Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 Fijálst, óháð dagblað Cltgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfusfjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Oþarfur uppabanki Þegar ungir karlar setjast undir stýri á öflugum sportbíl missa þeir stundum ráö og rænu. Leikfangið breytist í seiðskratta sem slær þá töfrum. Fyrr en varir tekur tækið völdin af skynseminni. Freudísk sálarfræði kann á þessu ákveðnar skýringar. Stjórnendur hins nýja Bjárfestingarbanka atvinnu- lífsins eru lentir á svipuðu flippi. Ljóminn af hinu aflmikla tæki, sem þeim var fengið, sló ofbirtu í augun. Fyrir vikið eru þeir staurblindir á viðvörunarskilti fortíðarinnar. Umræða um banka hér á landi hefur lengi einkennst fyrst og fremst af tuði um bruðl. Dagpeningar, makaferðir, svimandi yfirborganir, svo ekki sé minnst á bankastjórajeppa, eru táknin sem setja almenning og stjómmálamenn í meira uppnám en tugmilljarða tap. Hver var samt fyrsta fréttin af ungtyrkjum nýja bankans? Jeppakaup fyrir nýja yfirmenn. Hver var næsta frétt? Starfsmenn annarra banka hirtir í kippum með yfirborgunum. Hvaða skilaboð hlaut almenningur að lesa úr þessu? Nýr banki með nýja stjórnendur er á leið í sama gamla sukkið. Hvort jeppamir vom nýir eða notaðir er aukaatriði. Þeir skipta engu til eða frá í rekstri öflugs banka. Jeppakaupin hafa hins vegar symbólskt gildi. Þau eru hrópandi tákn um flottræfilshátt fortíðar sem átti að hverfa með nýjum mönnum. Stjórnendumir settu því bankann í mjög óheppilegt fortíðarljós þegar í frumbemsku. Forráðamenn hans munu auðvitað svara því til að þetta sé allt saman tómur misskilningur. Það er í stíl. Fjárfestingarbankinn var nefnilega misskilningur frá upphafi. Geggjaðasti misskilningurinn birtist í sjálfri ákvörðuninni um stofnun bankans. Fyrst ákváðu stjórnvöld að fækka ríkisbönkum. Síðan bjuggu þau til nýjan ríkisbanka. Fækkunin fól sem sagt í sér fjölgun um einn. Tær snilld - eða hvað? Jafn alvarlegur misskilningur birtist þegar grafist er fyrir um hlutverk nýja bankans. Þá kemur í ljós að hann hefur ekkert sérstakt hlutverk. Honum er ekki ætlað að gera neitt sem aðrir geta ekki. Hann er fullkomlega óþörf viðbót við bankakerfið. Málsbætur stjórnenda hans eru þær helstar að bankinn hyggi á harða samkeppni við hina bankana. Um hvað á hún að snúast? Fj ármálaþj ónustu við fyrirtækin. En slík þjónusta er þegar fyrir hendi. Það er hrein og klár firra að setja upp sérstakan ríkisbanka til að keppa við hina bankana um það. í krafti sterkrar stöðu mun nýi bankinn velja bestu molana á markaðnum en skilja hina eftir. Það mun hvorki bæta stöðu almennra neytenda bankanna né virði gömlu ríkisbankanna áður en þeir verða seldir. í því ljósi er giska erfitt að finna þá hagsmuni sem verið er að verja með stofnun bankans. Nýi bankinn verður líka í harðri keppni við einkabankana. Sé blóð í ungtyrkjunum hlýtur það að þrengja þeirra stöðu og draga úr arði eigendanna. Þannig er stórkostlegum fjármunum ríkisins beitt til að draga úr árangri einkabankanna. Það hlýtur að fara um sjálfstæðismenn undir þessu leikriti fáránleikans. Vitleysan í upphafi var auðvitað sú að styrkja ekki þær einingar sem fyrir voru á bankamarkaðnum. Það hefði verið kleift með því að láta sjóðina, sem Fjárfestingarbankinn er myndaður úr, renna inn í hina bankana. Illu heilli var það ekki gert. Þjóðin situr fyrir vikið uppi með óþarfan uppabanka. Össur Skarphéðinsson Vonandi verður þess ekki langt að bíða að fyrsti bíllinn aki yfir breiðari Grafarvogsbrú. Verður Grafarvogur fyrirmynd allra hinna? félagasamtökum sam- ræmda þjónustu og brydda upp á nýjung- um í samstarfl við ýmsa aðila hverfisins" eins og Guðrún Ög- mundsdóttir borgar- fulltrúi komst að orði í blaðagrein nýverið. í örstuttu máli hefur tilraunin þessi megin- markmið: 1. Bæta og hagræða þjónustu við íbúa Graf- arvogs með samræm- ingu á opinberri þjón- ustu í hverflnu. 2. Auka lýðræði með því að veita íbúum, fulltrúum félagasam- taka og starfsmönnum aukin áhrif á skipulag „Þab sem þó skiptir mestu máli fyrír Grafarvog á þessu kjörtíma- bili er ákvörðun um að gera hverf- ið að reynsluhverfí - að eins kon- ar þróunarverkefni í lýðræði. “ Kjallarinn Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar og þátttakandi i próf- kjöri Reykjavíkurlistans Grafarvogur er orðinn næstíjöl- mennasta hverfi Reykjavíkur. íbú- ar þar eru talsvert fleiri en í fámenn- ustu kjördæmum landsins. Sem bet- ur fer hefur tekist að halda þannig á málefnum Grafar- vogsbúa að þar hefur talsvert mið- að í rétta átt þótt margt sé enn ógert. Á mánudaginn birtust í fyrsta sinn teikningar af breikkun Gullin- brúar í Grafarvogi. Þar með er loksins að rofa til í sam- göngumálum Grafarvogsbúa en Gullinbrú er óvenjuleg brú að þvi leyti að hún er lífæð Grafarvogs- ins rétt eins og Miklabrautin okk- ur hinum íbúum borgarinnar. Þvi miður hefur aðeins borið á því að menn hafa viljað gera þetta mik- ilvæga hagsmunamál ibúanna í Grafarvogi að pólitísku bitbeini. En vonandi verður þess nú ekki langt að bíða að fyrsti bíllinn aki yfir breiðari Grafarvogsbrú. Það sem þó skiptir mestu máli fyrir Grafarvog á þessu kjörtíma- bili er ákvörðun um að gera hverfið að reynsluhverfi - að eins konar þróunarverkefni í lýðræði. Komið hefur verið upp hverfis- miðstöð og markmið hennar er að veita „íbúum, stofnunum og nánasta umhverfls og fyrirkomu- lag þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu. 3. Skipuleggja samstarfsverk- efni og samþætta þjónustu ríkis og Reykjavíkurborgar í hverfinu. Grafarvogur í góðum mál- um í Miðgarði, eins og hverfismið- stöðin heitir, verður sinnt marg- víslegri persónulegri þjónustu við íbúa Grafarvogs, meðal ann- ars ýmsum þeim verkefnum sem hingað til hafa verið á vegum Fé- lagsmálastofnunar, Dagvistar barna, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur auk þess sem brydd- að er upp á nýjungum á sviði íþrótta, tómstunda og menningar- mála. Má þar nefna verkefnið: Grafarvogur í góðum málum. Yfirstjóm verkefnisins er í höndum hverfisnefndar sem hef- ur að öllu leyti sömu stöðu í stjómkerfi borgarinnar og aðrar nefndir. Þá hefur verið stofnað sértakt Grafarvogsráð sem verð- ur vettvangur fyrir víðtækt sam- ráð við íbúa svæðisins, félög, fé- lagasamtök, kirkju, lögreglu, menningarstofnanir, heilsugæsl- una, svo eitthvað sé nefnt. Nýtt fordæmi í stjórnkerf- inu Takist tilraunin í Grafarvogi vel - sem er öll ástæða til að ætla - mun hún vafalaust hafa víðtækari áhrif. í fyrsta lagi á önnur hverfi í Reykjavík þar sem komið verði upp hverfisráðum og hverfis- nefndum með stórauknu sjálf- stæði hverfanna. í rauninni geta hverfi eins og Grafarvogur að flestu leyti unnið eins og sjálfstætt sveitarfélag þótt það sé hluti af höfuðborginni. Þessi tilraun i Grafarvogi mun án efa hafa áhrif víðar; einnig til dæmis í hinum nýju sameinuðu sveitarfélögum þar sem einstök þorp eða bæir þurfa eða vilja halda sjálfstæði að einhverju leyti til þess að sinna ákveðnum verk- efnum. Hér er því stigið mikið spor fram á við. Ég hvet íbúa Graf- arvogshverfls til þess að fjöl- menna i prófkjörið á sunnudaginn til þess að styðja við bakið á þeim sem sinnt hafa hagsmunamálum Grafarvogsbúa. Guðrún Ágústsdóttir Skoðanir annarra Uppgangur Atlanta „Þetta eru ánægjuleg tíðindi af þessu unga flugfé- lagi, sem hjónin og aðaleigendur félagsins, Arngrím- ur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, hafa byggt upp á aðeins örfáum árum. ... Atlanta rekur nú 17 þotur. Þar af á félagið fmim þotur, er með aðrar fimm á kaupleigu og leigir hinar sjö. Stórhugur og útsjónarsemi hafa ráðið ríkjum í uppbyggingu fé- lagsins. Atlanta er skemmtilegt og lýsandi dæmi um framtak einstaklinga í atvinnulífi." Úr forystugreinum Mbl. 27. janúar. Framsókn heil á R-lista „Framsóknarmenn í Reykjavík eru ánægðir með samstarfið á síðasta kjörtímabili og telja að R-listinn geti skilað borgarbúum enn frekari framfórum á næsta kjörtímabili. Því var ákveðið að ganga til sam- starfs á nýjan leik, á sömu forsendum og áður. Fram- sóknarmenn munu starfa af heilindum og dug í þessu samstarfl eins og jafnan þegar við ennn í sam- starfi við aðra flokka í ríkisstjórn eða sveitarstjórn- um. Því geta menn treyst.“ Halldór Ásgrimsson i Degi 27. janúar. Markvissa stefnumótun vantar „Fámennið hér á íslandi gerir það að verkum að verulega vantar á að menn geti sérhæft sig til ým- issa starfa. Þetta á ekki síst við í stjómmálum, stjómsýslunni og i fjölmiölum. Ég leyni því ekki að mér hefur oft bmgöið sú vanþekking sem kemur fram í umræðum stjórnmálamanna, raunar stjórn- sýslunni almennt, og í umfjöllun fjölmiðla um þann málaflokk sem ég hefi unnið við til skamms tíma og er: Varnir gegn mengun hafsins.... Það sem vantar í þessa umræðu er markviss stefnumótun löggjafa og framkvæmdavalds ásamt gagnrýnu, en vitrænu, að- haldi fjölmiðla - hvorutveggja hlutar af grundvelli lýðræðisins." Davíð Egilson í Mbl. 27. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.