Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Side 14
14
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMiÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins I stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds.
Pottagaldur heilbrigðisráðherra
Alþingi fór í jólaleyfi og skildi stóru sjúkrahúsin þrjú
eftir í fjárhagslegu uppnámi. Langt á annan milljarð
króna vantar til að þau geti mætt uppsöfnuðum halla og
haldið óbreyttum rekstri á næsta ári. Sjúkrahúsin byrja
því nýtt ár í fjárhagslegri spennitreyju, og hafa aldrei
áður staðið andspænis jafnmikilli óvissu um afdrif sín.
Heilbrigðisráðherra hefur svarað gagnrýni á þá lund
að 300 milljóna króna „pottur“ hafi verið smíðaður á
fjárlögum og eigi að nýta til að laða fram enn meiri hag-
ræðingu. Það sér hver heilvita maður að það hrekkur
hvergi nærri til. Sjúkrahúsin eru tálguð inn að beini.
Pottagaldrar og sjónhverfmgar ráðlausra stjórnvalda
breyta litlu um það.
Meðferðin væri skiljanleg hefðu sjúkrahúsin orðið
uppvís að því að sólunda fjárveitingum sínum með
óráðsíu. Staðreyndimar tala allt öðru máli. Framleiðni
spítalanna hefur aukist verulega. Þetta er staðfest í ný-
legri skýrslu óháðra ráðgjafa sem sýndi fram á að fram-
leiðni stóru sjúkrahúsanna stenst fyllilega samjöfnuð
við bestu sjúkrahús erlendis.
Vissulega er það skylda fj árveitingavaldsins að fara
vel með fé skattborgaranna og veita stofnunum ríkisins
aðhald. Kröfumar, sem nú eru settar á hendur spítölun-
um, eru hins vegar fullkomlega óraunhæfar. Þær virðast
byggðar á algeru skilningsleysi á stöðu spítalanna.
Nú þegar hefur legudögum á hvem sjúkling fækkað.
Það þýðir að veikt fólk er oftar en áður útskrifað áður
en það nær fullum bata. Afleiðingin er sú, að endurkom-
um útskrifaðra sjúklinga fjölgar. Á lyflækningadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur hlutfall þeirra tvöfaldast
síðan árið 1993. Er þetta raunverulegur sparnaður?
Fjórði hver sjúklingur sem leggst inn á spítala lendir
í því að vera vistaður á göngum, skotum og jafnvel í bað-
herbergjum. Oft er um að ræða verulega veikt fólk, sem
liggur með vökva- og blóðgjafir og þarf svefnfrið sem það
fær ekki í ónæði ganganna. Aldraðir sjúklingar eru iðu-
lega útskrifaðir án þess að tryggt sé að þeir njóti viðun-
andi heimahlynningar. Þannig eru nýleg lög frá Alþingi
þverbrotin daglega. Er á þetta bætandi?
Heilbrigðisráðherra hefur látið í veðri vaka að lausn
á fjárhagsvanda stóru sjúkrahúsanna felist í því að sam-
eina þau. Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins VSÓ gefur
vissulega tilefni til að ætla að í því kunni að felast fjár-
hagslegt hagræði. Fjárhagslegt svelti er þó ekki rétta
leiðin til að sameina sjúkrahús. Svo örðugar pólitískar
torfærur eru líka á þeirri leið, að hún verður löng og erf-
ið, ekki síst með tvennar kosningar fram undan. Það er
einfaldlega veruleikinn, ekki síst sá sem birtist í sam-
starfsflokki ráðherrans. Jafnvel þó að samstaða tækist
um sameininguna myndi það litlu breyta fyrir rekstur-
inn næsta ár.
Kostimir í stöðunni eru því þrír: Spara með því að
loka heilum deildum og segja upp fjölda starfsmanna,
margfalda biðlistana, eða leggja fram aukið fjármagn.
Heilbrigðisráðherrann hefur ekki pólitíska innstæðu til
að taka tvo fyrstu kostina, enda myndi Alþingi ekki
leyfa það þegar á hólminn kæmi.
Raunverulegt val hennar stendur því um eftirfarandi:
Hafa sjálf fmmkvæði að lausn vandans, eða bíða eftir
því að forsætisráðherra komi ríðandi á hvítum hesti
með pólitískt lausnargjald hennar í hnakktöskunni.
Hvort er skynsamlegra?
Össur Skarphéðinsson
„Hvenær sem ég heyri orðið
menning opna ég öryggislásinn á
skammbyssunni," segir storm-
sveitarmaður í leikritinu Schlaget-
er (1934) eftir nasistahöfundinn
Hanns Johst, en setningin hefur
ýmist verið eignuð Hermanni Gör-
ing eða Joseph Goebbels. Hún lýs-
ir með gagnorðum hætti viðhorf-
um valdhafa og skósveina þeirra
við menningunni og málsvörum
hennar, þeim sem nefndir hafa
veriö á íslensku „menningarvitar"
og er niðrandi þýðing á því sem á
ensku nefnist „intellectuals“ og á
norrænum tungum „intellektu-
elle“ eða „intelligentsia". Segir
ekki íslenska nafngiftin sína sögu
um viðhorf orðasmiða og almenn-
ings hér á landi?
Fyrsti menningarvitinn
Hver skyldi vera orsök þess að
valdhafar í öllum pólitískum lit-
brigðum og fjölmargir hversdags-
gæfir góðborgarar hafa horn í
síðu þeirra sem standa vilja vörð
um menningarviðleitni samfélags-
ins og efla hana? Ég á engin ein-
hlít svör við þeirri spumingu, en
helst fundið það
til foráttu, að þeir
telji sig vera
skynugri en Pétur
og Páll og vilji
endilega hafa vit
fyrir öðrum. Aug-
ljóslega fer það í
taugarnar á „gáf-
uðustu þjóð ver-
aldar“, að til skuli
vera einstakling-
ar sem álíta sig
þess umkomna að
segja ráðandi öfl-
um til syndanna
og vekja svefnuga
samborgara til
umhugsunar,
enda er framlag
þeirra allajafna
afgreitt sem taut,
þus, raus, nagg,
nöldur eða arga-
þras. Er útaf fyrir
sig umhugsunar-
vert hversu mörg
orð við eigum yfir
þetta tiltekna fyr-
irbæri. í sam-
Ætli Sókrates hafi ekki verið fyrsti eiginlegi menn-
ingarvitinn?
Til hvers eru
menningarvitar?
heitaorðabókinni eru
þau ekki færri en 26
talsins!
Hlutverk brodd-
flugunnar
Ég er hinsvegar sann-
færður um að erindi
menningarvitans sé
hrapallega misskilið og
vanmetið hér á landi.
Allt sem lífsanda dreg-
ur, jafnt líf manna og
dýra sem samfélagið og
menning þess, er ofur-
selt hnignun og hröm-
un, sé ekki að því hlúð
með umönnun, uppörv-
un og aðhaldi. Verkefni
menningarvitans er
öðru fremur að koma í
„Verkefni menningarvitans er
öðru fremur að koma í veg fyrir
að köld hönd vanans fái kæft
þann lífsneista sem er forsenda
endurnýjunar og nýsköpunar. í
alræðisríkjum eru menningarvit-
ar verst séðir allra manna, af því
að þeir eru í senn talsmenn og
tákn frjálsrar hugsunar, sem
grefur undan valdinu.“
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
mér segir svo hug-
ur, að óvildina
megi rekja til þess
að svonefndum
menningarvitum
má jafna við brodd-
flugurnar sem
Sókrates líkti sjálf-
um sér við. Ætli
hann hafi ekki ver-
ið fyrsti eiginlegi
menningarvitinn?
Hann leit á það
sem höfuðhlutverk
sitt að grafa undan
sjálfumgleði sam-
borgaranna, fá þá
til að velta fyrir sér
mikilsverðum
spurningum, end-
urskoða lífsviðhorf
sín, ganga á hólm
við viðteknar vana-
hugmyndir sam-
tímans, hugsa hlut-
ina uppá nýtt.
Þetta gerðu raunar
líka aðrir forn-
grískir heimspek-
ingar, sem og
harmleikaskáldin á
fimmtu öld fyrir
Kristsburð, en
segja má að
Sókrates hafi
hreinræktað þá teg-
und umræðu sem
leggur rækt við
heilbrigt hyggjuvit.
Fyrir bragðið var hann dæmdur
til dauða og varð fyrsti píslarvott-
ur frjálsrar hugsunar í heiminum.
Menningarvitum samtímans er
veg fyrir að köld hönd vanans fái
kæft þann lífsneista sem er for-
senda endumýjunar og nýsköpun-
ar. í alræðisríkjum eru menning-
arvitar verst séðir allra manna,
afþví þeir eru í senn talsmenn og
tákn frjálsrar hugsunar, sem gref-
ur undan valdinu. í lýðræðisríkj-
um eru þeir saltið sem Kristur tal-
aði um í öðru samhengi: „Þér
eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar,
með hverju á þá að selta það? Það
er þá til einskis nýtt, menn fleygja
því og troða undir fóturn" (Matt.
5,13). Án menningarvita væri lýð-
ræðið innantóm skel, form án
marktæks innihalds. Þarsem ekki
fer fram látlaus og markviss um-
ræða hefur lömunin búið um sig
og mun með tið og tima drepa alla
hugsun í dróma. Þar sem hugsun-
in er drepin í dróma, þar tærist
lýðræðið upp, þar örkvisast
menningin.
Það er misskilningur að menn-
ingarvitcir telji sig vita allt betur
en aðrir. Afturámóti er hreyfi-
aflið í viðleitni þeirra sú bjarg-
fasta sannfæring, að með því að
rækja hlutverk broddflugunnar,
með því að espa, erta, angra og
eggja samborgarana, séu þeir að
hamla gegn dauðu lífi, sem hvart-
vetna sækir á, og sá fræjum heil-
brigðrar skynsemi í grýttan akur
síngjarns, sérhlífins og makráðs
samfélags. Kannski ber sú við-
leitni í svipinn rýran sýnilegan
árangur, en þá má kannski hafa
hugfóst orð Krists um must-
arðskomið: „Smæst er það allra
sáðkorna, en nær það vex, er það
öllum jurtum meira, það verður
tré, og fuglar himins koma og
hreiðra sig í greinum þess“ (Matt.
13,32).
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Skortur í velferð
Samsetning þess hóps, sem aðstoðar leitar fyrir
jólin, hefur á hinn bóginn breytst mikið. Hlutfall at-
vinnulausra er mun lægra nú en fyrir þremur árum.
Hlutfall eftirlaunaþega og öryrkja hefur á hinn bóg-
inn hækkað töluvert. Þessi þróun segir sína sögu,
sem draga þarf rétta lærdóma af. Mitt í vaxandi ís-
lenskri velferð er drjúgur hópur þurfandi fólks.
Hann er síst minni nú en i fyrra en þá nutu um 1400
heimili í Reykjavík aðstoðar Mæðrastyrksnefndar.
Hundruð heimila leita og aðstoðar Hjálparstofnunar
kirkjunnar, Hjálpræðishersins og fleiri líknarfélaga.
Ástæða er til þess að hvetja fólk og fyrirtæki til að
hlaupa undir bagga með þessum líknarfélögum
næstu dagana.
Úr leiðara Mbl. 19. des.
Samningar við unglækna
Sáttasemjari ríkisins hefur lagt fram miðlunartil-
lögu í óleystri deilu lækna við Sjúkrahús Reykjavík-
ur. Ekkert bendir hins vegar til þess að miðlunartil-
lagan leysi þann vanda sem skapast hefur vegna
uppsagna unglækna - hvorki á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur né annars staðar. Þótt tillagan verði væntan-
lega samþykkt - þar sem flestir unglæknar eru hætt-
ir störfum og hafa því ekki atkvæðisrétt um tillög-
una - mun hún engu breyta um alvarlegan
læknaskort á spítölunum. Til þess þarf samninga við
unglækna um skynsamlegt vinnuálag og yfirvinnu-
greiðslur.
Elías Snæland Jonsson í lelðara Dags 19. des.
írska leiðin
írar búa að mörgu leyti við erfiðari aðstæður en
við. Atvinnuleysi er þar mikið og þjóðartekjur á
mann lágar, en þeir eru á réttri leið og hefur tekist
að halda uppi miklum hagvexti og lítilli verðbólgu
þg eru að ná meðaltali ES í þjóðartekjum á mann.
írar hafa farið aðra leið en við, þjóðarsamningaleið-
ina. En hún felur það í sér að í stað þess að markað-
urinn einn ráði ferðinni eru gerðir stórir samningar
sem taka á flestum sviðum þjóðlífsins. Á síðasta ári
var undirritaður samningur sem ber yfírskriftina:
Partnership 2000 for inclusion, employment and
competitiveness, sem ef til vill mætti útleggja: Þjóð-
arsamningur til ársins 2000 um samheldni, atvinnu
og samkeppnishæfni.
Ásgeir Magnússon, í Mbl. 19. des.