupverðsins. Tog var næst- stærsti hluthafinn i Frosta og að- eins hreppurinn stærri. Að auki era eigendur Togs hluthafar í Frosta sem einstaklingar og höfðu þannig virkan meirihluta í stjóm fyrirtæk- isins. Hálfdán Kristjánsson, fyrrver- Ingimar Halldórsson. andi sveitar- stjómarmaöur í Súðavík og nú- verandi bæjar- stjóri á Ólafs- firði, barðist í upphafi af hörku gegn kaupum Togs- manna á Frosta. Hálfdán fór fyr- ir fylkingu þeirra sem voru kaupunum and- vígir. Miklar óá- nægjuöldur risu í Súðavík eftir að kaupin á Frosta urðu op- inber og var í framhaldi þess haldinn borg- arafundur um málið þar sem mætti um þriðj- ungur íbúanna. Átakafundur Auðunn Karlsson tók fyrstur til máls. Hann rakti sögu hlutabréfa- kaupanna nokkuð ítarlega, allt frá því að Börkur Ákason bauð Frosta hf. til kaups hlut sinn í fyrirtækinu. Nam sá hlutur um 36% og var hann keyptur af Berki á rúmar 52 milljón- ir króna. Skömmu síðar buðu tveir aðrir einstaklingar Frosta sína hluti í fyrirtækinu til sölu. Var þeirra hlutur, 13 %, keyptur á svipuðum kjörum og hlutur Barkar eða á 17,9 milljónir. Þar sem fyrirtækið hafði þama eignast 49% í sjálfú sér hefði orðið að selja megnið af hlutabréfunum aftur í sam- ræmi við lög. Auðunn sagði að ekki hefði verið áhugi fyrir því í hreppsnefndinni aö hreppur- inn nýtti sér forkaupsrétt sinn til að kaupa þessa hluti og því var leitað til bæjarbúa beint og þeim boðin hlutabréfin til kaups. Fram kom á fundinum að Guð- mundur Hreiðarsson falaðist eftir 20% hlut í félaginu fyrir 30 milljón- ir en Auðunn sagði að það tilboð heföi borist eftir að fresturinn til kaupanna rann út. „í þessu máli hefur verið reynt aö gera mína aumu persónu torfryggi- lega. Ég tel það langsótt og torkenni- leg rök að við félagar minir höfum staðið ólöglega að kaupum okkar á hlutabréfunum," sagði Auðunn. Pappírsfélag Næst tók til máls Sigríður Hrönn Elíasdóttir hreppsnefndarmaður. Hún gagnrýndi það harðlega að ekki hefði verið haldinn fundur í hrepps- nefndinni um kaupin á hlutabréfum Barkar. Auðunn hefði sjálfur alfarið séð um það mál en aðrir hrepps- nefndarmenn engar upplýsingar fengið. Sigríður Hrönn kallaði Tog hf. pappírsfélag. Með því hefðu fáir einstaklingar fórnað hagsmunum sveitarfélagsins í þágu eigin hags- mima. Hún taldi vinnubrögð oddvit- ans í þessu máli forkastanleg og sagði í lok máls síns: „Ég skora á hann að segja af sér áður en honum verður vikið úr embætti." Var mikið klappað á fundinum við þessi orð. Jónína Guðmundsdóttir úr hreppsnefndinni tók næst til máls og viðhafði sömu gagnrýni á oddvit- ann. Hún sagðist vera einstæð móð- ir en hefði samt greitt hærri gjöld til sveitarsjóðs en Auðunn. Valdagræðgi Hálfdán Kristjánsson gerði einnig að umræðu efni hvemig Auðunn hefði staðið að kaupunum á hlut Barkar án þess að aðrir fengju að fylgjast með því. Sagði hann að í því máli hefði Auðunn verið að svala valdagræðgi sinni Ingimar sár Meðal þeirra sem töluðu úr pontu var þáverandi framkvæmdastjóri Frosta hf„ Ingimar Halldórsson, og var þungt hljóðið í honum en hann er einn af eigendum Togs hf. Hann sagðist illa geta setið undir því ámæli að hann hefði komið á stað- inn eins og þjófur á nóttu til að stela fyrirtækinu. Sagðist hann fyrir sitt leyti tilbúinn að yfirgefa staðinn ef fólk óskaði þess. Hann fór þó ekki af staðnum fyrr en nú, mörgum áram síðar, þegar Tog hf. hefur verið selt með methagnaði. Málið fyrir dóm í framhaldi af deilunum fóra kaupin fyrir dómstóla. Þegar Hæsti- réttur dæmdi í málinu, í maímán- uði árið 1989, Togsmönnum í hag og DV kynnti Hálfdáni niðurstöðumar sagði hann: „Það fara ekki alltaf saman lög og siðgæði. Ég vona aö þeim gangi vel með rekstur fyrir- tækisins og hafi hagsmuni byggðar- lagsins að leiðarljósi.“ Banki veitir skjól Það væsir ekki um fimmmenn- ingana í Togi í dag sem komust frá örbirgð til allsnægta. Kaup Gunn- varar á Togi leystu þá úr þeirri stöðu að þurfa að svara til saka vegna skuldar sinnar í Frosta. Þar er þó þáttur Landsbafrkans gagn- rýndur en bankinn vissi alla tíð af því hvað var að gerast í Frosta og veitti í raun fimmmenningunum skjól allt undir það síðasta. Eftir að hafa stigið saman ölduna í ólgusjó síðasta áratuginn ganga þeir út úr rekstrinum með hálfan milljarð sem era verðlaun samfélagsins fyrir af- raksturinn. Óvíst er að ævintýrinu sé enn lokið en kaflinn um Frosta er aö baki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.