Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 17
+ 16 FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1998 FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1998 25 Iþróttir Iþróttir Svanasongur - Svanur hetja Vals í góðum sigri á Haukum „Það er oft svo þegar lykilmenn eru fjarri að þá þjappar það liðum saman. Það gerðist hjá okkur í þess- um leik. Baráttan skilaði okkur þessum sigri,“ sagði Ingi Rafn Jóns- son, Valsmaður, eftir öruggan sigur Vals á Haukum í Nissandeildinni, 30-27. Guðmundur Hrafnkelsson lands- liðsmarkvörður var veikur og lék ekki með Val. Stöðu hans tók Svan- ur Baldursson og hann var besti maður Vals í leiknum, varði 17 skot. Reyndar jafnaðist taflið nokkuð þegar Petr Baumruk fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins fimm mínútna leik. Valsmenn voru hins vegar mun ákveðnari, börðust mun betur en Haukarnir og sigurviljinn var Vals megin að þessu sinni. Handboltalega séð var leikurinn tæplega þokkalegur. Haukarnir eiga greinilega í erfiöleikum þessa dag- ana en Valsmenn eru til alls líkleg- ir. Svanur var besti maður Vals í jöfnu liði en hjá Haukum var meðal- mennskan allsráðandi. -SK Siggi Sveins sá um Stjörnuna - HK heldur föstu taki á Garðbæingum „Við vorum ákveðnir í að taka þennan leik því við vissum að ÍBV ætti léttan leik. Sóknin var ekki góð í fyrri hálfleik en hún kom í þeim seinni," sagði Sigurður Sveinsson, þjálfari HK, að loknum enn einum sigri Kópavogsliðsins á Stjömunni, nú 20-23, í Garðabæ. Fyrri hálfleikur einkenndist af sterkum vömum beggja liöa, eink- um hjá Stjörnunni, og sterkum markvörðum bak við þær. Undirtök Stjörnunnar héldust fram í miðjan seinni hálfleik þegar HK náði tveggja marka forystu. Arsenal slapp fyrir horn Arsenal slapp naumlega í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspymu í gærkvöld. Lund- únaliðið vann þá 1. deildar lið Port Vale í vítaspymukeppni eft- ir að liðin höfðu gert jafntefli öðm sinni, nú 1-1, eftir fram- lengdan leik í Stoke. Dennis Bergkamp kom Ars- enal yfir í framlengingunni en Wayne Corden jafnaöi fyrir Port Vale. í vítaspyrnukeppninni vörðu báðir markverðir einu sinni áður en Allen Tankard hjá Port Vale skaut yfir. Sheffield Wednesday þurfti líka vítakeppni til að vinna 2. deildar lið Watford eftir annað 0-0 jafntefli. Kevin Pressman, markvörður Wednesday, varði vítaspyrnu og skoraði svo sjálfur úr lokaspymu liösins. Aston Villa vann Portsmouth, 1-0, með marki frá Savo Milose- vic og Wolves vann Darlington úti, 0-4. -VS Víkingur á niðurleið - afhroð í Eyjum Ekkert nema kraftaverk getur komið í veg fyrir fall Víkinga í 2. deUd eftir afhroö gegn sprækum Eyjamönnum, 33-24, i gærkvöld. Yfírburðir ÍBV vom algjörir frá upphafi og leyfðu Eyjamenn sér þann munað að láta vara- mennina spila nánast allan seinni hálfleikinn. Leikurinn var eins óspenn- andi og tilþrifalítUl og getur hugsast. Eyjamenn röðuðu mörkum úr hraðaupphlaupum og gerðu út um leikinn fyrir hlé. Erlingur Richardsson og Robert Pauzuolis vora bestu menn vall- arins og Hjörtur Hinriksson átti líka góðan leik hjá ÍBV. Hjá Vík- ingi var fátt um fina drætti. Þröstur Helgason og Eyjamaöur- inn í markinu, Birkir ívar, vora þeirra bestir. -ÞoGu Sókn HK var góð með Sigurð Sveins- son sem besta mann og gerði hann mörk í öUum regnbogans litum. Þessa forystu lét HK ekki af hendi. Stjarnan lék ágæta vörn en sókn- arlega séð var liðið slakt. Valdimar Grímsson var sterkur að vanda en misnotaði þó tvö víti. Ingvar átti stórleik í markinu og Einar Baldvin og Sæþór voru sterk- ir í vörninni. Hlynur varði stórkost- lega í markinu, sérstaklega þegar HK var að ná yfirhöndinni. Auk Sigurðar átti Hjálmar mjög góðan leik í sókninni. -HI 0-1, 2-1, 5-3, 5-5, 7-5, 9-6, (9-7), 10-8, 11-9, 11-12, 12-13, 14-13, 15-15, 15-17, 17-19, 17-22, 19-23, 20-23. Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grímsson 9, Heiðmar Felixson 3, Hilmar Þórlindsson 3, Magnús Agnar Magnússon 2, Sigurður Viðarsson 2, Arnar Pétursson 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 17/2. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 8, Hjálmar Vilhjálmsson 5, Már Þórar- insson 3, Alexander Arnarsson 2, Gunnar Már Gíslason 2, Óskar Elvar Óskarsson 2, Guðjón Hauksson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 15/3. Brottvísanir: Stjaman 6 mín., HK 6 mín. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Voru oft full- fljótir að flauta. Áhorfendur um 200. Maður leiksins: Hlynur Jóhann- esson, HK. „Hundfúll með þetta“ - FH kastaði frá sér sigri gegn KA „Við köstuðum frá okkur sigrin- um og maður er auðvitað hundfúll með það. Það var algjört einbeit- ingarleysi í gangi hjá okkur í sókn- inni í seinni hálfleik og KA-menn refsuðu okkur grimmt með hraða- upphlaupum. Ég hélt að við værum að klára þetta í lokin en það er víst aldrei búið fyrr en flautað er af,“ sagði Guðmundur Pedersen, FH-ing- ur, eftir jafntefli gegn KA, 28-28. FH-ingar vora með vænlega stöðu þegar skammt var til leiksloka en baráttuglaðir KA- menn neituðu að gefast upp og hinn ungi Heimir Ámason jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. FH-ingar léku vel i fjrrri hálfleik, spiluðu vel Hálfdán Þórðarson lék frábærlega. Lee í banastuði í markinu. KA- menn urðu fyrir áfalli á 15. mínútu þegar Karim Yala fékk rauða spjald- ið fyrir að skjóta knettinum í andlit Lee úr vítakasti og þetta virtist slá norðanmenn töluvert út af laginu. „Úr því sem komið var er ég sáttur við þetta stig. Við lékum hræðilega lélega vöm í fyrri hálfleik en náð- um að hrista okkur vel saman í þeim síðari. Það fór mik- il orka i að vinna upp for- skot FH-inga en í heild- ina séð held ég að þetta hafi verið sanngjöm úr- slit,“ sagði Björgvin Björgvinsson, KA. Hálf- dán Þórðarson átti frá- bæran leik á línunni hjá FH og skoraði 10 mörk úr jafnmörgum tilraun- um. Leó Örn Þorleifsson útfærðan sóknarleik, sterka vöm og var mjög drjúgur i liði KA. -GH ÍBV (17)33 FH (15) 28 Víkingur (8)24 KA (11) 28 1-0, 2-3, 4-4, 8-4, 12-6, 16-6, (17-8), 19-10, 19-13, 24-15, 28-17, 31-21, 33-24. Mörk ÍBV: Robert Pauzuolis 7/1, Erlingur Richardsson 7, Zoltán Belá- nýi 7/3, Hjörtur Hinriksson 4, Svavar Vignisson 2, Guðfmnur Kristmanns- son 2, Haraldur Hannesson 2, Sigurð- ur Bragason 2. Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk- arsson 14, Reynir Pálsson 1. Mörk Víkings: Þröstur Helgason 7/1, Rögnvaldur Johnsen 6, Birgir Sigurðsson 5, Hjalti Gylfason 2, Níels Carl Carlsson 2, Hjörtur Örn Amar- son 1, Kristján Ágústsson 1. Varin skot: Birkir ívar Guð- mundsson 10. Brottvísanir: ÍBV 6 min., Víking- ur 6 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvaldur Erlingsson, bestu menn vallarins. Áhorfendur: Um 250. Maður leiksins: Erlingur Ric- hardsson, iBV. 1-0, 3-3, 6-5, 10-7, 13-10, (15-11), 16-11, 16-15,19-19, 23-21, 23-25, 27-25, 28-26, 28-28. Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 10, Knútur Sigurðsson 6/1, Sigurgeir Ægisson 5, Guömundur Pedersen 4, Sigurjón Sigurðsson 1, Valur Amar- son 1, Lárus Long 1. Varin skot: Suk Huugn Lee 15/3. Mörk KA: Leó Örn Þorleifsson 7, Björgvin Björgvinsson 5/2, Halldór Sigfússon 4, Heimir Árnason 4, Karim Yala 2, Sverri A. Bjömsson 2, Sævar Árnason 2, Hilmar Bjamason 1, Jóhann G. Jóhannson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 6, Hafþór Einarsson 4/1. Brottvísanir: FH 12 mín., KA 14 min. Dómarar: Egill Már Markússon og Láms Lárasson, sluppu fyrir hom. Áhorfendur: Um 600. Maður leiksins: Hálfdán Þórðar- son, FH. Þórður öflugur í góðum sigri Genk Þórður Guðjónsson og félagar í Genk sigraðu meistara Lierse á sannfær- andi hátt, 3-1, í 16 liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar í knattspymu í gærkvöld. Lierse var 0-1 yfir í hálfleik en Genk gerði út um leikinn í seinni hálfleik. Þórður lék sem fremsti miðjumaður Genk og var mjög ógnandi. Þjálfari Lierse, Jos Daerden, sagði eftir leikinn að sínir menn hefðu ekki ráðið við hraðann hjá Þórði í seinni hálfleiknum. -VS 1-0, 3-1, 6-3, 9-6, 9-8, 11-9, 12-11, (12-12), 14-12, 15-15, 15-16, 16-16, 17-17, 18-18, 21-18, 24-21, 27-26, 29-26, 30-27. Mörk Vals: Sigfús Sigurðsson 7, Jón Kristjánsson 7/1, Einar Örn Jónsson 5/1, Davíð Ólafsson 3, Ari Ailanson 3, Ingi Rafn Jónsson 3, Theódór Valsson 1, Júlíus Gunnars- son 1. Varin skot: Svanur Baldursson 17. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 7/4, Þorkell Magnússon 5, Aron Krist- jánsson 4, Gústaf Bjarnason 4, Rúnar Sigtryggsson 3, Jón Freyr Egilsson 2, Einar Gunnarsson 2. Varin skot: Magnús Sigmundsson 6, Bjami Frostason 4. Brottvisanir: Valur 6 mín., Hauk- ar 4 mín. Dómarar: Anton Gylfl Pálsson og Hlynur Leifsson, þokkalegir. Áhorfendur: Um 300. Maöur leiksins: Svanur Bald- ursson, markvörður Vals. Stórleikur Patta en Alfreð fagnaöi Patrekur Jóhannesson átti stórleik og skoraði 9 mörk þegar lið hans, Essen, sótti Hameln heim í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöld. Það dugði þó ekki til því Alfreð Gíslason, þjálfari Hameln, fagn- aði sætum sigri á sínu gamla félagi, 32-30. Finnur Jóhannsson var ekki á meðal markaskorara Hameln en Ziercke skoraði 13 mörk fyrir liðið. Lemgo vann Dormagen, 24-18, eftir 12-12 í hálfleik. Róbert Sighvatsson skoraði 2 mörk fyrir Dormagen og Héðinn Gilsson eitt en Sinjak gerði 7 mörk fyrir meistara Lemgo. Staða neðstu liða er þá sú að Hameln er með 12 stig, Essen 10, Dormagen 8 og Gum- mersbach 7. Aðeins neðsta liðið fellur, vegna gjaldþrots Rheinhausen, en næst- neðsta liðið þarf að spila um að halda sæti sínu. -VS Alfreð hrósaði sigri. Leiftursliöið verður mjög alþjóðlegt næsta sumar: Fimmí viðbót Það verða líklega ekki margir Islend- ingar í knattspymuliði Leifturs á Ólafs- firði næsta sumar. Þegai' er ljóst að þrír Færeyingar og einn Slóvaki leika með liðinu og Nígeríumaður er væntanlegur til reynslu. Og nú hafa Ólafsfirðingar ákveðið að sækja allt að fimm erlenda leikmenn í viðbót. Páll Guðlaugsson, þjálfari Leift- urs, fer til Bretlandseyja um helgina til að semja við leikmennina og félög þeirra. Þrir þeirra koma væntanlega frá Glas- gow Rangers. Það verða piltar úr vara- og unglingaliðum skosku meistaranna sem verða þá á leigu hjá Leiftri í sumar. Hinir tveir era danskir og annar þrír Skotar og tveir Danir í sigtinu hjá Ólafsfirðingum þeirra, John Nielsen, leikur með Southend í ensku 2. deild- inni og spilaði mikið með lið- inu í 1. deild í fyrra. Hann er 25 ára miðjumaður og lék með Ikast í dönsku úrvalsdeildinni áður en hann fór til Englands. Hinn heitir Sören Skov Jörgensen og er hávaxinn vamarmaður, 24 ára gamall. Hann lék með Helsingör í Dan- mörku og er nú að leika sitt annað tímabil með bandaríska félaginu Mobile Revelers en það spilar í 2. deild bandarísku deildarinnar. Páll Guölaugsson er á leið til Bret- landseyja. „Það er búið að hirða alla bestu leikmennina af íslensku liðunum og við erum því að reyna að fá eitthvað annað í staðinn. Víða, eins og á Bret- landseyjum, eru margfr knatt- spymumenn sem fá ekkert að gera vegna þess fjölda útlend- inga sem þar hefur flætt yfir og þeir eru fegnir að komast annað. Það er líka á hreinu að það er ódýrari kostur fyrir Leiftur að fá þessa erlendu leikmenn en íslensku leik- atvinnu- mennina sem félagið hefur fengið til sín undanfarin ár. Síðan þurfa þessir er- lendu strákar að sanna sig eins og hin- ir,“ sagöi Páll Guðlaugsson við DV í gær- kvöld. Breytingamar á liði Leifturs frá síð- asta tímabili eru geysilega miklar og að- eins öraggt að Qórir af fastamönnum síð- asta árs verða með í sumar. Það era Júl- íus Tryggvason, Andri Marteinsson, Rastislav Lazorik og Daði Dervic. En Leiftur hefur þegar fengið Kára Stein Reynisson frá ÍA, Jens Martin Knudsen, Össur Hansen og Uni Arge frá Færeyj- um, Pál Guðmundsson frá Raufoss, Pál V. Gíslason frá Þór, Kára Jónsson frá KVA, Amgrím Arnarson frá Völsungi og Steinar Ingimundarson frá Fjölni. Handbolti kvenna: Magnús Ásgrímsson, Framari, ógnar vörn Aftureldingar í leiknum í gærkvöld en Jason Ólafsson reynir aö stööva hann. Á litlu myndinni fagnar Daði Hafþórsson sem skoraði sigurmark Fram í leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti Framarar á flugi - hleyptu gífurlegri spennu í 1. deildina með sigri á Aftureldingu, 22-21 Framarar halda áfram á sigurbraut- inni en i gærkvöldi ýttu þeir úr vegi efsta liði deildarinnar, Aftureldingu, á heimavelli sínum í Safamýrinni í æsispennandi leik, 22-21. Sigur Fram- ara á efsta liðinu hleypti mikilli spennu í efri hluta deildarinnar. Það var Daði Hafþórsson sem tryggði Fram sigurinn þegar 40 sekúndur vora til leiksloka en tíminn sem eftir lifði leik dugði Aftureldingu ekki til að jafna og mikill hamagangur var í öskjunni á lokasekúndum leiksins. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Daði Hafþórsson tryggir liði sínu sig- urinn á lokasekúndum leiks en er til- finningin ekki sú sama? „Jú, það er al- veg rétt að tilfinningin er alltaf jafn æðisleg. Við voram ákveönir að mæta einbeittir til leiks og láta ekki sigur- inn á Haukum stíga okkur til höfuðs. Það er fátt skemmtilegra en að leggja Aftureldingu að velli. Úr því sem kom- ið er munum við ekkert gefa eftir í baráttunni og við stefnum enn hærra. Það er frábær stemning í hópnum og allir ákveðnir að leggja sig 100% fram,“ sagði Daði Hafþórsson í spjalli við DV eftir leikinn í gærkvöldi. Það var alveg ljóst frá upphafsmín- útum leiksins að hvoragur aðili ætl- aði að gefa sinn hlut eftir í baráttunni. Munurinn var aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en heimamönn- um tókst að jafna fyrir leikhlé, 12-12. Frá miðjum síðari hálfleik upphófst æðisleg spenna sem lyktaði með því að Framarar höfðu betur eins og áður var lýst. Framliðið er á góðri siglingu þessa dagana og er liðsheildin fimasterk. Daði Hafþórsson og Njörður Árnason áttu báðir stórleik. Reynir Þór Reynis- son hrökk svo um munaði í gang í síð- ari hálfleik og átti stóran þátt í sigrin- um. Hann kórónaði hann þegar hann varði frá Páli Þórólfssyni í blálokin. Ekki má heldur gleyma þætti Olegs Titovs í vöminni en hann bindur hana vel saman. Einar Gunnar Sigurðson lék sinn besta leik í vetur með Aftureldingu. Bergsveinn Bergsveinsson varði nokk- uð vel og þá alveg sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið er sterkt og hefur alla burði til að halda efsta sætinu áfram. Liðið missti Þorkel Guðbrandsson út af í fyrri hálfleik vegna þriggja gulra spjalda og það var mikil blóötaka fyr- ir vömina. -JKS FH i þriðja - eftir stórsigur á Gróttu/KR FH hafði sætaskipti við Gróttu/ KR í gærkvöld og komst í 3. sæti 1. deildar meö stórsigri í leik liðanna í Kaplakrika, 27-19. Staðan í hálf- leik var 11-9 FH í hag. Vaiva Drilingate átti stórleik í marki FH og varði 24 skot á meðan markverðir Gróttu/KR vörðu sam- tals níu skot. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 7, Björk Ægisdóttir 5, Eva Albrechtsen 4, Guðrún Hólmgeirsdóttir 4, Hildur Er- lingsdóttir 4, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Hafdís Hinriksdóttir 1. Mörk Gróttu/KR: Ágústa Edda Bjamadóttir 8, Helga Ormsdóttir 3, Anna Steinsen 3, Kristín Þórðardóttir 2, Þóra Þorsteinsdóttir 2, Edda Kristinsdóttir 1. Öruggur Haukasigur Haukar fóra létt með Val í Strandgötu, 28-17, eftir 15-9 í hálf- leik. Mörk Hauka: Judit Esztergal 7, Hulda Bjamadóttir 6, Thelma Björk Árnadóttir 4, Björg Gilsdóttir 3, Ásbjörg Geirsdóttir 2, Jenna Björk Halldórsdóttir 2, Harpa Melsted 2, Auður Hermannsdóttir 2. Mörk Vals: Gerður B. Jóhannsdóttir 6, Brynja Steinsen 3, Þóra B. Helgadóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Eivor Pála Blöndal 2, Sonja Jónsdóttir 1, Tinna Bald- ursdóttir 1. Víkingur í fimmta sætið Víkingur lyfti sér upp i 5. sætið með sigri á ÍBV í Víkinni, 20-16. Staðan í hálfleik var 10-5 Víkingi í hag. Mörk Víkings: Halla Maria Helga- dóttir 8, Heiða Erlingsdóttir 3, Guð- munda Kristinsdóttir 2, Anna Kristín Árnadóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Heiðrún Guðmundsdóttir 2, Helga Áskels •Jónsdóttir 1. Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 6, Andrea Atladóttir 5, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Unn- ur Sigmarsdóttir 1, Guðbjörg Guðmanns- dóttir 1. -VS Ekkert mál hjá IR - sem vann Breiðablik, 21-31 ÍR-ingar unnu sanngjarnan sigur á Blikum í Smáranum, 21-31. Þessi tvö stig munu reynast ÍR-ingum vel í baráttunni um að komast í átta liða úrslit 1. deildarinnar. Blikar héldu Breiðhyltingum við efnið fyrstu 25 mínutur leiksins en eftir það var leikurinn ÍR-inga. Elfar Guðmundsson var bestur Blika en einnig áttu Sigurbjörn Narfason og Bjöm Hólmþórsson góða spretti. ÍR-ingar léku allir mjög vel, þó er rétt að minnast á þátt Hallgríms, markvarðar ÍR, sem varði 12 skot í seinni hálfleik ásamt því að skora mark. -BB 0-1, 3-3, 4-6, 6-8, 8-8, 11-9, 11-12, (12-12), 14-12, 14-13, 17-13, 17-17, 20-18, 21-20, 21-21, 22-21. Mörk Fram: Daði Hafþórsson 6, Njörður Ámason 6, Oleg Titov 5/2, Gunnar Berg Viktorsson 2, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 2/1, Guðmundur Helgi Pálsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 14, Þór Bjömsson 1/1. Mörk Aftureldingar: Einar Gunn- ar Sigurðsson 5, Páll Þórólfsson 5/3, Skúli Gunnsteinsson 3, Jason Ólafs- son 3, Sigurður Sveinsson 2, Gunnar Andrésson 2, Einar Einarsson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 11/1. Brottvísanir: Fram 8 mín., Aftur- elding 14 mín. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson. Ósamræmis gætti hjá þeim félögum en segja má að þeir hafi sloppið þokkalega. Ahorfendur: 300. Maður leiksins: Daði Hafþórs- son, Fram. 1-0, 1-2, 3-2, 4-4, 6-6, 6-8, 8-8, 10-10, 10-13, 11-13, (11-14), 12-17, 14-17, 14-20, 16-22, 18-24, 19-26, 19-28, 21-31. Mörk Blika: Bjöm Hólmgeirsson 7, Sigurbjöm Narfason 6, Bragi Jóns- son 3, Magnús Blöndahl 2, Brynjar Geirsson 2, Ólafur Snæbjömsson 1. Varin skot: Elfar Guðmundsson 17/1 Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 10/2 Bjartur Sigurðsson 5, Frosti Guð- laugsson 3, Jóhann Ásgeirsson 3, Ingimundur Ingimundarson 3, Ólafur Gylfason 2, Jens Gunnarsson 2, Ólaf- ur Sigutjónsson 1, Brynjar Steinsson 1, Hallgrímur Jónasson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 12, Hrafn Margeirsson 9/1. Brottvlsanir: Blikar 6 min., ÍR 4 min. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson, vom í lagi. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Hallgrímur Jón- asson, ÍR. Bland í noka Róbert Haraldsson, fyrirliði knatt- spyrnuliðs KVA sem vann sér sæti 1. deild í haust, er á leiö til sænska 2. deildar liðsins Gallevare. „Tilboðið sem ég fékk frá Svíunum var of gott til að hafna því,“ sagði Róbert viö DV. Róbert mun síðan að öllum likindum taka við þjálfun handboltaliðs Gálle- vare í haust. Hann lék um skeið bæði handknattleik og knattspyrnu með Malmberget sem er frá svipuðum slóöum í Norður-Svíþjóö. Tékkneskar konur standa sig best á alþjóðlega kvennamótinu i tennis sem nú stendur yfir í Kópavogi. Þrír tékkneskir keppendur tryggðu sér I gær sæti í átta manna úrslitum í ein- liðaleik. Gabriela Navratilova er sigur- stranglegust þeirra og ekki skemmir fyrir að eftirnafn hennar er frægt úr tennisheiminum. Carolina Jagieniak frá Frakklandi verður væntanlega skæðasti keppi- nautur hennar en líklegast er talið að þær mætist í úrslitaleik. -vs % 1. DEILD KVÍNNA Stjarnan 15 12 2 1 369-304 26 Haukar 15 9 3 3 387-333 21 FH 15 7 2 6 322-308 16 Grótta/KR 14 7 2 5 276-289 l(i Víkingur 15 6 1 8 341-351 13 Valur 15 5 2 8 294-313 12 ÍBV 14 5 1 8 309-324 11 Fram 15 0 3 12 295-371 3 * 1. DEILD KARLA Afturelding 12 9 0 3 301-281 18 KA 12 7 2 3 338-302 16 FH 12 7 2 3 328-293 16 Fram 12 8 0 4 319-296 16 Valur 12 7 1 4 291-278 15 Haukar 12 6 2 4 326-309 14 Stjarnan 12 7 0 5 314-303 14 ÍBV 12 5 1 6 338-337 11 ÍR 12 5 1 6 305-316 11 HK 12 5 0 7 305-299 10 Vikingur 12 1 1 10 288-337 3 Breiðablik 12 0 0 12 272-374 0 Karim Yala, Alsírbúinn hjá KA, fékk að líta rauða spjaldið þegar hann skaut boltanum beint framan í andlit Lee, markvarðar FH, úr víta- kasti á 15 mín. leiksins í Kaplakrika. Lee varöi 3 vítaskot KA-manna í fyrri hálfleik auk þess sem KA-menn brenndu einu af í síðari hálfleik. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.