Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997
KVENMANNSLAUS
KULDA OG TREKKI
Meirihluti bæjarfulltrúa ísafjarðar krefst bæjarstjórnarfundar í dag:
Norðurtangamálið
út af borðinu strax
- allir flokkar klofnir í afstöðunni til kaupa á Norðurtanganum
DV ísafjaröarbæ:
Sex bæjarfulltrúar í Isafjarðarbæ
fóru í gær fram á það við bæjarstjór-
ann og forseta bæjarstjórnar að
haldinn verði bæjarstjórnarfundur í
dag en áður var búið að fresta fund-
imnn. Sexmenningarnir koma úr
öllum bæjarstjómarflokkunum, en
það eru Sigurður Ólafsson, Alþýðu-
flokki, Smári Haraldsson, F-lista (Al-
þýðubandalag og óháðir), Kristinn
Jón Jónsson, Framsóknarflokki,
Kristján Freyr HaUdórsson, Funk-
lista, og Kolbrún HaUdórsdóttir og
Jónas Ólafsson, Sjálfstæðisflokki.
Meirihlutinn
Þama er nm meirihluta bæjar-
fulltrúa að ræða og i samtali við
blaðamann í gærkvöldi sagði Kol-
brún HaUdórsdóttir að ekki væri
hægt að ganga fram hjá þeirra
vilja. Sagði hún jafnframt að
þessi sex væru á móti kaupum á
Norðurtanganum og þau vildu
blása þau út af borðinu. Aðspurð
um það hvers vegna þau vUdu
ekki bíða eftir að borgarafundur
yrði haldinn um málið á fimmtu-
dag sagði hún að bæjarfúUtrúar
hefðu ekki verið boðaðir á neinn
borgaraftmd. Varðandi það hvort
þarna væri búiö að mynda nýjan
meirihluta sagði Kolbrún að mál-
ið snerist ekki um það, heldur
um að fá botn í þetta Norður-
tangamál. Það virðist því ljóst að
meirihluti bæjarstjómar mun
blása kaupin á Norðurtanganum
af á bæjarstjómarfundi í dag. Þar
meö er pólitískur meirihluti sjálf-
stæðismanna og krata faUinn.
Það sem er kannski enn alvar-
legra i stöðunni er að samkvæmt
heimUdum blaðsins samþykkti
skólanefnd einróma í gær að
Norðurtanginn yrði keyptur. í
skólanefndinni er pólitískur
þverskurður allra bæjarstjórnar-
flokka svo ekki verður annað séð
en að allir flokkar séu klofnir í
afstöðunni tU Norðurtangans.
Þennan fund munu einnig hafa
setið tveir fuUtrúar kennara
ásamt skólastjóra. Staðan er þvi
sú að menn horfa fram á mikla
sundrungu í bæjarmálapólitík-
inni sem setur aUa pólitíska um-
ræðu í uppnám, þar með væntan-
lega líka viðræður um sameigin-
legt framboð á vinstri vængnum i
vor. -HKr.
Sjá fréttaljós á bls. 4
Sinfóníuhljómsveitin æfir í kulda og trekki:
Fiöluleikar- !
inn yfirgaf!
æfinguna
vegna óviðunandi aðstæðna í Háskólabíói
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari yfirgaf
æfmgu hjá Sinfóniuhljómsveit tslands
í Háskólabiói í fyrradag vegna óviðun-
andi aðstæðna í bíóinu.
Rut vUdi ekki tjá sig um málið við
DV en hún og fleiri meðlimir Sinfóníu-
hljómsveitarinnar hafa lengi kvartað
undan trekki og kulda í bíóinu. Með-
limir sveitarinnar sitja oft á tíðum
kappklæddir á æfmgum sökum þessa.
Slæmt mál
„Þetta er vandamál sem er búið að
vera þama frá upphafi. Það er slæmur
trekkur á sviðinu. Það virðast vera
ákveðnir strengir sem enginn getur
áttað sig á. Trekkurinn kemur bara
öðru hveiju. Það er búið að reyna að
setja alls konar hlera fyrir, festa sviðs-
tjaldið fyrir ganginn og setja teppi en
*
það dugar ekkert. Við erum búnir að
sækja í nokkur ár um styrk til fjárveit-
ingavaldsins til að geta smíðað hliðar-
veggi. Það er talið að þeir geti hugsan-
lega komið í veg fyrir þennan trekk.
Við höfúm ekki fengið fjármagn til
þess. Þetta er mjög slæmt mál og hefúr
auðvitað áhrif á fólk og þar með störf
sveitarinnar. Fólk hefúr verið að veikj-
ast vegna þessa en þetta er í fyrsta
skipti sem einhver fer af æfingu út af
þessu,“ sagði Runólfúr Birgir Leifsson,
framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, að-
spurður um málið.
Óánægjan vegna aðbúnaðarins
bætist viö ólgu innan hljóm-
sveitarinnar vegna kjaramála, en
fyrir skömmu stöðvuðu hljóðfæra-
leikarar tónleika til að kynna kröfúr
sínar -RR
- segir sýslumaður
Veörið á morgun:
Hlýttí
veðri
Á morgun verður austan- og
suðaustankaldi eða stinnings-
kaldi en allhvasst eða hvasst við
suðurströndina. Dálítil súld eða
rigning við suður- og austur-
ströndina en annars þurrt að
mestu. Hlýtt verður í veðri.
Veðrið í dag er á bls. 45.
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari gekk af æfingu vegna kulda og trekks. DV-mynd E.ÓI.
Kafarar staðfestu í gær að flakið
sem fannst i Tálknafirði er af Þrymi
BA 7 sem hvarf fyrir um tíu dögum.
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á
Patreksfirði, segir að eigandinn
beri því við að báturinn hafi sokkið
þegar hann var í togi en ætlunin
hafi verið að færa hann á land utar
í firðinum.
Þórólfur segist gera ráð fyrir að
eigandinn verði ákærður og að
krafa verði gerð um að hann greiði
sakarkostnað. Hins vegar mun lög-
regla ekki gera kröfu um að náð
verði í skipið, heldur er það um-
hverfisyfirvalda að taka ákvörðun
um hvort það verður gert. -Sól.
Sviðsett rán:
„Fórnarlamb-
ið“ slasaðist
Öryggisvörður í Kringlunni slas-
aðist í andliti eftir að púðurskot
hljóp úr byssu lögreglumanns á æf-
ingu fyrir starfsfólk Kringlunnar í
gærmorgun.
Verið var að sviðsetja vopnað rán
í Kringlunni. Öryggisvörðurinn var
í hlutverki fómarlambs. Tveir lög-
reglumenn léku ræningjana og
komu inn í æfingasalinn með afsag-
aða haglabyssu sem í vom púður-
skot. Slysið varð með hætti að skot
hljóp úr byssunni og öryggisvörð-
umn hlaut brunasár í andliti við
hitann úr byssunni. Áverkar hans
munu ekki vera alvarlegir að sögn
lækna en hann var hafður á sjúkra-
húsi í nótt.
„Við höfum verið með æfingapró-
gramm í gangi fyrir starfsfólk versl-
ana. Það hafa um 500 manns gengið
í gegnum þetta og ekkert svona lag-
að gerst áður. Þetta var bara slys
sem getur alltaf átt sér stað. Okkur
þykir þetta auðvitað mjög leiðinlegt
af því þetta hefur gengið ákaflega
vel en við munum rannsaka þetta
sem hvert annað slys. Hugmyndin
er að æfa starfsfólk við að hugsan-
legt rán eigi sér stað og það geti gef-
ið lýsingu á ræningjunum," sagði
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn. -RR
FRJALST, OHÁÐ DAGBLAÐ
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
L*m
vtruxa
m
tm
'0
d
^ ■>
Þrymur BA fundinn:
Krefst sakar-
kostnaðar