Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Qupperneq 48
D AG B L AÐ
FRJÁLST, ÓHÁ
Veðrið á morgun og mánudag:
Hlýjast sunnanlands
Á morgun verður nokkuð hvöss norðaustanátt með rigningu eða slyddu Veðurhorfur á mánudag. Norðan- og norðaustanstrekkingur og kóln-
austanlands og einnig með norðurströndinni en lengst af þurrt suðvestan- andi veður. Slydda en síðan él um norðan- og austanvert landið en þurrt
og vestanlands. Hiti 0-5 stig. Hlýjast sunnanlands. og bjart veður sunnanlands og vestan-.
Veðrið í dag er á bls. 49.
TAKH9 3ILINN AF
HAU5NUM
MER
1 JSm&QQ*
DPELS
-Þýskt eöolmerki
ílheimar ehf.
varhöfba 2a Sími:52S 9000
Stálin stinn hjá heilbrigðisráðuneyti og ákæruvaldi vegna fikniefnamáls:
Bítast um alsælu
Talsmaður heilbrigðisráðuneyt-
isins segir að ljóst sé að ákæru-
valdinu hafi ekki verið það ljóst að
„alsæluefnið" MDEA - sem ekki
hefur verið hægt að ákæra fyrir á
síðustu misserum - sé fullkomlega
ólöglegt samkvæmt reglugerð. Þess
vegna sé ekki um að ræða trassa-
skap hjá ráðuneytinu að hafa ekki
bannað þetta hættulega fíkniefni.
Talsmaður ákæruvaldsins segir
þetta alrangt - reglugerð ráðuneyt-
isins hafi verið þannig úr garði
gerð að hvorki sé eða hafi verið
hægt að ákæra eða dæma sakborn-
inga fyi-ir meðferð MDEA-efna.
Eins og fram kom í DV í gær var
á fimmtudag ekki hægt að dæma
sakborning í alvarlegu fikniefna-
máli fyrir megnið af þeim fiknieöi-
um (MDEA) sem hann var tekinn
með í landi Vatnsenda í lok október
síðastliðinn. Héraðsdómur Reykja-
víkur gagnrýndi „yfirvöld" fyrir að
hafa ekki bannað MDEA-efnin þrátt
fyrir að þeim hafi verið kunnugt
um eiginleika þeirra um árabil.
Einar Magnússon hjá heilbrigð-
isráðuneytinu sagði við DV í gær
að MDEA-efni sé nákvæmlega það
sama og N-ethyl MDA - efni sem
var þegar bannað með reglugerð í
ágúst 1990.
„Þessi reglugerð var sett á
grundvelli 2. greinar laga um
ávana- og fikniefni," sagði Einar.
„Samkvæmt henni er ráðherra
heimilt að mæla svo fyrir um að
varsla og meðferð annarra ávana-
og fíkniefna en lögin kveða á um
sé óheimil á íslensku forráða-
svæði. Slíkt hefur verið gert,“
sagði Einar.
Um þetta segir Egill Stephensen
saksóknari:
„Þrátt fyrir að efnið sem Einar
nefnir sé í reglugerð frá árinu 1990
þá vantar hana tengingu við lögin
um ávana- og fikniefni - nokkuð
sem gerir meðferð MDEA-efnisins
refsiverða. Efnið fellur því ekki
undir lögin um ávana- og fikniefni
og meðferð þess er ekki refsiverð
samkvæmt þeim lögum eins og
héraðsdómur hefur komist að nið-
urstöðu um,“ sagði Egill.
Hvert verður framhald þessa
ágreinings?
„Framhaldið verður tvímæla-
laust að þessu verður kippt í lið-
inn. Við treystum því aö ráðuneyt-
ið geri það,“ sagði Egill.
Aðspurður um það hvort bæði
ákæruvaldið og héraðsdómur hafl
rangt fyrir sér um reglugerð ráðu-
neytisins sagði Einar hjá heil-
brigðisráðuneytinu:
„Ég er allavega að mótmæla
þessari gagnrýni harðlega."
Þarf þá engu að breyta í reglu-
gerðinni?
„Mér finnst það ekki. Ef eitthvað
ætti að gera ætti að fella B-merking-
una út sem Egill talar um. Hún
ruglar málið,“ sagði Einar. -Ótt
Mánudagur
Skíðin á! é
DV, Akureyri:
„Ég er mjög ánægður, hér hefur
snjóað nokkuð undanfarna daga
þegar rignt hefur í bænum og við
opnum tvær lyftur og göngubraut
nú um helgina," segir ívar Sig-
mundsson, forstöðumaður skíða-
svæðisins í Hlíðarfjalli við Akur-
eyri, en þar voru skíðalyftur ræstar
í morgun í fyrsta skipti á þessum
vetri. -gk
4
4
4
Ókyrrð olli
óhappinu
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur
sent frá sér skýrslu um óhappið þeg-
ar Metróflugvél FÍ missti mikla hæö
yfir ísafjarðardjúpi í sumar. Að
sögn RÚV kemur þar fram að brotn-
andi fjallabylgjur og blöndun heits
og kalds lofts hafi valdið ókyrrð sem
vélin lenti í.
Skúli Jón Sigurðarson hjá Rann-
sóknamefnd flugslysa sagði við DV
að skýrslan fjallaði m.a. um samspil
manns og náttúru. Að öðru leyti vís-
aði hann i umrædda skýrslu. -HI
Upplýsingar frá Veðurstofu íslands
Sjúkraflutningamenn flytja einn hinna sex slösuðu í árekstrinum í Kópavogi í sjúkrabíl. Sem betur fór reyndist eng-
inn alvarlega slasaður. Báðir bílarnir eru gjörónýtir eins og sjá má á innfelldu myndinni. DV-mynd S
Kópavogur:
Sex
slasast
- þar af tvö börn
Harður árekstur varð milli tveggja
bíla á gatnamótum Dalvegar og Ný-
býlavegar um fimmleytið í gær. Sex
voru i bílnum, þar af tvö börn, átta
mánaða og þriggja ára. Allir voru
fluttir á slysadeild sjúkrahúss
Reykjavíkur en enginn reyndist al-
varlega slasaður. Flytja varð báða
bílana á brott með kranabíl.
Mikið umferðaröngþveiti myndað-
ist í kjölfar slyssins enda varð það á
háannatíma. Hafði Lögreglan í Kópa-
vogi orð á því að erfitt hefði reynst
að fá fólk til að fylgja þeim merking-
um sem settar voru upp. -HI
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555