Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Síða 7
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 7 Halldór Ásgrímsson utanriklsráðherra tók á móti Gerhard Schröder og fylgdarliði hans á Akureyrarflugvelli ásamt ýmsum fyrirmönnum bæjarins. DV-mynd gk Þýski ráðherrann heimsótti Akureyri DV, Akureyri: Opinber heimsókn Gerhards Schröders, forsætisráðherra Neðra- Saxlands í Þýskalandi, ásamt 40 manna fylgdarliði hófst á Akureyri í gær. 1 dag mun Schröder vera í Reykjavík og á Suðumesjum og m.a. eiga viðræður við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra, Dav- ið Oddsson forsætisráðherra, Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og þá hittir hann hr. Ólaf Ragnar Grímsson forseta. Gerhard Schröder er einn af kunnustu stjórnmálamönnum Þýskalands og hefur verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Helmuths Kohl kanslara. í fylgdar- liði hans hér á landi era háttsettir embættismenn og þar er einnig einn íslendingur, Finnbogi A. Bald- vinsson, framkvæmdastjóri útgerð- arfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven, sem er í meiri- hlutaeigu Samherja. Á Akureyri heimsóttu Schröder og fylgdarlið hans höfuðstöðvar Samherja og Útgerðarfélags Akur- eyringa, þá fór hann í stutta kynnis- ferð um Akureyri og heimsótti m.a. Nonnahús. í gærkvöldi sat ráðherr- ann boð Jakobs Bjömssonar bæjar- stjóra. -gk Yfirvofandi klofningur á ísafirði: Bæjarstjóri vill skýra afstöðu Skýrsla sem VSÓ ráðgjöf vann fyr- ir bæjarstjóm ísafjarðarbæjar um þá möguleika sem fyrir hendi era varð- andi úrlausn á húsnæðisvanda Grunnskólans á Isafirði hefúr verið kynnt. Skýrslan er unnin í samræmi við samþykkt bæjarstjómar frá því 18. september. Þá var ljóst að ekki var samstaða um það í bæjarstjóminni hvaða leið skyldi farin. Skipaður var starfshópur sem lagði fyrir VSÓ að gera úttekt á kostum og gölium sex valkosta í húsnæðismálum skólans. Um er að ræða nýbyggingar á Torf- nesi, á Wardstúni, á Skeiði, á Hauga- nesi eða á skólalóðinni með uppkaup- um nálægra húsa. Því til viðbótar sá kostur að kaupa og breyta Norður- tangahúsunum við Sundstræti. í nið- urstöðu, sem Kristinn Guðjónsson rekstrarverkfræðingur hjá VSÓ kynnti, kemur fram að kaup á Norð- urtangahúsunum og breytingar á þeim er talinn ódýrasti kosturinn, en það er sú leið sem mestur ágreining- ur hefur verið um í bæjarstjóm. Ljóst er að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í bæjarstjóm er klofinn í málinu. Þar hafa tveir af fimm fúil- trúum Sjálfstæðisflokks, þau Kolbrún Halldórsdóttir og Jónas Ólafsson, ásamt Sigurði Ólafssyni, Aiþýðu- flokki, lýst yfir andstöðu við kaupin á Norðurtanganum strax og hug- myndir um þau vora kynntar í sum- ar. Á fundinum með fréttamönnum í gær sagðist Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri vilja fá fram afstöðu bæj- arfiilltrúa um málið ekki seinna en í næstu viku, en þá er ætlunin að efna til aukafúndar um málið í bæjar- stjóm. Foreldrar og starfsfólk skólans verður að fara að fa vitneskju um það umhverfi sem hér verður á næsta skólaári!" sagði Kristján Þór og vísaði til þess að strax næsta haust vantaði sex kennslustofur fyrir skólann vegna fjölgunar kennslustunda. Hann sagði menn hafa rætt það að fresta þessu máli til kosninga, en þá hefðu menn bara ekki nema um einn mánuð til að leysa vandann og það gengi ekki. Hins vegar var einn kostur til viðbót- ar ræddur á bæjarráðsfúndi á mánu- dag. Hann felst í því að taka tvær hæðir í svokölluðu Kaupfélagshúsi á leigu og útbúa þar kennsluaðstöðu til bráðabirgða. Það er því deginum Ijós- ara að menn komast ekki hjá því að taka afstöðu til þeirra kosta sem í stöðunni era og ef menn skipta gjörsamlega ekki um skoðun, eða sættast á einhverja málamiðlun, þá er bæjarstjómin í raun fallin. -HKr. Kuldaskóp fyrir krakkana Litur: svart. St. 31-39. Verð 3.890 Litur: svart m/brúnu. St. 31-39. Verð 2.790 Leður/nubuk. Litur: rauður m/brúnu. Brúnir m/brúnu. St. 20-30. Verð 3.990 Póstsendum ffítt samdægurs UTV7007 AKAI • 20" Black Matrix myndlampi • Textavarp • 50 stöðva minni • Allar aðgeröir á skjá • Scart-tengi • Fullkomin fjarstýring CT2019 Kr. 32.900 stgr. 13 KCL5TEF • 28" Black Line myndlampi (svart er svart - hvítt er hvítt) • 40w Nicam Stereo magnari • Textavarp meb ísl. stöfum • Allar abgerðir á skjá • Sjálfvirk stöbvaleitun • Tenging fyrir auka hátalara • Svefnrofi 15-120 mín. • Tvö Scart-tengi • Fullkomin fjarstýring TVC283 Kr. 54.900 stgr. Sjónvarpsmiðstöðin h'mI! LýiU L/á m• SLLv'lL LviUí L U ° L Umbobsmenn um land allt: VESTU81AND: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga. Borgarnesi. Blómsiurvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Grundarfiröi.VESTFIRÐIR: Ratbúð Jónasar Þórs, Patreksliröi. Pdllinn. Isalirði. NOROURIAND: KF Steingrimsfiarðar. Hólmavik. KF V-Húnvetninga. Hvammstanga. KF Húnvetninga. Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkrúki. KIA. Dalvík. Búkval. AKuteyti. Liósgjafinn. Akureyri. Oryggl Húsavik. KF Þingeyinga. Húsavik. Urð, Raufarhöfn. AUSTURLAND: (F Héraðsbúa, Egilsstððum. Verslunin Vik Neskaugsstað. Kauptún. Vopnafirði. Kf Vopnfirðinoa. VopttafitSi. Kf Héraðsbúa. Seyðisfiröi Turnbræður, SeyðisfirðLKF Fáskrúðsljatðar. Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK. Hóln Hornalirði. SUÐURLAND: Rafmagnsverkstæði Kfl, Hvolsvelli. Mwjjl Helln. Heimstækm. Sellessi. KÁ. Sellassi. Rás. Porlákshöln. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Grindavik. Rallagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garði. nafmætti, Halnarfirði. ’HPff Áskrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV o\\t milff hirry-n<; V. 9- Smáauglýsingar 1> 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.