Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Blaðsíða 15
30 "V LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998
15
Gervihiarta á vaskinum
Það var topplyklasett á eldhús-
borðinu dag nokkurn í vikunni,
ekkert annað. Ekki mjólk eða
brauð og því síður kafFi. Bara
þessir lyklar. Konan var hvergi
sjáanleg. Ég á ekki topplyklasett
og hef aldrei átt. Hæflleikar mínir
liggja ekki á sviði viðgerða og við-
halds. Það er auðvitað bagalegt og
fráleitt til fyrirmyndar. Þessi
vonda frammistaða mín í almenn-
um viðgerðum heimilistækja og
bíla þýðir að allur samanburður
við handlagna menn, sem að okk-
ur hjónum standa, er mér í óhag.
Þá má nærri geta að synir okkar
fara á mis við eðlilega handleiðslu
föður síns slitni viftureim í bíl
eða heimilistæki bugast.
Þögul mótmæli?
Topplyklasettið í eldhúsinu olli
mér nokkrum heilabrotum. Bar
mér að líta á þetta sem tákn eða
þögul mótmæli vegna vankunn-
áttu í viðgerðum almennt? Var
hugsanlegt að konan hefði fengið
nóg? í huganum fór ég í gegnum
ástandið á húsinu og bílnum. Ég
vissi ekki betur en bíllinn væri í
lagi, skoðaður og klár. Hann fer
alltaf í gang á fyrsta starti og
hegðar sér eins og bílar eiga að
gera.
Var þá eitthvað að í húsinu?
KafEívélin var á sínum stað sem
og brauðristin. Örbylgjuofninn og
eldavélin skiluðu sínu möglunar-
laust. Kæliskápurinn kældi og ég
vissi ekki annað en frystiskápur-
inn frysti. Uppþvottavélin, það
blessaða heimilistæki, slær ekki
feilpúst. í fljótu bragöi sá ég ekki
betur en allt væri í himnalagi.
Viss skilningur
Ég tel það ekki með þótt konan
hafi suðað um það í nokkur ár að
skipta um ljós í kjallaranum. Með
nokkrum rétti hefur hún bent á
að þau séu ljót. Þá tel ég það held-
ur ekki meiri háttar ágreinings-
efni hjóna þótt sírennsli sé í kló-
settkassa. Hvað á ég svo sem að
gera í því? Ég hef reynt að lemja í
klósettkassann og sparka ef mikið
liggur við. Kassinn skánar heldur
við þá meðferð en tæplega verður
það þó flokkað undir fullnaðarvið-
gerð.
Það má til sanns vegar færa að
sírennsli í klósettkassa sé pirr-
andi. Ég hef því vissan skilning á
þeim kvörtunum sem borist hafa.
Konunni, og eftir atvikum börn-
unum, hef ég samt bent á að við
búum það vel að í húsinu eru kló-
sett til skiptanna. Það má því að
mestu komast hjá samskiptum
við duttlungafulla klósettkassann.
Þessum ráðleggingum er fálega
tekið.
Apparat með æðakerfi
Af hyggjuviti mínu kaus ég að
nefna ekki topplyklasettið á eld-
húsborðinu þá er við hjónin hitt-
umst. Konan nefndi það ekki held-
ur. Á yfirborðinu virtist allt með
felldu. Mér datt í hug að yngri
strákurinn okkar, sem stundar
nám í listaskóla, þyrfti að brúka
þetta við nám sitt. Þar læra menn
furðulegustu hluti. Hann gat því
allt eins þurft að skrúfa saman
listaverk með topplyklum.
Mér létti næsta dag er ég kom í
eldhúsið. Topplyklasettið var
horfið af borðinu. Ég þurfti því
ekki lengur að hafa áhyggjur af
meintum táknum konunnar um
frammistöðu mína. Sú hugarró
varði þó ekki lengi. Þá er ég kom
að eldhúsvaskinum blasti við
apprarat sem ég hafði aldrei séð
áður. Það líktist einna helst gervi-
hjarta. Þetta var að sjá einhvers
konar dæla með æðakerfi. Sumar
æðarnar voru stórar og aðrar
smærri. Hjarta þetta var augljós-
lega notað og slitið.
Erindi í kjallarann
Nú voru farnir að gerast hlutir
í mínu eldhúsi sem ég skildi alls
ekki. Látum topplyklana vera. Þá
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
má brúka í ýmislegt. Gervihjarta
er aftur á móti allt annað mál. Nú
dugði þögnin ekki lengur. Ég varð
að spyrja konuna. Ég hafði tekið
eftir því að hún átti ýmis erindi í
kjallara hússins án þess að ræða
það sérstaklega við mann sinn. Ég
lét það afskiptalaust. Þóttist vita
að hún væri eitthvað að rjátla í
þvottahúsinu. Þar er ég einna
veikastur fyrir í tækniþekking-
unni. Með aukinni reynslu og
þroska hef ég lært á kaffivél, ör-
bylgjuofn og uppþvottavél. Sjálf
þvottavélin, það mikla þarfaþing
hvers heimilis, hefur hins vegar
alltaf vafist fyrir mér. Ég er því
ekki á heimavelli í þvottahúsinu.
Ágæta þekkingu hef ég aftur á
móti á þurrkaranum enda tæpast
flókið apparat. Á honum er einn
takki sem stillir lengd þurrktím-
ans. Maskinan slekkur svo á sér
sjálf.
Það fór sem mig grunaði. Kon-
an var í þvottahúsinu. Hún var
ekki að þvo. Þvottavélin hafði ver-
ið dregin út á gólf og hallaði baki
upp að vegg. Hlíf hafði verið num-
in á brott svo sá inn í vélbúnað
hennar. Frúin var með uppbrettar
ermar og á gólfinu sá ég topp-
lyklasettið. í okkar löngu og far-
sælu sambúð hefur hún oft sent
mér ástúðlegra augnaráð en hún
gerði þarna í þvottahúsinu.
Upp rann Ijós
„Þú veist það kannski ekki að
þessi þvottavél hefur verið biluð
að undanförnu?" sagði konan.
„Það verður ómögulega sagt að
það sé mikið lið í þér í því sam-
bandi,“ bætti hún við. „Dælan er
ónýt,“ sagði frúin og benti inn í
vélarhúsið.
Þá var eins og skepnan skildi.
Gervihjartað sem ég sá á eldhús-
vaskinum var dælan úr þvottavél-
inni. Eiginkona mín hafði endan-
lega gefist upp á mér í viðhaldi
heimilistækjanna. Það hvarflaði
ekki að henni að leita eftir aðstoð
minni vegna bilaðrar þvottavélar.
Hún fór því og fékk lánað topp-
lyklasettið, setti þvottavélina upp
á rönd og hóf að skrúfa. Henni
hafði greinilega tekist að losa
hjartað úr þvottavélinni. Þótt hún
sendi mér auga greindi ég stolt og
ánægju vegna þessa undir niðri.
Konan var engum háð, hvorki eig-
inmanni né þvottavélaviögerðar-
manni.
lilbúin í aðgerð
„Af hverju fékkstu þér ekki
viðgerðarmann í þetta, elskan?"
spurði ég sykursætur í framan.
„Með leyfi að spyrja, kannt þú að
gera við þvottavélar?"
„Ekki gerir þú það að minnsta
kosti,“ svaraði frúin snúðugt. „Þú
hefur líka staðið þig vel i því að
eyða öllu rekstrarfé þessa heimil-
is,“ bætti hún við. Ég skildi það
svo að það væri mér að kenna að
við hefðum ekki efni á viðgerðar-
manninum.
Næsta dag kom konan heim
með nýja dælu í þvottavélina.
Hún var tilbúin í hjartaaðgerðina.
í þessum ham minnti minn betri
helmingur mig einna helst á s-
afríska lækninn Blaiberg sem
fyrstur skipti um hjarta í manni.
Sjúklingurinn lifði aðgerðina af.
Skömmu síðar hafnaði líkaminn
þó varahjartanu og hjartaþeginn
dó.
Þegar frúin hóf aðgerðina kom
í ljós að fylgihluti vantaði, ígildi
ósæðar og fleiri liffæra. Hún varð
því að hætta þá er hæst stóð leik-
urinn. Það var þó huggun harmi
gegn að sjúklingurinn kvartaði
ekki. Þannig standa leikar enn.
Þvottavélin biður með opið brjóst-
holið. Gervihjartað liggur á gólf-
inu fyrir framan vélina við hlið
topplyklasettsins.
Hafnar hún dælunni?
Að mér læðist sá grunur að
eins kunni að fara fyrir hjartasér-
fræðingi heimilisins og Blaiberg,
að þvottavélin hafni nýju dæl-
unni. Þá er um tvennt að velja.
Kalla til sérfræðing og láta hann
klára verkið, hvað sem líður
rekstrarfjárstöðu heimilisins, eða
veita maskínunni nábjargirnar og
flytja hana í Sorpu.
Ef ég þekki allt mitt heimilis-
fólk rétt á þvottavélin skammt eft-
ir ólifað. Konan er flink og fjölhæf
en sérfræðingur í innyflum
þvottavéla er hún ekki. Engrar
aðstoðar er að vænta frá eigin-
manninum í málinu. Ég trúi því
tæplega að annar fræðingur fái að
fuflkomna verkið gangi hún frá
þvi ókláruðu.
Ég er því í laumi farinn að
kíkja á verð á nýjum þvottavél-
um. Hvað sem líður fjárhagnum
getum við ekki án slíks kostagrips
verið. Hver veit nema maður
skelli sér á námskeið í þvottakerf-
um og meðferð þvottavéla?
Það myndi að minnsta kosti
bæta prikastöðu mína á heimil-
inu. Hún hefur oft verið bæri-
legri.