Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 8
Hrannar Björn í borgarstjórn Sagöi af sér Hiroshi Mitsuzuka, fjármála- ráðherra Japans, varð að segja af sér vegna mútumáls er varðar starfsmenn ráðuneytisins. Mikið rifist Friðarviðræðunum um Norður- írland, sem fram fara í London, lýkur væntanlega i dag en litið hefur gengið vegna deilna mót- mælenda og kaþólikka. Hafnaði tilboði Yasser Arafat hafnaði tilboöi Bandaríkja- manna um að ísraelsmenn drægi sig í þrepum frá Vesturbakk- anum. Hvatti hann til frið- sælla mót- mæla á göt- um úti. Verndi fátæka Alþjóðabankinn hvatti ríkis- stjómir sem orðið hafa fyrir barð- inu á efnahagskreppunni í Asíu til að vemda hagsmuni fátækra og at- vinnulausra þegar efnahagslífið verður reist við á ný. Vantraust Tékkneska þingið frestaði heit- um umræðum um vantrauststil- lögu á ríkisstjómina. í vondu skapi Spjallstjarnarn Oprah Winfrey var úrill og urraði á starfsfólk sitt þegar hún gerði sjónvarpsþátt sem olli verðhi'uni á nautakjöti. Samkomulag Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, og kona hans hafa náð samkomulagi um skilnað. Reuter Frumkvæði og endurnýjun ! Stuttar fréttir NY HUHSUN í SKÓLAA4ÁLUM Vtrkjum frumkvœði félagasamtaka Lögum skólann að þörfum bamanna Nýlum starfsdaga fvrir íþróttir og mennvngu Viltu bæta þjónustuna? SÍMAKJÓNUSTAH Pella eímamasr 520 0123 http://www.iTimedia.is/sima o\\t milli hlpjfa' Smáauglýsingar 550 5000 ingum forsetans og kallaði ásakanir forsetafrúarinnar „vitleysu". Ýmsir demókratar tóku undir með Hillary og réðust að Starr sak- sóknara. Þingmenn demókrata hafa til þessa ekkert tjáð sig um málið. „Takmarkiö virðist vera að ná sér niðri á forsetanum með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Patrick Leahy, öldungadeildarþingmaður frá Vermont. Hjól réttvísinnar í málinu héldu áfram að snúast í gær þegar sérstak- ur kviðdómur sem metur hvort ástæða sé til að ákæra í málinu kall- aði fyrir vitni. Fyrsti maðurinn til að bera vitni var John Whitehead, yfirmaður íhaldssamrar lagastofnunar sem styður Paulu Jones í málarekstri hennar gegn Clinton forseta. Whitehead sagði fréttamönnum að hann hefði aðeins afhent kviðdóm- inum gögn en ekki borið vitni. Betty Currie, einkaritari Clintons, var einnig kölluð fyrir. Reuter Monica Lewinsky sagði gömlum elskhuga sínum árið 1995 að hún ætti í ástarsambandi við „mjög hátt- setta manneskju" í Hvíta húsinu á meðan hún var þar í starfsþjálfun. „Hún nefndi Clinton forseta aldrei nokkurn tíma á nafn,“ sagði Terry Giles, lögfræðingur elskhug- ans fyrrverandi, hins 32 ára gamla Andys Bleilers, á heimili hins síðar- nefnda í Portland í Oregon í gær. Bleiler hélt fram hjá eiginkonu sinni með Monicu í flmm ár. Að sögn lögfræðingsins ræddi Monica oft við Bleiler og eiginkonu hans á meðan hún vann í Hvíta húsinu um kynlífsathafnir sínar í Hvíta hús- inu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt stefnuræðu sína í þinginu í nótt en minntist ekki einu orði á ásakan- irnar á hendur honum um að hafa átt í ástarsambandi við Monicu Lewinsky. Þess í stað ræddi hann um kraftinn í efnahagslífinu, sendi írökum tóninn og hvatti þingheim til að koma til bjargar almanna- tryggingakerfinu. í sem stystu máli vildi hann sýna og sanna að hann hefði styrka stjórn á landinu og léti kynlífs- hneykslið ekki buga sig. En þótt Clinton segði ekki orð um málið, sem er á allra vörum í Bandaríkjunum, verður hið sama ekki sagt um forsetafrúna, Hillary Rodham Clinton. Hún kom fram í morgunþætti NBC-sjónvarpsstöðv- arinnar í gær og vísaði öOum ásök- unum á hendur eiginmanni sínum á bug. Hún var ómyrk í máli þegar hún sagði að ásakanirnar væru hluti þess samsæris hægrimanna sem hefði farið af stað um leið og Clinton tilkynnti um forsetafram- boð sitt á sinum tima. Meðal þeirra sem hún sagði að tækju þátt í samsærinu eru sjón- varpspresturinn Jerry Falwell, tveir öldungadeildarþingmenn repúblik- ana í Norður-Karólínu, þeir Jesse Helms og Lauch Faircloth, og Kenn- eth Starr, sérlegur saksóknari í Whitewater-fasteignahneykslismál- inu sem nú rannsakar hvort forset- inn hafi framið meinsæri þegar hann vísaði á bug fréttum af meintu ástarsambandi sínu við Monicu. Hillary sakaði óvini eiginmanns síns um að gera að engu úrslit tvennra kosninga. Kenneth Starr vísaði alfarið á bug að hann tæki afstöðu með andstæð- BLAÐAMENN Viðskiptablaðið óskar eftir að ráða blaðamenn. Leitað er að einstaklingum sem geta starfað sjálfstætt og búa yfir frum- kvæði og hugmyndaauðgi. Háskólapróf í viðskipta- eða hagfræði er æskilegt sem og reynsla í blaðamennsku. Gott tak á íslenskri tungu í ræðu og riti er skilyrði. Góð enskukunnátta er nauðsynleg og kunnátta í Norðurlanda- máli æskileg. Tölvukunnátta er forsenda ráðningar. Hlutastarf kemur til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, skulu berast til ritstjómar Viðskiptablaðsins, Brautarholti 1, fyrir íostudaginn 6. febrúar nk„ merktar Blaðamaður. Vidskiptabladid er vikublað um viðskipti og efnahagsmál. Auk þess sér ritstjóm blaðsins um útvarpsþætti um viðskipti tvisvar sinnum á hverjum virkum degi í samvinnu við Bylgjuna. Ðill Clinton Bandaríkjaforseti ræddi um allt annaö en meint ástarsamband sitt viö Monicu Lewinsky í stefnuræöu sinni í bandaríska þinginu í nótt. Frétt um lífvörð forsetans birt á ný: Sá vafasöm samskipti Clintons og Monicu í dagblaðinu Dallas Morning News segir að lífvörður Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta hafi orðið vitni að vafasömum samskiptum Clintons og Monicu Lewinsky í Hvíta húsinu. Hefur lífvörðurinn haft samband við skrifstofu Starrs saksóknara og boðið fram aðstoð sína í málinu gegn Clinton. Frétt blaðsins birtist á vefsíðu þess. Svipuð frétt á vefsíðu blaðsins var dregin til baka í gær vegna óvissu um heimildir. Þar sagði að lífvörður forsetans væri reiðubúinn að vima um að hann hefði séð Clint- on og Monicu í nánu sambandi. Síð- ar í gær var fréttin birt á ný. Þar kom fram að starfsfólk Starrs sak- sóknara hefði rætt við umræddan lífvörð. Clinton afhenti í gær innsiglaðan vitnisburð sinn í Paulu Jones-mál- inu svo óháð nefnd gæti athugað hvort hann hefði logið þegar hann neitaði að hafa átt í kynferðissam- bandi við Monicu. Reuter MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1998 BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Utlönd Gamall elskhugi Monicu Lewinsky skýtur upp kollinum: Gortaði af ástarsam- bandi í Hvíta húsinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.