Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Qupperneq 15
FIMMTUÐAGUR 20. NÓVEMBER 1997
15
Tíðindalaust af versl-
unarvígstöðvunum
Kaupheitum íslendingum hleypt inn í fríhöfnina i Leifsstöö.
Lendingin er dálítið
harkaleg, og mér koma
í hug flugslysamyndir
og sprengjuhótanir og
loka augunum þess al-
búin að sjá haug af
blóðugum sundurbútuð-
um líkum þegar ég
opna þau aftur. En svo
er ekki, og ég heyri
flugfreyju segja afsak-
andi við innkaupanda:
„Við erum svo létt, við
skoppum bara, þetta
verður allt annað á
heimleiðinni. Þá þurf-
um við alla brautina til
að takast á loft og lend-
um mjúkt og maga-
þungt."
Og það stendur; kvið-
síð heimalendingin var
áberandi laus við blóðuga drauma.
Dublin - ein risastór
Kringla
En nú hafa innkaupaglaðir ís-
lendingar risið úr sætum og eru
tilbúnir með vísakortin á lofti að
leggja Irland í auðn, öðru sinni.
Það kemur babb í (flug)bátinn,
ósvífnir flugvallarstarfsmenn eru
lengi að tengja túbuna við dymar.
„Þetta er ekki hægt“, kveður einn
andþungur upp úr, „dagurinn er
meira en háifnaður!" Að hugsa sér
allan þann tíma sem fer til spillis,
á meðan hefði mátt kaupa fatnað
og leikfong, alla vega á hálft bam.
Ekki tekur betra við þegar dym-
ar opnast og æst liðið gubbast út:
Verslendur eru tafðir af vegabréfa-
skoðun. „Að þeir
skuli ekki hafa
reddað þessu,“ seg-
ir ein, hneyksluð,
enda hafa
„vega„bréf‘ ekki
þekkst í millilanda-
ferðum nema rétt
um þúsund ár. Auk
þess er þetta fólk í
raun alls ekki að
ferðast milli landa,
fyrir því er Dublin
ekkert annað en
risastór Kringla,
verslunarmiðstöð
með meiru. „Þetta
er bara alveg eins
og í Síberíu," segir
einn, glaðhlakka-
legur, og stíflar röð-
ina í umfangsmik-
illi leit að vegabréfi á botni tóm-
legrar tösku.
Samanburður nútímanum
í óhag
En aflt tekur þetta enda og Is-
lendingar dreifa sér jafht á verslan-
ir Dyflinnar. Heyrst hefúr að fólk
hafi grátið þegar ekki náðist að
kaupa nóg, enda
er kappið gríðar-
legt. „Dublin var
byggð af viking-
um,“ segir leið-
sögukona á leið
til Glendalouch
en þar var eitt af
fjölmörgum
klaustrum sem
vikingar rændu
og brenndu.
„Núna koma ís-
lendingar í heilum flugfórmum og
gera jólainnkaupin í Dublin." Ein-
hvern veginn fékk ég á tilfinning-
una að samanburðurinn væri nú-
tímanum í óhag, þrátt fyrir stolið
gull og brenndar bækur.
Yfirgefin taska
I flugstöðinni flykkist múgur-
inn, nú ofurliði borinn af tösku-
burði, að innritunarborðunum.
Æsingurinn er greinilega mikill
að koma heim og finna út hvað
eiginlega er í töskunum. Tvær
dömur í alveg eins spánnýjum
vattjökkum líta mig og mínar
tvær linkulegu íþróttatöskur horn-
auga og mjaka sér fimlega fram-
fyrir mig í „röðinni".
Ég er svo upptekin af því að
safna efni í þessa grein að ég veit
ekki fyrr en heill frændgarður og
eitt harðneskjulegt par að auki
hefur fylgt á eftir. En ég hnerra
bara, enda handhafi þeirra forrétt-
inda að geta smitað 360 íslendinga
af flensu á heimleiðinni.
Það er hleypt í hollum inn í frí-
höfnina í Leifsstöð og Mackintosh
konfekt í margra lítra kössum
freistar kaupheitra íslendinga.
„Hvað ætlarðu eiginlega að gera
við aflt þetta sem við keyptum,"
hvislar maður að konu sinni, eftir
að hafa sagt borginmannlega við
annan: „Jú, við fórum með um 12
hundruð." „Ekki spyrja að neinu
svona flóknu núna,“ svarar hún.
Töskumar koma seint, enda er
bandið svo ofhlaðið að það
stöðvast hvað eftir annað. „En við
eigum sex böm,“ mótmælir ein
móðir þegar glaseygir tollverðir
glugga i töskufiallið.
Þegar allt er yfirstaðið ferðast
ein einmana, yfirgefin taska hring
eftir hring eftir hring eftir hring.
Úlfhildur Dagsdóttir
Kjallarinn
Úlfhildur
Dagsdóttir
bókmenntafræðingur
„/ flugstöðinni flykkist múgurinn,
nú ofuriiði borinn af töskuburði,
að innritunarborðunum. Æsingur■
inn er greinilega mikill að koma
heim og finna út hvað eiginlega
er í töskunum.u
Biðlistar í Hafnarfirði
Samkvæmt lögum um dagvistar-
heimili er tilgangur þeirra m.a. að
búa bömum umhverfi og skilyrði
sem auka þroska þeirra. Sam-
kvæmt þessu er rökrétt að áætla að
tilgangur með rekstri leikskóla
hljóti að vera sá að veita bömun-
um og foreldrunum sem besta þjón-
ustu og koma sem mest til móts við
þarfir þeirra. Margir þættir koma
til og málið snýst ekki bara um að
hafa sem bestan aðbúnað eða sem
glæsilegust húsakynni.
Að sjálfsögðu eru gæði í leikskól-
um samspil margra þátta, t.d. að-
búnaðar bama, innra starfs, að-
búnaðar starfsfólks, viðmóts starfs-
fólks, húsakynna, sveigjanleika í
vistun, frjáls vals um vistunartima
o.fl. Grundvallaratriðið er það að
gæði leikskóla em ekki fólgin í því
hversu miklum fjármunum sveitar-
félagið ver í þá. Gæðin byggjast á
því að fjármunir séu vel nýttir,
dagvistunarkerfið í heild sé hvetj-
andi og að það góða starfsfólk sem
þar er að fmna fái að njóta sín.
Forgangshópar á
sérsamningi?
Skortur á stefnumótun til langs
tíma, framtíðarsýn og forgangsröð-
un hafhfirskra yfirvalda varðandi
dagvistunarmál hefur valdið því að
ekki hafa verið til næg dagvistun-
arrými fyrir hafnfirsk böm og
reyndar standa þessi atriði öllum
eðlilegum rekstri
Hafnarfjaröar-
bæjar fyrir þrif-
um. Óvæntir lið-
ir, eins og íjölgun
bama í árgöng-
um eða krafa for-
eldra um breytta
þjónustu, kemur
hafnfirskum
ráðamönnum í
opna skjöldu þar
sem nothæfar
áætlanir um
framtíð þessarar
þjónustu hefur skort.
Eitt af því sem einkennir núver-
andi leikskólakerfi er að það er
byggt upp á flóknu kerfi forgangs-
röðunar. Gift fólk eða fólk í sam-
búð hefur átt í erfiðleikum með að
finna dagvistunarlausnir í Hafhar-
firði; hvergi á höfuðborgarsvæðinu
em lengri biðlistar eftir dagvistun-
arplássum en i Hafn-
arfirði. Endurskoða
þarf stefnu Hafnar-
Qarðar í dagvistunar-
málum frá grunni.
Foreldrar eiga rétt á
að fá pláss í dagvistun
fyrir börnin og það
fjármagn sem til
skiptanna er þarf að
nýta betur. Það er
hægt að gera með því
að nýta kosti markað-
arins og frjálsrar sam-
keppni á þessu sviði
eins og öðrum.
Einkareknir leik-
skólar hafa fyrir
löngu sannað gildi sitt
og það eina sem menn
hafa fundið þeim til
foráttu er kostnaður
foreldra vegna bama
þar. Það vandamál
getrnn við leyst með því að taka
upp ávísanakerfi.
Hvað er ávísanakerfi?
Ávísanakerfið byggist upp á því
að foreldrar fá ávísun að ákveðinni
upphæð með hverju barni á leik-
skólaaldri. Þeir geta síðan ákveðið
hvort þeir vilja senda bamið í leik-
skóla, til dagmömmu eða einfald-
lega að vera heima með baminu.
Upphæð slíkrar ávísunar er í gróf-
um dráttum fundin þannig að
heildarkostnaði bæjarfélagsins
vegna dagvistunar er
deilt með fjölda bama
á leikskólaaldri. For-
eldrar fá þessa ávísun
síðan i hendur og geta
eins og áður sagði val-
ið sér dagvistunarleið
í framhaldinu. Þá geta
þeir sem vilja dýrari
dagvistun bætt við
upphæðina en þeir
sem velja ódýrari leið-
ir, eins og til dæmis
að vera heima með
börnunum, geta nýtt
mismuninn á móti
launatapi.
Forsendan fyrir þvi
að þetta kerfi gangi
upp er sú að Hafhar-
fjarðarbær selji smám
saman eða leigi út þá
leikskóla sem hann
nú rekur og búi
þannig um hnútana að starfsemin
verði með tímanum öll á hendi
einkaaðila, þó að sjálfsögðu undir
ströngu eftirliti opinberra aðila.
Með þessu er talið að hægt sé á
frekar stuttum tíma að útrýma
biðlistum, laun starfsfólks á leik-
skólum hækki og að gæði leik-
skólastarfsins aukist. Komist ég í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun
ávísanakerfi í dagvistunarmálum
verða eitt af mínum helstu baráttu-
málum.
Svavar Halldórsson
„Foreldrar eiga rétt áaðfá pláss í
dagvistun fyrir börnin og það fjár-
magn sem til skiptanna er þarf að
nýta betur. Það er hægt að gera
með því að nýta kosti markaðar-
ins og frjálsrar samkeppni á þessu
sviði eins og öðrum.u
Kjallarinn
Svavar
Halldórsson
tekur þátt í prófkjöri
Sjálfstæöisflokksins f
Hafnarfirði
Með og
á móti
Á Kvennalistinn að fara
í málefnasamstarf við aðra
flokka?
Nú er tæki
færi til aö
hafa áhrif
Guöbjörg Linda
Rafnsdóttir.
„Mér finnst andinn í þjóðfélag-
inu þannig að málefnasamstarf
sé leið kvennabaráttunnar. Ég
gekk í Kvennalistann á ný í vik-
unni vegna
þess að ég er
ánægð með að
meirihlutinn
er tilbúinn í
þessa málef-
naumræðu.
Þegar fram-
boðið var
stofnað á sín-
um tíma var
litið svo á að
baráttan fyndi sinn eigin farveg.
Við töldum þá leiö mjög sterka
enda skilaði hún sínu. Nú hefur
tíðarandinn breyst, sér í lagi
meðal ungs fólks. Þar er meðbyr
með þeim málefnum sem kvenna-
framboðið og Kvennalistinn hafa
lagt áherslu á. Við stöndum nú
frammi fyrir því að fólk í Grósku
og fleiri leggja áherslu á aö fé-
lagshyggjufólk sameinist. Mér
finnst kjörið tækifæri að sjá til
þess aö kröfur kvenna heyrist - í
þaö minnsta í málefhaumræðu og
hafi þannig áhrif á þá hreyfmgu
sem hugsanlega er að mótast. Ég
lít á að ákveðin hreyfing sé í upp-
siglingu og að kvenfrelsissjónar-
mið hafi tiltekin meðbyr. Þess
vegna á Kvennalistinn að grípa
tækifærið og hafa áhrif í hinu
nýja afli sem er að myndast á
meðal félagshyggjuflokkanna. Ég
vísa til dæmis í Reykjavíkurlist-
ann sem ég tel að hafi gefið gott
fordæmi. Mér finnst við hafa séö
þar að það er hægt að fram-
kvæma jákvæða hluti ef aðrir
vilja leggja áherslu á svipuð mál-
efni og gert hefur verið í Kvenna-
iistanum."
Áherslur
okkar munu
þynnast
„Ég held að það sé hægt að fara
svo margar leiðir í kvennabar-
áttu. Miðað við það sem nú er lagt
í hef ég meiri trú á að aðrar leið-
ir séu heppi-
legri. Listinn
hafði á sínum
tíma margt
fram að færa
sem var nýtt og
ferskt í íslensk-
um stjórnmál-
um. Það sem ég
held er að
helsti ágalli
þessa sé að
stórhætta er fólgin í þeim breyt-
ingum sem margar kvennanna
hafa nú áhuga á. Breytingamar
munu þynnast út og verða víkj-
andi. Ég veit að þetta er ekki sú
leið sem mér finnst vænleg til ár-
angurs. Ég held aö þaö séu brýn
verkefni frammidan i kvennabar-
áttunni og að við þolum ekki
þessa útþyningu. Strax á stefnu-
mótunarstigi er farið að móta
þessar hugmyndir í samráði við
fólk sem ekki hefur þessa brenn-
andi löngun til að bæta kjör
kvenna á sama hátt og við. Þetta
er stærsta ástæða þess að ég er
þessu mótfaflin. Auðvitað er
margt sem við eigum sameigin-
legt með öðrum. En Kvennalist-
inn varð til með ákveönu verklagi
og því aö sýna með málefnum og
vinnubrögðum hvemig nýir hlut-
ir eru brotnir upp.“ -Ótt
Anna Ólafsdóttlr
Björnsson.