Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 11
MIÐVTKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 fffienning Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Skáldsögurnar I óbundnu máli er danska framlag- iö til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs skáldsagan Bannister eftir Kirsten Hammann, þriðja skáldverk hennar. Bókin er allegórísk frásögn, í senn ógnvekjandi og stórskemmtileg, um ástina og kvenieikann. Ramona missir bæði mann og jörð og lendir hjá Bannister, sem reynir að hjálpa henni til að finna nýtt lífsinntak. Hún fær hús og klæði, atvinnu og elsk- huga, en hin horfna ást gerir henni erfitt fyrir að finna innri frið. Skáldsagan rekur feril hennar frá glataðri veröld öryggis gegnum erfið- leika og ævintýri þar til hún finnur veröld sem er í senn gömul og ný. Persónur sögunnar eru ekki skýrt af- markaðar, rökvísi atburða og réttrar tímaraðar er völt jafnskjótt og hún virðist vera staðfest, og skyndileg um- skipti á afstöðu sögufólks eru sjálf- sögð. Þetta gefúr höfundi svigrúm til að leika lausum hala og segja furðu- legar sögur af ævintýrum Ramonu í tíma og rúmi. Merkilegast við söguna er kannski markvis málbeiting höf- undar og skyn á smáatriði. Finnska framlagið er líka allegó- rísk saga eftir Markus Nummi sem á frummálinu nefnist Kadonnut Pari- isi, en heitir í sænskri þýðingu Camillu Frostell Det forlorade Paris. Sagan hefst á þvi að Laila sér París liða yfír himininn og hverfa og fjallar um það hvernig fjölmiðlar bregðast við fréttinni. Franska stjómin til- kynnir að París hafl verið flutt og franska þjóðarbókhlaðan flnnst á Bretagne-skaga. Sjónvarpsmenn flykkjast á staðinn og flækjast inn í frásögnina um horfinn veruleik sem erfitt er að festa hendur á. Hugmyndir okkar um fortíðina byggjast á miklu magni texta. Reynist þeir falskir er veruleikaskynið í hættu. í þessari fyrstu skáldsögu leitast Markus Nummi við að ná tökum á, skilja og túlka veruleik sem er stöðugum breytingum undirorpinn. Höfúndur- inn hefur alla Evrópu í sjónmáli, bæði í tíma og rúmi, ásamt fjarskiptasamfélagi og visinda- störfum samtímans. Sagan er bráðfyndin og angurvær og hefur verið nefnd „heimspekileg- ur reyfari í anda Borges" og „æsileg póst- módem tilraun". Á jaðrinum Sænska framlagið er skáldsagan Huset vid Flon eftir Kjell Johansson, tíunda skáldverk hans. Að hætti Gorkís bregður Johansson upp ljúfsárri mynd af kjömm utangarðsfólks í einu hverfi Stokkhólms á fimmta og sjötta áratug Kirsten Hammann. Markus Nummi. Kjell Johansson. Hans Herbjornsrud. Bókmenntir SigurðurA. Magnússon aldarinnar. Söguhetjur hans lifa í útjaðri hins velskipulagða velferðarsamfélags sem er á upp- leið. Þetta fólk tjáir ástriður sinar ýmist með hjarta eða hnefum, ræðir hugsýnir sinar á ölkrám, segir sögur og ævintýri í eldhúsinu. Um helgar sækir það styrk í snjáðar bækur sem það hefur heim með sér úr útibúi borgar- bókasafhsins. Fyrir hugarsjónum fólksins svíf- ur draumurinn um sænska sæluríkið sem hafi rúm fyrir alla. Kannski var það besta við þann draum, virðist höfundur segja, að hann skap- aði góðar sögur. Johansson hefur óskorað vald á persónu- legri tjáningu sem sameinar tvíræðni gárung- anna, hnyttnina og orðaleikina, spakmælin og afkáraskapinn. Þetta bók- menntalega málfar end- urómar i ævintýralegum skröksögum föðurins, ljóðrænum vísdómi móð- urinnar, bjargfastri trú ömmunnar á hugsjónir Brantings og einbeittri framsækni systurinnar. Drengurinn trúir þeim öllum, og einmitt það ger- ir hann lifseigan. Á sama tíma og systirin gefst upp og hverfur inní einskisland þunglyndis, býr hann sér hæli í frásögnum. Þegar hann er hættur að bíða þess að for- drukkinn stórgortarinn, faðir hans, færi honum hina endan- legu frásögn sem skýri veröld- ina, tekur hann til eigin ráða og færir afstöðu utangarðs- mannsins i orð. Norska framlagið er þriggja sagna safnið „Blinddora" eftir Hans Herbjornsrud, fimmta safn hans. Herbjornsrud skil- ur sig að því leyti frá norsk- um meisturum smásögunnar, þeim Kjell Askildsen og 0ystein Lonn, að stíll hans er margorður og nálgast það sem kallað er töfraraunsæi. í smá- sögunum sem hér um ræðir leikur hann sér fyrirhafnar- laust að stílbrigðum úr ævin- týrum og þjóðsögum, þjóðvís- um, hvunndagsraunsæi og gotneskum frásögnum. í fyrstu sögunni kallar sögu- maður til sín lásasmið til að opna platdyr og læsta kistu. Útfrá þessari byrjun spinnur hann síðan hrollvekju þarsem myrkar athafnir úr for- tíðinni eru afhjúpaðar lag fyrir lag. í næstu sögu stillir höfundur jarðbundnu sveitalífí upp gagn- vart loftkenndum og fullkomlega gagnsæjum lífsháttum nútímans. Síðasta sagan er í formi sendibréfs frá safnstjóra í Ribe í Danmörku. Hér er á ferðinni texti með klassísku þema sjálfsí- myndar (visar i Fyrstu Mósebók). í túlkun höf- undar er slóttugur nágranninn bæði djöfuli og heimssmiður, vægðarlaus Guð sem ráðskast með líf og örlög manneskjunnar. Framlag Grænlendinga er tvítyngd syrpa af Ijóðum, ræðum og ritgerðum eftir Aqqaluk Lynge: Isuma - Synspunkt. Höfundur hefur frá æskuárum tekið virkan þátt í umræðunni um nútíð og framtíð Grænlands. í bókinni eru 67 ljóð, nálega öll ádeilur og hvatningar ásamt stöku ættjarðarljóði, beinskeytt og stórorð. Ræður og ritgerðir eru 38 talsins og fjalla allar um brýn dægurmál. Fjölbreyttar tónmyndir Á tónleikum í Listasafni Kópavogs á mánu- dagskvöld lék Snorri Sigfús Birgisson einleik á píanó. Á efnisskránni voru ný og gömul verk hans sjálfs. Æfingar fyrir píanó er yfirskrift verks frá upphafi síðasta áratugar. Æfingarnar eru tutt- ugu og ein og nöfn þeirra sótt í tromp Tarot- spilanna. Þama rekast menn því meðal annars á titlana „Keisarinn", „Krossgötur" og „Ósigur rökhyggjunnar". Hætt er við þvi að maður hlusti á titluð verk með forsendur í huga sem koma tónlist lítið við. Þannig sé leitað sjón- hverfinga í fyrsta hluta í andstæðum tónsvið- anna og brotakenndum mótívunum og hljómur og styrkur fimmta hluta sé túlkaö sem vald keisara. Vísanir sem þessar skipta þó litlu máli því ekkert verk hangir lengi uppi á titlinum einum saman. Það sem skiptir hins vegar máli er það sama og ævinlega, að verkið skapi heild óstutt af þeim hugrenningatengslum sem titlamir bjóða. Og það gerir þetta verk Snorra að lang- stærstum hluta. Kaflarnir flæða fram sem röð misinnhverfra stemninga. Stíllinn er reyndar ekki orðinn eins þéttur og í verkunum sem leikin voru eftir hlé, en hélt samt furðuvel. Helst er það undir lokin að þreifingar í stíl fara út fyrir ramma verksins, hið undirbúna pianó er freistandi en raunverulega ótrúlega banal hugmynd eins og margt sem kom úr þeirri sömu frægu amerísku smiðju. Portrettin þrjú eftir hlé voru af allt öðrum þeirra andstæðna sem menn gætu vænst milli þriggja portretta eru þetta meira eins og tón- myndir af nánast því sama en frá örlítið mis- munandi sjónarhomi. Sú fyrsta stendur þó dá- lítið sér þar sem linur eins og hvirflast upp og mynda hljóma. Sumpart hrá, svolítið eins og uppkast. I * ■■ Tónlist Sigfríflur Bjömsdótdr Snorri Sigfús Birgisson - tónskáld og einleikari skildu sáttir. toga. Þetta eru ný verk, hið þriðja og síðasta skrifað að einhverjum hluta á þessu ári. í stað Portrett tvö er byggt á mun líflegra efni, hrynur fjölbreyttari, lagrænt og hljómrænt samhengi áhugaverðara og framvinda þannig viðburðarikari. í þriðja og síðasta portrettinu er svo slegið á svipaða strengi en nú af enn meiri krafti og ferskleika, fjarlægð frá hefðinni aðeins meiri. Uppbrot undirkraumandi spennu eru sannfærandi og verkið hið áheyrilegasta. Deila má um hvort ekki glatist fullmikið af annars sterkri tilfinningu fyrir þéttum heildar- stíl við það að hleypa minimalískum áhrifum of nálægt yfirborði verksins þegar fram líður, en sem betur fer snúa fyrri vinnubrögð aftur í lokin. Hin persónulegu og kröftugu tök Snorra á efnivið sínum voru því það eftirbragð sem fylgdi mönnum út í tært kvöldið. Píanistinn hafði skilað verkum tónskáldsins vel. Alveldi kærleikans Á sunnudaginn kemur kl. 20.30 verða viöamiklir tónleikar á vegum Kammer- sveitar Reykjavíkur í Langholtskirkju, helgaðir verkum eistneska tónskálds- ins Arvo Párt. Yfirskrift þeirra er: „Um eilíft, heilagt alveldi kærleikans." Arvo Párt býr nú í Berlín og er eitt þekktasta tónskáld samtímans. Flest verka hans eru trúar- legs eðlis, bæði þau sem byggjast á texta og þau sem skrifuð eru fyrir hljóðfæri ein- göngu. Fjögur verk verða flutt á tónleikun- um. Einleikari verður Rut Ingólfsdóttir og einsöngvari Alina Dubik. í einu verkanna syngja báðir Hamra- hlíðarkórarnir með Kammersveitinni und- ir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, en meö þessum tónleikum heldur Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð upp á þrítugsafmæli sitt. Stjórnandi á tónleikunum verður Andreas Peer Káhler frá Berlín en hann hefur unnið mikið með Arvo Párt. Tónskáldiö verður viöstatt tón- leikana. Forsala aðgöngumiða er í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Blaðamennskimámskeið Áttu þér þann draum að starfa við fjölmiðil í framtíöinni? Ef svo er býður Norræna húsið ein- stakt tækifæri: 4. febrúar hefst þar námskeið i alhliða blaðamennsku fyrir unglinga á aldrinum 16-20 ára. Afrakstur þess verður birtur í OZON, vestnorræna unglinga- blaðinu sem er skrifað af unglingum handa unglingum - á dönsku. Hluti af, tækifærinu er einmitt að æfa sig að hugsa og skrifa á dönsku. Reyndir kennarar, blaðamenn og út- litshönnuðir sjá um kennsluna á nám- skeiðinu sem stendur til 30. mars og er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir Ár- dis Sigurðardóttir í Norræna húsinu í þessari viku, sími 551 7030. Að yikja öðruvísi „Mig langar að yrkja öðruvísi" segir Kjartan Jónsson í fyrstu ljóðabók sinni, í landi þrífætlunnar, og hann heldur áfram: „Mig langar að sprengja / utan af mér / búr stuðla og höfuðstafa." Þó er þetta búr „notalegt og öruggt“ en verður að fangelsi fyrr en varir. Hann gerir uppreisn, og fagnar fengnu frelsi, þar til; mig langar aö yrkja ööruvísi... í samræmi viö þessi tviræðu skila- boð eru ljóðin í bókinni ýmist i hefð- bundnu formi eða óhefðbundnu, enda eru þau ort á löngum tima eða 15 árum, að sögn höfundar. Yrkisefni eru fjöl- breytileg en varöa flest tilvist mannsins í grimmum samtíma. í „Ketti Glaðgríms" segir frá drykkju- manninum Grími sem gengur að lokum svo langt í sukkinu að kötturinn hans hengir sig. Og ljóðið „Upplausn" er á þessa leið: Stórfjölskyldan í mulningsvél menningar í upplausn. Matast einn í íbúó íslendingur. 1944, maturfyrir einmana íslendinga. Myndir í bókina gerir Kristbjörg 01- sen. Höfundur gefur sjálfur út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.