Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Side 13
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997
xu
Fréttir
Nefnd um eflingu íþróttastarfs:
Meiri fjárveit-
ingar til íþrótta
Nefhd um eflingu íþróttastarfs,
sem skipuð var fyrr á árinu, skilaði
fyrir skömmu áliti sínu. Þar kemur
fram að efling íþróttastarfs í land-
inu hvíli að miklu leyti á auknu
samstarfi ríkis og annarra opin-
berra aðila við íþróttahreyfinguna.
Þannig sé nauðsynlegt að fjármagn
komi frá ríki og sveitarfélögum til
að hægt verði að hlúa betur að
íþróttastarfi bama og unglinga, auk
þess sem opinbert fjármagn verði
einnig að veita til afreksfólks.
Ne&idin leggur áherslu á forvam-
argildi íþrótta gagnvart neyslu
vímuefha og vill meina að verði fé
veitt til grasrótar íþróttahreyfingar-
innar verði hægt að minnka líkur á
að imgt fólk afvegaleiðist. Þannig
skuli veita fjármuni til að lækka æf-
ingagjöld og fagmennta þjálfara.
Opinber stuðningur við afreks-
fólk á að mati nefndarinnar að fel-
ast í þátttöku ríkis í afreksmanna-
sjóði íþróttahreyfingarinnar. Jafn-
framt leggur hún til að hægt verði
að fá fyrirtæki inn í fjármögnun
sjóðsins. Einnig er í skýrslu nefnd-
arinnar lögð áhersla á að ríki styrki
sveitarfélög og sérsambönd við gerð
þjóðarleikvanga. Slíkir leikvangar
yrðu fastur samastaður ákveðinna
íþróttagreina þar sem fullkomnar
aðstæður era til keppni og æfmga
viðkomandi greina.
Að auki ályktar nefiidin að ríki
og sveitarfélög þurfi að stuðla að
aukinni þátttöku fagfólks innan
heilbrigðis- og menntakerfis í að
hvetja almenning til að stunda
íþróttir. Þannig á að auka vægi al-
menningsíþrótta í daglegu lífi fólks.
Tillögumar gera því ráð fyrir
mjög aukinni þátttöku ríkis og
sveitarfélaga í eflingu íþróttastarfs í
landinu. Einnig kemur fram í
skýrslu nefndarinnar að þessir aðil-
ar þurfi að koma á auknu samstarfi
við íþróttahreyfinguna um stefhu-
mótun og framkvæmd nýrra áætl-
ana.
Skýrsla nefndarinnar verður
kynnt bæjar- og sveitarstjómum
landsins á næstu vikum. Nærri má
geta að tillögumar sem koma fram í
henni geti skipað stóran sess í kom-
andi sveitarstjómarkosningum.
-KJA
Lagt er til að ríkissjóöur stuðli að byggingu þjóðarleikvanga. Slíkt myndi
auðvelda byggingu íþróttamannvirkja eins og Laugardalsvallar.
D-listinn í borginni:
Deildar meiningar
um Guðrúnu P.
Deildar meiningar era meöal
borgarfúlltrúa Sjálfstæðisflokksins
um að Guðrún Pétursdóttir taki 8.
sætið á lista flokksins. DV hefur
rætt við marga borgarfulltrúa sem
fæstir vilja tjá sig opinberlega um
málið. Afstaða þeirra til þess að
Guðrún komi til liðs við listann er í
tvö hom; ýmist telja menn að hún
muni ná til vafaatkvæðanna eða
þeir telja hana vera eins konar
Trójuhest R- listans sem muni
skaða listann. Þar er vísað til vin-
skapar hennar og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur borgarstjóra. Þá
er talið að seta hennar í stjóm Afl-
vaka sé dæmi um að hún sé höll
undir R-listann. Þessu hafna aðrir
borgarfulltrúar og segja að hún hafi
verið valin til þeirrar setu vegna
mikillar reynslu úr atvinnulífinu.
Talið er að Guðrún svari tilboði um
að taka baráttusætið eftir áramót.
-rt
Sjónvarpsmiðstöðin
Umboðsmenn um land allt:
VfSTUHIAHD: Hljómsýa Akranesi. Kauplélao Borglirðinga. Borgarnesi. BlómstufveJlii. Hellissandi. Guóni Hallgrímsson. GnindartifðLVESTFIBBIR: Rafbúð Jónasar tos, Pairekslirði. Ptllinn, Isalirði. NORBURLAND: Kl Steingrimsljaröar. Hólmavík.
KF V-Hónvetninga. Hvammstanga. Kf Húnvetninga. Blðnduósi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KfA. Dalvík. Bókval. Akurevri. Ljósgjafina Akureyri. Oryggi, Húsavík. (f Þingeyinga. Húsavik. Urð. Baufarhófn. AUSIURIAND: Kf Héraösbúa. Egilsstöðum.
Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kaupiún. Vupnafiröi. Kf Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf Héraðsbúa. Seyðisfírði. Turnbræöur, Seyðisfirði.Kf Fáskrúösfjarðar. Fáskrúðsfirði. KASK Ojúpavogi. KASK, Höfn Homalirði. SUDURLAND: Hafmagnsverkstæði KR.
Hvolsvelli. Moslell, Hellu. Heimslækni. Sellossi. (A, Sellnssi. Hás, borlákshöfn, Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg, Grindavík. Raflagnavinnusl. Sig. Ingvarssonar, Garði. Hafmætli. Hafnarfirði.
Áskrifendur fá m%
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
0Ht mil)f hlrr)ín<!
V/c
X
Smáaugiýsingar
OV!
550 5000