Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 Fréttir DV Tannlæknamarkaðurinn mettaður: Of margir hafa útskrifast - segir formaður Tannlæknafélags íslands „Við höfum lengi talið að það væru of margir útskrifaðir úr tannlæknadeild miðað við það sem markaðurinn þolir. Þótt eitthvert hlé verði núna er engin ástæða til að óttast tannlæknaskort á næstu árum.“ Þetta sagði Sigurður Þórðarson, formaður Tannlæknafélags ís- lands, við DV. Eins og blaðið hefur greint frá luku aðeins tveir prófum inn í deildina á síðasta haustmisss- eri og fjórir árið þar á undan. For- ráðamenn tannlæknadeildarinnar hafa lýst áhyggjum með þessa þró- un og ræða nú hvernig auka skuli aðsóknina í deUdina aftur. Sigurður sagði að tannlækna- námið væri langt og með því erfið- asta sem gerðist. Eftir strangt inn- tökupróf sætu nemendur myrkr- anna á milli í verklegu og bóklegu námi. Að þvi loknu færu þeir út á markað sem hefði þrengst veru- lega. „Tannlæknum hefur íjölgað of mikið að okkar mati,“ sagði Sig- urður. „Okkur hefur fundist of mikið að taka inn 6-8 nemendur árlega miðað við að tannlækna- stéttin er svo ung. Það er fyrst á næstu árum sem verða einhver af- föll vegna aldurs og þau ekki mik- U. Nú eru um 300 tannlæknar í Tannlæknafélagi íslands og af þeim eru 270-80 starfandi í land- inu. Að auki munu útskrifast 3(M0 tannlæknar næstu 5-6 árin. Fjölg- unin hefur verið mikið á sama tíma og tannheUsan í landinu hef- ur batnað. Því hefur verulega dreg- ið úr verkefnum þótt ekki sé hægt að tala um atvinnuleysi. Það unga fólk, sem fer í þetta fag, veit að það er að velja sér erfiðan markað og þarf að eyða geysilegum fjármun- um í að koma sér upp aðstöðu, ætli það að vinna sjálfstætt sem flestir stefna að. Fyrir nokkrum árum var rakið að fara í skólatannlækningar hálf- an daginn meðan fólk var að koma fótunum undir sig. Nú eru þær að leggjast af að mestu leyti. Málið i hnotskum er það að deildin hefur ekkert aðdráttarafl miðað við það sem var.“ Sigurður sagði að starfandi tannlæknar hefðu verið með hug- myndir um að fá afnot af deildinni til endurmenntunar. Til þessa hefðu þrengslin verið of mikil. Nú væri hugsanlegt að hluti þeirrar endurmenntunar gæti farið fram innan veggja hennar. -JSS Leið til betra lífs: Heilsurækt án töfralausna Nú er að fara af stað heilsuátak DV og Bylgjunnar í samvinnu við Stúdíó Ágústu og Hrafns, Hagkaup, Nóa-Síríus og Ölgerð Egils Skalla- grímssonar. Áhersla átaksins, sem kallast „Leið til betra lífs“, verður á heilsurækt fyrir venjulegt fólk. Lögð er áhersla á að fólk bæti heilsu sína með reglulegri hreyflngu og bættu mataræði en algjörlega litið fram hjá töfralausnum sem miðast að þvi að fólk léttist sem mest á sem stystum tíma. Á Bylgjunni verða átakinu gerð HEILSUMOLAR / / / Þú getur ekki unnið baráttuna við aukakílóin með megrunarkúrum! Það er læknisfræðilega og líffræðilega ómögulegt að missa eitt kíló af fitu af líkamanum á einni viku, hvað þá þrjú kíló eins og sumir framleiðendur megrunarvara halda fram. Eina endanlega lausnin á offitu er hreyfing og rétt mataræði. Megrunarkúrar eru ekki svarið. Regluleg hreyfing gerir meira en bara að losa okkur við fitu. Hún eykur almenna vellíðan okkar, svefnvenjur breytast til góðs, líkamsstarfs- semin örvast, beinin styrkjast og hún hefur jafnvel góð áhrif á ýmis sálræn vandamál. Gulli Helga ætlar aö sjálfsögðu að bæta lífshætti sina eins og aðrir. Hann veröur með spurningakeppni á hverjum degi og verða spurningarnar byggðar á heilsumolum sem birt- ast daglega í DV. góð skil í svo til hverj- um dagskrárlið yfir daginn. Hallur Helga- son, dagskrárstjóri Bylgjunnar, sagði í samtali við DV að tek- ið yrði á málinu frá öllum hliðum. „Þetta byrjar strax í morgun- þætti Þorgeirs Ást- valdssonar og Mar- grétar Blöndal. Þau ætla að fá til sín fjög- ur pör hvaðanæva af landinu sem skuld- binda sig til að breyta lifnaðarháttum sínum á róttækan hátt. Pörin verða mæld á ýmsan hátt og frammistaðan þeirra metin í nokk- urs konar heilsu- keppni. Einnig verð- ur tekin fyrir heilsu- rækt eldri borgara í þætti þeirra," segir Hallur. Gulli Helga verður með heilsuget- raun sem byggð er á heilsumolum sem birtast í DV á hverjum degi þar til átakinu lýkur 4. febrúar. Verð- launin verða veglegir og hollir vinn- ingar, sá stærsti verður utanlands- ferð. Hemmi Gunn skoðar heilsurækt út frá sjónarhóli íþróttaiðkunar. „Hann ráðleggur fólki hvemig það á að koma sér af stað í líkamsrækt og hvaða mataræði henti fólki sem er að byrja að hreyfa sig,“ segir Hallur um þátt hans í átakinu. I Þjóðbrautinni verður svo tekið á málinu út frá faglegu nótunum. Þar verður lifandi umfjöllun um líkams- rækt og skylda hluti. Rætt verður við ýmsa sérfræðinga sem málið varðar og fjölbreyttir valkostir skoðaðir fyrir þá sem vilja hefja heilsusamlegra líf. -KJA Dagfari Hver í Mál málanna er yfirvofandi verkfall sjómannastéttarinar. Ef verkfallið skellur á um mánaða- mótin stöðvast flotinn og milljarð- ar tekna glatast, jafnt þjóðarbúinu sem hagsmunaaðilum. Hér er því mikið í húfi Ekki er víst að allir hafi áttað sig á inntaki deilunar. Annars vegar er um það að ræða að auk al- mennra hækkana á kaupgjaldi, er tekist á um verðmyndunina. Sjó- menn hafa sætt sig við markaðs- verð og það er heldur engin ágrein- ingur um verölag, þegar fiskur er unninn um borð. En slegist er hins vegar um fyrirkomulag á verð- myndun þegar útgerðin er líka kaupandinn. Um þetta virðast sjómenn al- mennt standa saman, en vélstjórar hafa síðan sett fram þá viðbótar- kröfu að hlutur þeirra í skiptum verði hækkaður, þá væntanlega á kostnað annarra í áhöfninni. Kröf- ur vélstjóra beinast því að félögum þeirra um borö, frekar en að út- gerðinni, enda hafa vélstjórar ákveðið aö fresta verkfalli sínu tvisvar, af því að þeir vilja vita hvað aðrir fái út úr samningum, til að vita hvað þeir sjálfir fái út úr samningum. Nú gæti einhver haldið að sjó- menn væru að sækjast eftir hærri launum meö kröfum um breytta verðmyndun. En því fer víðs fjarri. í Dagskrárþætti sjónvarpsins og raunar víðar, hafa talsmenn sjó- mannasamtakanna þvert á móti tekið fram að breytt verömyndun þurfi alls ekki að þýða að verðið hækki frá því sem nú er. Þeir segja það misskilning hjá útgerðarmönn- um og algjörlega óþarfa hræðslu. Með öðrum orðum: sjómenn eru að fara i verkfall til að tryggja fyrir- komulag á verðmyndun sjávarafla, sem engan veginn gerir það öruggt að sjómenn fái meira í sinn hlut. Þeir vilja bara að farið sé eftir fastri reglu. Þeir vilja að verðið miðist við markað, hvort sem það er hátt eða lágt. Þeir vilja sem sagt fórna sér i þá áhættu að taka við og sætta sig við markaðsverð á hverjum tíma, sem meðal annars og oftar en ekki getur leitt til lægra verðs og minni launa en þeir fá alla jafna með nú- verandi fyrirkomulagi. annars þágu lægri launum. Enginn stétt í þjóðfélaginu mundi feta í fótspor sjómanna, enda ekki víst að aðrar stéttir hefðu ráð á því. En sjómenn eru með góðar árstekjur og hafa efni á þessu og fylgja þessari kröfu sinni eftir, hvað sem útgerðin segir. Þeir eru að reyna koma vitinu fyrir út- gerðina. Það er mikill ábyrgðarhluti hjá útgerðarmönnum að þverskallast við og í rauninni alveg óskiljanlegt af hverju þeir fallast ekki á þá kröfu sjómanna að opna fyrir þann möguleika að verðið lækki. Ein af röksemdum útgerðar- manna er sú að með þessari um- beðnu breytingu kunni fisk- vinnslufólk í landi að missa vinn- una og verður þá ekki annað séð í þessari deilu en útgerðin fari með umboð fyrir fiskvinnslufólk, sjó- menn fari með umboð fyrir útgerð- ina og vélstjórar komi svo í kjölfar- ið og sleiki rjómann af þvi sem hin- ir semja um. Þess vegna geta vél- stjórar ekki farið í verkfall strax. Dagfari Þessi afstaða er afar göfug og heiðarleg og framúrskarandi aðdá- unarvert að sjómannastéttin vilji fara í verkfall til að knýja þessa kröfú fram. Sjómenn eru jafnvel reiðubúnir til að fórna tekjum og missa af loðnunni, til að ná fram þeim rétti sínum að þurfa una

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.