Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Qupperneq 26
34
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997
fife í<Sit ineu' to
'Netmane.- JbtaWfurtliH 1V9~7 -Aóú'ótÚhMKarOoMit
v&ivtá 'Hnrte ■Spaf'dti Ötítð? Imafws 'PHnl Sworfcy
LofÍWtír*: *#!frhttp: //iol.KíTrfBrtr.isT
vs) -jluLl UIíj1 ---------------------------
Salvör Gissurardóttir, lektor við Kennaraháskólann, með jólavef:
-W'
Hungur
Samtök
sem berj-
ast gegn
hungri í
heiminum
eru með
vefsíðu
þar sem
þau koma
sínum har-
áttumálum
á fram-
færi. Slóð-
in er http:
//www.brown.edu/
Departments/World_Hunger_
Program.
Mjöll Hólm
Einn af mörgum íslenskum
tónlistarmönnum sem komnir
er með heimasíðu er Mjöll
Hólm. Slóöin á síðuna hennar
er http://www.centrum.is/
-mholm.
Grafreitir forseta
Minningarorö og legsteinar
til handa þeim forsetum Banda-
ríkjanna sem nú eru látnir eru
á slóðinni http://starship.
skysport.net/crew/manus/
Presidents/index.html.
Microsoft áfrýjar
Það fór eins og margir bjuggust
við. Microsoft ákvað að áfrýja úr-
skurði dómara um að ekki mætti
samhæfa Windows 95 og Intemet
Explorer. Fyrirtækiö hefúr hins
vegar lýst því yfir að þangað til
áfrýjunin verði tekin fyrir muni
þeir hlita úrskurði dómarans.
í yfirlýsingu frá Microsoft kom
hins vegar fram að fyrirtækið
myndi láta tölvuframleiðendur vita
að það gæti eytt öllum möguleikum
á vefflakki í Windows 95. Þetta
myndi hins vegar gera stýrikerfið
óstarfhæft. Einnig kom fram að fyr-
irtækið myndi bjóða tölvufyrirtækj-
um að fá fyrstu útgáfuna af
Windows 95 sem kom í húðir í ágúst
1995. Intemet Explorer fylgdi ekki
þeirri útgáfu. Microsoft hefur
einnig upplýst að tölvuframleiðend-
ur geti haldið áfram að senda frá sér
tölvur sem í er allur hugbúnaðar-
pakki Microsoft, þar á meðal Inter-
net Explorer. Þetta ætla a.m.k.
stærstu framleiðendurnir að gera.
Dómsmálaráðuneytið er ekki sátt
við þessar breytingar. Starfsmaður
þess segir að ráðuneytið telji ekki
að fyrirtækið hafi tilkynnt um þá
stefnubreytingu sem samræmist
dómsúrskurðinum.
Séfræðingar era ekki sammála
um þessi viðbrögð Microsoft. Sumir
era ekki hissa á viðbrögðum fyrir-
tækisins og telja þennan dómsúr-
skurð óheillavænlegan þegar til
lengri tíma sé litið. Öðram finnst
hins vegar dálítið bamalegt af
Microsoft að fara að bjóða nánast
ónothæfa útgáfu af Windows 95 með
þessum hætti.
William Neukom, sem sér um
mál tengd lögum og rétti hjá
Microsoft, segir aö umræddur úr-
skurður sé hættulegt fordæmi.
„Þetta gæti leitt til þess að fyrir-
tækjum í hátækniiðnaði yrðu tak-
mörk sett vegna mats stjómvalda á
hverjum tíma,“ segir hann.
Á meðan á öllu þessu gengur er
undirbúningur fyrir útgáfu
Windows 98 í fúllum gangi. Það
stendur enn þá til að það kerfi komi
úr á fyrri hluta næsta árs.
Þess má geta að ekki er búið að
dæma í því máli sem dómsmálaráðu-
neytið höfðaði gegn Microsoft. Ekki
er búist við að það verði gert fyrr en
um mitt næsta ár. -HI/Reuter
Vantar alþýðumenningu á Netið
Þess sjást víða merki á vefnum
eins og annars staðar að jólin nálg-
ast óðfluga. Jólavefsíður spretta
upp hver af annarri um allan
heim. Þannig hefur það hins vegar
ekki verið hér á landi og meðal
annars kvartaði pistlahöfundur í
nýjasta tölublaði Tölvuheima yfir
því að hann hefði aðeins fengið
upplýsingar um íslensk jól á er-
lendri vefsíðu. Svo slæmt er þetta
reyndar ekki, þökk sé Salvöra
Gissurardóttur, lektor í upplýs-
ingatækni við Kennaraháskóla ís-
lands. Hún hefur sett upp vefsíðu
með ýmsum sögulegum fróðleik
um íslensku jólin, svo sem Grýlu,
jólasveinana, álfana o.fl.
Bútasaumsteppi
Salvör segist hafa gert þetta í
fyrsta sinn í fyrra. „Þetta er í raun
eins og bútasaumsteppi. Ég ætla
að gera þetta á hverju ári og reyna
alltaf að bæta einhverju nýju við í
hvert skipti," segir hún.
Salvör hefúr alltaf látið nemend-
ur sína í Kennaraháskólanum
gera vefsíður og þessi hugmynd
kviknaði að hluta út frá því. „Þeg-
ar ég byrjaði að gera þetta þá var
nánast ekkert íslenskt efni á vefn-
um annað en frá fyrirtækjum og
stofnunum. Ég vildi með þessu
sýna kennuram og kennaranemum
hvað hægt væri að gera á vefnum.
Nemendur vildu t.d. frekar gera
síður á ensku en íslensku þar sem
þeir litu frekar á vefinn sem
glugga til útlanda," segir Salvör.
Rammíslenskt
Hún segir að með þessu hafi hún
viljað sýna fram á að hægt væri að
nota veftnn til að kenna okkur eitt-
hvað um okkar menningu. Fyrsta
jólavefsíðan var síðan hugsuð sem eitt
slíkt sýnishom. Þama var sýnt hvað
ein manneskja gat í raun gert á vefn-
um. „Ég ákvað að velja eitthvað
rammíslenskt en samt eitthvaö sem er
ekki alltof hátt skrifað eins og íslend-
ingasögumar. Þá datt mér í hug ann-
aðhvort matarmenning eða þjóðtrú og
í framhaldi af því kviknaði þessi jóla-
hugmynd."
Salvör segir að þessar síður hafi
vakið hrifningu hjá þeim sem hafi
skoðað hana. „Hins vegar er aðeins
hluti þjóðarinnar tengdur og sá hluti
hefúr kannski ekki sérstakan áhuga á
svona efni. Það var reyndar tilgangur-
inn með þessu að setja eitthvert efrii
sem er ólíkt öðra sem er á vefnum. Al-
þýðumenning fmnst ekki mjög víða,“
sagði Salvör.
Fmmheimildir með
Hún er ekki í vafa um að Netið sé
góð leið til að kenna fólki eitthvað um
íslenskra menningu. „Þetta er ódýr
leið til þess og verður mjög aðgengi-
legt þegar stærri hluti þjóðarinnar
veröur orðinn nettengdur heldur en
er það núna. Á vefnum er mun meiri
möguleiki á að hafa frumheimildimar
á bak við upplýsingamar, andstætt
venjulegum bókum." Hún tekur sem
dæmi umfjöllun um Grýlu en öll
kvæðin um hana fylgja með umfjöll-
uninni þannig að menn geta skyggnst
í þau jafnóðum ef menn hafa áhuga.
Salvör segir mikla skömm að því að
allar íslendingasögumar skuli ekki
vera komnar inn á vefinn. Nokkrar
era inni á vef Netútgáfunnar
(http://www.snerpa.is/net) sem DV
talaði við í mars sl. Hins vegar hafa
opinberir aðilar ekki haft frumkvæð-
ið að slíkri netvæðingu og þaö fmnst
Salvöra slæmt.
Slóðin á jólavefsíðuna er http:
//jol.ismennt.is. -HI
Efnfcyfíríií:
fjofasVpmfWiXtntWr
.T JTTV IT IT
f.f i i rj
mmrmwmmmr
Bill Clinton Bandaríkjaforseti verö-
launaði í síöustu viku þá Vinton
Cerf og Robert Kahn fyrir rannsókn-
ir sem þeir geröu fyrir 25 árum á
sendingum gagna milli tölva fyrir
herinn án aöstoðar sérstakrar móö-
urtölvu. Þessi tækni varö upphaf-
iö aö sjálfu Netinu sem tröllriöið
hefur öllu undanfarin misseri. Þessi
tækni átti upphaflega aöeins aö
leysa smávægilegt vandamál en
hefúr nú leyst margfalt fleiri en ætl-
aö var í upphafi. Margt spaugilegt
var rifjaö upp viö verölaunaafhend-
inguna, t.d. þurfti fólk oft aö spyija
annan tvímenninganna leyfis þeg-
ar það vildi nota Netiö.
Rnnur bamaklámssíður
Þýskur opinber starfsmaöur hefur
þróaö hugbúnaö sem getur skynj-
aö barnaklám sem geymt er á
einkatölvum. Þetta getur einnig
gagnast netþjónustuaöilum sem
vilja finna hvort barnaklám er geymt
á heimasvæði einhvers notanda.
Forritiö leitar aö ákveönum upplýs-
ingum um mynd sem hægt er aö
ná í af Netinu. Opinberir aöilar í
Þýskalandi segja aö þetta forrit hafi
vakiö mikla athygli þegar þaö var
sýnt á alþjóðlegri lögregluráöstefnu
sem haldin var í Búdapest nýlega.
Talið er að þetta forrit geti oröiö
öflugt vopn í baráttunni gegn
barnaklámi á Netinu.
Microshaft Winblows
Parroty Interactive, sem er grín-
deildin hjá Palladium Interactive,
hefur tilkynnt aö hinn umdeildi og
umtalaöi geisladiskur Microshaft
Winblows 98 veröi sýndur á tölvu-
sýningu í San Francisco dagana
6.-9. janúar. Bæöi veröur hægt aö
keyra diskinn á Macintosh og
Windows. Eins og nafniö gefur til
kynna er um aö ræöa háð sem
beint er aö Microsoft og stýrikerfi
þess. Reynt var aö sýna þetta á
tölvusýningu Comdex en deildinni
var þá vísaö á dyr eftir aö maöur
í gervi Bill Gates gekk um sýning-
argólfið. Meöal þess sem fylgir á
þessum diski er Winblows Explod-
er þar sem maöur skýtur sjálfum
sér gegnum tölvuvírusa og allt ann-
aö slæmt sem kemur nálægt
manni.
Ný Outlook-útgáfa
Ny sýningarútgáfa af Microsoft Out-
look 98 er komin inn á vef
Microsoft. Þetta er önnur sýning-
arútgáfan af þessu póst- og gagna-
grunnsforriti sem sett er á vefinn.
Meöal nýrra eiginleika er möguleiki
á aö faxa tölvupóst, stuöningur fyr-
ir Internet Explorer 4.01, betra alm-
anak og nú er auöveldara aö finna
einstök skjöl í Outlook. Fyrsta sýn-
ingarútgáfan er þegar í um 67.000
tölvum. Outlook er forrit sem sam-
hæfir ýmsa nettengda þjónustu viö
dagbækur og aöra skipulagningu.
Sýningarútgáfuna er hægt aö ná í
fritt á heimasíöu forritsins á
http://www.microsoft.com/
outlook. Áætlaö er aö endanleg
útgáfa þessa forrits veröi komin á
markaö fýrri hluta næsta árs. All-
ir notendur Outlook 97, Exchange
og Office 97 munu fá nýja forritiö
A E531
Marglr eru orönlr þaö tæknlvædd-
Ir aö þelr senda rafrænt jólakort
(staö þess aö nota gamla góöa '
póstinn. Þaö eru til ýmsar
skemmtilegar tegundir af slíkum
kortum. Hér veröur bent á nokkr-
ar síður sem þelr tæknlvæddu
geta notast viö tll aö senda vin-
um og ættingjum jólatölvupóst.
- Mynd og hljóð
Ein síöa uýöur upp á aö hægt er
að spila skemmtilegt lag meðjóla-
kveöjunni sem maöur vill senda.
Hægt er áö velja úr nokkrum lög-
um og myndum. Slóöin er http:
//www.marlo.com/xmas/xmas.
htm
Hreyfimyndir
Þaö er líka hægt aö láta jólakort-
iö hreyfast og þá gjarnan í takt viö
þá tónlist sem á aö fylgja meö.
Myndirnar eru oft æöi skemmtileg-
ar og mikið fjör í þeim. Slóðin er
http://.www.bluemountain.com
/eng/christmas/index.html
Fallegri kort
Þeir sem eru ekkert fýrir eitthvaö
spaug og vilja bara þessi venju-
legu, fallegu kort geta sent slík á
http://www.ppstcard.com/chri
stmas/cardrack.shtml og einnig
á
http://www.azstarnet.com/pub
llc/hollday.html
Búa til sjálf(ur)
Þeir sem eru meö dálítið meiri
sköpunargleöi geta búiö til kort
sjálfir með nokkurri aðstoð þá.
Slóöin á slíka síöu er
http://www.iluvyou.com/christ
Liverpool
Heimasíða enska knatt-
spymuliðsins Liverpool er á
http: //anfield.merseyworld.
com. Þar era fréttir, myndir og
sögulegar staðreyndir um liðið.
Þrenna
Spilið Þrenna, sem nýlega
var byrjað að selja hér á landi,
er með heimasíðu á
http://www.setgame.com.
Þar er hægt að glíma við þraut-
ir sem era eins og þær sem þarf
að fást við í spilinu sjálfú.
Radíóamatörar
Heimasíðu íslenskra rad-
íóamatöra er að finna á http:
//www.itn.is/~ve/ira.
Þungunarpróf
Þótt ótrúlegt megi virðast er
hægt að taka þungunarpróf á
Netinu. Það skal hins vegar
ósagt látið hversu áreiðanlegt
þetta próf er. Slóðin á þetta
sérstaka próf er http: //www
.fosml.com
/pregnant
/index.html.
Þeir sem era
mikið fyrir að
sjá fagrar
stúlkur í efn-
islitlum klæð-
um geta kíkt
inn á heima-
síðu ónefndrar
bikinikeppni.
Slóðin er
http://www.
crackerjacks.
com.
Ij
fm