Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bandaríkin einangrast Bandaríkjamenn náðu ekki samstöðu með fyrri bandamönnum um aðgerðir gegn stjórn Saddams Husseins íraksforseta. Aðeins Bretar fylgdu þeim skil- yrðislítið að málum, en aðrir bandamenn vildu friðsam- legri viðbrögð. Flestir vilja nú auka viðskipti við írak. Afleiðingin er, að Bandaríkjamenn treystu sér ekki til átaka að þessu sinni. Saddam Hussein vann enn einu sinni hálfa lotu í langvinnum þvergirðingi gegn tilraun- um Sameinuðu þjóðanna til að framfylgja vopna- hléssamningnum frá lokum Persaflóastríðsins. Bandalagið gegn Saddam Hussein byrjaði að bila, þeg- ar Bandaríkjamenn stóðu skyndilega upp í miðju Persaflóastríði, lýstu yfir sigri og flúðu heim. Þannig skildu þeir eftir Saddam Hussein ósigraðan og létu fram- tíðinni eftir að fást við óleysanleg vandræði. Ekki dugir endalaust að beita viðskiptaþvingunum, sem greinilega losa ekki um veldistauma Saddams Husseins, heldur valda saklausum almenningi gegndar- lausum hörmungum. Leið viðskiptaþvingana kemur ekki í staðinn fyrir úthald í alvörustyrjöld. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings varpaði handsprengju inn á fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir helg- ina, þegar stjóm Bandaríkjanna var að reyna að safna liði gegn Saddam Hussein. Deildin felldi greiðslu upp í skuld ríkisins við Sameinuðu þjóðimar. Bandaríkjamenn þurfa ekki að borga meira á mann til Sameinuðu þjóðanna en Vestur-Evrópumenn gera. Mun- urinn er sá, að hinir síðamefndu greiða yfirleitt gjöld sín til samtakanna á réttum tíma, en Bandaríkjamenn em orðnir meðal hinna allra skuldseigustu. Það þýðir ekki í neinu samstarfi að reyna að skipa öðrum fyrir og rífa síðan kjaft, þegar á að fara að taka þátt í kostnaðinum við samstarfið. Þess vegna mim ákvörðun fulltrúadeildar Bandaríkjaþings flýta fyrir vaxandi einangrun Bandaríkjanna í umheiminum. Við sjáum einangrunina vaxa á öðrum sviðum. Bandaríkjamenn neituðu að taka þátt í samkomulagi heimsbyggðarinnar um bann við jarðsprengjum. Þeir eru ekki fáanlegir til að taka á sig svipaðar byrðar af mengunarvörnum og Vestur-Evrópmenn vilja gera. Einna alvarlegust er einangrun Bandaríkjanna af völdum öxulsins, er þeir hafa myndað með hryðjuverka- ríkinu ísrael, sem er orðið að illkynjuðu æxli í Miðaust- urlöndum. Bandaríkjamenn láta þennan tryllta banda- mann sinn komast upp með nánast hvað sem er. Svik ísraels og Bandaríkjanna við Óslóarsamninginn um friðarferli í Palestínu magna andstöðu íslamskra þjóða og ríkja við Vesturlönd yfirleitt og Bandaríkin sér- staklega. Meðal annars hafa íslamskir bandamenn Vest- urlanda úr Persaflóastríðinu snúið við blaðinu. Það er heimssöguleg nauðsyn eftir lok kalda stríðsins að halda áfram friðarferli milli menningarheima og draga úr spennu milli Vesturlanda og ríkja íslams. Öx- ull Bandaríkjanna og ísraels hefur þveröfug áhrif. Hann magnar spennuna og mun leiða til átaka í framtíðinni. Bandaríkjamenn geta ekki stjómað heiminum í krafti peninga. Þeir segjast ekki einu sinni hafa ráð á að taka þátt í kostnaði við stækkun Atlantshafsbandalagsins. Þeir geta ekki lengur stjórnað í skjóli hervalds. Þeir flúðu frá Víetnam, Líbanon, Sómalíu og írak. Á innanlandsmarkaði bandarískra stjómmála er ein- angrunin túlkuð sem vanþakklæti útlendinga. Viðbrögð- in eru í stíl fulltrúadeildarinnar: Meiri einangrun. Jónas Kristjánsson íslenska skólakerfiö er í mikilli lægö, þaö er staöreynd," segir dr. Bragi m.a. í greininni. Spútnik og TIMSS irmyndai-skólakerfi, heilbrigðiskerfl, tryggingakerfi o. fl. Góð frammistaða ís- lenskra námsmanna erlendis benti einnig til þess að menntun- arástand þjóðarinnar væri ekki bara gott heldur jafnvel fram- úrskarandi. Landsmenn ráku upp stór augu Alþjóðlegir mæli- kvarðar geta verið af ýmsum toga. Stund- um virka þeir eins og sprengja á heims- byggðina. Besta dæmi „...þá virðist mér Ijóst að skóla- kerfí okkar stenst ekki lengur samanburð við það sem sjá má víða erlendis, jafnvel meðal þjóða sem fyrir tveim-þrem ára- tugum stóðu okkur langt að baki.“ Kjallarinn Bragi Jósepsson prófessor Fyrir mörgum1 árum vakti Ármann Snævarr, þáverandi rektor Háskóla ís- lands, athygli á því að okkur íslending- um væri nauðsynlegt að mæla frammi- stöðu okkar með al- þjóðlegum mæli- kvörðum; ef við ger- um það ekki værum við einungis að blekkja okkur sjálf. Hugsunin þarna á bak við er sígild og gagnleg til umhugs- unar. Góöar forsendur Eftir að ísland gerðist aðili að Sam- einuðu þjóðunum var oft vakin athygli á smæð þjóðarinnar enda var ísland lengi framan af langm- innsta aðildarríkið. Margir íslendingar litu svo á, og sjálfsagt margir aðrir, að aö- ild íslands að Sam- einuðu þjóðunum væri alþjóðleg viður- kenning á menningu og sögu þjóð- arinnar. Á þessum árum og lengi þar á eftir var oft rætt um sérstöðu ís- lands og íslendinga með það fyrir augum að skipuleggja og þróa fyr- irmyndarsamfélag. Bent var á menningarlega sérstöðu þjóðar- innar, vel þróað ritmál, öruggt og lýðræðislegt stjómarfar, lága af- brotatíðni og smábamadauða með þvi minnsta í heiminum. Ýmislegt fleira var tínt til. Þetta vom sem sagt taldar góðar forsendur þess að íslendingar hefðu möguleika á því að þróa fyr- um það er án efa Spútnik þegar Rússar skutu Ameríkönum ref fyr- ir rass haustið 1957. í Bandaríkjunum var litið á það sem meiriháttar áfall og þungan áfellisdóm á bandaríska skólakerf- ið. Viðbrögðin vom sterk og aukið fjármagn var veitt til menntunar kennara, til skólamála almennt og til rannsókna. Haustið 1996 voru birtar niður- stöður úr viðamikilli alþjóðlegri rannsókn (TIMSS) um frammi- stöðu skólabarna í stærðfræði og náttúrufræði. Þá kom í ljós að „ís- lensku keppendurnir“ höfðu stað- ið sig illa og landsmenn ráku upp stór augu. Einhverjir héldu e.t.v. að menn hefðu ruglast á skýrslum og væru með niðurstöður frá Ólympíuleikunum en ekki þessa stóm, alþjóðlegu samanburðar- könnun sem menn höfðu beðið eft- ir. En því miður, enginn hafði raglast á skýrslum; þetta var heilagur sannleikur. í stærðfræði í 7. bekk var ísland í 30. sæti af 39 mögulegum og i 8. bekk var ísland í 32. sæti af 41 mögulegu. Árangurinn í náttúra fræði var lítið betri. Þótt hér sé um að ræða vandaða samanburð arrannsókn má án efa finna ýmsai ástæður fyrir lélegri frammistöðu islenskra skólabama. Leiðrétting á einhverjum slíkum atriðum gæti e.t.v. hækkað okkur um einhver stig og þannig gætum við jafnvel orðið sambærilegir við landsliðið í handbolta. Stenst ekki samanburö En svo öllu gríni sé sleppt, þá virðist mér ljóst að skólakerfi okk- ar stenst ekki lengur samanburð við það sem sjá má víða erlendis, jafnvel meðal þjóða sem fyrir tveim-þrem áratugum stóðu okk- ur langt að baki. Ekki vegna þess að við komum illa út á áðumefndu prófi, heldur vegna þess að mér virðist að ýmsar þjóðir, sem ég þekki til, séu á hraðri siglingu fram úr okkur með betra og skil- virkara skólakerfi. Islenska skóla- kerfið er í mikilli lægð, það er staðreynd. Gallinn er bara sá að menn sjá það ekki eða vilja ekki skilja það. Okkur hefur því miður ekki tekist að færa okkur í nyt þær hag- kvæmu ytri og innri aðstæður sem ég nefhdi í upphafi og álitið var að mætti nýta almenningi til heilla. Bragi Jósepsson Skoðanir annarra Þríklofinn þingflokkur „Sú ákvörðun meirihluta á landsfundi Kvennalist- ans um helgina að samtökin skuli ganga með form- legum hætti til viðræðna við Alþýðuflokkinn og Al- þýðubandalagið er aðeins nýjasta merki um þá al- vöru sem komin er í málið. Þótt þriggja manna þing- flokkur Kvennalistans sé ljóslega þriklofmn í af- stöðu sinni til slíkra viðræðna var meirihlutinn á landsfundinum ekki lengur tilbúinn að þæfa málið endalaust innan samtakanna, heldur knúði fram at- kvæðagreiðslu sem í reynd felur i sér ákvörðun um að hlutverki Kvennalistans sem sjálfstæðra stjóm- málasamtaka sé lokið.“ Elías Snæland Jónsson í Degi 19. nóv. Matur án milliliða „Nútímafólk hreinlega étur í sig hörgulsjúkdóma, sjúkdóma sem voru fátíðir í byrjun aldarinnar. Allt þrátt fyrir heilsubúðir sem aldrei fyrr, fullar af vítamínum og öðram heilsuvörum... Grænmetisætur, sem oft halda að þeirra mataræði sé hið eina rétta, eiga á hættu að fá ýmis hörguleinkenni sem rekja má til vannæringar á framefmun eins og t.d. járni. Þá hefur nútíma verksmiðjuvinnsla matvæla einnig haft í fór með sér minnkun á magni frumefna. Matur án allra milliliða er því hollastur eins og fyrrum." Páll Stefánsson efnaverkfr., í Mbl. 19. nóv. Alþýðubandalagið og Evrópumál „ísland er aðili að EES í dag og hæpið er að Alþýðu- bandalagið sem flokkur myndi gera það að kröfu að segja EES-samningnum upp ef verið væri að fjalla um þátttöku í stjórnarsamstarfi... Flokkurinn hefúr mýkt harða afstöðu sína gagnvart evrópsku samstarfi og bent á að aukin umræða sé nauðsynleg. Flokkurinn vill að áhrif EES-samningsins á íslenskt þjóðfélag séu metin og flokkurinn vill líka opna heiðarlega og lýð- ræðislega umræðu um stöðu íslands i Evrópu. Flokk- urinn vill því Evrópumálin á dagskrá." Ari Skúlason í Degi 19. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.