Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 53'V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
Pólitíkus geríst verkfræðingur
Hefö hefur myndazt á mörkum pólitískrar spiUingar í
forstjóraráðningum ríkisvaldsins. Afdankaöir ráðherrar
eru einkum taldir eiga rétt á embættum utanríkisþjón-
ustunnar og bankakerfisins, svo og á nokkrum stofnun-
um á borð við Tryggingastofnun og Húsnæðisstofnun.
Tæknistofnanir hafa jafnan staðið utan við spillingar-
sviðið. Til skamms tíma hefur verið borin virðing fyrir
verkfræði og tækni. Þannig hafa forstjórar Vegagerðar-
innar, Orkustofnunar, Rafmagnsveitna ríkisins, símans
og Flugmálastofnunar verið verkfræðingar.
Landsvirkjun er ein þeirra stofnana, sem jafnan hefur
haft tæknimann á oddinum. Þótt pólitísk spilling hafi
áratugum saman verið mikil á íslandi og meiri en í ná-
lægum löndum, hafa stjórnmálamenn hingað til ekki
rennt gírugu auga til forstjórastóls Landsvirkjunar.
Nú hefur orðið á þessu breyting. Núverandi valdhafar
í þjóðfélaginu eru að ráðgera að víkka spillingarrétt
sinn, þannig að hann nái til tæknilegrar stofnunar á
borð við Landsvirkjun. Þegar sá ís hefur verið brotinn,
munu aðrar tæknistofnanir senn fylgja í kjölfarið.
Ástæðan er stundarhagur forsætisráðherra af því að
losna við afdankaðan fjármálaráðherra, sem kemur rík-
isstjórninni oft í vandræði, af því að hann kemur fram
eins og eintrjáningur. Landsvirkjun er ætlað að verða
fórnardýr þessara pólitísku hagsmuna.
Ekkert hefur komið fram, sem bendir til, að fjármála-
ráðherra hafi neitt til brunns að bera, sem hæfi forsfjóra
Landsvirkjunar. Hann er bara gamall jámaður, sem hef-
ur haft pólitík að ævistarfi og gætt sín á að stíga ekki á
tær manna í þingflokki sjálfstæðismanna.
Slíkir menn eldast illa sem ráðherrar og verða gjarna
sendiherrar eða bankastjórar, sennilega af því að ekki
hefur verið ætlazt til neinnar hæfni í þessi störf. Við sjá-
um það að minnsta kosti á bönkunum, að afdankaðir
stjórnmálamenn eru skaðlegir í fjármálum.
Heppilegast væri að losna við fjármálaráðherra með
því að gera hann að sendiherra. Það er innan ramma
hefðbundinnar spillingar. En hann er því miður lögfræð-
ingur, sem kann lítið í erlendum tungumálum og hefur
ekki reynzt sérlega sleipur í mannasiðum.
Af einhverjum ástæðum er ekki talið koma til greina
að gera núverandi fjármálaráðherra að bankastjóra.
Hafa þó sumir mestu furðufuglar stjórnmálanna fengið
að verða bankastjórar og leika lausum hala, með skelfi-
legum afleiðingum fyrir sparifjáreigendur.
Væntanlega verður haldið fram við ráðningu afdank-
aðs stjórnmálamanns í embætti forstjóra Landsvirkjun-
ar, að pólitísk reynsla sé starfsreynsla og menn eigi ekki
að gjalda þess, að hafa verið stjórnmálamenn. Þetta er
gamalt viðkvæði til varnar pólitískri spillingu.
Menn gjalda þess nánast aldrei á íslandi að vera
stjórnmálamenn, frændur eða vinir. Menn gjalda þess
hins vegar nánast alltaf að vera ekki stjórnmálamenn,
frændur eða vinir. Þess vegna munu verkfræðingar
gjalda, þegar Landsvirkjun fær nýjan forstjóra.
í nágrannalöndum okkar er sífellt verið að reyna að
draga úr spillingu, meðal annars í embættaveitingum. Á
sama tíma er forsætisráðherra íslands átölulaust að
reyna að gera afdankaðan stjórnmálamann að óhæfum
forstjóra í einni helztu tæknistofnun landsins.
Hér á landi er verið að ráðgera að víkka spillinguna,
leyfa henni að leika lausum hala á spánnýju sviði. Það
mun því miður verða talið hafa fordæmisgildi.
Jónas Kristjánsson
Þar nútímahug-
sjónir
Kórea er land sem var skipt þegar tvær helstu hug-
sjónir nútímans fóru þar í stríð: Algera auðhyggjan
og afleiðingin af langvarandi afbökun kommúnism-
ans. Við skiptinguna urðu til fyrirmyndarriki. Ann-
að var fyrir þá sem töldu sig vera harðsvíraða til
hægri, hitt fyrir vinstrisinnuðu glópana. Sjaldan hafa
verið sungnar í hinum siðmenntaöa heimi aðrar eins
lofgerðir um leiðtoga og þá kóresku, í norðri og suðri,
sem voru á réttum leiðum einka-
framtaks eða því sem ég kalla lág-
marksframtaksins. Áróðursvélarn-
ar létu lofi rigna yfir Vesturlönd og
brátt urðu þjóðirnar að eins konar
tákni fyrir heiminn. Þær eru það á
ýmsan hátt enn í dag. Salómons-
dómi kalda striðsins tókst að kljúfa
þjóðarlíkama í tvennt með hag-
fræðilegum og pólitískum brögðum
án þess að deyða hann.
Hvað gerist þá við hrun þessarar
aldar, sem við horfum á núna, og
erum ekki mjög bangin, þegar
menntaða glámskyggnin getur ekki
lengur leynt sannleikanum um lög-
mái huga mannsins, maga og handa
hans?
Svo er komið að hungursneyðin í
norðri verður ekki falin með að-
gerðum heimskommúnismans, og
hið alþjóðlega auðvald getur ekki
heldur breitt yfir fall fjármagnsins og væntanlegt
hungur í suðri með efnahagsundri.
Gjaldþrot beggja ríkjanna er dæmigert fyrir stefn-
umar sem hafa stjómað heiminum á þessari öld. En
hér er munur á: Hinn afbakaði kommúnismi er
rætast
ábyrgðarlaus og skilur lömb sín eftir á flæðiskeri og
þykist hvergi hafa komið nærri öldugangi sjávar,
eins og dæmið um Kúbu sannar; aftur á móti breiðir
auðvaldið yfir skít sinn með fjáraustri úr Alþjóða-
bankanum.
Fúlgur úr sjóðum
Aldrei í sögu fjármagnsins hafa aðr-
ar eins fúlgur verið veittar úr sjóð-
um til að breiða yfir skipbrot rangr-
ar stefnu í stjóm- og efnahagsmál-
um. Bankinn hefur þegar veitt Suð-
ur-Kóreu 55 milljarða dollara. Á
næstunni munu Kanada, Ástralía,
Þýskaland, Bandaríkin, Japan og
Bretland hella í hítina um tuttugu
milljörðum í viðbót, svo suðurkóreu-
fárið dragi ekki heiminn i diki öng-
þveitisins. Ef Norður-Kórea fengi
sömu hjálp yrðum jafnvel við að una
okkur bara við kerti og spil á þess-
um jólum. Að auki hefur al-
heimsauðvaldið orðið að dæla 112
milljörðum í „efnahagsundrið í Suð-
austur-Asíu“ frá því kreppa þess
hófst, þann 2. júlí á þessu ári.
Skelfllega vitleysan í Norður-Kóeru
er þvi skömminni til skárri á mæli-
kvarða peninganna. Hún hefur að-
eins kostað heiminn nokkrar krónur
til að bjarga börnum frá sjúkdómum og hungri. Þá
vaknar þessi spurning:
Skiptir það kristna menn meira máli að bjarga fyr-
irtækjum frá hruni en bömum frá hungm-dauða?
Erlend tíðindi
Guðbergur Bergsson
Sjálfstraust og mórall Kóreubúa hefur dalaö svo skart aö undanförnu aö líftryggingafélag skipaöi sölumönnum
sínum aö fara út á götu og hrópa upphátt: „Ég kemst yfir þetta!“ Símamynd Reuter
fskoðanir annarra_____________________x>v
Nyrup tekinn á orðinu
„Poul Nymp Rasmussen hefur aðeins góðar ósk-
ir í garð Færeyinga og samskiptanna milli Færeyja
og Danmerkur. Samskipti ríkjanna geta aftur orðið
til fyrirmyndar með þvi að ræða saman. Það hljóm-
ar allt fallega. En Nyrup Rasmussen, hvers vegna
vom þá þögnin og getgátur látnar ráða ferðinni í
svo mörg ár með þeim afleiöingum aö samband
ríkjanna spilltist? Hvernig stendur á því að þú legg-
ur svo mikla áherslu á að ræða við Færeyinga þeg-
ar þú, stjórn þin og embættismenn hafa hagað sér
þveröfugt í svo mörg ár? En betra er seint en aldrei
og við tökum þig á orðinu þegar áhersla verður lögt
á viðræður."
Úr forystugrein Sosialurin 8. janúar 1997.
Áfall fyrir friðinn
„Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels,
stóðst eldraunina er atkvæðagi'eiðsla fór fram um
fjárlögin. Hann spáði því að stjóm sín myndi vera
við völd út áriö 2000. En afsögn Davids Levys
utanríkisráðherra á sunnudaginn var áfall fyrir
Netanyahu og friðarstefnu Bandaríkjanna. Með
brotthvarfí Levys er Netanyahu háðari hægri-
sinnuðum flokkum og trúarflokkum heldur en
hann hefur verið undanfama 19 mánuði.“
Úr forystugrein New York Times 7. janúar.
Áhugavert forsetakjör
„Kjör Valdas Adamkus í embætti forseta Lit-
háens er ekki bara áhugavert vegna sögu mannsins
sjálfs heldur einnig vegna þess hvað það segir um
þá fjarlægð sem Litháen, eins og önnur fyrrum
kommúnistariki, er komið i frá fyrmm
Sovétríkjunum frá því að það endurheimti sjálf-
stæði sitt 1991. Margir kjósendur vona að Adamkus,
sem búsettur hefur verið í Bandaríkjunum í hálfa
öld, muni koma á ferskum blæ við stjóm landsins."
Úr forystugrein Washington Post 8. janúar.