Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Síða 13
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 Fréttir 13 Hörður Sigurbjarnarson við Húsavíkurhöfn. í baksýn er Haukur sem Norður- sigling notar í hvalaskoðunarferðirnar. DV-mynd gk Norðursigling á Húsavík: Farþegum fjölg- ar í hvalaskoð- unarferðum DV, Akureyri: „Sumarið var mjög gott hjá okk- ur. Mér reiknast til að farþegum í hvalaskoðunarferðum með okkar skipum hafi fjölgað úr 5.500 í fyrra í um 9.500 og við erum auðvitað mjög ánægðir með þessa þróun,“ segir Hörður Sigurbjamarson, einn eig- enda Norðursiglingar hf. á Húsavík, sem er umfangsmesta fyrirtækið með hvalaskoðunarferðir hér á landi. Norðursigling gerir út tvö skip í hvalaskoðunarferðimar, bæði göm- ul eikarskip sem hafa verið gerð cil- gjörlega upp og era hin smekkleg- ustu. Hörður segir að vissulega hafi þessi skipakostur aðdráttarafl, ekki síst fyrir íslendinga. „Þessi mikla fjölgun farþega hjá okkur kemur ekki frá neinum ein- um stað frekar en öðram. Það er helst að íslendingum, sem sækja í þessar ferðir, hafi ijölgað og á því virðist ekkert lát,“ segir Hörður. Hann segir aö Norðursigling hafi farið í 384 hvalaskoðunarferðir í sumar og í öllum þeirra nema þrem- ur sáust hvalir. Þetta þykir einstak- ur árangm- og hvergi i heiminum er hægt að státa af öðram eins tölum. Hörður segir að næsta vor verði bryddað upp á ýmsum nýjungum varðandi þessar ferðir, m.a. verði settar upp sérstakar ferðir fyrir hópa skólabarna þar sem ýmsan fróðleik verður að finna, m.a. er fyr- irhugað að fara út í Flatey og kynna þar „veröldina sem var“. -gk Forréttir: Graflax, koníakslax, hunangs- reyktur lax, hreindýrapaté, kjúklingalifrarpaté, lúðupaté, laxa- og rœkjufrauð, rússneskt síldarsalat, karrísíld og jólasíld. Aðalréttir: Drottningarskinka, svínapurusteik, fylltur kalkún, hamborgarhryggur og hangikjöt. Eftirréttir: ísbar, ris a la Mande og eplapie. Heitar sósur: Rauðvínssósa og sveppasósa Kaldar sósur: Graflaxsósa, Cantillysósa og Cumberlandsósa. Meðlœti: Rauðkál, Waldorfsalat, sykurbrúnaðar kartöflur, gratinerað grœnmeti, laufabrauð, brauðbar, kartöflujafningur o.fl. Verð aðeins kr. 1.990.- POTTURINN OG Brautarholti 22 Jtfanari uþþlij í súna 661 /ÓQO Fyrirtœki og hópar: Sendum jólahlaðborð í fyrirtœki eða heim! HU' Rétti tíminn til aðjjárfesta. Laxaslátrun hjá Strandarsíld. DV-mynd Jóhann Grípa í lax í síldar- leysinu DV, Seyðisfirði: Lítið hefur borist hingað af síld frá því um síðustu mánaðamót þar til rétt fyrir helgi. Þá lifnaði aðeins yfir veiðinni á ný og nokkur hundr- uð tonn bárast, einnig á nokkra aðra staði á Austfjörðum. Lítið hefur því verið að gera hjá vinnslustöðvunum, Skagstrendingi og Strandarsíld, en hjá Strandarsíld era menn útsjóncU-samir og hafa lengi haft laxeldiskvíar skammt frá landi, fram undan stöðvarhúsunum. Þess vegna er það svo að þegar ekki kemur afli af veiðiskipum geta menn nýtt tímann, slátrað laxi og gengið frá honum til sendingar. Við það hafa menn unnið að undan- fórnu. Mikael Jónsson framkvæmda- stjóri segir skipstjóra nótaveiði- skipa vera bæði reiða og hneyksl- aða yfir því stjórnunarleysi hjá ráðuneytismönnum að ekki skuli vera bannað að skarka með botn- troll á veiðislóð nótaveiðiskipanna. -J.J. tói úljihtvið n öOtuti'. .\i i ö-' Viðtal við Sigurð B. Stefánsson á bls. 2-3 Ef þú hefur ekki þegar fengið þjónustulistann, vinsamlega hringdu í síma 560-8900 og við sendum hann. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi. Sími 560-8900, 800-4-800. Myndsendir: 560-8910.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.