Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 JLlV 10 menning Sjö dómnefndir hafa tekið til starfa: Valið er aldrei auðvelt Menningarverðlaun DV eru tvítug í ár, eins og áður hefur komið fram á menningar- síðu. Ekki verður þó breytt sniði á þeim í til- efni af tímamótunum; hefðir eru til að halda í þær ef þær hafa reynst vel. Þó verður bætt við sérstökum heiðursverðlaunum sem um- sjónarnefnd verðlaunanna veitir í tilefni af- mælisins. Sjö dómnefndir hafa nú tekið til starfa - og einstaka hefur alls ekki hætt störfum. List- hönnunarnefndin hefur verið skipuð að meiri hluta sömu mönnum síðan verðlaunin í þeirri listgrein voru tekin upp, og þeir vinna jafnt og þétt árið um kring að því að fylgjast með afrekum í greininni. „Þetta er áhugamál manns líka og sjálfsagt að fara á allar sýningar," segir Eyjólfur Pálsson. „Það er mun meiri gróska í listhönnun núna en verið hefur. Ástæðan er sjálfsagt sú að allt þjóðfélagið er jákvæðara enda uppgangur á mörgum sviðum. En ég verð var við að ungt listafólk vill fremur fara í myndlist en nytja- list, í listinni eru meiri möguleikar á frama og stuðningi. Þess vegna er ég afar ánægður með að nytjalistin skuli vera meðal þeirra listgreina sem DV verðlaunar." Áslaug Thorlacius, myndlistarrýnir DV, sagði að dómnefndarstöríln gengju vel en alls ekki lægi i augum uppi hvað ætti að verð- launa á árinu 1997. Nokkur merk gallerí lögðu upp laupana á árinu, Sjónarhóll, Önn- Bókmenntir Sigríöur Albertsdóttir, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi DV, Geröur Kristný, rithöfundur og blaöamaöur, og Skafti Þ. Halldórs- son, bókmenntafræöingur og gagnrýnandi Morgunblaösins. Bókmenntanefnd að störfum: Skafti Þ. Halldórsson, Sigríður Aibertsdóttir og Gerður Kristný með örfáar af þeim tugum bóka sem þau þurfa að vega og meta. DV-mynd Pjetur ur hæð og Mokka, en þó er fjöldi myndlistar- sýninga nokkuð svip- aður og undanfarin ár. „Og heildarstandard- inn er allgóður," sagði Aðalsteinn Ingólfsson sem hefur haldið utan um menningarverð- launin frá upphafi og alltaf setið í myndlist- arnefnd. Ýmsar viður- kenningar eru veittar myndlistarmönnum en DV-verðlaunin eru þau einu sem markvisst velja úr sýningum hvers árs og benda á það sem markverðast þykir. „Dómnefndarstörfin eru aldrei auðveld," sagði Sigfriður Björnsdóttir tónlistargagnrýnandi DV á íljúgandi ferð milli vinnustaða sinna, „en með góðu fólki takast jafnvel ómögulegir hlutir." Hér á síðunni eru þau saman komin sem eiga að „vera raunsæ og framkvæma hið ómögulega", svo vitnað sé í Einar Má Guðmundsson, verð- launahafa DV frá 1994. Frá og með mánaðamót- um verður sagt frá því hverja nefndirnar tilnefna til verðlauna, og 19. febrúar er stóri dagurinn. Sigríður Albertsdóttir. Gerður Kristný. Skafti Þ. Halldórsson. Byggingarlist Dr. Maggi Jónsson arkitekt, Auöur Ólafsdóttir listfræöingur og Guömundur Jónsson arkitekt. Leiklist Auöur Eydal, gagnrýnandi DV, Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og Sveinbjörn I. Baldvinsson leikskáld. Or. Maggi Jónsson. Auöur Ólafsdóttir. Guömundur Jónsson. Auður Eydal. Sigrún Valbergsdóttir. Sveinbjörn I. Baidvinsson. Tónlist Myndlist Sigfríöur Björnsdóttir, gagnrýnandi DV, Hilmar Þóröarson tónskáld og Olafur Axelsson arkitekt. Aöalsteinn Ingólfsson Jistfræöingur, Áslaug Thorlacius, gagnrýn- andi DV, og Ásta Ólafsdóttir myndlistarmaður. Sigfríöur Björnsdóttir. Hilmar Þóröarson. Ólafur Axelsson. Aöalsteinn Ingólfsson. Aslaug Thorlacius. Ásta Ólafsdóttir. Listhönnun Kvikmyndir Torfi Jónsson leturhönnuöur, Eyjólfur Pálsson innanhússarkitekt og Baldur J. Baldursson innanhússarkitekt. Hilmar Karlsson, gagnrýnandi DV, Baldur Hjaltason forstjóri og Ingólfur Hjörleifsson, textasmiöur og kvikmyndafræöingur. Torfi Jónsson. Eyjóifur Pálsson. Baldur J. Baldursson. Hilmar Karlsson. Baldur Hjaltason. Ingólfur Hjörleifsson. Ií viðjum Alzheimers Bókin Karen - í viðjum Alzheimers eftir Helje Solberg segir söguna af lækninum Karen Sofie Morstad og baráttu hennar við Alzheimerssjúk- dóminn. Bókin er tilraun til að lýsa þjáningunni frá sjónarhóli S manneskju sem haldin er þess- um sjúkdómi en einnig við- | brögðum hennar nánustu við því þegar hún hveifur þeim smám saman sjónum á nokkrum árum. Helje Solberg ræddi ótal sinnum við Karen, alveg fram undir það síðasta, og einnig við lækna, hjúkrunarfólk, nánustu Iaðstandendur Karenar og aðra sem tengdust henni. Helje fékk líka aðgang að sjúkraskýrslum og leyfi til að birta upplýs- ingar úr þeim. Út- koman er óvægin frásögn af | mis- 1 kunnar- lausum sjúk- dómi sem herj- | ar á æ fleiri. Hér I eru milli 1300 og 1800 manns j með hann og fómarlömbunum | mun fjölga stöðugt uns lækna- I vísindunum tekst að stemma I stigu við honum. „Saga Karenar mun vonandi ; gera mörgum auðveldara að |j fást við vandann sem við er að glíma,“ segir höfundur í lok for- SE: mála bókarinnar. „Því meira ’ sem vitað er um sjúkdómsferliö og við hverju má búast, þeim mun betur standa sjúklingar og aðstandendur þeirra að vígi til Í: að láta sjúkdóminn ekki buga ! sig.“ Bergþóra Skarphéðinsdóttir | og Guðmundur Þorsteinsson þýddu bókina úr norsku, en Jón Snædal öldrunarlæknir | fylgir henni úr hlaði með stutt- [: um aðfararorðum. Útgefandi er Félag áhugafólks og aðstand- | enda Alzheimerssjúklinga og ; annarra minnissjúkra, en Há- 1 skólaútgáfan annast dreifingu. Vefsíöa Stofn- unar Sigurðar Nordals Stofnun Sigurðar Nordals | hefur komið sér upp vefsíðu 1 þar sem finna má almennar | upplýsingar um stofnunina á ís- lensku og ensku. Þá er þar gerð grein fyrir starfsemi hennar, : ráðstefnum, námskeiðum, : bókaútgáfu og styrkjum sem hún veitir. Jafnframt eru þar upplýsingar um íslensku- . kennslu fyrir útlendinga, nýjar og væntanlegar bækur og tíma- | rit, og fólk getur komist inn á I vefsíður annarra stofnana sem sinna íslenskum fræðum í | gegnum vefsíðu Nordalsstofn- unar. Slóð vefsíðunnar er: http: | //www.rhi.hi.is/HI/Stofn/Nor- I dals Eftir sem áður gefur Stofnun- in út fréttabréf sitt fyrir þá sem | ekki enn eru nettengdir og 1 þiggur feginshendi upplýsingar sem þar eiga heima - og á vef- j siðunni - um ráðstefnur, nýjar bækur um íslensk fræði og ann- | að sem fengur er að. Stofnunin hefur safnað mikl- um upplýsingum um þá sem | stunda íslensk fræði í heimin- - um og er nú unnið að því að 1 tengja þennan upplýsingabanka . vefsíðu stofnunarinnar. | Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir 1 I i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.