Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 Fréttir Vímuefnaneysla grunnskólanema: Amfetamínneysla hefur tvöfaldast - og hassneysla eykst samkvæmt nýrri könnun RUM Þrettán prósent unglinga í 10. bekk grunnskóla hafa reykt hass og hefur hassneysla þessa aldurshóps ekki ver- ið meiri frá því að kannanir hófust á vimuefhaneyslu unglinga. Neysla am- fetamins hefur að sama skapi nánast tvöfaldast á síðustu tveimur árum hjá þessum hópi. Árið 1995 höfðu 2,5% nemenda í 10. bekk prófað amfetamín en árið 1997 höfðu 4,6% fimmtán ára unglinga neytt efnisins. Neysla E-pilI- unnar hefur hins vegar staðið í stað hjá þessum aldurshópi á undanfómum tveimur árum - var um 2,0% árið 1995 og 2,3% árið 1997, sem að sögn Þórólfs Þórlindssonar prófessors er vart mark- tækur munur. Áfengisneysla og önnur vímuefna- notkun unglinga í grunnskóla og á framhaldsskólastigi hefur einnig farið stigvaxandi frá árinu 1989 og er komin í svipað horf og hún var árið 1984. Þetta era niðurstöður nýrrar könnunar sem unnin var af Rannsóknarstofnun upp- eldis- og menntamála síðasta vor og Þórólfur kynnti á ráðstefnunni „Frá for- eldrum til foreldra" skömmu íyrir jól Eins og sjá má á meðfylgjandi gröf- um, dró mjög úr hassneyslu unglinga á árunum 1984-1989. Svipaða sögu er að segja um áfengisneyslu, þó að breyt- ingamar þar séu töluvert minni. Þórólfur segir ekki óliklegt að áróður hafi haft áhrif á minnkandi vímuefna- notkun á þessum árum, þó erfitt sé að útskýra sveiflur sem þessar. Hins veg- ar sé ljóst að hin mikla aukning á Útbreiðsla áfengisneyslu meðal nemenda í 10. bekk 1984-1997 82 % —iBÚ—i— '85 '87 '89 '91 '93 '95 '97 neyslu þessara aldurshópa undanfarin ár sýni að forvamir hafi ekki haft þau áhrif sem skyldi og því ástæða til að taka á þessum málum af festu. Áfengið upphafið en alls ekki endalokin Þórólfur segist telja að of lengi hafi verið einblínt á ólöglega vímuefnanotk- un unglinga sem einangrað fyrirbæri, en lítið verið lagt upp úr samhengi hennar við áfengisneyslu meðal ung- linga. Hann bendir á niðurstöður banda- rískrar könnunar sem vakti mikla at- hygli nýverið, en hún leiddi í ljós að þeir sem byija að drekka áfengi mjög ungir lenda frekar í ýmsum vanda. Því yngri, því oftar, því meira Þessi niðurstaða er sambærileg við sams konar kannanir hérlendis. í könnun, sem gerð var árið 1995 og birt- ist í tímaritinu Áhrif nú í desember, er greinilegt að unglingar sem hefja neyslu áfengis mjög ungir, eða 13 ára og yngri, drekka oftar en aðrir þegar komið er upp í 10. bekk grunnskólans, verða oftar fúllir en jafhaldrar þeirra og neyta meira magns af áfengi en hin- ir sem byija seinna að drekka. Hlutfall þeirra unglinga sem notað hafa hass, amfetamín og önnur vímuefni er að sama skapi miklum mun hærra hjá þeim sem hófu ungir neyslu áfengis. Þórólfur segir þessi tengsl sýna að leggja verði áhersluna á áfengi í áróðri sem beint er að yngstu bömunum. Ekki sé hægt að ná árangri í barátt- unni gegn vímuefhavandanum öðru- vísi. Hann bendir einnig á að Islend- ingar séu of afslappaðir gagnvart drykkju unglinga, en oftar en ekki sé áfengið upphafið að annarri vímuefna- notkun þegar neysla þess hefst mjög snemma. -Sól. Halldór Blöndal og ólöglega hótelnefndin: Stjórnarandstaðan vill afstöðu Davíðs - máliö tekið upp á Alþingi næstu daga Stjórnarandstaðan vill að Davíð Oddsson forsætisráðherra upplýsi hvað hann ætli að gera í mál- efnum Halldórs Blöndals samgönguráðherra. DV-mynd ÞÖK „Næsta skref verður aö óska eftir utandagskrárumræðu þar sem for- sætisráðherra verður inntur eftir því hvað hann ætlar að gera nú þegar fyr- ir liggur niðurstaða varðandi ólög- mætt athæfi ráðherra," segir Lúðvík Bergvinsson alþingismaður vegna máls Halldórs Blöndals samgönguráð- herra og ólöglegu hótelnefndarinnar. Lúðvík segist munu taka mál þetta upp í þingflokki Jafnaðarmanna í dag. Stjórnarandstaðan hyggst krefja forsætisráðherra svara varðandi það hvað hann hyggist gera í málefnum samgönguráðherra eftir að fyrir ligg- ur það álit umboðsmanns Alþingis aö nefnd sem hafði með höndum úthlut- un styrkja til hótela á landsbyggðinni hafi ekki lagastoð til styrkveiting- anna. Með skipan nefndarinnar gekk Halldór Blöndal fram hjá Ferðamála- ráði sem Alþingi úrskurðaði að ætti að fara með úthlutun fjárins. DV spurði Lúðvík hvort til greina kæmi að bera upp vantraust á ráð- herrann í ljósi allra þeirra mála sem komið hafa upp að undanfornu varð- andi embættisfærslur hans. „Það tekur mið af því hvort og þá hvemig forsætisráðherra hyggst bregðast við í málum ráðherra síns,“ segir Lúðvík. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, staðfesti í samtali við DV að málið yrði tekið upp á þingi einhvem næstu daga. „Ég sé ekki betur en það snúi að for- sætisráðherra að svara því hversu lengi hann ætlar að líða ráðherrum sinum embættisfærslur af því tagi að umboðsmaður Alþingis þurfi að gagn- rýna hana,“ segir Svavar Gestsson, for- maður þingflokks Alþýðubandalags. Aðspurður um það hvort til greina kæmi að bera upp van- traust á ráðherr- ann sagðiSvavar það geta orkað tvímælis. „Ég vil ekkert um það segja þar sem venjan er sú að sé borið upp vantraust þá hlaupa allir í strýtu, og veita ráðherra enn meira skjól en aniiars. Það er því mikill ábyrgðarhluti af stjómarandstæð- ingi að bera upp tillögu sem síðan yrði felld. Ég held að það sé markvissara að fara öðruvísi í málin," segir Svavar. DV leitaði álits Magnúsar Oddsson- ar ferðamálastjóra í gærmorgun vegna þessa máls en hafði ekki erindi sem erfiði. -rt Stuttar fréttir i>v Sameining Stjómir frystihúsanna Hrað- frystihúsið hf. og Króksnes hf. hafa ákveðið að sameinast undir nafni hins fyrmefhda. Fyrir átti Hrað- frystihúsið hf. frystitogarana Bessa og Andey og ísfisktogarann Pál Pálsson. Við bætist rækjubáturinn Öm ÍS með 200 þorskígilda kvóta. Vilja endurgreiðslu Innflytjendur franskra kartaflna sem ríkið rukkaði um ólöglegt jöf- ununargjald vilja fá milljónir endurgreiddar. Fjármálavaldið þverskallaðst við að endurgreiða og segir dæmdar sakir sínar fymdar. Ný flugfargjöld íslandsflug hefur breytt far- gjaldaskrá sinni í innanlandsflugi eftir að fargjaldakerfi félagsins tengdist vildarpunktakerfi Flug- leiða. Þá hefur félagið einnig tengst Amadeus-bókunarkerfmu í gegn- um SAS. 8000 flugfélög eru tengd því í heiminum og yfir 41 þús. ferðaskrifstofúr. Aðstoð við munaðarlausa í kvöld verður hátíðardagskrá á Hótel íslandi í tilefni tíu ára af- mælis ABC-hjálparstarfs. Aðal- verkefni samtakanna hefur verið að'Sjá fátækum og munaðarlausum börnum í þriðja heiminum fyrir menntun og framfærslu. Gullið í biö Gullleit Melmis hf. er i biðstöðu meðan rannsökuð eru um 5000 sýni af Suðvestur-, Norður- og Austurlandi. Visbendingar um að gullnám borgi sig era jákvæðar að sögn Viðskiptablaðsins. Leifssaga leiðrétt Friðrik Þór Friðriksson og fleiri kvik- myndamenn ætla að gera heimildarmynd um landafundi Leifs heppna Eiríkssonar og og leiðrétta þar með mannkynssög- una sem er vitlaust skráð, að sögn Friðriks Þórs í Morgunblaðinu. Línan samt lögð Landsvirkjun heldur áfram fram- kvæmdum við nýja BúrfeUslínu um Ölkelduháls þótt skipulagssstjóri hafi úrskurðað að frekara umhverf- ismat eigi að fara fram á öðrum leið- um fyrir línuna sem til greina koma. RÚV sagði frá. Lækkandi gengi Gengi hlutabréfa í sjávarútvegs- fyrirtækjum fer lækkandi og kaup- endur virðast halda að sér höndum og bíða þess að þau lækki enn meir þegar sjómannaverkfall skellur á innan fárra daga. Viðskiptablaðið sagði frá. 300 bíða afvötnunar Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á Vogi, segir við Morgunblað- ið að 300 manns bíði eftir að komast í vímu- efiiameðferð. Slæmur skortur sé á skyndiþjón- usturými fýrir aðframkomið drykkjufólk. Siggi dipló dæmdur Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt 76 ára gamlan leigubíl- stjóra, sem hefur gælunafiiið Siggi dipló, í sekt fyrir að aka farþegum gegn gjaldi án þess að hafa lengur atvinnuleyfi. Leigubílstjórar eiga að hætta sjötugir. Björgunaraðgerðir Stjómvöld í Asíu reyna að róa lífróður út úr efnahagskreppunni í áifunni án mikils sjáanlegs árang- urs enn sem komið er. Síðan í júli hefur gengi rúpíu í Indónesíu fallið um 78,85% gagnvart dollar, gengi batsins í Taílandi um 52,39%, gengi kóreska vonnsins 47% og ringitið i Malasíu um tæp 43%. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.