Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Evrópa sundrast Lokið er skammvinnu tímabili uppstokkunar eftir frá- fall Sovétríkjanna. Evrópa er að skiptast á nýjan leik og á þann hátt, að kaþólsk ríki fá inngöngu í vestrænt sam- félag, en orþódox og íslömsk ríki fá það ekki. Austur- mæri Habsborgararíkisins hafa verið endurvakin. Kaþólsku löndin Pólland, Tékkland og Ungverjaland hafa fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu. Sömu lönd og Slóvenía og Eistland að auki hafa komizt í forgangs- röð aðildar að Evrópusambandinu. Hins vegar verður Tyrkland áfram að vera úti í kuldanum. Margir telja, að Evrópa sé núna loksins að skiptast á eðlilegan hátt, milli fornra menningarheima. Vestan hins nýja jámtjalds verði arftakaríki Hins heilaga róm- verska keisaradæmis, en austan þess verði arftakaríki Miklagarðs, heimkynni Tyrkja og Rússa. Sagnfræðingar draga núna foma línu langsum eftir Evrópu, þar sem Eystrasaltsríkin lenda vestan við, en austan við Úkraína mestöll, Hvíta-Rússland, Rúmenía, Búlgaría, Serbía, Svartfjallaland, Makedónía og raunar Grikkland líka eins og Tyrkland, Albanía og Bosnía. Þær raddir eru farnar að heyrast, að ekki sé aðeins þátttaka Tyrkja í Atlantshafsbandalaginu sagnfræðileg tímaskekkja, heldur sé þátttaka Grikkja í Atlantshafs- bandalaginu og Evrópusambandinu það einnig. Þessi frávik séu úreltur arfur frá dögum kalda stríðsins. Minnt er á, að Grikkir séu yfirleitt til vandræða í Evr- ópusambandinu, sendi þangað gagnslausa forstjóra og afleita fundarstjóra, en séu harðdrægir við að skafa upp úr gullkistunum. Ennfremur er minnt á endalausar erj- ur Grikkja og Tyrkja, sem varði vestrið litlu. Tyrkir benda á þessa skiptingu Evrópu. Þeir segjast vera úti í kuldanum, af því að þeir séu íslömsk þjóð. Það sé eina skýringin á því, hvers vegna þeir séu látnir híma í biðsölum Evrópusambandsins, en fram fyrir séu tekin kaþólsk ríki, sem eru nýkomin í biðröðina. Evrópusambandið bendir hins vegar á tregðu Tyrkja við að bæta mannréttindi og koma málum Kúrda í mannsæmandi horf. Meðan enginn bati verði á þessum tveimur sviðum sé þess ekki að vænta, að Tyrkland verði tekið í réttlætissamfélag Vestur-Evrópu. Sannleikurinn er vafalaust miðja vega milli þessara sjónarmiða. Ekki er umdeilt, að Tyrkir hafa látið undir höfuð leggjast að laga til hjá sér. Það er um leið þægileg afsökun fyrir að fresta endalaust að taka afstöðu til óska þeirra um að komast í fínimannsklúbbinn. Stríðið í arfaríkjum Júgóslavíu vakti minningu um forna skiptingu Evrópu. Hinir orþódoxu Serbar nutu stjórnmálastuðnings Rússa og viðskiptastuðnings Grikkja, en hinir kaþólsku Króatar nutu stuðnings ítala, Austurríkismanna og Suður-Þjóðverja. Bosnía hefur reynzt vera skurðpunktur þriggja menn- ingarheima. Þar mættust íslam, austurkristni og vestur- kristni. Stuðningsríki málsaðila skiptust eftir hreinum trúarbragðalínum, að öðru leyti en því, að múslímar nutu að nokkru réttlætishneigðar Vesturlanda. Þegar íslenzkur utanríkisráðherra segir skiptingu Evrópu heyra sögunni til, og íslenzkur leiðarahöfundur segir Evrópu vera að sameinast, tala þeir þvert gegn augljósum staðreyndum. Evrópa er því miður að frjósa að nýju í fornar fylkingar eftir skammvinna hláku. Ný lína hefur verið dregin suður eftir Evrópu nokkru austar en gamla járntjaldið. Stjórnmálaþróun ársins 1997 bendir til, að nýja jámtjaldið sé að sundra Evrópu. Jónas Kristjánsson „Ekkert bendir til þess að kapp Suðrnesjamanna við sjósóknina hafi minnkaö..." segir m.a. í greininni. - í Sand- gerðishöfn. Framsal vængir kvótakerfisins umfram það sem út- hlutað er til útgerð- arfyrirtækja á svæð- inu. Á síðasta fisk- veiðiári keyptu Reyknesingar þannig 19 þús. tonna leigukvóta til sín af bolfiski. Þetta eru tæp 70% af öllum þeim kvóta sem seldur er fyrir pen- inga en aðeins um 14% af þeim kvóta- tiifærslum sem fóru fram með skiptum á afíaheimildum og leigu innan ársins á síðasta fiskveiðiári. „Það vita allir að útgerðarmenn greiða gjald fyrir aflaheimildir sínar og enn frekari gjaldtaka breytir engu um framsal afla- heimilda né eignarhaidið.u Kjallarinn Kristján Pálsson alþingismaður Ýmis öfl í þessu þjóðfélagi hafa leynt og ljóst unnið gegn núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfí án árangurs. Þrátt fyrir mikinn áróð- ur hefur ekki tekist að sannfæra fólk um að gallarnir sem þvi fylgja séu það miklir að réttlætanlegt sé að skipta fyrir eitthvað sem eng- inn þekkir. Barátta þessara afla hefur því snúist í höndum þeirra og er nauð- vömin núna að beina athyglinni að útfærslu kvótakerfisins og sveigjanleika þess sem felst í frjálsu framsali aflaheimilda. Þetta hefur komið glöggt fram á síðum DV síðustu dagana vegna frétta um kaup Reyknesinga á aflaheimildum á síðasta fiskveiði- ári. Fast þeir sóttu sjóinn... Þannig orti Ólína Andrésdóttir um Suðurnesjamenn. Ekkert bendir til þess að kapp Suður- nesjamanna við sjósóknina hafi minnkað þrátt fyrir mikla tak- mörkun á veiði með kvótakerfmu og vegna sölu aflaheimilda af Suðurnesjunum norður I land og til Vestfjarða. Mikil sóknargeta Reyknesinga sem og áhugi fyrir veiðum og vinnslu sjávarfangs hafa haldist óbreytt og er hér að þróast upp mjög sérhæfð og jafnframt arð- bærasta fiskvinnsla landsins sem borgar hærra verð fyrir aflann og nær einu hæsta verði á erlendum mörkuðum. Mikil arðsemi og sóknarmáttur verður til þess að hingað þarf að kaupa mikinn fisk, Framsalið er Reyknesingum þvi nauðsynlegt. Fyrir þá sem vilja vinna fisk Þessi miklu kvótakaup hafa orð- ið andstæðingum kvótakerfisins tilefni til að kalla Reyknesinga „hjáleigu kvótakjördæmanna" og Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, segir: „Leiguliðarnir hljóta að hafa þann mann- dóm“! þegar hann talar um Reyknesinga í DV 13. þ.m. Það er af sem áður var þegar mestu sjósókn- arnir þessa lands voru hetjur og máltækið „þeir fiska sem róa“ hvatningarorð. Nú eru Reyknesingar upp- nefndir fyrir að kaupa til sín físk svo þeir geti róið og kjördæmið „hjáleiga" vegna þess að hér nenna menn að veiða og vinna fisk. Þessir menn virðast ekki átta sig á því að framsalið er upp- spretta þeirra sókn- arfæra sem orðið hafa í sjávarútvegi síðustu ára. Þeir virðast ekki átta sig á því að það er eina von ungra sjómanna til að komast í út- gerð. Að setja á veiði- leyfagjald í stað fram- salsins, eins og Ágúst Einarsson tönglast á, er sorgleg til- raun til að fá athygli. Það vita allir að útgerðarmenn greiða gjald fyrir aflaheimildir sínar og enn frekari gjaldtaka breytir engu um framsal aflaheim- ilda né eignarhaldið. Hugmyndir um að afnema framsalið gera ekk- ert annað en skaða sjávarútveginn og um leið afkomu þjóðarinnar. Kristján Pálsson Skoðanir annarra Samstiga í forvörnunum „Sveitarstjórnarmenn gefa vímuvömum æ meiri gaum og íbúar margra sveitarfélaga hafa gerst æ virkari þátttakendur í afstöðu sinni gegn vímuefna- neyslu... Mörg sveitarfélög hafa gefið út samræmda stefnu í vimuvömum. Þau þurfa að fylgja eftir þeimi stefnumótun og stuðla þannig markvisst að möguleg- um árangri á sviði vímuvama... Reynslan hefur sýnt að miklu máli skiptir að foreldrar haldi vöku sinni, viöhaldi og efli með sér samstöðu og sjái til þess að reglum verði fylgt.“ Ómar Smári Ármannsson, í Mbl. 17. des. Afstaða samgönguráðherra „Ég er undrandi á afstöðu ráðherrans. Við í flug- ráði höfum í eitt og hálft ár spurst fyrir um eldsneyt- isgjaldið og fengið fá svör frá Flugmálastjóm, inn- heimtuaðila gjaldsins. Loks þegar svör komu reynd- ust fyrri svör röng. Flugmálastjórn vissi ekki betur né heldur skrifstofustjóri samgönguráðuneytisins sem situr flugráðsfundi. Halldór virðist vita það sem fulltrúar hans vita ekki... Þetta mál þarf augljóslega að skoða miklu betur og raunar rannsaka rækilega af þar til bærum aðilum." Gunnar Hilmarsson, í Degi 17. des. Einstæð bók Esra „Það er aldeilis fágætt nú á dögum að menn gefi sig með þeim hætti sem Esra gerir í sinni bók. Enda vekur það viðbrögð, sterk viðbrögð. Þessi bók er ekki fyrir alla. Það hugrekki og sú eftirfylgja sem hér er á ferð eiga greinilega ekki upp á pallborðið hjá ýmsum... Hér er á ferðinni einstæð bók að mínu mati... Hvorutveggja, hinn sammannlegi þáttur, sem og persónulegt lífshlaup Esra sjáifs, er tekið þeim tökum að snertir mann djúpt. Oft og tíðum hittir maður sjálfan sig fyrir við lestur þessarar bókar.“ Slgurður Skulason, í Mbl. 17. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.