Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
Spurningin
Áttu einhvern uppáhalds-
tónlistarmann?
Gissur Páll Gissurarson nemi:
Placido Domingo.
Sigrún Daníelsdóttir nemi: Já,
Maríu Callas.
Katrín Geirsdóttir þjónn: Nei,
engan sérstakan.
Baldur Garðarsson sjómaður: Já,
Bubba Morthens.
Rut Arnardóttir verslunarstjóri:
Nei, engan sérstakan.
Sigurdís Arnarsdóttir myndlist-
arkona: Já, marga, t.d. David
Bowie, John Lennon og fleiri.
Lesendur
Opinber útgáfustyrkur til þingflokkanna:
Opnað fyrir
öll óhreinindin
Jón Sigurðsson skrifar:
Alltaf kemur sannleikurinn í ljós
þótt stundum sé djúpt á honum. Það
má segja um þau óhreinindi sem nú
eru smám saman að koma í ljós og
birtast almenningi í fréttum um ferða-
lög alþingismanna og nú síðast um op-
inbera styrki til þingflokkanna. Það
þarf ekki nema einn gikk í veiðistöð-
inni svo allt verði vitlaust. Að öllu
jöfnu hafa alþingismenn gætt þess vel
að flika ekki sporslum sem þeim
áskotnast og eru í ýmsu formi. En
þegar kemur að hinum beinhörðu
peningum þá er enginn annars vinur,
sérstaklega þegar styrinn stendur um
að einn fái öðrum meira í sinn hlut
Þetta kemur nú upp á yflrborðið
varðandi hina opinberu útgáfustyrki
tíl þingflokkanna. Ein þingkonan vil
halda sjálfstæðinu þótt hún hafi geng-
ið úr sínum flokki. Fyrrum stallsystur
hennar vilja ekki deila peningunum
með henni að fullu. Málið er hins veg-
ar að almenningi hefur ekki enn ver-
ið gefinn kostur á að fá allar upplýs-
ingar um málið. Það er því t.d. enn á
huldu gagnvart almenningi hver fær
þessa peninga í raun. í tilviki Kvenna-
listans birtist okkur skilgi-einingin
þannig að þingkonurnar fái sjálfar
þessa peninga og hefur þróunin orðið
sú að tekið er mið af þingmanna-
flölda.
Um 130 milljónir króna eru til ráð-
stöfunar í útgáfustyrki til þingflokk-
anna. Um 16,5 milljónum af upphæð-
inni er deilt á milli þingflokkanna.
Komið hefur fram í fréttum að í at-
kvæði Kvennalistans verði deilt með
þremur. Það þýðir einfaldlega að hver
og ein þeirra hlýtur þá að fá sína upp-
hæðina hver. Sama hlýtur og að gilda
um hina þingflokkana. Samkvæmt
þeim fátæklegu fréttum sem um mál-
ið hafa birst virðist því svo sem hver
þingmaður njóti góðs af þessari opin-
beru úthlutun útgáfustyrkja. Öðruvísi
snýr þetta ekki að almenningi. Þetta
er því nýtt innlegg í allt kraðakið um
Alþingi, um ferðalög, ferðastyrki og
dagpeningagreiðslur til alþingis-
manna.
Er nú ekki tími til kominn að upp-
lýsa almenning að fullu og öllu um
allt sem enn stendur út af borðinu í
sporslu- og styrkjamálum þeirra 63
manna sem sitja löggjafarþing þjóðar-
innar? Ekki kemur til greina að skatt-
borgarar standi undir frekari greiðsl-
um eins og nú er farið að láta liggja
að, m.a. með því að Alþingi greiöi öll
ferðalög þingmanna.
Kemur ekki til greina að skattborgarar standi undir frekari greiðslum fyrir
þingmenn, segir m.a. í bréfinu.
Sígarettan, áfengið og mjólkin
Hafsteinn Ólafsson skrifar:
Loksins, loksins kemur fram mað-
ur sem þorir að standa uppi í hárinu
á þeim flnu mönnum sem kalla sig al-
þingismenn. Það gerir Gunnar nokk-
ur í grein sem nefnist „Uppgjörið" og
birtist þann 12. janúar sl.
Það er alveg hárrétt að réttur reyk-
ingamanna er hafður að engu og með
einu pennastriki þykjast þessir karlar
geta stjórnað lífl manns. Ég segi hins
vegar nei, og hvers vegna ætti ég að
láta segja mér hvenær og hvar ég á
ekki að bijóta saman fötin mín! Það
sama gildir um sígarettuna góðu.
Það er líka merkilegt hvernig allur
þessi óhróður um áfengi flæðir um
þjóðfélagið. Fyrst var bjórinn leyfður
af því að fólk vildi fá bjór, síðan er
haldin herferð gegn bjór í líkingu við
herferð nasista gegn gyðingum og
næstum öll skakkafölll rakin til bjór-
drykkju. Ég spyr: Er verið að segja
okkur að við séum svo heimsk að við
getum ekki einu sinni dæmt sjálf
hvað við eigum að láta í okkur og
hvað ekki? Þessir menn ættu að prófa
að fara til Súdans þar sem bjór hefur
aldrei verið leyfður og spyrja sig síð-
an hvort það séu hús og bílar eins og
þar eru sem við viljum fá hingað!
Hjá frændum okkar í Danmörku er
ekkert eðlilegra en að fá sér einn bjór
i hádeginu en á íslandi er maður álit-
inn annars flokks róni og aumingi
dirfíst maður að fá sér einn pilsner á
kaffitíma.
Að lokum nokkur orð um mjólkina:
Þar fáum við litlu ráðið. Hún fæst ým-
ist í pottum, pelum eða eins og hálfs
lítra kútum. Ekki virðist hægt að fá
svo einfaldan hlut eins og mjólk í
hálfs lítra fernum. Allir gosframleið-
endur hafa þó löngu gert sér ljóst að
þetta séu þægilegustu umbúðirnar.
Ráðamenn, takið nú fólkið fram yfir
boð og bönn.
Slysið í Böðvarsdal - klúður í björgun
í Böðvarsdal. Einbúinn Héðinn Hannesson í túnfætinum.
Anna Heiða Harðardóttir skrifar:
Ég get ekki orða bundist yfir
þeim hræðilega atburði sem átti sér
stað hjá einbúanum Héðni Hann-
essyni í Böðvarsdal á Vopnafirði á
sl. ári. Allt í kringum þennan at-
burð vekur upp spurningar í mín-
um huga. Á sjálfan aðfangadag fór
Héðinn heitinn í fyrsta skipti heim
til sín eftir fyrri brunann. Þá kom
reiðarslagið. Á jóladag bárust mér
þær fréttir að Héðinn hefði brennst
mjög illa er hann var að bæta stein-
olíu á lukt. Á undraverðan hátt
tókst honum að hringja eftir hjálp.
ILIIISIIMIÍM þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringid í síma
550 5000
milli kl. 14 og 16
En sú hjálp þótti mér hið mesta
klúður. í fyrsta lagi var enginn
læknir í för eins og ætla mætti í
slíkum tilfellum. Sjúkrabifreið fest-
ist og þurfti lögregluaðstoð til að ná
henni upp. Sú spurning vaknar
hvort læknum/hjúkrunarfólki ber
ekki skylda til að fara með sjúkra-
bifreið á slysstað. - Eitthvað verður
að gera til að svona lagað gerist
ekki aftur.
Lyfseðlar á
vímuefni
Halldóra skrifar:
Það kom skýrt fram í máli
Þórarins Tyrfmgssonar læknis í
sjónvarpsfréttum, eftir lát
tveggja manna af völdum
sprautu með fikniefnum eða eit-
urefnum, að læknar gæfu út lyf-
seöla fyrir vímuefnum. Þetta er
auðvitað ekki nema satt og rétt.
Hver getur haft eftirlit með þess-
um málum, þannig að tryggt sé
að þau séu í lagi?
Krossferð
Morgunblaðsins
Eysteinn hringdi:
Ég vil taka undir ágætt lesenda-
bréf í DV 23. þ.m. vegna
reiðipistils Eiðs Guðnasonar í
garð DV og ritstjóra þess, Jónasar
Kristjánssonar, í Morgunblaðinu
nýlega. Reiðipistill Eiðs er þó ekki
einsdæmi í Morgunblaðinu. Mbl.
hefur lengi tekið að sér að birta
misharðorðar skammir og gagn-
rýni á hendur DV og öðrum fjöl-
miðlum og þannig gengið í lið með
fólki sem hefur sviðið undan um-
ijöllun viðkomandi Sölmiðla. Satt
að segja er það mjög einkennilegt
að Morgunblaðið skuli æ ofan í æ
gerast þátttakandi í málum sem
því eru óviðkomandi með öllu og
oft undrunarefni hve fljótt það er
að bregðast við og birta svargrein-
ar fólks sem hefur móðgast út í t.d.
DV, eins og í tilviki Eiðs Guðna-
sonar. Aldrei hef ég séð önnur
blöð taka þátt í krossferðum fólks
sem Morgunblaðinu hefur orðið á
að móðga.
Herferðin á
hendur Clinton
S.Ó.L. skrifar:
Það stendur ekki öllum á sama
um herferð þá sem nú er farin á
hendur Clinton Bandaríkjaforseta.
Þar vestra eru öfl sem eru að
verða snarvitlaus yfir því að
demókratar skuli gegna forseta-
embættinu. Þau róa að því öllum
árum að koma Clinton frá og beita
til þess öllum meðulum, löglegum
sem ólöglegum. Mín spá er sú að
Clinton komist klakklaust frá
þessum hremmingum, enda sé
hann saklaus af áburði beggja
kvennanna. Við höfum dæmi hér á
landi um svipaðan áburð á hendur
fyrrum æðsta yfirmanni kirkjunn-
ar og þekkjum því svona í eigin
ranni.
Ónákvæmur
fréttaflutningur
Dolli hringdi:
Mér finnst hafa gætt óná-
kvæmni í fréttflutningi Stöðvar
2 að undanfömu. Fljótfæmi eða
handvömm kann að vera orsök-
in, nema hvort tveggja sé. Ég tek
dæmi af fréttum sl. sunnudag. í
hádegisfréttum Bylgjunnar sagði
frá kosningum á Seltjarnarnesi.
í inngangi sagði að Jón Hákon
Magnússon ásakaði flokkssystk-
in sín í Sjálfstæðisflokknum um
svik við sig. Ekkert slíkt kom
fram í máli Jóns Hákonar sjálfs
i viðtalinu. Sama skeði í fréttun-
um 19:19 út af sama máli.
Gott að þeir
fá að fara
Guðbjörg Jónsdóttir skrifar:
Það eru óttaleg viðhorf sem það
hefur, þetta unga fólk sem er að
sprauta sig með eiturefnum eða
moka í sig pillum og hvers kyns
deyfilyfjum. Líklega er enn óvitað
hver ástæðan er fyrir þessum
mikla vanda um heim allan. Heil-
brigðisyfirvöld verða að stemma
stigu við því að læknar séu þátt-
takendur í hörmungunum með því
að ávísa lyfseðlum til fikniefna-
neytenda. Nóg er að þurfa að berj-
ast við ósvifna sölumenn dauðans
sem einskis svífast.