Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
Fréttir
Ólögleg „ráöherranefndí£ braut samkeppnislög:
Sverfur að sam-
gönguráðherra
Halldór Blöndal er nú í kröppura
dansi sem aldrei fyrr. Að áliti um-
boðsmanns Alþingis er hann beinlínis
sekur um lögbrot vegna skipunar
nefndar sem hafði það verk með hönd-
um að úthluta styrkjum til valinna
hótela á landsbyggðinni. Áður hafði
Samkeppnisráð úrskurðað að starf
nefndarinnar bryti i bága við sam-
keppnislög. Forsaga nefndar sam-
gönguráðherra, sem nú telst hafa unn-
ið ólöglega, auk þess að skipan henn-
ar á sér enga lagastoð, er sú að skipuð
var nefnd undir forsæti Sturlu Böðv-
arssonar.
Eyrnamerkt fé
Nefndinni, sem sett var á stofn árið
1993, var ætlað að skoða rekstrarum-
hverfi heilsárshótela á landsbyggð-
inni. Á fjárlögum ársins 1995 var
eyrnamerkt fé til eflingar á markaðs-
starfi þessara hótela. Síðar kom í ljós
að nefndin hafði úthlutað 16 milljón-
um af þessu fé til 10 hótela sem hún
hafði sjálf valið og 4 milljónum til
Samtaka Regnbogahótela.
Nefndin lagði sjálf fram tillögu til
samgönguráðherra að skipan þeirrar
nefndar sem nú hefur verið úrskurð-
uð ólögleg til að úthluta umræddum
styrkjum. Pétur Snæbjörnsson, hótel-
Innlent
fréttaljós
Reynir Traustason
stjóri Hótel Reynihlíðar, sem nú hefur
knúið fram úrskurði um ólögmæt
vinnubrögð nefndarinnar, sem og
ólöglega skipan hennar, segir allt
þetta mál vera með eindæmum.
Þannig hafi hin nýja nefnd haft að
geyma sömu einstaklinga og sú sem
lagði til skipan hennar.
„Þeir voru sjálfir í seinni nefndinni
líka sem er auðvitað kostulegt," segir
Pétur.
Ekki rætt viö alla
Hann segir gömlu nefndina ekki
hafa unnið sannfærandi starf í því að
skoða rekstrarumhverfi hótelanna og
nefnir að ekki hafi verið á sínum tíma
rætt við hóteleigendur við Mývatn
sem þó haldi úti slíkum rekstri. Sam-
keppnisráð áleit að sá opinberi styrk-
ur sem 11 heilsárshótelum á lands-
byggðinni var veittur til markaðs-
sóknar utan háannatíma gæti haft
skaðleg áhrif á samkeppnina á mark-
aðnum fyrir heilsárshótel á lands-
byggðinni og færi gegn markmiði
samkeppnislaga.
Málið kom til kasta Alþingis í fyrra
þar sem Lúðvik Bergvinsson alþingis-
maður gagnrýndi í utandagskrárum-
ræðu hvemig hin ráðherraskipaða
nefnd hefði staðið að því að útdeila 20
milljónum til 11 landsbyggðarhótela
og samtaka þeirra þegar þau hótel
sem gætu fallið undir skilgreininguna
heOsárshótel væru 42. Sturla Böðvars-
son alþingismaður var formaður
nefndarinnar og Lúðvík spurði í um-
ræðunni á Alþingi hvort það væri til-
viljun að þau tvö hótel sem fengið
hefðu hæstu styrkina væm bæði i
kjördæmi Sturlu en annað þeima,
Hótel Stykkishólmur, fékk hæstu upp-
hæðina, 2,2 milljónir króna.
Mest í Hólminn
Þau hótel sem fengu úthlutun af
þessu styrktarfé Alþingis árið 1996
voru Hótel Borgarnes, 1.850.000 krón-
ur, Hótel Stykkishólmur, 2.200.000
krónur, Hótel ísafjörður, 1.050.000
Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri hef-
ur unniö mál gegn samgönguráö-
herra bæöi fyrir Samkeppnisráöi og
hjá umboösmanni Alþingis.
DV-mynd BG
krónur, Hótel Blönduós, 700.000 krón-
ur, Hótel Varmahlíð, 900.000 krónur,
Hótel KEA, 1.600.000 krónur, Hótel
Húsavík, 1.100.000 krónur, Hótel Vala-
skjálf, 1.400.000 krónur, Hótel Höfn,
1.600.000 krónur, Hótel Kirkjubæjar-
klaustur, 1.850.000 krónur, Hótel
Bræðraborg, 1.750.000 krónur, og loks
samtök Regnbogahótela, 4.000.000
króna. Það vakti á sínum tíma athygli
að 4 af þeim 16 milljónum sem úthlut-
að var fóm til Vesturlands þar sem
svo vill til að formaður ráðherra-
nefndarinnar er alþingismaður. Þegar
ljóst var að engum hafði verið gefinn
kostur á að sækja um styrk af þessum
sjóði né gera raunhæfar tillögur um
hvemig fénu yrði ráðstafað sneri Pét-
ur Snæbjörnsson sér til Samkeppnis-
ráðs og óskaði eftir þvi að það kann-
aði málið og hvort þetta stangaðist á
við samkeppnislög.
Þvert á samkeppnislög
Samkeppnisstofnun sagði í úr- (
skurði sínum að forsendur þær sem
ráðherranefndin fór eftir við úthlut-
unina fæm þvert gegn markmiði og !
tilgangi samkeppnislaga og beinir
þeim tilmælum til samgönguráðherra
að við framkvæmd styrkveitinga á
vegum ráðuneytisins í framtíðinni
verði höfð hliðsjón af ákvæðum sam-
keppnislaga.
Það eina sem gerðist í framhaldi af
úrskurði Samkeppnisráðs var að aug-
lýst var eftir umsóknum um styrkina.
Sama nefndin og áður sá síðan um að
úthluta 20 milljónum króna á síðasta
ári. Þetta þótti Pétri ekki vera full-
nægjandi og því kærði hann ásamt I
Steinþóri Jónssyni á Hótel Keflavík til
umboðsmanns Alþingis. Niðurstaðan
var alveg klár. Ráðherrann framdi j
lögbrot með því að skipa nefndina
fram hjá Ferðamálaráði sem átti lög-
um samkvæmt að úthluta styrkjun- /
um. Þar með liggur fyrir að hvort
tveggja, vinnubrögð nefndarinnar,
sem og skipan hennar, eru ekki lögum
samkvæmt.
Pétur segir að málið hljóti nú að
koma til kasta Alþingis þar sem ráð-
herrann hafi gengið gegn ákvörðun
þess. Sjálfur segist hann hvorki hafa
fjármagn né tfma til að berjast áfram
í málinu.
„Ég er orðinn þreyttur á að berjast
við vindmyllur. Það hlýtur nú að
koma til kasta Alþingis að grípa inn í (
málin," segir Pétur.
DV reyndi ítrekað að ná tali af
Halldóri Blöndal samgönguráðherra ;
vegna þessa máls í gær en hann lét '
ekki ná í sig. Nú bíða menn þess að-
eins hvort Alþingi og forsætisráð-
herra taka því þegjandi að einstakir '
ráðherrar brjóti lög. -rt
Hótel Stykkishólmur fékk hæsta styrkinn, 2,2 milljónir króna. Sturla Bööv-
arsson, formaöur ráöherranefndarinnar, er jafnframt fyrsti þingmaöur Vest-
urlands, en þangaö fóru alls 4 milljonir króna.
Dagfari
Pólitískar samfarir
Gagnsókn forsetahjónanna
bandarísku heldur áfram af fullum
þunga. Það mátti vel merkja þegar
þau hjónin komu fram á blaða-
mannafundi. Hillary forsetafrú
stóð þá miklum mun nær eigin-
manni sínum heldur en merkingar
gerðu ráð fyrir. Á slíkum blaða-
mannafundum er nefnilega gert
ráð fyrir að frúin standi í hæfilegri
fjarlægð frá eiginmanninum og lín-
ur dregnar á gólfið til að farið sé
eftir prótókolnum. En á þessum
fundi sté Hillary yfir línuna og
færði sig nær Clinton sem er enn
einn votturinn um hetjuskap henn-
ar og hugdirfsku. Það er ekki ónýtt
að eiga svona konu.
Eins og áður hefur komið fram
hefur Hillary forsetafrú tekið að
sér forystuna í gagnsókninni. í
fyrsta lagi ætlar hún að neita því
og lætur eiginmann sinn líka neita
því að hann hafi haft kynferðismök
við Lewinsky. Allavega fékk Hill-
ary ekki að vera viðstödd þegar at-
burðurinn á að hafa átt sér stað og
miðað við hvað þau hjón eru náin
og standa þétt saman verður það að
teljast sterkur vitnisburður i mál-
inu að Hillary hefur ekki orðið vör
viö framhjáhald manns síns.
Nú, ef það sannast á
Clinton að hann hafi haft
mök við Lewinsky er
vörnin sú að það hafi ekki
verið þess konar mök sem
teljast til kynferðislegs
sambands samkvæmt
Biblíunni. Þetta er mikil-
væg röksemd ef til þess
kemur að sæði forsetans
finnist í spjörum Lewin-
sky því þá hefur að
minnsta kosti sannast að
hann hafi sprautað á hana
en ekki inn í hana. Á
þessu tvennu er regin-
munur eins og allir sjá. í
þriðja lagi verður sú rök-
semd þung á vogarskálun-
um, ef allt um þrýtur, að
þetta mál allt sé runnið
undan rifjum pólitískra
andstæðinga Clintons.
Þetta hafi verið pólitískar
samfarir og hvernig mátti
forsetinn vita að stúlkan
færi á fiörar við hann og
hann væri í kynferðislegu
sambandi við Lewinsky,
samkvæmt ráðabruggi andstæð-
inga sinna? Kynferðisþörf forset-
ans er mikil eins og margsinnis
hefur komið fram en það hlýtur að
skipta máli hvort kynmök hans
era yið stúlkur sem vilja sofa hjá
honum eða þeim sem vilja ekki
sofa hjá honum en gera það samt af
pólitískum ástæðum.
Þegar andstæðingar forsetans '
leiða undir hann stúlkur og forset-
inn lætur til leiðast í góðri trú og
meinar ekkert pólitískt með sam-
neyti sínu og samræði er hann
auðvitað saklaus af óeðlilegum
samfóram. Náttúran og kynhvötin (
ræður þá ferðinni og forsetinn get-
ur auðvitað ekki beislað langanir
sínar og getur heldur ekki neitað
stúlkum um drátt ef það er undir
eðlilegum kringumstæðum. Jafn-
vel þótt slíkt gerist í sjálfri forseta-
skrifstofunni. Þetta hefur Hillary
séð enda hefur hún langa reynslu
af kynferðislegri hegðan eigin-
manns síns og getur því trútt um
talað.
Hetjuskapur og hugdirfska Hill- -
ary er þess vegna reist á traustum t
grunni og lagalegum og mórölsk-
um skýringum á því hvað telst til
pólitískra samfara og hvað ekki. í
þessu máli er það ekki Clinton sem
er sekur heldur þeir hinir sem hafa
afvegaleitt hann á fölskum forsend- 4
um. Mergurinn málsins er sá að
Clinton vissi aldrei að hann hafði
verið táldreginn og bólfærður af
pólitískum ástæðum. í því felst
vömin hjá Hillary.
Dagfari