Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Page 35
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 43 Fréttir Fossvirki i Hvalfjarðargöngum: Reynsluríkari úr Vestfjarðagöngu m DV, Akranesi: Nú blasir við að Hvalí]arðargöng verði tilbúin síðsumars 1998, háifu ári fyrr en áætlað var i upphafi. Margir samverkandi þættir skýra að verkið hefur gengið jafn fljótt og vel og raun ber vitni. Bergið var afar þétt og hagstætt til jarðgangagerðar. Vatnsleki inn í göngin því lítill. Minna var um tíma- ffekar bergþéttingar en gert var ráð fyrir í upphafi en hins vegar nokkuð meira um bergstyrkingar með sér- stökum bergboltum. Verktakinn ák- vað fljótlega eftir að framkvæmdir hófust að láta vinna á vöktum allan sólarhringinn beggja vegna fjarðar. Tæknibúnaði borvagna var breytt til að hægt væri að sprengja 5 metra í hvert sinn í stað til dæmis 4,3 metra eins og í Vestfjarðagöngum. Starfs- menn Fossvirkis urðu reynslunni ríkari við gerð Vestfjarðaganga. Það skilar sér í Hvalfjarðargöngum. Mjög lítið var um að tæki biluðu, enda er beitt kerfisbundnu viðhaldi. Mikil vinna er eftir við Hvalfjarð- argöng. Lokið var við að steypa 220 metra langan vegskála við munnann að sunnanverðuí október og síðan verður steyptur 60 metra langur veg- skáli að norðan. Bergið í göngunum verður styrkt og klæðningu komið fyrir að hluta. Þá verður settur upp öryggisbúnaður af ýmsu tagi: viftur, neyðarsímar, slökkvitæki, neyðar- ljós og dælukerfi, svo eitthvaö sé nefht. Akbrautir í göngimum verða malbikaðar og lokið við vegtenging- ar beggja vegna. Gjaldskýli verður norðan megin. Nálægt hringtorgi sem tengir göngin við þjóðveginn. -DVÓ Nær allir leikendur á sviöinu. DV-mynd SÞ Eyrarbakki: Þriggja alda sýn frumsýnt DV, Hveragerði: Leikritið Þriggja alda sýn eftir Magnús J. Magnússon var frumsýnt í samkomuhúsinu á Eyrarbakka 4. desember. Magnús er einnig leik- stjóri en Amdís Harpa Einarsdóttir er aðstoðarleikstjóri og hefúr að mestu séð um æfingar. Leikendur eru nemendur í bama- skóla Eyrarbakka og Stokkseyrar og em höfundar efnis. Þeir sáu um leikskrána og þar skrifar Vigdís í 8. bekk um tildrög leikritsins: „Þegar skólinn byrjaði var farið í að ákveða um hvað leikritið ætti að vera. Það var skipt í hópa og þeir áttu að búa tii hugmyndir. Benna fékk mjög góða hugmynd og byggist leikritið á henni. Hún var sú að það yrðu fjórir hópar og í hverjum hópi yrðu að vera faðir, móðir, unglingur og fleiri persónur. Hver hópur átti að leika á sérstökum ámm og fengu flestir að velja í hvaða hópi þeir yrðu. Árin voru 1897, 1967, 1997 og 2067.“ Leikendur era 26 talsins og mikill hraði og fjör einkenndi sýninguna. Húsfyllir var og greinilegt að fólk skemmti sér konunglega. Sýningin er meginuppistaða árshátiðar nem- enda í bamaskólanum á Eyrar- bakka og Stokkseyri og er framlag skólans til 100 ára afmælishátíðar Eyrarbakkahrepps. -ehr Heimamenn styðja „sinn mann“. Siguröur Rúnar Marinósson, starfsmaöur í hljómdeild Bókvals á Akureyri, meö söluhæsta geisladiskinn þar á bæ um síöustu helgi, geisladiskinn „Meö á nótunum" sem er afurö Akureyringsins og Húsvíkingsins Bjarna Hafþórs Helgasonar. DV-mynd gk Verðlaun frá Ítalíu DV, Hverageröi: Ljóðskáldið Eggert Laxdal er mörgum kunnur fyrir verk sín en hann hefur gefið út nokkrar ljóða- bækur. Ekki alls fyrir löngu tók Eggert þátt í alþjóðlegri verölauna- samkeppni sem kennd er við Jean- Monnet. Hún er haldin árlega á ítal- íu og þar era veitt- ar viðurkenningar fyrir bestan skáld- skap. Eggert Lax- dal fékk síðan ný- verið sent skjal frá Ítalíu. Þar segir að hann hafi verið einn af þeim fimm sem hlutu viður- kenningu sem helstu skáld í heimi. Eggert er fæddur á Akureyri 5. apríl 1925. Hann býr nú í Frumskógum í Hveragerði - í einu af húsum dvalar- heimilisins Áss/Ásbyrgis. Hann situr ekki auðum höndum, málar og skrifar ljóð. Auk þess er hann nú að skrifa æviminningar Sigurðar Krist- mundssonar, fyrrum matsveins á Gullfossi, sem einnig býr í Hvera- gerði. Verðlaunaljóð sitt, Elli, þýddi Eggert á ensku fyrir keppnina og sendi til Italíu. -ehr DV-mynd Eva Eggert meö verölaunaskjaliö. Þrír léttir og liprir BOSCH GSEl'M-Com 906 • 135g • 55 klst. rafhlaða í biðstöðu og (180 mín. í stöðugu tali • Grafískur skjár • Innbyggð klukka • 100 númera minni með nafni í símanum • Skyndihringing 9 númer* CLI Númerabirting 10 númer • SMS skilaboð • 12 mismunandi hringingar • Tölvu og faxtengingar 9600bp • Hraðhleðslu- SHARR GSEl' Q-G700Y • 185g • 70 klst. rafhlaða í biðstöðu og í 170 mín. í stöðugu tali • Innbyggt: klukka, vekjari og reiknivél • Grafiskur skjár • Titrings hringing • 100 númera minni í símanum • SMS skilaboð 10númer • Endur- hringing á 10 númer GSim M-Com 506 215g • 60 klst. rafhlaða íbiðstöðu og í 180 mín. ístöðugu tali 100 númera minni I símanum Skyndihringing 9 númer CLI númerabirting 10 númer SMS skilaboö »12 mismunandi hringingar Tölvu og faxteng- ingar 9600bps (Jrval - gott í hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.