Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 20
20
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
Fréttir
i>v
Æsumálið:
Sjóslysanefnd
stendur á gati
Sjóslysanefnd hefur enn ekki skil-
aö niðurstöðu vegna sjóslyssins í Arn-
arfirði í júlí 1996. Tveir menn fórust
með skipinu sem sökk í blíðviðri og
án þess að neinar haldbærar skýring-
ar hafi fengist. Það vekur nokkra
undrun að ekki skuli enn komið álit
frá nefndinni og samkvæmt heimild-
um DV standa neíhdarmenn á gati í
málinu. Meðal þeirra atriða sem ekki
hefur fengist skýring á er sú breyting
sem gerð var á stýri bátsins. Engin
leyfi voru gefin fyrir breytingunum
og engar teikningar liggja fyrir.
Þegar er búið að leggja í rannsókn
slyssins hátt í 30 milljónir króna þeg-
ar allt er talið. Samgönguráðuneytið
hefur óskað eftir aukafiárveitingu
vegna rannsóknarinnar upp á 12 millj-
ónir króna. Ráðuneytið svaraði á sin-
um tíma ekki erindi íslenskra kafara
sem vildu ná í skipið á hafsbotn fyrir
18 milljónir króna. -rt
Keramikjólatré
glæsilegu
úrvali.
Forhrennd jóíaíré.
Verð frá kr. 220,-
(9em há).
Forbrennd jóla-
tré með Ijosum.
Verð frá kr.
1470,-(án fylgi-
h luta) 7. lenumlir.
Dalshraun 1 • Hafnarfirði • S:565-2105
Krakkar! íkvöid
kemur ökyrgámur
til byggða.
JAPISS smjan
Óróleiki á verðbréfamörkuðum í Asiu:
Sækjum ekki
hækkanir vegna
falls jensins
- segir framkvæmdastjóri söluskrifstofu ÍS í Tokyo
„Almenningur hér er greinilega
hræddiu- og fólk kaupir ódýrt.
Það er ekki að spandera pening-
um að óþörfu," segir Teitur Gylfa-
son, framkvæmdastjóri markaðs-
skrifstofu ÍS í Tokyo, um ótta al-
mennings vegna þess óróleika
sem verið hefur á verðbréfamörk-
uðum og gjaldþrota stórfyrir-
tækja.
„Þetta má greinilega mæla á
því að smásala hefur dregist sam-
an á þessu ári. Þar spila inn í
áhrif vegna hækkunar sölu-
skatts," segir hann.
Hann segist telja að óróleikinn
á mörkuðum sé ekki þess eðlis að
þjóðir nái ekki að yfirstíga hann.
„Maður heldur nú að sérstak-
lega Japan standi þetta af sér þar
sem þetta er geysilega auðug þjóð.
Aftur á móti eru tapaðar skuldir í
bankakerfinu gríðarlegar og það
er spurning hvemig menn vinna
úr þessu og ná tökum á því bulli
sem tíðkast hefur hér í fiármála-
viðskiptum," segir hann.
Hann segir viðskipti íslendinga
og Japana vera í jafnvægi og þar
séu ekki blikur á lofti. Góðar horf-
ur séu á sölu frystra loðnuafurða.
„Stærsta vandamálið sem við
stöndum frammi fyrir er staða yens-
ins. Ef það fellur þá verður erfitt að
velta verðfallinu út i verðlagið. Við
munum ekki sækja verðhækkanir
út á það hér. Eftirspum eftir loðnu
er góð og allt í góðu lagi með það.
Það verða engar verðlækkanir í
yeninn talið en það hefur fallið um
12 prósent frá síðustu loðnuvertíð,“
segir Teitur. -rt
Greiningarefni úr blóðplasma innkallað:
Sjúklingar verða
ekki eltir uppi
- hverfandi líkur á að hættu, segir aðstoðarlandlæknir
„Líkumar eru svo hverfandi að
nokkur hætta hafi verið á ferðinni.
Það hefur aldrei verið sýnt fram á
að þessi sjúkdómur hafi smitast
við blóðgjöf eða við að gefa efni
sem er unnið úr blóði," segir
Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlæknir aðspurður um grein-
ingarefni sem unnið var úr blóð-
plasma. Efnið var innkallað þegar
í ljós kom að blóð úr breskum
manni, sem greindist með sjúk-
dóminn Creutzfeldt-Jakob, var not-
að við gerð efnisins.
35 hettuglös með greiningarefn-
inu hafa verið notuð af efninu hér
á landi. Aðspurður segir Matthías
að ekki þyki ástæða til að elta sjúk-
lingana uppi sem þegar hafa fengið
efnið.
„Hættan em svo hverfandi að
við teljum ekki ástæðu til þess.
Það er margt annað sem getur
skapað miklu meiri hættu sem er
látið eiga sig í heilbrigðiskerfmu.
Það var ýtrasta varúðarráðstöfun
að innkalla það efni sem ekki hafði
verið notað. Heilbrigðisyflrvöld í
öðrum löndum hafa velt þessu
mikið fyrir sér og við höfum fylgst
með aðgerðum þar. írar hafa elt
uppi þá sjúklinga sem hafa fengið
efnið og Danir em að íhuga það.
Önnur lönd hafa hins vegar ekki
séð ástæðu til þess. Það er í sjálfu
sér ekki hægt að gera neina ráð-
stöfun við þessu og það hefði eng-
an tilgang. Þá væri maöur að gefa
til kynna að þetta væri eitthvað
stórhættulegt sem ekki er. Sjúk-
dómurinn er afar sjaldgæfur og
hann greinist einungis við krufn-
ingu. Það er ekkert efni í blóðinu
til að skima fyrir þó við myndum
reyna það,“ segir Matthías. -RR
Kjaradeilan á Sultartanga:
Skagafjöröur:
Mikið starf
fram undan
DV, Akureyri:
„Við erum að fara af stað með
vinnu vegna sameiningarinnar og
það er heilmikið starf fram undan
og ljóst að við þurfúm að halda vel
á spilunum til að málin verði til-
búin á réttum tíma í vor,“ segir
Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjar-
sfióri á Sauðárkróki, um vinnu
vegna sameiningar 11 sveitarfé-
laga í Skagafirði.
Sameiningin var samþykkt í at-
kvæðagreiðslu i byrjun nóvember
og á hún að koma til ffamkvæmda
að loknum kosningum til sveitar-
stjórna næsta vor.
Snorri Bjöm segir að vinna
þurfi samþykktir fyrir nýtt sveit-
arfélag fyrir þá sveitarstjóm sem
kjörin verður næsta vor og ramma
að skipulagi sfiómsýslunnar. Nýja
sveitarsfiómin hafi þá eitthvað til
að taka afstöðu til, samþykkja,
breyta eða hafna. „Mér finnst að
það sé nauðsyn að vinna þetta fyr-
ir tilvonandi sveitarsfióm þannig
aö þeir sem i hana verða ifiörnir
þurfi ekki að byrja á því að eyða
miklum tíma í að vinna þessa
hluti upp. Það er fiölmargt sem
taka þarf afstööu til og sú vinna er
að hefiast. Ég reikna með að
nefndin, sem vann að sameining-
unni, komi að þessu máli, hugsan-
lega með fleiri aðilum og einnig að
fengið verði ráðgjafarfyrirtæki til
að koma að þessari vinnu," segir
Snorri Björn. -gk
Skinnaiðnaður hf.:
Stokke tripp trapp
Stóllinn sem vex
með barninu
5 ára ábyrgð
Sama verð og annars staðar
á Noröurlöndum
Kr. 10.970
Skeifunni 6
s. 568 7733
Bitist um 300 þúsund krónur
Fengu tvívegis
arögreiðslur
Frá Sultartanga. Verkamenn og verktakafyrirtækið Fossvirki deila um launa-
auka.
DV-mynd Friðrik Þór Guðmundsson.
Ekkert hefur þokast í deilu verka-
manna við Sultartangavirkjun og
Fossvirkis. Deilan snýst um það að
iðnaðarmenn hafa fengið greitt 300
króna álag ofan á laun. Ófaglærðir
verkamenn hafa krafist svipaðs en
ekki fengið. Már Guðnason, trúnaðar-
maður verkamanna við Sultartanga,
vildi ekkert um deiluna segja annað
en reynt væri að þoka henni í sam-
komulagsátt.
Sigurður Bessason, formaður deild-
ar byggingamanna innan Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar, sagði að
í kjarasamnignum væri ákvæði um
að hefðu báðir aðilar hag af mætti
koma á afkastahvefiandi launakerfi. í
samræmi við þetta ákvæði hefðu ver-
ið haldnir fundir um slíkt kerfi á Sult-
artanga. Fossvirki hefði í framhald-
inu lagt fram tilboð sem verkamenn
svöruðu með gagntilboði sem Foss-
virki hefði hafnað. Fossvirki hefði svo
í ffamhaldinu gert samkomulag við
trésmiði um 300 króna aukaálag á
tímann.
DV ræddi við Hermann Sigurðs-
son, staðarsfióra Fossvirkis við Sult-
artanga. Hann sagði að hluti starfs-
manna hefði óskað eftir almennri
launahækkun umfram kjarasamn-
inga. Aðspurður um aukaálag sem
trésmiðum væri greitt sagði hann að
það væri til að samræma laun þeirra
því sem trésmiðir fengju greitt á
Reykjavíkursvæðinu. Þau laun sem
verkamenn hefðu viö Sultartanga
væru sambærileg við það sem verka-
menn fengju á höfuðborgarsvæðinu
og í samræmi við kjarasamninga.-SÁ
DV, Akureyri:
Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. á Ak-
ureyri, sem haldinn var í desember,
samþykkti að greiða hluthöfum 7% arð
vegna ársins 1997. Þar með verður arð-
greiðsla til hluthafa fyrirtækisins alls
17% á almanaksárinu því i vor var
greiddur út 10% arður vegna ársins
1996. Ástæða þess að tveir aðalfundur
hafa verið haldnir á árinu er sú að
uppgjöri félagsins hefur verið breytt og
nær nú frá 1. september til 31. ágúst.
Síðasta rekstrarár, sem náði yfir
fyrstu 8 mánuði ársins, var hagstætt
fyrir Skinnaiðnað hf. og reksturinn
stóð fyllilega undir þeim væntingum
sem gerðar voru til hans. Hagnaður
nam 39,5 milljónum, eigið fé jókst um
37,6 milljónir og nam 350 milljónum í
lok þess.
„Það er stefnt að því að arðsemi eig-
in fiár verði 12% á því rekstrarári sem
nú er hafið. Við gerum ráð fyrir að
brúttóveltan verði um 1130 milljónir
króna og hagnaðurinn eftir skatta um
45 milljónir. Þá gerum við ráð fyrir að
veltufé frá rekstri verði um 75 milljón-
ir króna," sagði Bjarni Jónasson fram-
kvæmdasfióri. -gk