Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 40
48
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
Sviðsljós
Costner leikstýrir
eigin börnum
Kevin Costner getur nú loks slapp-
að af því búið er að frumsýna mynd
hans, The Postman, sem er framtíð-
arlýsing. Kevin framleiðir myndina,
leikstýrir henni og leikur í henni. í
myndinni leika einnig þrjú barna
Costners. Hann segir Annie og Lilly
ekki hafa linnt látum fyrr en hann
lét þær fá lítil hlutverk.
„Þær suðuðu í mér. Þær vildu vera
með. Joe langaði hins vetar ekkert
sérstaklega að vera með. Ég sagði
honum að það yrði gaman og spurði
hvort hann vildi vera með. Hann
spurði hversu langan tíma það tæki
og samþykkti þegar hann komst að
því að það væri bara um einn dag
að ræða,“ sagði Costner í viðtali við
fréttamenn er hann var að kynna
mynd sína.
Það voru fleiri hlutverkaskipanir
sem komu á óvart en skipun bama
Costners. Rokkstjaman Tom Petty
birtist í lok myndarinnar sem bjarg-
vættur Costners. Hann hefur þó alls
ekki breytt um ímynd, að því er
Costner segir. Þeir séu kunningjar
frá því áður og þetta hafi bara verið
um einstakt tilfelli að ræða hjá
Tom.
Costner er nú farinn að huga að
jólahaldi eins og margir aðrir. Hann
hefur þó ekki gefið upp í hverri af
villunum sínum hann ætlar að
halda jólin. Úr nógu er að velja því
kappinn á glæsivillur í Los Angeles,
Santa Barbara og Aspen í Colorado.
Efst á óskalista leikarans og leik-
stjórans era kyrrlát jól. Talsverðrar
ólgu hefur gætt í einkalífmu að und-
anfomu. Costner og eiginkona hans
Cindy skildu er í ljós kom að hann
hafði bamað aðra konu, Bridget
Rooney. Með þeirri síðarnefndu á
hann ungan son sem er 1 árs. Sá
stutti heitir Liam. Costner býr þó
ekki með móður hans, að því er þeir
sem kunnugir eru málavöxtum
greina frá. Costner getur að
minnsta kosti séð fyrir drengnum
því hann þénar um einn og hálfan
milljarð króna fyrir hverja mynd
Kevin Costner og börn hans Annie, Joe og Lilly á leiö á frumsýningu myndarinnar The Postman sem þau leika öil í. Kvikmyndin, sem er framtíöarlýsing,
var frumsýnd í Kaliforníu um síöustu helgi. Símamynd Reuter.
Camilla lævís á
refaveiðum
Camilla Parker Bowles, ást-
kona Karls Bretaprins, tók þátt í
hinum árlegum Beaufortrefa-
veiðum á dögunum og það gerði
Karl líka. Camilla var hins vegar
svo lævís að hún gætti þess að
láta eingöngu sjá sig í félagsskap
þjóns Karls en ekki með prinsin-
um sjálfum. Það þótti greinilegt
að CamUlu var ljóst á hvaða
veiðum ljósmyndaramir vom.
Camilla og Karl hafa gætt þess
að hafa sambandið ekki mjög
áberandi eftir fráföU Díönu
prinsessu.
Fergie óvelkom-
in um jólin
Efst á óskalista Elísabetar
Englandsdrottningar er að vera
laus við hertogaynjuna af Jór-
vik, sem kölluð er Fergie, um jól-
in. Þetta fuílyrða að minnsta
kosti erlend dagblöð. Fergie
kvartaði nýlega undan kulda
fyrrverandi tengdamóður sinnar
í bandariskum sjónvarpsþætti.
Lundúnarblöðin vorkenna ekki
hertogaynjunni og segja að hún
verði að gæta tungu sinnar vUji
hún komast á konunglegan dans-
leik á ný.
Fortíðarþráhyggjuliðið getur bara átt sig:
Brosnan er James Bond
hvað sem hver segir
Pierce Brosnan hefur unniö hug og hjörtu áhorfenda og gagnrýnenda í hlut-
verki James Bonds, ofurnjósnara hennar hátignar. Hér er hann meö kærust-
unni Keeley Shaye-Smith.
Sean Connery verður að víkja tU
hliðar. Verðugur eftirmaður hans í
hlutverk ofurnjósnarans James
Bonds er fundinn og sá er enginn
annar en Pierce Brosnan. Menn
eins og Roger Moore, George Lazen-
by eða Timothy Dalton skipta engu
máli þegar saga Bond verður skrif-
uð.
Brosnan fer nú mikinn á hvíta
tjaldinu í Reykjavík og víðar í elt-
ingarleik sínum við erkibófa og
fagrar konur. Margir voru hikandi
við að taka hann í sátt eftir fyrstu
Bondmyndina sem hann lék í,
Gullauga. Nú þykir ekki leika nokk-
ur vafi á því að kappinn er sannur
James Bond, siðfágaður, gamansam-
ur, skarpgreindur og harður í hom
að taka. Þeir sem hins vegar könn-
uðust við Brosnan úr sjónvarpsþátt-
unum um Remington Steele vissu
alltaf hvers hann var megnugur.
Michael Wilson, einn framleið-
enda nýju Bondmyndarinnar, hefur
verið viðriðinn ofumjósnarann og
lið hans í 25 ár. Hann segir að
Brosnan hafi laðað nýjan hóp áhorf-
enda að þessum sígildu hasarmynd-
um.
„Konum sem komnar era yfir 25
ára aldurinn finnst hann mjög að-
laðandi. Það kemur kannski á óvart
en þessi hópur er mjög iðinn við að
fara í bíó,“ segir Wilson.
Hanks hættir
hjá rebba
Geðþekki leikarinn Tom
Hanks hefur sagt skilið við 20.
aldar rebbakvikmyndafélagið.
Heimildarmenn segja að hann
hafi verið óhress með markaðs-
setningu fyrstu kvikmyndarinn-
ar sem hann leikstýrði, That
Thing You Do. Hanks hefur hins
vegar undirritað þriggja mynda
samning við Universal. Honum
er ætlað að framleiða, leikstýra
og leika í myndum þessum.
Gwyneth kynn-
ir kærastann
Þetta er bara alveg eins og í
bíó. Gwyneth Paltrow, fyrram
kærasta hjartaknúsarans Brads
Pitts, fór með nýja kærastann,
leikarann Ben Affleck, heim til
pabba og mömmu á þakkargjörð-
ardaginn. Þau gæddu sér á
kalkúnakjöti, eins og siður er
vestra, en eyddu síðan nóttinni á
glæsihóteli í Santa Barbara.
Ekki fylgir sögunni hvernig for-
eldrum stúlkunnar leist á
stráksa. Það er þó fyrir öllu að
Gwyneth sjálf er hæstánægð.
Alicia er ánægð
á baðvigtinni
Leikkonan unga Alicia Silver-
stone er hæstánægð í hvert
skipti sem hún stígur á baðvigt-
ina. Hún segir þó að það komi
bara ekki nokkrum manni við
hvað hún sé þung. Ef marka má
myndir af henni, þarf hún nú
ekki að hafa of miklar áhyggjur
af fitukeppunum. Samt hefur nú
verið kölluð fitubolla. Alicia hef-
ur leikið í ýmsum kvikmyndum
en sennilega er hún frægust fyr-
ir að vera með þeim Bíbí og
Blaka í samnefndri mynd.