Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 16
6 menning
***------
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 DV
Frá sjónarhomi fuglsins
Það kæmi mér ekki á óvart þótt
Fótspor á himnum reyndist vera upp-
hafið að stærra verki og raunar hefur
höfundurinn gefið það í skyn. Á
stundum er eins og sagan sem hér er
sögð sé forleikur að stærri sögu. Hún
er breið og persónufjöldinn mikill,
frásagnaraðferðin einkennist af mik-
illi yfirsýn yfir fjölda atburða og langt
tímabil. Hér er beitt eins konar sjón-
arhomi fuglsins, það er ekki dvalið
lengi við hvert atvik, heldur bætast
sífellt við nýjar sögur og nýtt fólk.
Sagan líöur áfram frá einni persónu
til annarrar, hún þéttist aldrei eða
takmarkar sig við ákveðna atburða-
rás, heldur breikkar og breiðir úr sér
allt til enda.
Þetta er ættarsaga sem hefst í
Reykjavík á seinni hluta síðustu ald-
ar og lýkur skömmu fyrir seinni
heimsstyrjöld. Hér segir frá fátæku
fólki og harðri lífsbaráttu. Aðalper-
sónurnar eru alþýðufólk, fátæk fjöl-
skylda sem tvístrast vegna fátæktar
og drykkjuskapar heimilisföðurins. í
miðju frásagnarinnar
er ættmóðirin Guð-
ný og böm hennar,
þó aðallega synim-
ir. Þeir alast upp
víða um land, er
komið fyrir á
misgóðum fóst-
urheimilum eft-
ir að fjölskyld-
an flosnar
upp. Á full-
orðinsárum
verða þeir verka-
menn og hér er meðal ann-
ars sagt frá starfl þeirra í samtökum kommún-
ista, Gúttóslagnum og borgarastríðinu á
Spáni.
Yfir frásögninni vakir sögumaður sem er af-
komandi þessa fólks. Faðir hans er yngsti son-
sagan áfram í átt að nútímanum
með sívaxandi þunga, og lesand-
inn vaknar upp við það í sögulok
aö bókinni er lokið, þótt honum
finnist sagan vera rétt að byrja.
Andrúmsloftið í sögulok er
spennuþrangið, maður fær á til-
finninguna að stóratburðir séu í
aðsigi og að sagnaflóðið fari nú
fyrst að bresta á fyrir alvöru.
Sögumaðurinn er margsamsett-
ur og í gegnum hann streyma
fram raddir af ýmsu tagi, sögur
sem persónumar segja af sjálfum
sér í bland við sögur sem aðrir
Bókmenntir
Jón Yngvi Jnhannssnn
segja af þeim. Saman við þennan
sagnasjóð blandast síðan athuga-
semdir sögumanns sem spanna
allt frá spámannlegum upphróp-
imum í Gamlatestamentisstíl til
setninga sem hljóma eins og ann-
álagreinar, í örstuttu máli geta
verið fólgin örlög heils samfélags,
líf fólks og dauði.
Þessi skáldsaga er margt í senn,
tilþrifamikill, epískur skáldskap-
ur, saga þjóðar, samfélags og borg-
ar á umbrotatímum. Sagan er
sögð af ríkmn skilningi á lífi fólks-
ins sem hún fjallar um. Einar
vinnur hér eins og í Englum al-
heimsins úr miklum sjóði frá-
sagna og sú úrvinnsla leiftrar öll
af þeirri ljóðrænu og kimni sem
hefur aflað honum viðurkenningar og vin-
sælda.
Einar Már Guðmundsson:
Fótspor á himnum
Mál og menning 1997
Einar Már Guömundsson. Saga hans leifrar af Ijóbrænu og kfmni.
DV-mynd BG
urinn í fjölskyldunni og kemur lítið við sögu.
í lokakafla sögunnar fylgir hann þó bræðrum
sínum eftir þegar fjölskyldan er loks sameinuð
og bræðumir virðast ætla að leggja undir sig
borgina eins og hún leggur sig. Þannig heldur
Sagnaarfur að vestan
Magnea frá Kleifúm sendir frá sér þriðju
bókina um Sossu fyrir þessi jól, Sossa skóla-
stúlka; þær fyrri, Sossa sólskinsbam og Sossa
litla skessa, fengu báðar bamabókaverðlaun
Skólamálaráðs.
Sögumar gerast á afskekktum stað á íslandi
upp úr aldamótum, og við lesturinn hvarflar
hugurinn ósjálfrátt aö stórbrotnu umhverfi
Kleifa í Kaldbaksvík á Ströndum þar sem
Magnea er sjálf alin upp. Gerast sögumar þar?
„Nei, ekki nákvæmlega", segir
Magnea. „Bærinn sem ég kalla Ham-
ar í bókunum, þar sem Sossa býr með
sinni stóru fjölskyldu, er ekki Kleifar
heldur Birgisvík. Hún er norðar en
Kaldbaksvíkin. Þar bjuggu afi minn
og amma og þar er móðir mín alin
upp, en Sossa er á aldur við hana. Afi
og amma áttu sextán böm og mér var
mikið í mun að systkini Sossu yrðu
jafnmörg og mömmu.
En Kleifar heita Vík í bókunum;
það er þangað sem Anna stóra systir
Sossu flyst og giftist seinna bóndan-
um þar. Á Kleifúm var myndarbú-
skapur þegar ég var að alast upp,
þess vegna læt ég bóndann í Vík vera
efnameiri en þau á Hamri. Heimilið
heima fannst mér alltaf eins og para-
dís.
Auðvitað hefði verið eðlilegast að
láta Sossu eiga heima á Kleifum, en
þegar hún kom til mín þá átti hún
heima í Birgisvík og því varð ekki
breytt.“
- Eru bækumar „sannsögulegar“?
„Ja, það er sannleikur að kaup-
maðurinn tók kúna af afa og ömmu
eins og sagt er frá í fyrstu bókinni.
Hann var danskur, sat í Kúvíkum og
gekk afar hart að mönnum. Haim tók
aðra kúna af þessu bammarga heim-
ili þó aö elstu strákamir væra farnir að róa.
Hann treysti ekki á að hann fengi skuldimar
greiddar. Gagnstætt því sem gerist í bókinni
kom sú kýr aldrei aftur heim. Kona kaup-
mannsins var íslensk og ég heyröi alltaf talað
hlýlega um hana. Þau áttu ekkert bam sjálf en
tóku aö sér stúlkubam. Ég læt kaupmanns-
hjónin mín eiga Lars sem í byrjun var óttalega
leiðinlegur, svo varð ég svolítiö skotin í hon-
um og hann er óöum aö skána!"
Fleiri frásagnir mömmu hafa búið í mér og
ég held að þær hljóti aö vera í bókunum. At-
vikiö meö bjamdýrið geröist lengra fyrir norö-
an, í Drangavík þar sem systir mömmu bjó.
Hún lagöist á sæng af hræðslu en dýrið var
drepið í fjárhúsinu. Ég nýti mér sagnasjóðinn
þama fyrir vestan alveg eins og mér þóknast!"
- En hver er Sossa?
„Ég skal segja þér að ég var að koma veik
heim af sjúkrahúsi, svo hundveik að það lá við
að ég gréti í rúminu af kvölum. Þá bara kom
þessi stelpa - ég veit ekkert hvaðan - svona
hýr og rauðhærö. Ég lá þama í rúminu, alveg
að drepast, en sagan lét mig ekki í friði. Ég
tuldraöi hana inn á segulband - það er í eina
skiptið sem ég hef notaö þvílíkt tæki - og á
bandinu era ýmist geispar eöa stunur og svo
smáglefsur af texta sem ég notaöi sem uppi-
stööu í fyrstu og aðra bókina. Ég liföi sögum-
ar eins og draum.
Sossa á sér enga beina hliðstæðu. Hún er
ekkert lík mér. Ég var dálítil kjaftakind þegar
ég var lítil enda fékk ég að heyra það. En ég
lokaðist algerlega sjö ára gömul. Þá var ég lán-
uð sem bamapía inn á Drangsnes og kom ekk-
ert heim allt sinnarið. Systir mín sem var eldri
vildi ekki fara. Ég fyrirgaf mömmu aldrei að
láta mig frá sér. Mér fannst hún hafa svikið
mig. Þó var ég í vist hjá yndislegri konu sem í
raun og vera er fyrinnyndin að kaupmanns-
frúnni í bókunum.
Sossa er líka send í vist,
en hún tekur því betur. Hún
er meiri ævintýrakona en ég
var. En þeir hafa sagt mér
móðurbræður mínir sem
rera heima að þeir hafi látið
mig sitja uppi á beitinga-
borði hjá sér og segja sér sög-
ur og syngja. Mömmu fannst
ósköp leiðinlegt hvemig
krakkinn lét en þeir
skemmtu sér hið besta. Mér
þótti svo vænt um þá.“
- Eitthvað minnir þessi
lýsing nú á Sossu ...
„Ég held að enginn skrifi
nema innan úr sjálfum sér.
Oft uppgötva ég eftir á aö
það sem ég segi frá kemur
beint úr eigin sálarlífi. Ég
segi stundum við bömin mín
að ég hafi verið svo leiðinleg
og hörð við þau að ég sé að
skrifa mig frá því. Mamma
Sossu er eins og ég heföi vilj-
að vera, skilningsrík og góð.
Ég mátti aldrei vera að því
að skilja hömin mín, ég var
alltaf að vinna. Ég vann úti,
tók sauma heim, prjónaði
heima fyrir fólk - ekki skil
ég núna hvemig ég fór að þessu. En það þurfti
að redda heimilinu.
Guð eigum við Sossa líka sameiginlegan.
Okkar guð er ekki þessi strangi guð, heldur
lokar hann öðra auganu fyrir yfirsjónum okk-
ar. Ég sá hann oft í skýjunum og talaði viö
hann, eins og Sossa segir frá I nýju bókinni."
- Ertu að hugsa um aö bæta við bók?
„Já, ég er langt komin meö hana. Ef mér
endist heilsa kemur hún að ári.“
Ein af teikningum Þóru Siguröardóttur f bókinni. Á henni er Sossa aO kynn-
ast Efemíu meO þykku svörtu flétturnar. Lúsin sem Sossa óttaOist sést ekki
á myndinnl.
Líndal og Lorca
Tryggvi Lindal þjóðfélagsfræðingur
hefur gefið út þriðju ljóða-
bók sína. Hún heitir Lín-
dal og Lorca og geymir
Flamencoljóðin eftir Fed-
erico García Lorca í þýð-
ingu Tryggva auk safns
ljóða hans sjálfs sem
mörg hafa birst áður,
einkum í Lesbók
Morgunblaðsins. Sem
dæmi um kveðskap Tryggva er
ljóöið „ísfregn":
Stór, svartur borgarísjaki
lónar í grœnu jökulhafmu
noróaustur af ísalandi.
Maóur sést á honum
en það heyrist ekki
hvaó hann segir.
Höfundur gefur bókina út sjálfur.
Framtíðin er okkar
Guðmundur Rafn Geirdal hefur gefið
út bókina Framtíðin er okkar! Hún
skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn
heitir „Hvað þarf til aö við
þróumst sem þjóð?“ Ann-
ar hluti heitir „Breyta
þarf stjómmálum lands-
ins“ og setur höfundur
þar fram siðareglur fyr-
ir stjómmálamenn.
Þriðji hluti heitir
„Forsetaframboðið,
var ég virkilega í því
fyrir alvöra. Þetta er
lengsti hluti bókarinnar eöa rúmur~
helmingur hennar, og þar lýsir Guö-
mundur forsetakosningabaráttunni frá
sínum sjónarhóli. í fjórða hluta era svo
Lokaorð.
Útgefandi er Nuddskóli Guömundar.
Gegnum einglyrnið
Ný ljóðabók eftir Harald
S. Magnússon heitir Gegn-
um einglyrnið. Hann til
einkar hana móður sinni
og hefur bókina á „Ald-
arminningu1' hennar,
sem hefst á þessa leið:
Hálfa öld hún hérna var
en haföi kjark og þor
byröin þung l bakiö skar
og býsna þungt var spor.
Börnin ól upp uxu brátt
þótt efnin vceru smá.
Að kveldi var sú kona sátt
i kotinu sínu þá.
Flest era ljóðin náttúrastemningar
og formið frjálsara en á upphafskvæð-
inu. Inn á milli eru smellin smáljóö,
eins konar ijóðrænar skrýtlur, til dæm-
is „Hjartatromp":
Hjartaö sló hraöar
i drottningunni.
Þegar hún trompaöi
Spaöakónginn.
Höfundur gefur sjálfur út.
Heilsubót
Setberg hefúr gefiö út bókina Hollráð
og heilsubót með undirtitlinum „Öðlist
betri heilsu á 8 vikum“. Höfundurinn
er Andrew Weil, hámenntaður banda-
rískur læknir sem hefur bæði beint at-
hygli manna að gamalreyndum alþýöu-
lækningum og nýjum að-
feröum til heilsubótar.
Hann haftiar ekki nú-
tíma lækningaaðferðum
en kjaminn í kenning-
um hans er að maður-
inn búi yfir eigin
lækningamætti, og
með því að efla hann
getum við komist hjá
margs konar sjúkdómum. _
Áður hefur komiö út bókin Lækn-
ingarmáttur líkamans eftir sama höf-
und. íslenska þýöingu nýju bókarinnar
unnu Arngrímur Thorlacius, Bjöm
Jónsson og ömólfur Thorlacius.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir