Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 22
34 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 Afmæli_____________________ Pálína Þorsteinsdóttir Pálína Þorsteinsdóttir, lengst af húsmóðir á Akranesi, nú búsett að Dalbraut 20, Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Pálína fæddist í Þorsteinshúsi á Stöðvarfirði en ólst frá fjögurra ára aldri upp hjá afa sínum og ömmu, þeim séra Guttormi Vigfússyni, í Stöð í Stöðvarfirði, og Þórhildi Sig- urðardóttur frá Harðbak á Sléttu. Pálína stundaði heimanám hjá afa sínum, séra Guttormi, var einn vetur í unglingaskóla á Fáskrúðs- firði þegar hún var sextán ára, stundaði nám við 2. og 3. deild Hvít- árbakkaskóla 1926-28 og sótti tíma i KÍ Í928-29. Pálína kenndi í Breiðdal og á Stöðvarfirði 1929-30 og var einnig farkennari í Miðfirði 1933-34. Þá gifti hún sig og var síðan húsmóðir á Akranesi. Fjölskylda Pálína giftist 1934 Guðmundi Bjömssyni, f. 24.3. 1902, d. 1989, kennara. Hann var kennari í Mið- firði 1921-33 og einnig eftirlitskenn- ari í Vestur-Húnavatnssýslu 1932-33 en kenndi eftir það á Akranesi, við Barnaskólann og Iðnskólann. Guð- mundur var sonur Bjöms Jónsson- ar, f. 21.11. 1866, d. 4.5. 1938, bónda í Núpsdalstungu í Miðfirði, og k.h., Ásgerðar Bjarnadóttur, f. 24.8. 1865, d. 26.9. 1942, húsfreyju. Böm Pálínu og Guð- mundar eru Ormar Þór, f. 2.2. 1935, arki- tekt í Reykjavík, kvæntiu- Kristínu Val- týsdóttur ferðaráðgjafa og em böm þeirra Sif, Harri, Orri Þór og Björk; Gerður Birna, f. 2.4. 1938, snyrtifræð- ingur í Reykjavík, gift Daniel Guðnasyni lækni og em böm þeirra Guðríður Anna, Guðni Páll, Guðmund- ur og Þórhildur Mar- grét; Bjöm Þorsteinn, f. 13.7. 1939, lagapró- fessor í Reykjavík, kvæntur Þórunni Bragadóttur deildarstjóra og eru synir þeirra Guðmundur og Bragi; Ásgeir Rafn, f. 18.5. 1942, fram- kvæmdastjóri á Akranesi, kvæntur Fríðu Ragnarsdóttur bankamanni og era börn þeirra Ragnheiður, Pálína og Ásgeir; Atli Freyr, f. 3.4. 1948, skrifstofustjóri í viðskipta- ráðuneytinu, búsettur í Reykjavík, kvæntur Þorgerði Jónsdóttur læknaritara og em böm Atla Freys og fyrri konu hans, Halínu Boga- dóttur, þau Svava María og Guð- mundur Páll en dóttir Þorgerðar er Sigríður Ama. Afkomendur Pálínu og Guðmund- ar eru nú fjörutíu og einn talsins. Systkini Pálínu: Skúli Þorsteins- son, f. 24.12.1906, d. 1973, skólastjóri á Eskifirði og námsstjóri, var kvæntur Önnu Sig- urðardóttur, forstöðu- konu Kvennasögu- safnsins; Friðgeir Þorsteinsson, f. 15.2. 1910, útvegsbóndi og fyrrv. útibússtjóri Samvinnubankans á Stöðvarfirði, var kvæntur Elsu Sveins- dóttur sem er látin; Halldór Þorsteinsson, f. 23.7. 1912, d. 1983, vélvirki á Akranesi, var kvæntur Rut Guð- mundsdóttur; Anna Þorsteinsdóttir, f. 8.4. 1915, prófastsfrú, gift Kristni Hóseassyni, fyrrv. prófasti í Hey- dölum;Bjöm Þorsteinsson, f. 22.5. 1916, d. 1939; Pétur Þorsteinsson, f. 4.1. 1921, d. 1993, sýslumaður í Búð- ardal, var kvæntur Björgu Rík- harðsdóttur. Foreldrar Pálínu voru Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann, f. 12.5.1874, d. 28.9. 1943, frá Slindurholti í Aust- ur-Skaftafellssýslu, kaupmaður og bóndi á Óseyri í Stöðvarfirði, og k.h., Guðríður Guttormsdóttir, f. 30.4. 1883, d. 27.1. 1975, húsfreyja. Ætt Þorsteinn Mýrmann var sonur Þorsteins, b. í Slindurholti á Mýr- um í Austur-Skaftafellssýslu Þor- steinssonar. Móðir Þorsteins í Slindurholti var Sigríður Jónsdótt- ir, prests á Kálfafellsstað Þorsteins- sonar. Móðir Þorsteins Mýrmanns var Valgerður Sigurðardóttir, Eiríks- sonar, Einarssonar. Móðir Eiriks var Þórdís, systir Jóns Eiríkssonar konferensráðs. Móðir Valgerðar var Valgerður Þórðardóttir, systir Sveins, afa Þórbergs Þórðarsonar. Guðríður var dóttir Guttorms prófasts á Stöð Vigfússonar, pr. í Ási Guttormssonar, prófasts í Valla- nesi Pálssonar. Móðir Guttorms var Björg Stefánsdóttir, prófasts á Val- þjófsstöðum Ámasonar, pr. í Kirkjubæ í Tungu Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Björg Pétursdótt- ir, sýslumanns á Ketilsstöðum á Völlum Þorsteinssonar. Móðir Guðríðar var Þórhildur Sigurðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu Steinssonar, b. á Harðbak Há- konarsonar. Móðir Steins var Þór- unn Stefánsdóttir, prests á Presthól- um Scheving. Móðir Þórhildar var Friðný Friðriksdóttir, b. í Klifshaga Ámasonar og Guðnýjar Björnsdótt- ur, b. í Haga í Reykjadal. Móðir Guðnýjar var Sigurlaug Amgrims- dóttir, b. á Hrafnabjörgum í Hlíð Runólfssonar, b. S Hafrafellstungu Einarssonar „galdrameistara” og pr. á Skinnastað Nikulássonar. Móðir Arngríms var Björg Arn- grímsdóttir, sýslumanns á Stóru- Laugum í Reykjadal Hrólfssonar. Pálina verður að heiman á afmæl- isdaginn. Pálína Þorsteinsdóttir. Jóhanna D aní elsdóttir Jóhanna Sigríður Daníelsdóttir, húsmóð- ir að Vesturbrún 9, Flúðum, verður fimm- tug á föstudaginn. Starfsferill Jóhanna fæddist að Efra-Seli í Hruna- mannahreppi og ólst þar upp í foreldrahús- um við öll almenn sveitastörf. Hún var í Barnaskólanum á Flúðum og stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Jóhanna stundaði verslunarstörf hjá KRON í Reykjavík á árunum 1965-70 og starfaði síðan við verslunina Grand á Flúðum í átján ár. Þá starfaði hún í mötu- neyti og stundaði skrifstofustörf hjá verktakafyrirtæki á Flúðum um þriggja ára skeið. Jóhanna hefur starfað á vegum Rauðakross- Jóhanna Daníelsdóttir. deUdar Árnesinga> sat þar í stjórn og var gjaldkeri félags- ins í nokkur ár. Fjölskylda Jóhanna giftist 1971 Jóni Hreiðari Kristóferssyni, f. 15.7. 1941, d. 13.9. 1991, bifreiðastjóra hjá Landleiðum. Hann var sonur Kristófers Ingi- mundarsonar, bónda á Grafarbakka í Hrunamannahreppi, og k.h., Krist- ínar Jónsdóttur húsfreyju. Böm Jóhönnu og Jóns em Birgir Þór, f. 20.9.1970, nemi og starfsmað- ur hjá Flúðasveppum; Kristín Ásta, f. 20.11.1980, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Systkini Jóhönnu eru Helgi Er- ling, f. 4.7. 1938, verkamaður á Efra- Seli; Ásdís, f. 27.2. 1940, starfsmaður hjá Pósti og síma og húsmóðir í Kópavogi; Ástríður, f. 30.1. 1948, húsfreyja að Efraseli. Foreldrar Jóhönnu: Daníel Frið- rik Guðmundsson, f. 23.12. 1909, d. 29.5. 1993, bóndi og oddviti að Efra- Seli, og k.h., Ástríður Guðmunds- dóttir, f. 28.4. 1911, húsfreyja að Efra-Seli. Jóhanna og tvíburasystir hennar, Ástríður, verða með opið hús í fé- lagsheimilinu á Flúðum, laugar- dagsmorgiminn 31.1. milli kl. 9.00-13.00. Ástríður Daníelsdóttir Ástríður Guðný Daníelsdóttir, húsfreyja að Efra-Seli í Hrana- mannahreppi, verður fimmtug á föstudaginn. Starfsferill Ástríður fæddist á Efra-Seli og ólst þar upp við öll almenn sveita- störf. Hún var í Bamaskólanum á Flúðum, stundaði nám við Hérðasskólann á Laugarvatni og síðan við Húsmæðraskóla Reykja- víkur. Ástríður stundaði verslunarstörf í Reykjavík i nokkur ár en hóf bú- skap með manni sínum að Efra-Seli 1967 og hefur hún verið þar hús- freyja síðan. Þau eru nú að mestu hætt hefðbundnum búskap en Ásta stundar garðyrkjustörf að Flúðum auk þess sem þau hjónin sjá um veitingarekstur og golfvöll í Sels- landi. staögreiöslu og greiöslukortaafsláttur oM milli hirnj^ _ og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar OVi 550 5000 Astríður hefur starf- að í Kvenfélagi Hruna- manna um árabil og sat í stjóm þess auk þess sem hún situr í stjórn Golfklúbbs Flúða. Fjölskylda Eiginmaður Ástríð- ar er Halldór Elís Guðnason, f. 21.11. 1945, bóndi, húsgagna- smiður og vallarstjóri að Efra-Seli. Hann er sonur Guðna Þórs Jónssonar, smiðs á Vopnafirði og i Reykja- vík og k.h., Halldóra Geirsdóttur húsmóður. Böm Ástríðar og Halldórs eru Daníel, f. 30.4.1970, skrifstofumaður á Selfossi en unnusta hans er Brynja Bergsveinsdóttir og er sonur þeirra Hákon Egill, f. 1.4. 1995 auk þess sem sonur Brynju er Aron Kristinn; Halldóra, f. 2.11.1974, hús- Astríður Daníelsdóttir. Áslaugar móðir á Efra-Seli en unnusti hennar er Unnsteinn Logi Egg- ertsson og er dóttir þeirra Áslaug Guðný, f. 28.6. 1997. Systkini Ástríðar eru Helgi Erling, f. 4.7. 1938, verkamaður á Efra-Seli; Ásdís, f. 27.2.1940, starfsmaður hjá Pósti og síma og húsmóðir í Kópavogi; Jóhanna Sigríður, f. 30.1. 1948, húsmóðir á Flúðum. Foreldrar Ástríðar; Daníel Friðrik Guð- mundsson, f. 23.12. 1909, d. 29.5. 1993, bóndi og oddviti að Efra-Seli, og k.h., Ástríður Guð- mundsdóttir, f. 28.4. 1911, húsfreyja að Efra-Seli. Ástríður og tvíburasystir hennar, Jóhanna, verða með opið hús í fé- lagsheimilinu á Flúðum, laugar- dagsmorguninn 31.1. milli kl. 9.00-13.00. Hl hamingju með afmælið 28. janúar 90 ára Valgeir Jónasson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 85 ára Sesselja Sigvaldadóttir, Krammahólum 6, Reykjavík. 80 ára Bergþóra Pálsdóttir, Eskifjaröarseli, Eskifirði. Oddný Sigtryggsdóttir, Miðbraut 4, Seltjarnarnesi. Sigursteina Jörgensdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 75 ára Amflnnur Arnfinnsson, Skarðshlíð 12 C, Akureyri. Hjalti ísfeld Jóhannsson, Skeiðarvogi 133, Reykjavík. Sigvaldi S. Sæmundsson, Brimnesvegi 24, Ólafsfirði. 70 ára Hákon Bjarnason, Hlif 2, Torfnesi, Ísaífirði. Hildegard Jónsson, Hamraborg 26, Kópavogi. Jytta J. Jensen, Jöklaseli 3, Reykjavík. 60 ára Sveinn Guðbjartsson, Klettahrauni 5, Hafnarfirði. 50 ára Ásta Guðmundsdóttir, Næfurási 14, Reykjavik. Bára Guðrún Sigurðardóttir, Vestursíðu 14b, Akureyri. Guðbjörg Sigurðardóttir, Skútahrauni 3, Hafharfirði. 40 ára Benedikt Benediktsson, Dísarási 12, Reykjavík. Einar Jónsson, Spóarima 17, Selfossi. Guðmundur Árnason, Beigalda, Borgarhreppi. Gunnar Þór Gunnarsson, Furagerði 23, Reykjavík. Hafdís Ævarsdóttir, Suðurgarði 6, Keflavík. Helga Sigurlaug Aðalgeirsdóttir, Helgalandi 2, Mosfellsbæ. Ingibjörg B. Steingrímsdóttir, Gullteigi 6, Reykjavík. Iwona Jagla, Hörpugötu 14, Reykjavík. Jón Sigurðsson, Álfatúni 6, Kópavogi. Ómar Baldursson, Simnubraut 17, Keflavik. Rósa Steinunn Jónsdóttir, Álagranda 20, Reykjavík. Rúnar Gústafsson, Bogasíðu 8, Akureyri. Sigurður R. Lúðvíksson, Ennisbraut 10, Ólafsvík. IJrval — gott í Hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.