Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 26
34
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
íþróttir
________________________________________________________x>v
Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Fáskrúðsfirði:
Krakkarnir hurfu
af götum bæjarins
- bylting á mörgum sviðum fyrir 650 manna bæjarfélag
Fáskrúðsfjörður, nánar tiltekið
Búðahreppur, er 650 manna byggð-
arlag á Austfjörðum. Þar var um
síðustu helgi vígt nýtt og glæsilegt
íþróttahús með löglegum keppnis-
völlum og tækjum fyrir allar innan-
hússgreinar. Eins og áður hefur
komið fram mættust handboltaliðin
FH og Haukar í vígsluleik hússins,
en þama um að ræða aðeins annað
húsið á Austurlandi sem rúmar lög-
legan handboltavöll.
Húsið var sex ár í byggingu og
kostaði 118 milljónir króna, sem er
gífurlegt átak fyrir ekki stærra sam-
félag. Það var tekið i notkun í byrj-
un desember og er að vonum mikil
bylting fyrir bæjarbúa sem fram að
síðustu mánaðamótum höfðu orðið
að láta lítinn 12x6 metra „stóran“
leikfimis£d duga fyrir alla iðkun
innanhússíþrótta.
Eins og 30 hús í Hafnarfirði
Til samanburðar er eitt svona
íþróttahús á Fáskrúðsfirði á við 30
slíkar byggingar í Hafnarfírði, svo
miðað sé við höfðatölu. Þetta eitt
segir meira en mörg orð um þann
áfanga sem nú er að baki eystra.
Ungmennafélagið Leiknir á Fá-
skrúðfirði fagnar 60 ára afmæli um
aldamótin og bygging og vígsla
hússins er stærsti áfanginn í sögu
félagsins. Knattspyrna, sund og
frjálsar íþróttir hafa verið veiga-
mestu greinarnar í starfi Leiknis þó
aðrar hafi komið við sögu á ýmsum
tímum. Aðstöðuleysið hefur hins-
vegar til þessa hindrað framgang
flestra þeirra.
Jóna Björg Jónsdóttir, formaður
Leiknis, sagði við DV að svona hús
hefði ótrúlega mikiö gildi fyrir fé-
lagið og bæinn í heild og viðbrigðin
séu mikil.
„Það má lýsa breytingunni
þannig að litli salurinn hafi verið
eins og frímerki á þessu gólfi. Ég sé
þetta þannig fyrir mér í sambandi
við krakkana að nú geta þau stund-
að æfingar yfir vetrartímann, t.d. í
fótbolta og frjálsíþróttum, sem þau
höfðu ekki kost á áður. Þeirra tíma-
bil hefur verið 3-4 mánuðir til þessa
en nú er mikil breyting orðin á
því,“ sagði Jóna Björg.
Bæjarbúar streyma í húsið
Frá því húsið var opnað um síð-
ustu mánaðamót hefur stöðugur
straumur bæjarbúa á öllum aldri
legið þangað og Jóna Björg segir að
allir tímar sem Leiknir hafi fengið
til umráða séu fullnýttir.
„Við höfum fengið 24 tima á viku
fyrir yngri krakkana sem allir eru
komnir í fulla notkun og stöndum
auk þess fyrir leikjanámskeiðum.
Síðan eru meistaraflokkarnir og
aðrir fullorðnir þar fyrir utan.
Áhuginn fer vaxandi fyrir nýjum
greinum og það er til dæmis oft fullt
í badmintontímunum þó sex slíkir
vellir rúmist í húsinu. En við erum
það fámenn að spumingin er hvaða
greinar lifa af þegcir fram líða
stundir."
Hefur vonandi áhrif á
ákvörðun fólks um búsetu
„Ég vona að húsið nýtist vel fólki
á öllum aldri og byrjunin lofar góðu
þar um. Það á vonandi eftir að reyn-
ast einn hlekkur i keðjunni þegar
fólk velur sér stað tO búsetu í fram-
tiðinni. íþróttaaðstaða hefúr mikið
að segja þegar fólk með böm ákveð-
ur hvar það reisir sitt framtíðar-
heimili.
Þessi aðstaða getur leitt til þess
að fólk ýti frá sér þeirri hugsun aö
það þurfi að fara að koma sér burt
af staðnum og vonandi dregur hún
úr þeim fólksflótta sem hér hefur
verið síðustu árin.
Ég á mér líka þann draum að í
tengibyggingunni, sem eftir er að
innrétta að hluta, verði auk þrek-
miðstöðvar hægt að koma upp góðri
aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara, sem
vantar tilfinnanlega á staðinn.
íþróttahúsið skilar kannski ekki
miklum fjárhagslegum gróða en það
skilar öragglega miklum gróða til
samfélagsins hér á Fáskrúðsfirði,"
sagði Jóna Björg Jónsdóttir.
Mörg ný andlit
Ingólfur Hjaltason var formaður
Leiknis um árabil og formaður
byggingarnefndar íþróttahússins
frá 1994. Hann segir að ánægjulegt
sé að sjá viðbrögð bæjarbúa eftir að
húsið var opnað.
„Það er engin spuming að nú fær
fullt af fólki í bænum tækifæri sem
ekki gáfust áður til að stimda ýms-
ar íþróttagreinar að vetrarlagi. Það
er magnað hvað maður hefur séð
mörg ný andlit hér i húsinu, fólk
sem hefur beðið eftir þvi að komast
inn í íþróttahús og maður hafði
ekki hugmynd um að hefði áhuga á
íþróttum.
Ég segi fyrir sjálfan mig að ég hef
beðið eftir þessu íþróttahúsi í ára-
tugi. Það er loksins komið, og þó ég
sé að verða 42 ára gamall, þá kann
maður sér ekki læti og mætir í alla
mögulega tíma,“ sagði Ingólfur.
Krakkahóparnir skyndilega
horfnir af götunum
Hann telur að áhrif hússins fyrir
samfélagið á Fáskrúðsfirði séu þeg-
ar komin í ljós á margvíslegan hátt,
meðal annars hvað varðar tóm-
stundir bama og unglinga.
„Menn undraðust það eftir að
húsið var opnað um daginn að
skyndilega voru krakkahóparnir
horfnir af götunum. En þá kom í
ljós að krakkarnir vora allir
komnir meira og minna inn í
íþróttahús og farnir að ástunda þar
mun heilbrigðara líferni en áður.
Manni fannst vera að myndast
miðbæjarstemning hér á götunum á
kvöldin, eins og i stærri bæjum.
Krakkamir komu út í stórum hóp-
um eftir að fór að skyggja. En nú
koma þau í íþróttahúsið og finna að
þar er mikið meira gaman. Æfingar
byrja strax eftir að skóla lýkur á
daginn og standa framyfir kvöldmat.
Ég held að íbúamir séu almennt
yfir sig stoltir með húsið, enda hafa
viðbrögðin verið afar góð. Sumum
þótti þetta mál allt mikil frekja á
sínum tíma en nú sjá menn hvað
þetta þýðir fyrir æskuna á staðnum
og þar með framtíðina hér.“
Betri íþróttalegur árangur
„Síðan á þetta eftir að skila sér i
mun betri íþróttalegum árangri
Leiknis á næstu árum. Nú standa
okkar krakkar loksins jafnfætis
jafnöldrum sínum á ársgrundvelli.
Þau vora einfaldlega ekki sam-
keppnishæf á sumrin í fótboltanum
og vora 2-3 skrefum á eftir þeim
sem höfðu betri aðstöðu. Það var
ekki fyrr en um haustið sem þau
voru komin á svipað ról og hinir
vora í byrjun sumars.
Núna getum við verið með þrjár
æfingar á viku fyrir hvem flokk all-
an veturinn og þetta á eftir að skila
sér þegar fram líður stundir. Það
tekur tíma en eftir 3-4 ár verður
íþróttahúsið farið að skila sér í mun
betri árangri yngri flokkanna,"
sagði Ingólfur.
Fleiri greinar stundaðar
Eins og áður sagði hafa fyrst og
fremst þrjár greinar verið stundað-
ar hjá Leikni undanfarin ár. Nú eru
hins vegar möguleikar á mun meiri
fjölbreytni.
„Handknattleikssambandið hefur
sýnt því áhuga að halda handbolta-
skóla hér og það gæti leitt til þess að
handboltinn kæmist af stað eftir
langt hlé. Þá hefur badmintonsam-
bandið, sem gaf húsinu nóg af spöð-
um, boðið okkur að senda hingað
þjálfara til að halda námskeið. Enn
fremur er í bígerð að stofna körfu-
knattleiksdeild á næsta aðalfundi
Leiknis og þá hafa Norðfirðingar
boðið okkur liðsinni við að koma
blakíþróttinni af stað hér. Það er
ekki ónýtt að geta leitað til mesta
blakbæjar landsins i þeim efnum.
Sem betur fór fengum við hús í
fullri stærð en fyrst átti það að vera
20x32 metrar. Þó okkur hefði ekki
veitt af þessu húsi 10 árum fýrr get-
um við á vissan hátt hrósað happi
yfir því að þetta dróst á langinn. Þar
með var byggt stærra hús og betur
búið en til stóð og við náðum enn
fremur að læra af mistökum sem
gerð voru við byggingu annarra
húsa,“ sagði Ingólfur Hjaltason.
-VS
Ingólfur Hjaltason, formaður byggingarnefndar fþróttahússins, og Jóna Björg Jónsdóttir, formaður Leiknis, með
sveitarstjórann, Steinþór Pétursson, á milli sfn. Ánægjan og stoltið skinu úr andlitum þeirra á laugardaginn, sem og
annarra fbúa á Fáskrúðsfirði. DV-myndir Ægir Kristinsson
Landsleikir og æfingabúðir?
Örn H. Magnússon, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands íslands, og
Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari voru viðstaddir vfgsluna á Fáskrúðsfirði
á laugardag. Örn sagði við DV að það kæmi fyllilega til greina að spila lands-
leiki í nýja húsinu, það féllu oft til vináttuleikir sem tilvalið færi að fara með
austur. Þorbjörn sagði að sá möguleiki yrði alvarlega skoðaður að fara með
landsliðið austur í æfingabúðir því þar væri nú öll aðstaða fyrir hendi, hvað
varðaði æfingaaðstöðu og gistingu.
Hvernig er íþróttahús Qármagnaö í fámennu byggðarlagi?
Kostaði 155 þúsund
krónur á hvern íbúa
íþróttahúsiö á Fáskrúðsfiröi
kostaði 118 milljónir króna. Þar af
greiddi Jöfnunarsjóður sveitafé-
laga rúm 10 prósent en heimamenn
afganginn. Góöæri í sveitarfélag-
inu hjálpaði verulega til og flýtti
því að húsbyggingunni var lokið.
Ungmennafélagið Leiknir stóð
að fjársöfnun til kaupa á öllum
tækjum í húsið. Félagið safnaði
einnota gosdrykkjaumbúðum fyrir
600 þúsund krónur og fékk síðan
1.300 þúsund á
þann hátt að fjöldi
bæjarbúa greiddi
100 krónur á viku í
sjóðinn. Að viðbættum styrkj-
um fyrirtækja söfiiuðust um þrjár
milljónir til tækjakaupa.
Fyrir þá upphæð var húsið full-
búið af íjölbreyttum búnaði til æf-
inga fjölda greina, auk fullkomins
hátalarakerfis og stigatöflu.
í heildina litið hefur hver bæjar-
búi á Fáskrúðsfirði lagt um 155
þúsund krónur til byggingar húss-
ins. Þetta jafngildir því að Reyk-
víkingar reistu íþróttamannvirki
fýrir 15 milljarða króna á sex
áram. Það segir mest um það af-
rek Fáskrúðsfirðinga að koma sér
upp fullbúnu íþróttahúsi. -VS