Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 Spurningin Hefuröu fariö í leikhús í vetur? Helgi Jean nemi: Nei, og ég ætla ekki það sem eftir er vetrar. Haukur Þór Búason nemi: Nei. Svana Gísladóttir, vinnur í Skíf- unni: Já, ég fór á Draugagang í Nemendaleikhúsinu. Erla Þorvaldsdóttir hjúkrunar- fræðingur: Nei, en ég ætla í næsta mánuði. Borghildur Aðils húsmóðir: Nei, en ég ætla að fara á næstunni. Haukur Erlingsson íþróttamað- ur: Nei. Ég vonast hins vegar til að fara. Lesendur „Ekki ég“ - í Kyoto Þorsteinn Hákonarson skrifar: Ráðstefnan í Kyoto hefur sýnt sig að vera kennslustund i „Litlu gulu hænunni". Af hundrað og sextíu þjóðum, kom einungis einn sameig- inlegur tónn. „Ekki ég“. - Aðalatrið- ið sem ekki var rætt, var að vist- kerfið þolir líklega ekki fjölgun afl- véla, sem nýta brennanlegt elds- neyti. Svarið við því er auðvitað að fá aflvélar, sem ekki nota brennan- legt eldneyti til að skila afli og orku, þegar timi sá er aflinu er beitt er talinn. En ekki hægt, rafgeymarnir eru of litlir! Rangt, því þeir raf- geymar sem nú eru notaðir eru bull og vitleysa. Þeir byggja á nýtingu straums milli jákvæðs póls og neikvðs póls. Það er afskaplega heimskulegt að vera meö slík kerfi, þau er þung, full af eitruðum efnum og rýmdar- lítil. Auðvitað notum við þá heldur mismunaspennu milli rafeinda beint og byggjum utanum þær svo það sé hægt. Það hefur þann kost að vera miklu léttara, þar sem ekki þarf heilt atóm til að bera jákvöu hleðlsuna. Það hefur þann kost að þurfa enga vökva og enga hreyfan- lega hluti og má búa til úr efnum, sem hægt er að mala í steypu eða malbik, það sem ekki er betra að endurvinna, þegar slíkir geymar falla úr móð. En þetta kom ekki upp á borð í Kyoto. Ekki vegna þess að leiðtogar viti ekki af því. Heldur vegna þess að þeir vilja þaö ekki. Ég ætla að leyfa lesendum að giska á hvers vegna. Þetta kerfi hefur verið á borðum í 21 ár. Trúa menn því, að um meintar beinar aðgerðir hafi verið að ræða til að koma í veg fyr- ir tilurð annarrar aflvélatækni? Ég Á umhverfisráöstefnunni í Kyoto. - Fulltrúar 160 þjóöa sögöu „Ekki ég“ í samráöi viö leiötoga þjóöa sinna, segir Þorsteinn m.a. í bréfi sínu. trúi því og veit það af langri reynslu. En nú býð ég upp á lögmál „Litlu gulu hænunnar": Spekúlerið, fiktið, prófið og látið ykkur detta í hug. - Fulltrúar 160 þjóða, í samráði við leiðtoga þjóða sinna, sögðu „Ekki ég“. Því veröa nýir, enn ókunnir einstaklingar að taka til hendinni og lagfæra hlutina, þar sem jörðin er leiðtogalaus. Lækkar í læknum rostinn Reynir Jónsson skrifar: Deila sérfræðinga í læknastétt og ríkisins vegna starfa hinna fyrr- nefndu er nú efst á baugi. Eftir að forstjóri Tryggingastofn- unar hafði látið þau orð falla í fjöl- miðlum um sl. helgi að sérfræðingar færu með hryðjuverk á hendur sjúkl- ingum brugðust læknar ókvæða við og kröfðust þess að forstjórinn drægi ummælin til baka og hótuðu að eiga ekki orðastaö við hann. Það sem for- stjórinn meinti og lá í augum uppi var að læknarnir færu með oíbeldi gagnvart almannatryggingakerfinu. - Efnislega var þar ekki mikill mun- ur á og því sem utanríkisráðherra lét ummælt í viðtali á Bylgjunni rétt fyrir helgina. En hann lét þar þung orð falla um lækna í sérfræðinga- stétt og sagði þá suma visa sjúkling- um sínum á stjórnmálamennina, eða tala við þá framsóknarmenn ættu sjúklingar í vanda að fá endurgreitt frá Tryggingastofnun. Rostinn í sérfræöingum í lækna- stétt hefur verið áberandi að undan- fómu og allt á þann veginn að ekki sé vandamálið stærra en svo að rík- ið geti einfaldlega gengið að kröfum læknanna þegjandi og hljóðalaust. En fólk veit betur. Það veit sem er að hærri greiðslur til lækna þýða ekk- ert annað en skattahækkanir. En kröfuhóparnir hugsa ekki um slíkt. Þrátt fyrir gífuryrði lækna um „óheppileg ummæli" í þeirra garð, og kröfur um afsökunarbeiðni for- stjóra Tryggingastofnunar, hefur nú lækkað rostinn í læknum og tala þeir nú um aö „hrista þetta af sér“. Nema hvað? Er hér ekki bara gamla sagan í launabaráttu þrýsti- hópanna sem eiga von til þess að ná einhverju út úr hinu opinbera? Og læknunum verður ekki þungt fyrir brjósti af að kyngja ummælum for- stjóra Tryggingastofnunar - sjái þeir fram á von til þess að halda sínum hlut, eða vel það, frá ríkinu. Smit og farsóttir til landsins Er þörf á sóttkví fyrir aökomna hingaö frá pestarbælunum? Gísli Gíslason skrifar: Það er með ólíkindum hve íslend- ingar era flökkóttir í eðli sínu. Það er ekki sá afskekkti heimskimi til þar sem íslendingur ekki annað- hvort býr eða hefur komið til. Og það er eins og þetta flakk landans sé stjórnlaust og auðvitað vita til- gangslaust. Verst er þó að íslending- ar gera engan greinarmun á hvert þeir ferðast að þarflausu. Hvort um er að ræða þróaðar eða vanþróaðar þjóðir, þar sem allt er í hunds- og kattarlíki af óþrifum og sóöaskap og bakteríur og landlægar pestir hrjá landslýð. Oftar en ekki taka menn hættuleg smit í þessum pestarbælum og bera þau hingað til lands ómeðvitað. In- flúensu- og veirusjúkdóma hér á landi nær árlega má rekja til flakks íslendinga til vanþróaðara landa án nokkurs sýnilegs tilgangs. Ég nefni lönd eins og Kúbu, Kenýa og önnur Afríkuríki um norðanverða og miðja álfuna þar sem pestarbælin eru verst. Heilbrigðiskerfi þessara landa eru í molum og engin aðstaða til að greina smit eða tegund sýkla þótt íslenskir ferðamenn veikist þar. íslensk heilbrigðisyfirvöld ættu að krefjast þess að ferðamenn sem koma frá þessum löndum (í sam- vinnu við útlendingaeftirlitið) verði settir i sóttkví við komu til landsins þar til kannað hefur verið hvort um smitbera alvarlegra sjúkdóma er að ræða. Læknir hefur sagt við mig að hann hafi ýjað að því að herða eftir- lit með fólki sem kemur til landsins frá þessum löndum. Hér er verkefni fyrir heilbrigðiskerfið eða land- lækni. I>V Samhjálpin er víða Sigríður hringdi: Margir kvarta yfir að hér sé samhjálpin hverfandi og afskipta- leysið algjört. Ég hef allt aðra reynslu. Dæmi frá því sl. mánudag er ég var á gangi I ofsaroki og kulda í Seljahlíð í Breiðholtinu. Ég heyrði skyndilega kallað til mín. Ég leit við og sá konu koma út úr bíl sínum. Hún benti mér að koma og kallaöi til min tO að bjóða mér far. Ég þurfti ekki á því að halda I þetta sinn, en þakka henni engu að síður fyrir tillitssemina. Svona lendi ég í, og við ýmsar aðstæður. - Sem betur fer. Hvað er að samgönguráð- herra? Ingvar Guðmimdss. hringdi: Fólk er að furðu lostið vegna ummæla samgönguráðherra sem hefur ákveðið upp á sitt eindæmi að hygla Flugfélagi íslands með ríkisstyrktu flugi milli Akureyrar og Raufarhafnar. Vissi hann í raun ekki hvað EES-samningur- inn segir? Að útboð verði að fara fram að undangengnum svona ákvörðunum? Það verður auðvit- að aldrei liðið að sniðganga útboð í fluginu úr því það er komið inn í hinn alþjóðega EES- samning. Kannski vilja einhveijir útlendir aðilar koma þama inn auk ís- landsflugs. Á það mun reyna. En svona vinnubrögð sem virðast þjóna þeim Flugleiðamönnum ein- um til að koma á ríkisstyrktu flugi á ný ganga ekki úr því sem komið er. Tístiö í þing- konunum Sigurþór hringdi: í morgun (þriöjud. 13. jan.) hlýddi ég á tvær þingkonur, aöra úr Framsóknarflokki, og svo „sjálfseignarkonu" nýflutta úr Kvennalista sem ræddu deilumál sérfræðinga í læknastétt. Annað eins tíst hef ég ekki heyrt lengi. Þær reyndu að komast hjá þvi að segja nokkuð af viti, hvað þá eitt- hvað ákveðið. Voru bæði með og á móti sérfræðingunum og vörðu svo Tryggingastofnun samhliða. Þetta var eindæma klént hjá vesal- ings konunum. Ekki meira af þessu tagi í morgunviðtölum. Hótelknæpa að Reykholti Þröstur Karlssson skrifar: Að breyta Reykholtsskóla í hót- elknæpu er athyglisverð hug- mynd. Ég tala nú ekki um ef Hól- ar í Hjaltadal og Skálholt fylgdu í kjölfarið. Hvað er þessi „2000-karl“ að heimta Reykholt undir eitt- hvert „menntasetur"? Er ekki löngu ljóst að það þýðir hvorki að mennta né upplýsa þessa þjóð? - Þökk sé séra Geir og menntamála- ráðherra. Þeir hafa með þessu frumkvæði sinu reist sér veglegan minnisvarða. Spörum gegn- um UNESCO Áslaug Sigurðard. skrifar: Margir gagnrýndu ráðamenn hér fyrir að hafa ákveðið að fyrr- verandi forseti okkar, frú Vigdís, fengi aðgang að eyðslueyri frá hinu opinbera til að ferðast og sinna ein- hveijum ótOgreindum störfúm á erlendum vettvangi. Þetta var að sjálfsögðu umdeilanlegt. Nú hafa málin snúist við, og fyrrv. forseti hefúr tekið við formennsku Al- þjóðaráðs UNESCO um vísindi og tækni ásamt undirbúningsvinnu við skipulagningu ráðsins. Þar sem þetta hlýtur að vera launuð staða ættum við nú að spara áðumefnd- an eyðslueyri vegna ferðalaga fyrrv. forseta íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.