Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 24
36
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 TVXT-
nn
Ummæli
Kindareðli
íslendinga
„Slika ást hafa íslendingar
fest á sínu
stygga fé, aö |
þeir leggja sig
fram um að
kalla fram í j
sér kindar-
eðlið með því (
að borða hana %
alla.“
Guðmundur
Andri Thorsson,
í hugleiðingum um þorra-
mat, í Degi.
Hórkarlinn
Clinton
„Forseti Bandaríkjanna er
hórkarl. Hann deilir því hlut-
skipti með aragrúa karl-
manna víðs vegar um heim.“
Kolbrún Bergþórsdóttir, í
Degi.
Vímulaust land?
„Skyldi hann [starfshópur-
innj hafa frétt af
því að íslend-
ingar stefna að
vímulausu
landi árið
2002.“
Jón K. Guð-
bergsson, um
starfshóp sem
maelir með að
veitingastaðir
verði opnir til kl. 5, í DV.
Eins og sprungin
blaðra
„Þetta var lélegur leikur af
okkar hálfu og í síöari hálf-
leik lékum við eins og sprung-
in blaðra."
Gústaf Björnsson, þjálfari
kvennaliðs Fram, í Morgun-
blaðinu.
Gátum alveg eins J
rétt þeim boltann
„Það var ekki heil brú í
sóknarleik okk-
ar. Við gátum
alveg eins rétt
þeim boltann ;
og sagt þeim f
að gera svo
, vel.“
Friðrik Rúnars- |
son, þjálfari j
Njarðvíkinga,
i Morgun-
blaðinu.
I
Af hröfnum
„Okkur vantar ekki nema
einn taminn hrafn. Við erum
með einn gervihrafn og síðan
auðvitað Hrafn leikstjóra."
Kristinn Arason, tökustaða-
stjóri við Myrkrahöfðingj-
ann, í DV.
Vésteinn Hafsteinsson, umboðsmaður íþróttamanna og ólympíuþjálfari:
Tókst að halda úti sama
hraða og í boltaleik
„Mótið heppnaðist fullkomlega,
nema ég hefði viljað sjá fleiri áhorf-
endur. Engu að síður var fjöldi
áhorfenda þegar miðað er við frjáls-
íþróttamót og var fjölgunin um 200
manns frá því í fyrra, sem sýnir að
mótið er í sókn,“ segir Vésteinn
Hafsteinsson, hinn kunni frjáls-
íþróttamaður sem var fram-
kvæmdastjóri frjálsíþróttamótsins
sem haldið var í Laugardalshöll um
síðustu helgi.
Vésteinn segir að mikil vinna
hafi verið lögð í undh'búninginn:
„Þetta hefði aldrei tekist nema með
fjölda sjálfboðaliða sem komu úr
frjálsíþróttadeild ÍR. Ég er búinn að
starfa við undirbúninginn frá því í
byrjun október, var framkvæmda-
stjóri mótsins, og bróðir minn, Þrá-
inn, var mótsstjóri. Það gekk ótrú-
lega vel að fá til landsins þá íþrótta-
menn sem við vildum fá og í lokin
var það þannig að við gátum ekki
tekið á móti öllum sem vildu koma.
Þetta sýnir að frægir íþróttamenn
hafa áhuga á að koma til íslands.
Má þar nefna Chris Huffins sem
hafði verið við æfingar á Hawaii.
Honum fannst það meiri háttar æv-
intýri að koma hingað. Við gerðum
eins vel við fólkið og hægt var og
óhætt er að segja að allir voru
ánægðir þegar þeir fóru héðan.“
Að sögn Vésteins er þetta frjáls-
íþróttamót komið til að vera: „Á
meðan fjölmiðlar og
íþróttafólk sýna mót- Vésteinn Hafsteinsson.
inu áhuga og okkur tekst að halda
peningahliðinni réttum megin við
núllið þá verður framhald á þessu
móti. Eitt af því sem hefur gert
þetta mót áhugavert er hversu allt
gengur hratt fyrir sig, öfugt við
frjálsíþróttamót yfirleitt. Við erum
með tímasetningu á öllum greinum
sem verður að ganga upp svo sjón-
varpið nái að sýna frá öllu og að í
mótinu sé sami hraði og í boltaleik.
Þetta hefur okkur tekist."
Vésteinn er nýlega búinn að fá
löggildingu sem alþjóðlegur
umboðsmaður frjálsiþrótta-
manna: „Það er mjög mikið
í deiglunni hjá mér á
næstunni. Auk þess sem
ég er að fara af stað með
umboðsmannsstarfíð
þjálfa ég mjög efnilegan
kringlukastara, Magnús '
Aron Hallgrímsson, og frá
Maður dagsins
bæði þjálfarastarf og umsjónarstarf.
Ég verð í sambandi við íþrótta-
mennina og þjálfarana og reyni að
greiða úr óskum þeirra og vera
þeim innan handar við þjálfunina.
Það verður spennandi og skemmti-
legt að takast á við þetta."
Vésteinn sagðist reikna með að
hann yrði umboðsmaður tuttugu til
þijátíu frjálsíþróttamanna: „Ég er
þegar kominn með tvær hlaupakon-
ur og einn hlaupara, svo er bara að
reyna að veðja á réttan hest bæði
hér heima og erlendis."
Vésteinn hefur búið í
Svíþjóð í tólf ár: „Ég
var meira og minna
á íslandi síðasta ár
og reikna með að
halda þvi áfram, sér-
staklega með tilliti
til starfs míns með
ólympíuliði íslands.
í Svíþjóð bý ég ásamt
eiginkonu minni,
Önnu Östenberg, í
Helsingborg."
-HK
og með deginum í gær
er ég orðinn
ólympíuþjálf-
ari þeirra
sem fara
til Sydn-
ey. Þetta
er í raun
Vetrarbrautir eru stærstu
einingar alheimsins.
Vetrarbrautir
Vetrarbrautir eru
stærstu einingar alheims-
ins. Þúsund milljónir vetr-
arbrauta eru sjánlegar með
sjónaukum. Um 80% af vetr-
arbrautunum eru þyrilþok-
ur, 17% eru sporvöluþokur
og 3% óreglulegar stjörnu-
þokur.
Blessuð veröld
Vetrarbrautin sem sól-
kerfl okkar tilheyrir er í
þyrilþoku. Út frá miðju
ganga gormlaga armar sem
einkennast af gasþokum,
ryki og björtum stjörnum.
Þyrilþokurnar eru svo flat-
ar sem raun ber vitni vegna
hraðfara snúnings um miðj-
una.
Sporvöluþokurnar eru
ekki eins flatar, heldur
sporvölulagaðar. í þeim er
lítið sem ekkert af ryki eða
gasi. Innri gerð þeirra er
samfelld og sýnir enga
skarpa drætti.
Óreglulegu þokumar eru
mun minni og daufari og
þar með að líkindum al-
gengari en ætla mætti í
fyrstu. Aðeins fjórar vetrar-
brautir, sjást með berum
augum, Magellanskýin tvö,
Andrómeduþokan og Þri-
hyrningsþokan.
Myndgátan
Spjót standa á ráðherra
^ þsrrrt Eþ /VG& r
Ha /<om uMsr v/£>
/AVV'.. *
f "
> ZO/B
-eyÞoR-
Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði.
FH og Haukar áttust við í ná-
grannaslag um síðustu helgi.
Bæöi liðin verða í eldlínunni í
kvöld.
Sex
leikir í
hand-
boltanum
Handboltinn er íþrótt kvölds-
ins hér á landi og verður heil
umferð leikin í 1. deild. Er um
að ræða leiki í tólftu umferðinni
sem frestað var fyrr í mánuðin-
um. Búast má við að margir
leikimir verði spennandi. Sá
leikur sem fær sjálfsagt mesta
athyglina er viðureign Fram og
Stjörnunnar í Framhúsinu.
HK-FH leika í Kópavogi, á Ak-
ureyri leika KA-Breiðablik, í
Mosfellsbæ Afturelding-Víking-
ur, ÍR-Valur í Árbænum og í
Hafnarfirði leika Haukar-ÍBV.
Allir leikirnir hefjast kl. 20.
íþróttir
Spennan er orðin mikil í Úr-
valsdeildinni í körfuboltanum.
Ekkert verður leikið í kvöld, en
annað kvöld verða fimm leikir,
þar ber hæst viðureign Hauka
og Njarðvíkur í Hafnarflrði.
Bridge
Sigurður Sverrisson og Aðal-
steinn Jörgensen í sveit Arnar Arn-
þórssonar náðu fallegri slemmu í
þessu spili í úrslitaleiknum gegn
Landsbréfum i Reykjavíkurmótinu í
sveitakeppni. Slemman hefði varla
náðst ef Aðalsteinn hefði ekki
ákveðið að gefa úttektardobl á veika
opnun Jóns Baldurssonar í suður.
Sagnir gengu þannig, suður gjafari
og allir á hættu:
* G64
44 D76
♦ G1087
4 D87
4 98
«4 Á32
•f KD94
* ÁK52
4 D753
«4 KG10954
4 53
4 G
Suður Vestur Noröur Austur
Jón B. Alli Maggi Siggi
2* dobl pass 3 44
pass 4 4 pass 4 grönd
pass p/h 5 44 pass 6 4
4 AK102
<4 8
♦ Á62
4 109643
Sagnir em stílhreinar og fallegar
og úrspilið var lítið vandamál. Aðal-
steinn drap hjartaútspil norðurs á
ásinn í blindum, lagði niður laufás-
inn, spilaði spaða á ásinn heima og
svínaði lauftíunni (mun líklegri
lega eftir hjartaopnun suðurs). Lauf-
drottningin var síðan tekin af
norðri, spaða spilað á kóng og spaði
trompaður. Engin þvingun var í
spilinu úr því suður átti fjórða spað-
ann (norður varð að eiga spaða- og
tígullengd til þess að þvingun gengi)
og sagnhafi varð að gefa tígulslag í
lokin. Sveit Arnar græddi 11 impa á
spilinu því AV létu game nægja á
hinu borðinu.
ísak Örn Sigurðsson