Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 Utlönd Færeyjaumræöur Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, vill heldur skjótar umræður á þingi um færeysku bankaskýrsluna en skipun sérstakrar nefndar. Skýrslan verður gerð opinber á morgun. Eiginkonan ósátt Margaret Cook, eiginkona Ro- berts Cooks, ut- anríkisráðherra Bretlands, sak- aði í gær bresku kvöldblöðin um að afskræma sannleikann með því að lýsa henni sem hefnigjamri konu. Margaret hef- ur veriö í sviðsljósinu undan- fama daga síðan hún lýsti því yfir að eiginmaður hennar hefði átt í mörgum ástarsamböndum áður en þau skildu að borði og sæng vegna sambands hans við einkaritara sinn. Saknað eftir aurskriðu Að minnsta kosti fimm manns er saknað eftir að aurskriða féll á þorp í Perú á þriðjudagskvöld. Yfir tvö þúsund manns tókst að flýja áður en skriðan féll. Vilja skila Thule Bandaríkjamenn segja að Grænlendingar megi gjarnan fá Dundassvæði við Thuleherstöðina aftur greiði Danir og Grænlendingar fyrir þá auknu öryggisgæslu sem krefst komi ferðamenn til herstöðvarinnar. Myrtu eftir bíógláp 16 ára piltur og 14 ára frændi hans stungu móður þess fyrmefnda til bana eftir að hafa horft á Scream-kvikmyndimar. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri _______sem hér segir:____ Ástún 12, 3-3, þingl. eig. Þorbjörg Ósk Þrastardóttir, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður verkamanna og Vátryggingafé- lag Islands hf., mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 14.00._________ S ÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Evrópusambandið vonsvikið: Alsírstjórn hafnaði óbreytt- um embættismönnum Stjórnvöld í Sameinuðu fursta- dæmunum hafa boðist til þess að senda sérstaka nefnd til Alsír og freista þess að binda enda á fjölda- morðin þar. Sameiginleg þingnefnd frá arabalöndum, sem kom saman í Luxor i Egyptalandi, bauðst til hins sama í gær til að sýna stjómvöldum í Alsír stuðning í baráttunni gegn hryðjuverkum en 1.100 manns hafa verið myrtir þar með köldu blóði á undanförnum tveimur vikum. Alsírsk stjórnvöld neituðu hins vegar í gær að taka á móti sérstakri sendinefnd frá Evrópusambandinu. Ahmed Attaf, utanríkisráðherra Alsír, sagði í gær að starf nefndar sem einungis væri skipuð embættis- mönnum ESB hefði enga þýðingu. Evrópusambandið krefðist þess að háttsettir ráðherrar Alsírstjórnar ræddu við embættismennina og slikt væri óviðeigandi. Þessi afstaða stjórnvalda hef- ur valdið miklum vonbrigðum í Evrópu og Robin Cook, utanrík- isráðherra Bretlands, sem nú fer með forsæti Evrópusam- bandsins, sagðist í gær hissa á þessum viðbrögðum. Evrópu- sambandið hefði sýnt einlægan vilja til að aðstoða stjórnina í baráttunni gegn ódæðisverkun- um og ekki ætti að skipta máli hversu háttsettir þeir væru sem kynntu sér ástandið í land- inu. Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands, hafði hins vegar borið það upp í Evr- ópusambandinu að senda nefnd skipaða ráðherrum til Alsír en þeirri tillögu var hafnað. Hópur alsírskra manna virðir fyrir sér lik þorpsbúa sem myrtir voru síöastliöinn mánudag í enn einni öldu voöaverka í landinu. Símamynd Reuter Alsírski utanríkisráðherrann lýsti því þó yfir í gær að stjórnvöld ættu enn í viðræðum við Breta en Evrópusambandið yrði þó að sýna ábyrgð sína í verki. Sóst væri eftir aðstoð i baráttunni gegn hryðju- verkasveitum almennt en ekki út- tekt á því sem gerst hefði. Talsmaður íslömsku frelsisfylk- ingarinnar, FIS, segir að alsirsk stjórnvöld séu aðeins að kaupa sér tíma með því að tefja afskipti ESB af skálmöldinni í landinu. Frelsis- fylkingin hefur sakað stjórnvöld um að standa fyrir fjöldamorðunum en yfir 80 þúsund almennir borgarar hafa verið sviptir lifi á hroðalegan hátt, ýmist skomir á háls eða brenndir lifandi, á undanfórnum 6 árum. Reuter Stuöningsmenn fyrrverandi forseta Svartfjallalands efndu í gær til mótmæla gegn nýkjörnum forseta landsins, Milo Djukanovic, sem veröur settur inn í embætti í dag. Yfirvöld í Svartfjallalandi báöu Vesturlönd um aöstoö í gær eftir aö átök brutust út milli andstæöra fylkinga. Bandaríkjastjórn hefur varaö Milosevic Serbíuforseta, sem studdi keppinaut Djukanovics, viö að reyna að koma í veg fyrir innsetninguna í dag. Símamynd Reuter Grunaðir um til- raunir á föngum Richard Butler, yfirmaður vopnaeft- irlitsmanna Sameinuðu þjóðanna i írak, staðfesti í viðtölum við fjöl- miðla 1 gær að írakar væru grunað- ir um að gera tilraunir með efna- og sýklavopn á föngum. Að sögn Butlers var það hópur undir forystu Scotts Ritters, Bandaríkjamannsins sem írakar saka um njósnir, sem heimsótti fangelsi í írak á mánudag- inn. Tilgangurinn hafi verið að leita að skjölum sem styddu tilraunirnir en ekki að ræða við fanga. Eftirlits- menn fundu ekkert sem studdi grun þeirra. Talið er að írakar hafi verið búnir að fjarlægja öll gögn um til- raunirnar. írakar stöðvuðu í gær annan dag- inn í röð vopnaeftirlitshóp Ritters. Hinir vopnaeftirlitshópamir fengu að starfa óhindrað. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær aðgerðir íraka og Bandaríkjamenn lýstu því yfir að þolinmæði þeirra væri á þrotum. Þeir ætla þó að bíða þar til Butler heimsækir Bagdad í næstu viku og sendir skýrslu um viðræðurnar við íraska ráðamenn. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- _________farandi eignum:__________ Ásvallagata 19, verslunarrými á 1. hæð, þingl. eig. Kristján Aðalbjöm lónasson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vík og Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Beykihlíð 25, þingl. eig. lóna Sigríður Þorleifsdóttir, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykja- vík, íslandsbanki hf., útibú 515, Lífeyris- sjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánu- daginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Bláhamrar 2, 50% ehl. í 2ja herb. íbúð á 4. hæð, merkt 0402, og bflskýli nr. 5 við Bláhamra nr. 6, þingl. eig. Sigurður Karlsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Bolholt 6, 3. hæð, merkt 1, í N- álmu, þingl. eig. Uppi ehf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Prentsmiðjan Oddi hf. og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Bolholt 6, 3. hæð nr. 2 í N-álmu, þingl. eig. Uppi ehf., gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Prentsmiðjan Oddi hf. og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Bræðraborgarstígur 1, verslunarhúsnæði á jarðhæð ásamt A-hluta 2. hæðar, merkt 0101, þingl. eig. Ásdís Marísdóttir, Marís Gilsfjörð Marísson og Kristinn V. Kristó- fersson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00._______________________________ Drápuhlíð 41, kjallaraíbúð, þingl. eig. Hilmar Már Aðalsteinsson og Sigrún Margrét Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Funafold 54, íbúð á efri hæð, merkt 0201, ásamt bílgeymslu og tómstundarými á jarðhæð, þingl. eig. Sigurjón H. Valdi- marsson, gerðarbeiðendur Timburvinnsl- an ehf. og Tollstjóraskrifstofa, mánudag- inn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Gaukshólar 2, 74,7 fm íbúð á 4. hæð, merkt 0408, m.m., að Gaukshólum 2-4, þingl. eig. Sigurður Sigurjónsson, gerðar- beiðandi Tollstjóraskrifstofa, mánudag- inn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Grettisgata 40B, hæð og ris og 1/2 úti- geymsla, merkt 0101, þingl. eig. Magnús Skarphéðinsson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Grettisgata 98, 5 herb. íbúð á 1. hæð, merkt 0101, þingl. eig. Ýrr Bertelsdóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykja- vflc, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30.___________________________________ Grýtubakki 22, 4ra herb. íbúð á 2. hæð m.m., þingl. eig. Ásta Aðalheiður Ing- ólfsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóð- ur verkamanna, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Gyðufell 14, 3ja herb. íbúð á 4. hæð t.h., merkt 4-3, þingl. eig. Hjördís Björg Hjör- leifsdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Gyðufell 14, húsfélag, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Hamratún 4, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sig- urjón Eyþór Einarsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavflc og Mosfells- bær, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Háaleitisbraut 24, 3ja herb. íbúð í suður- enda kjallara, þingl. eig. Bflasalan Borg ehf., gerðarbeiðendur Byggingarsjóður rflcisins, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnun- ar, Kristín Ingvarsdóttir og Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Háaleitisbraut 111, 5-6 herb. íbúð á 2. hæð t.v., A-enda, þingl. eig. Ólafur Einar lúníusson, gerðarbeiðendur Gjaldheimt- an í Reykjavflc og Tollstjóraskrifstofa, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Hellusund 6, 100,1 fm íbúð á 1. hæð og 30,1 fm í kjallara, þingl. eig. Lynn Christine Knudsen, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavflc og Húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Hrafnhólar 6, 3ja herb. fbúð á 3. hæð, merkt C, og bflskúr, merktur 050105, þingl. eig. Steingrímur E. Guðmundsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykja- vflc, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Hraunteigur 23, kjallaraíbúð, þingl. eig. Inga Fjóla Baldursdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Hverfisgata 82, verslunarhúsnæði í A- enda, 35,7 fm, merkt 010101, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóðurinn Framsýn, mánudaginn 19. jan- úar 1998, kl. 13.30. Kárastígur 1, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0202, þingl. eig. Gunnar Gunnars- son og Guðrún H. Finnsdóttir, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Lynghagi 1, 1. og 2. hæð ásamt hluta í kjallara og bflskúr, þingl. eig. Ólafur Víð- ir Bjömsson og Halldóra Erlendsdóttir, gerðarbeiðendur A. Karlsson hf. og Bún- aðarbanki íslands, mánudaginn 19. janú- ar 1998, kl. 13.30. Markholt 17, 67,5 fm íbúð á 2. hæð t.h., Mosfellsbæ, þingl. eig. Helga Rannveig Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 13.30. Skólavörðustígur 22c, þingl. eig. Magnús Matthíasson, gerðarbeiðandi Fofnir ehf., fjárfestingarfélag, mánudaginn 19. janúar 1998, kl, 13.30. Sunnuvegur 17, 50% ehl. í íbúð á efri hæð ásamt anddyri á neðri hæð m.m., þingl. eig. Eysteinn Þórir Yngvason, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vflc og Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Svarthamrar 50,50% ehl. í 3ja herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0201, þingl. eig. Guðni Þór Guðmundsson, gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Torfufell 27, 3. hæð til hægri, merkt 2-3, 3ja herb íbúð, ehl. 11,15%, áður 2. hæð t.h., þingl. eig. Guðbjörg Karitas Sigurð- ardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóð- ur verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavflc, mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Tungusel 8, 4ra herb. íbúð á 3. hæð, merkt 0301, þingl. eig. Hildur Kolbrún Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður verkamanna, Gjaldheimtan í Reykjavflc og Gleraugnaverslun í Mjódd ehf., mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Vesturberg 165, þingl. eig. Grétar Njáll Skarphéðinsson, gerðarbeiðendur Toll- stjóraskrifstofa og Vátryggingafélag ís- lands hf., mánudaginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. Vesturbrún 16, efri hæð og bflskúr, þingl. eig. Edda Iris Eggertsdóttir, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavflc, mánu- daginn 19. janúar 1998, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK ! ! I ( I ! ! I ! ! I I ( > I I > ! I ! i I i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.