Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
ennmg
Edda Erlendsdóttir. DV-mynd Pjetur
Gaman að
gera allt sjálf
Edda Erlendsdóttir píanóleikari
var að gefa út hljómdisk með píanó-
verkum eftir Tchaikovsky. Annars
vegar eru á honum Árstíðimar op.
37, verk í tólf köfhim, hins vegar sjö
smálög, sérstaklega valin af flytj-
anda úr aragrúa fallegra laga eftir
tónskáldið. Edda hefur gefið út tvo
diska áður með píanóleik en þetta
er í fyrsta sinn sem hún gefur út
sjálf.
„Maðurinn minn tók diskinn upp
og gerði umslagiö," segir hún, „okk-
ur fannst mjög spennandi að sjá um
þetta allt sjálf.“ Þau hjónin hafa líka
gefið út tvo diska með tangótónlist
og væntanlegur er einn slíkur í við-
bót sem var tekinn upp i tónlistar-
húsi í Stokkhólmi. Enn eru hrifnum
áheyrendum í fersku minni töfrandi
tangótónleikar sem þau hjónin,
Edda og Olivier Manoury, héldu
með völdum aðstoðarmönnum í
Loftkastalanum á Listahátíð í fyrra.
Edda hefur búið í París í 24 ár og
er nú prófessor i píanóleik við Tón-
listarháskólann í Versölum. Hún
hefur leikið á tónleikum víða um
heim, klassísk verk og nútímaverk.
„Það eru forréttindi að fá að spila
tónlist af fleiri en einni gerð,“ segir
hún, „þannig verður lífið svo
skemmtilegt."
- Er öðruvísi að spila á tónleikum
hér heima en erlendis?
„Já, það er alltaf gott að koma
heim að spila. Maður hefur meiri
tengsl út í sal, af einhverjum ástæð-
um. Annars skiptir alltaf miklu
máli hvemig afstaða manns er með-
an maður spilar. Það er nauðsynlegt
að hugsa um áhorfendur sem vini
sína.“
Edda harmar að ekki skuli vera
búið að byggja tónlistarhús nægi-
lega stórt fyrir Sinfóníuhljómsveit-
ina en dáist að Kópavogsbúum fyrir
að ætla að reisa tónlistarhús við
hliðina á Gerðarsafni; þar hélt hún
tónleika síðast þegar hún var
heima. „Hljóðfærið í Gerðarsafni er
frábært og salurinn viðkunnanleg-
ur,“ segir hún, „en nýi salurinn
verður auðvitað ennþá betri. Og allt
er þetta Jónasi Ingimundarsyni að
þakka!"
Japis sér um dreifmgu á hljóm-
diski Eddu.
19
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen
eðaltré, í hcesta gceðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
>* / 0 ára ábyrgð Eldtraust
•'* 10 stcerðir, 90 - 370 cm Þarfekki að vökva
** Stálfótur fylgir t* íslenskar leiðbeiningar
f* Ekkert barr að ryksuga >* Traustur söluaðili
t* Truflar ekki stofublómin t* Skynsamleg fjárfesting
Æ3?í:gpagfy BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA
Tímamótaplata frá
vinsælustu röppurum heims.
Vegna komu meðlima úr..
WU-TANGCUN
...hingað til lands, ætlar Japis að bjóða allar Wu-Tang
plðtur með 20% afslætti
Enter The Wu Tang:
Með henni hófst Wu Tang æðið.
Gravediggaz:
6 Feet Deep.
Eldri plata RZA og
félaga.
The Pick, The Sick & Th
RZA, höfuðpaur Wu Tai
eigin sveit með nýja pl
-hljóma betur
BRAUTARHOLTI • KRINGLUNNI • LAUGAVEGI 13
SÍMI 562 5200
Genius: GZA úr Wu Tang
- frábær plata.
Raekwon:
Only Built for Cuban Links.
Klassísk plata frá Raekwon úr
Wu Tang.
Alkaholics: Likwidation.
OI'Dirty Bastard aðstoðar
Alkaholiks á þessari nýju plötu
sveitarinnar.
HipHop
sveitin
Quarashi,
vinsælasta
hljómsveit
landsins
verður gestur
á tónleikum
Wu Tang í
Höllinni.