Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Page 2
2 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997 Fréttir Ætlaði ekki að láta þjófahyskið sleppa - segir Hjálmar Hlöðversson sem elti uppi innbrotsþjófa að næturlagi Hjálmar Hlöðversson elti uppi þrjá innbrotsþjófa í Grafarvoginum á dögun- um. Hér sýnir hann staðinn þar sem þjófarnir földu þýfið. DV-mynd S „Þetta var allsvakaleg atburðarás um nóttina. Öll hræðsla vék fyrir þeirri hugsun að láta þetta þjófahyski ekki sleppa og komast upp með þetta. Þetta lið hefur látið greipar sópa í húsum hér í hverfmu og það eru margir íbúar óttaslegnir. Það er einn maður sem virðist stjóma þessum þjófnuðum. Hann býr ásamt konu sinni í háhýsi í Grafarvogi og hefur yfirsýn yfir allt svæðið. Ég og lögregl- an teljum að þar sitji þau, tímasetji og skipuleggi hvenær og hvar best sé að brjótast inn,“ segir Hjálmar Hlöðvers- son, en hann tók heldur betur til sinna ráða í viðureign við innbrots- þjófa að næturlagi. Hjálmar og eiginkona hans, sem búa í Funafold, höfðu brugðið sér út í rúman klukkutíma laugardagskvöldið 13. desember sl. Þegar þau komu til baka sáu þau ljós loga í húsinu og þeg- ar þau gáðu betur aö hafði gluggi ver- ið spenntur upp og þjófar látið greip- ar sópa. Videotæki, tölvu, geisladisk- um, myndavél o.fl. dóti hafði verið stolið. Bjó til gildru „Ég hringdi strax á lögregluna. Við leituðum í nágrenninu en fund- um ekkert í fyrstu. Ég gat ekki sofnað um nóttina og ákvað að leita betur í hverfinu. Eftir stutta leit gekk ég fram á tölvuna þar skammt frá. Hún hafði verið falin í rúmlök- um og lá bara þama á jörðinni. Ég ákvað að setja stóla í lökin og búa þannig til gildm fyrir þjófana. Ég beið í bíl mínum ef vera skyldi að þeir kæmu að vitja þýfisins. Stuttu seinna kom ljóslaus bíll þarna að og stoppaði rétt við staðinn. í honum vora tveir menn og ein kona. Ég hringdi þá á lögregluna og sagði henni hvað var í gangi. Ég keyrði síðan að fólkinu þar sem það hafði greinilega komist aö þvi að tölvan var horfm. Fólkið hljóp inn í bílinn og keyrði af stað og ég á eftir. Hótaði með hníf á lofti Ég náði að króa bílinn þeirra af inni í botnlanga en þá bökkuðu þau á bílirrn minn. Þau komust þó hvergi á bílnum þar sem minn bíll lokaði hann af. Annar mannanna hljóp út úr bíln- um og öskraði alls kyns hótanir á mig. Ég fór út úr mínum bíl og þá tók hann upp hníf og gerði sig líklegan að ráðast á mig. í þann mund kom lög- reglan að á þremur bílum. Mennimir vora handteknir Konan hafði hlaupið í burtu en eftir stutta leit fannst hún. Fólkið viðurkenndi innbrotið hjá lögreglu og var sleppt daginn eftir. Það er auðvitað hræðilegt að vita af svona þjófahyski í hverfinu og það gengur laust. Síðustu daga hef ég far- ið sjálfur og heimsótt þetta par í þjófa- bælið til að fá afganginn af hlutimum sem þau stálu frá mér. Maðurinn hef- ur hótað mér öllu illu en ég læt hann ekki hræða mig. Það má ekki láta þetta hyski komast upp með svona glæpaverk," segir Hjálmar. í gæsluvarðhald Maðurinn sem um ræöir er var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. janúar vegna þess máls og fjölda annama þjófnaðarmála sem hann er grunaður um. Maðurinn sem er fer- tugur, er á sakaskrá fyrir þjófnaði og fikniefhamisferli. -RR Lögreglustjóri og yfirlögregluþjónn ósáttir við „Franklínsskýrslu“ Atla Gíslasonar: Telja Atla hafa brotið á sér réttarfarslög - fengu báðir auk annarra í yfirstjórn harkalega gagnrýni i bréfi Atla Gíslasonar „Ef það er rétt sem fram kemur í umræddu bréfi aö yfirlögregluþjónar hafi ekki fylgt gildandi erindisbréf- um og starfslýsingum í veigamiklum atriðum þá tel ég ljóst að brotin hafi verið á mér réttarfarslög. Ég mun eiga fund með ráðuneytisstjóra dóms- málaráðuneytisins á morgun (í dag) vegna þessa máls og mun ekki sætta mig við þetta. Ég ætla að fara fram á að Atli skýri þetta eða leiðrétti," sagði Guðmundur Guöjónsson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, í samtali 'við DV í gær. Böðvar Bragason lögreglustjóri tekur i sama streng og Guðmundur varðandi skýrslu Atla Gíslasonar setts rannsóknarlögreglustjóra í „tengslamáli" Franklíns Steiners og fikniefhalögreglunnar. Böövar sagði við DV í gærkvöldi að vel væri hugs- anlegt að einnig hefðu verið brotin á homun réttarfarslög þegar hann var yfirheyrður sem granaður í málinu. Voru báðir „grunaðir“ Guðmundur og Böðvar telja báöir að þegar þeir vora yfirheyröir sem grunaðir hafi rannsóknaraðilinn, Atli Gíslason, ekki skýrt þeim frá því að skipulag lögreglunnar væri til rannsóknar - nokkuð sem dómsmála- ráðherra hefur skýrt frá úr skýrslu Atla á Alþingi. Þar segir m.a. að rannsókn Atla hafi leitt í ljós að skipulagi lögreglunnar í Reykjavík sé ábótavant gagnvart fikniefiiadeild. Umsjón og eftirlit með henni sé ófúll- nægjandi. Lögreglufulltrúar, deildar- lögfræðingar, aðstoðaryfirlögreglu- þjónar og yfirlögregluþjónar fylgi ekki gildandi erindisbréfum og starfslýsingum í veigamiklum atrið- um. Einnig segir að svo virðist sem lögreglustjóri hafi ekki haft vitneskju um eða yfirsýn yfir stöðu mála og ekki beitt sér fyrir nauðsynlegmn úr- bótum. „Þegar ég mætti í yfirheyrslu hjá Atla Gíslasyni á lokastigi rannsókn- ar málsins vora engar ávirðingar á mig bomar," segir Guðmundur. „Ég var ekki yfirheyrður með hliðsjón af neinu slíku. Settur rannsóknarlög- reglustjóri sá sérstaka ástæðu til að vekja athygli mína á því að rannsókn hans hefði ekki leitt í ljós neinar ávirðingar eða neitt um að ég hefði ekki starfað eins og mér bar. Skýrsla rannsóknarlögreglustjór- ans til ríkissaksóknara er leiðbein- andi plagg honum tO handa varðandi ákærameðferð. Að þar skuli vera settar fram ávirðingar án þess að mér hafi verið gefinn kostur á að tjá mig um þær eða bera hönd fyrir höf- uð mér er ekki í samræmi við réttar- farsreglur,“ sagöi Guðmundur. Hvers vegna var ég tekinn fyrir? Böðvar Bragason lögreglustjóri sagði aðspurður í gærkvöld að „vel sé hugsanlegt" að Atli Gíslason hafi einnig brotið á honum réttarfarslög: „Ég hefði kannski átt að spyija að því hvers vegna ég var tekinn fyrir sem grunaður. Það hefur aldrei ver- ið skýrt,“ sagði Böðvar. „Þetta er umhugsunarefni. Það var aldrei minnst á þaö við mig að það væri verið að athuga skipulag lögregl- unnar í Reykjavík. Ég tel aö fýrir 8-9 árum, á þeim tíma sem rannsóknin beindist að, hafi lögreglan i Reykjavík búið við hvað best skráð skipulag og starf- slýsingar allra lögregluliða í land- inu,“ sagöi Böðvar Bragason. Böðvar leggur áherslu á að hon- um sé síst á móti skapi að skipulag lögreglunnar sé rannsakað, þar sé um eilífðarverkefni að ræða. Hann tekur fram að það sé hins vegar verkefni dómsmálaráðuneytsins en ekki verkefni sérstaks rannsóknar- lögreglustjóra að framkvæma slíkt. -Ótt Afsal Sjúkrahúss Reykjavíkur til ríkisins: Alger uppgjöf - segir Árni Sigfússon „Ég tel það algera uppgjöf ef borgin ætlar að afsala sér Sjúkra- húsi Reykjavíkur til ríkisins. Það hefur ekkert breyst frá því áform voru upp um þetta á sínum tíma þegar framsóknarmenn voru mjög áfjáðir aö sameina spítalana í eitt ríkisrekiö bákn. Þá mótmæltum við sjálfstæðismenn þessu og ég vona að við geram það öll enn,“ segir Ámi Sigfússon, aöspurður um hugmyndina aö ríkið taki viö Sjúkrahúsi Reykjavíkur af Reykja- víkurborg. Borgarstjóri og heilbrigðisráð- herra hafa báðar lýst yfir áhuga á því að borgin afsali sér sjúkrahús- inu. Sjá Fréttaljós bls. 6 -RR „Afsal Sjúkrahúss Reykjavíkur til ríkisins er algjör uppgjöf," segir Árni Sigfússon, leiðtogi sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Stuttar fréttir Esra og Ingó í rannsókn Embætti lögreglustjór- ans í Reykja- vik hefur sent mál Ingólfs Margeirsson- ar og Esra S. Péturssonar til ríkissak- sóknara. Ósk- að er eftir að málið verði afgreitt með hraði. * f ^ ► 'Á Feður fá orlof Frá og með áramótum eiga ís- lenskir feður rétt á tveggja vikna fæöingarorlofi án þess að þaö skerði fæðingarorlof barns- mæðra þeirra. Stöð 2 skýrði frá. 58 milljarðar í tekju- skatt Ríki og sveitarfélög áætla að fá um 58 milljarða með tekju- skatti og útsvari á næsta ári. Þar af renna um 33 milljaröar til sveitarfélaga. RÚV skýrði frá. Endurgreiðir Össuri hf. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Össurar hf., Tryggvi Sveinbjöms- son, hefur verið dæmdur til að endurgreiða fyrirtækinu 21 millj- óna króna. Stöð tvö sagði ffá. Lög um lífeyrisréttindi Merkasta lagasetning á nýaf- stöðnu haustþingi er að flestra mati lög um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda. Víðtæk sátt tókst um meginþætti málsins. Sjón- varpið greindi frá. Bónus og Hagkaup saman Hagkaup og Bónus hyggj ast stofiia nýtt fyrirtæki til að reka saman verslun á Smáratorgi í Kópavogi. Stöð 2 skýrði frá. m rr » . V- Sjómenn óhraustir íslenskir sjómenn eru ekki eins hraustir og hingað til hefur verið haldið. Óhollar matarvenj- ur hafa þar mikil áhrif. Sjón- vaipið skýrði frá. Mikið af e-tóflum Lögi-eglan segir að mikið sé til af e-töflum og öðrum flkniefnum í landinu um þessar mundir. Hald hefur veriö lagt á yfir 2000 e- töflur að undanfömu. RÚV sagði frá. Skemmdarverk í Árbæ Skemmdarverk hafa verið unnin í verslunarmiðstöð í Árbæ um hveija helgi i desem- ber. Verslunareigendur vilja lög- reglustöð í hverfiö. Stöð 2 greindi ffá. Samið á Sultartanga Verktakafyrirtækið Fossvirki hefur samið við starfsmenn sína í kjaradeilunni á Sultartanga. Milljón handa maka Makar bankastjóra Lands- bankans hafa á tæplega fimm ára tímabili fengið tæpa milljón hver í dagpeninga. Áætlaður feröakostnaður makanna er um 3,1 milljónir króna. Sjónvarpið skýrði frá. Viðræður um Barentshaf íslendingar, Norðmenn og Rússar eru byijaðir að ræða saman um veiðar í Barentshafi. Halldór Ás- grímsson seg- ir að málin _______________ hafi skýrst á fundi í Moskvu þótt ekki hafi þokast í samkomulags- átt. RÚV sagði ffá. -glm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.