Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 27 Iþróttir íþróttir ENGLAND Kenny Dalglish, knattspymustjóri Newcastle, er búinn aö ganga frá kaupum á sænska landsliðsmanninn- um Andreas Andersson frá AC Milan fyrir 3 milljónir punda. Svíinn knái kemur til Englands í vikunni og verð- ur jafnvel með gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Dalglish ætlar ekki að láta þau kaup nægja til aö styrkja lið sitt enda veitir ekki af. Hann ætlar sér að ná í Gary Speed, fyrir- liða Everton, og er hann reiðubúinn að greiða 5 milljónir punda fyrir hann. Þá er líklegt að Dalglish kaupi Andy Griífin, 18 ára bakvörð frá Stoke, fyrir 1,5 milljónir punda. Steve Stone, miðvallarleikmaðurinn knái hjá Nottingham Forest, hefur gefið upp á bátinn að komast í enska landsliðið sem leikur á HM í sumar. Stone er nýstiginn upp úr erfiðum hnémeiðslum og segist ætla að ein- beita sér að því aö koma Forest upp í úrvalsdeildina að nýju frekar en að reyna að tryggja sér sæti í landslið- inu að nýju. Denis Wise, fyrir- liði Chelsea, kem- ur aftur inn i liðið í kvöld þegar það mætir Arsenal í undanúrslitum deildabikarkeppn- innar. Wise hefur ekki leikiö með liði Chelsea í tvær vikur, fyrst var hann hann meiddur og svo tók hann út eins leiks bann. Ruud Gullitt bindur vonir við að með tilkomu Wise vænkist hagur liðsins. Chris Kamara, nýráðinn fram- kvæmdastjóri hjá Stoke City, hefur fengið varnarmanninn Todd Mc- Kinley frá Celtic að láni næsta mán- uöinn og er honum ætlað að fylla skarð Andy Griffin sem er á förum frá félaginu. Brian Laudrup, leikmaður Rangers í Skotlandi og danska landsliðs- ins, er mjög eftir- sóttur en samning- ur hans við Rangers rennur út í vor. Manchester United, Arsenal og Chelsea hafa öll gert honum tilboð og sömuleiöis Ajax í Hollandi. Laudrup hefur nú hafnað tilboðum frá Man. Utd og Arsenal að sögn um- boðsmanns hans og því mun kappinn ganga til liðs við annaðhvort Chelsea eða Ajax nema að betra tilboð berist í hann. Patrik Berger, tékkneski landsliðs- maðurinn sem gekk í raðir Liverpool á síðasta tímabili og gerði þriggja ára samning, er mjög óhress með stöðu sina hjá félaginu en hann hefur að mestu vermt varamannabekkinn í vetur. Berger á það á hættu að missa atvinnuleyfið í Bretlandi en til að halda þvi þarf hann að spila 70% af leikjum liðsins á tímabilinu. Berger segir: „Ég vil ekki vera hér áfram á næsta tímabili ef þetta á að halda svona áfram. Mér líður mjög vel hjá Liverpool en ég verö að fá að spila en ekki sitja á bekknum. Ég vonast til að geta hitt Peter Robinson, stjómarformann félagsins, og rætt við hann um framtíð mína hjá Liver- pool.“ Alex Fergson, stjóri Manchester United, er óvinsæl- asti maðurinn i breskri knatt- spyrnu að mati les- enda tímaritsins Total Football. 34% þeirra 1500 lesenda sem kusu völdu Ferguson í efsta sæti á óvin- sældalistanum. Ferguson á sér marga öfundarmenn enda hefur hann náð einstökum ár- angri með lið Man. Utd á undanfóm- um árum. Það hefur mörgum sem ekki styðja við bakið á United mislik- að og því er Ferguson svona óvinsæll. Graham Taylor, fyrrum þjálfari enska landsliðsins og núverandi stjóri hjá Watford, varð annar í kjör- inu en 13% lesenda völdu hann óvin- sælastan. -GH Shawn Kemp, leikmaðurinn snjalli í liði Cleveland, átti góðan leik með liði sínu gegn Dallas í nótt, skoraði 22 stig og tók 12 fráköst en þau dugðu skammt í þetta skiptið. Dallas hafði betur í framlengingu. Mynd Reuter NBA í nótt: Tvíframlengt og Rice fór á kostum Hart var barist í NBA-deildinni í nótt en þá voru háðir níu leikir. Tviframlengja þurfti viðureign Charlotte og Phoenix þar sem Glen Rice fór á kostum fyrir Charlotte. Hann skoraöi 42 stig, þar af fyrstu þrjú stigin í síðari framlenging- unni. Leikurinn þótti frábær skemmtun og körfuboltinn var í hæsta gæöaflokki. Þá þurfti framlengingu í leik Dallas og Cleveland. Úrslit í nótt: Indiana-Washington.........85-84 Miller 20, Mullin 11 - Howard 25, Chea- ney 20. Charlotte-Phoenix .......120-113 Rice 42, Mason 20 - McDyess 30, Chap- man 20. Milwaukee-Detroit.........83-81 Dumar 20, Stackhouse 19, Hill 19 - Gilli- am 15, Robinson 14. Minnesota-Atlanta.........113-96 Gugliotta 26, Marbury 21 - Henderson 27, Blaylock 19. Dallas-Cleveland...........84-77 Finley 39, Davis 10 - Kemp 22. Houston-LA Clippers . . . 115-109 Barkley 21, Drexler 17, Piatkowski 22, Taylor 21. Denver-New Jersey......87-120 Kittles 18, Cassell 18 - Gamett 15, Fortson 15. Portland-Golden State .... 78-82 Trent 20, Wallace 20 - Smith 23, Coles 19. Vancouver-Chicago ......85-103 Rahim 16, Reeves 13 - Pippen 29, Jordan 20. Reggie Miller skoraði sigurkörfú Indiana gegn Washington. Charles Barkley átti frábæran leik fyrir Houston, hitti vel og tók 14 fráköst. Clippers tapaði sinum fimmta leik í röð. Armon Gilliam tryggöi Milwaukee sigurinn gegn Detroit. Vancouver gerði aðeins sjö stig í þriðja leikhluta gegn Chicago og unnu Jordan og félagar síðan auð- veldan sigur. -JKS KFÍ (48) 80 Keflavík (43)90 6-2, 8-7, 18-14, 22-16, 23-27, 26-32, 39-39, (48-43), 52^5, 56-67, 58-69, 66-72, 66-79, 80-90. Stig KFÍ: Ólafur Ormsson 25, David Bevis 24, Baldur Jónasson 14, Friðrik Stefánsson 9, Marcos Salas 6, Guðni Guönason 2. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 23, Falur Harðarson 21, Gunnar Einarsson 15, Dana Dingel 13, Haildór Karlsson 6, Kristján Guðlaugsson 5, Fannar 4, Birgir Öm Birgisson 2. Fráköst: KFÍ 36, Keflavík 32. 3ja stiga körfur: KFÍ 7/12, Keflavik 11/21. Vitanýting: KFÍ 10/23, Keflavik 6/9. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Bergur Steingrímsson, allt of linir. Áhorfendur: 600. Maður leiksins: Falur Harðarson, Keflavík. Sigurmark frá Fowler Robbie Fowler tryggði Liverpool sigur á Middlesbroguh i fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspymu á Anfield Road í Liverpool í gær. Heimamenn höföu betur, 2-1, og skoraði Fowler sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok með föstu skoti úr markteignum og var þetta 20. mark hans í þessari keppni í 24 leikjum. Það vom gestimir sem náðu forystunni þegar Paul Merson skoraði gott mark á 29. mínútu eftir að hafa sloppið inn fyrir vöm Liverpool. Adam var ekki lengi í paradís því aðeins tveimur mínútum síðar jafhaði Jamie Redknapp metin með glæsilegu skoti af um 20 metra færi. í síðari hálfleik hélt Liverpool uppi þungri pressu á mark Middlesbrough og mark Fowlers lá lengi í loftinu. Síðari leikur liðanna verður á River Stadium-leik- vangnum í Middlesbrough 18. ferbrúar. Arsenal og Chelsea mætast í kvöld í hinni undanúrslitaviðureigninni en úr- slitaleikurinn í þessari keppni fer fram á Wembley í mars. -GH jt síBr Blond i poka Petra Schneider, fyrrum ólympíu- meistari, viðurkenndi í blaðaviðtali að hafa tekið inn óleyfileg lyf þegar hún keppti fyrir Austur-Þýskaland á ólympíuleikunum í Moskvu 1980. Þar sigraði hún í 400 metra fjórsundi. Alþjóða sundsambandið (FINA) ákvað á fundi sínum i London að semja nýjar og harðari reglur til að sporna við ólöglegri lyfjanotkun sundmanna. -JKS ENGLAND Deildabikarinn, fyrri leikur: Liverpool-Middlesbrough . . . 2-1 0-1 Merson (29.), 1-1 Redknapp (31.), 2-1 Fowler (82.) 1. deild: Birmingham-Stockport ........4-1 Bradford-Reading ............4-1 Bury-Wolves..................1-3 Sheff. Utd-Huddersfield......1-1 WBA-Ipswich .................2-3 Vésteinn ráöinn verkefnastjóri - með Sydney-hópnum Frjálsíþróttasamband ís- lands hefur ráðiö Véstein Hafsteinsson sem verkefnis- stjóra (þjálfara og umsjónar- mann) með Sydney-ólympíu- hópi FRÍ. Vésteinn er vel kunnur fyrir arek sín í fijálsum íþróttum og keppti m.a. á femum Ólympíuleikum og fjölda annarra stórmóta hérlendis og erlendis. Að mati stjómar FRÍ hefúr Vésteinn auk þess yfir góðum skipulagseiginleikum að búa og sýndi það í verki sem framkvæmda- stjóri hins glæsilega stórmóts ÍR á dögun- um. Þá hefúr hann einnig sinnt þjálfara- störfum og starfað sem umboðsmaður fijálsíþróttamanna. Tilgangurinn með Sydney-ólympíuhópn- um er sá að undirbúa einstaklinga hópsins fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Einnig að hópurinn sé hvatning fyrir íslenskt íþróttafólk til þess að vinna markvisst að því að komast í hópinn og á Ólympíuleikana árið 2000. Markmiðið er að einstaklingarnir í hópnum nái sem flestir A-lágmörkum. -JKS Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambandsins: „Undir högg aö sækja fjárhagslega" - þátttaka í Evrópubikarnum í sumar dregin til baka Frjálsíþróttasamband íslands hefur uppi áform um að senda 5-6 keppendur á Evrópumótið innan- húss sem haldið verður í Valencia á Spáni í lok febrúar. Fimm kepp- endur hafa náð tilskildum árangri fyrir mótið en þeir eru Jón Arnar Magnússon, Vala Flosadóttir, Guð- rún Arnardóttir, Þórey Elísdóttir og Pétur Guðmundsson. Gerum kröfur að einstak- lingurinn eigi erindi „Það er ekki sjálfgefið þótt lág- markinu sé náð að keppandinn fari á Evrópumótið innanhúss. Við gerum þær kröfur einnig að íþróttamaðurinn eigi erindi á um- rætt mótt. Það er ekki ákveðið enn hve marga keppendur við sendum til Spánar. Mér sýnist samt stefna í það að þeir verði á bilinu 5-6 og reyndar höfum við búist við að þeir yrðu á þessu bili. Jón Amar keppir í sjöþrautinni og Vala í stangarstökkinu, Guðrún í 200 og 400 metra hlaupum. Þórey Elís- dóttir hefur náð lágmarkinu í stangarstökki og Pétur Guð- mundsson kúluvarpari en við höf- um ekkert heyrt frá honum. Eins er Sigriður Anna Guðjónsdóttir ekki langt frá lágmarkinu í lang- stökkinu. Við munum ákveða það fljótlega hverjir fara á Evrópumót- ið,“ sagði Jónas Egilsson, formað- ur FRÍ, í samtali við DV í gær. Hvað með önnur verkefni FRÍ á þessu ári? Frjálsíþróttasambandið á undir högg að sækja fjárhagslega og af þeim sökum hefur verið ákveðið að senda ekki landsliðið til þátt- töku í Evrópubikamum í Kaunas í Litháen í sumar. Við ætlum í staðinn að nota árið í að vinna okkur út úr fjárhagskröggunum. Við erum með í vinnslu mótun þar sem okkar stefna verður ákveðin. Aö öðru leyti er framtíð- in björt og við eigum hóp af efnilegum fólki sem eflaust á eftir að láta að sér kveða í framtíð- inni,“ sagði Jónas Egilsson við DV. Eitt stærsta verkefnið næsta sumar verður án efa Evrópumótið utanhúss sem haldið verður í Búdapest um miðjan ágúst. Þar má búast við að þátttakendur héð- an verði ekki færri en fimm talsins. -JKS Spennufall - KFÍ náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Njarðvík gegn Keflavík i gær Wffi W Spánverjinn Marcelo Salas skoraði sex stig fyrir KFÍ þegar liðið beið lægri hlut fyrir Keflvíkingum á ísafirði í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Malmö vill 5 ára samning Sverrir Sverrisson kemur til landsins í dag með samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö. við Sverri Sverrisson, leikmann IBV þetta tilboð. Ég reiknaði auðvitað ekki með að þeir vildu gera svona langan samning en það hefur sína kosti og galla,“ sagði Sverrir við DV í gærkvöldi en hann kemur til landsins i dag. -GH Forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö FF hafa hrifist mjög af frammistöðu Sverris Sverris- sonar, miðvallarleikmannsins sterka í liði ÍBV, og vilja gera við hann fimm ára samning. Sverrir átti fund með forráðamönnum félagsins í gærkvöldi og þar lögðu þeir fram tilboðið. „Ég ætla aö gefa mér einhverja daga að fara yfir DV, Isafirði: Keflvíkingar komu vestur í miklum baráttuhug, sem að lokum færði þeim sigur í leik sem var reyndar ekki í háum gæðaflokki. Ótal mistök á báða bóga, fleiri þó í eigu ísfirðinga sem léku langt undir getu í síðari hálf- leik eftir að hafa haft fimm stiga forskot í hálfleik. Lokatölur leiksins urðu 80-90 fyrir Keflvíkinga. Spenna vegna frestunar Nokkur spenna var í mönnum vegna frestunar leiksins, sem Keflvík- ingar eiga erfitt með að sætta sig við. Sit- ur líklega eitthvað súrt í þeim vegna þess að ísfirðing- ar slógu þá út í Renault-bikam- um. David Bevis skoraði fyrstu sex stig ísfirð- inga en Guð- jón Skúlason svaraði með þriggja stiga körfu og Dingle síðar með tveggja stiga körfu og staðan var 8-7. Friðrik og Bald- ur breyttu stöðunni í 13-7 og virtust Kefl- víkingar eiga í vandræðum með sóknar- leikinn, reyndu of mikið á eigin spýtur. Þeir náðu þó að lappa upp á hann með góöri hittni Fals og Guðjóns og jöfnuðu leikinn, 22-22. Á þessum kafla léku ísfirð- ingar illa í sókninni og nýttu vítaskotin afleitlega. Keflvíkingar komust um tima í sex stiga forystu. ísfirðingar hristu af sér sleniö og tókst að minnka muninn í tvö stig, 32-34. Kefl- vikingar skoruðu næstu fimm stigin, en með góðri baráttu og körfum Ólafs Orms- sonar og Bevis tókst þeim að komast yfir, 41-39, og voru komnir fimm stigum yfir í hálfleik. Sirkussýning í upphafi síðari hálfleiks Blaðamaður DV hélt sig vera kominn á sirkussýningu fyrstu mínútumar í síðari hálfleik, svo „skrautlegir" voru tilburðir beggja liða. Skemmtilegri sóknarmistök hafa ekki sést hér fyrr. Bæði liðin greini- lega ákveðin í að selja sig dýrt, en ekki var dýrt kveðið. Þetta lagaðist þó brátt, Keflvíkingar söxuðu á forskotið og fór þar fremstur Gunnar Einarsson með sex stig á skömmum tíma, 55-53. Þá fór í hönd góður leikkafli Keflvíkinga á með- an allt gekk á afturfótunum hjá heima- mönnum í sókninni. Þeim tókst ekki að ógna forystu andstæðinganna það sem eftir lifði leiksins, voru óvenju daufir í varnarleiknum. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka voru heildarvillur ísfirðinga í leiknum öllum 10 talsins en Keflvíkinga 21. Þarna liggur munurinn á liðunum að þessu sinni. ísfirðingar náðu ekki að sýna þann vamarleik sem þeir hafa verið rómaðir fyrir í vetur. Keflvikingar sýndu aftur á móti öflugan vamarleik í síðari hálfleik og það ásamt góðum leik Fals og Guðjóns, sem gerðu margar góðar 3ja stiga körfur, skilaði þeim sigri sem er þeim e.t.v. ein- hver sárabót eftir bikarvonbrigðin. Hjá Keflavík léku langbest þeir Falur og Guðjón. Gunnar Einarsson átti góðan síðari hálfleik. Aðrir léku ágætlega. Hjá Isfirðingum voru bestir Ólafur Ormsson og David Bevis. Baldur gerði nokkrar góðar 3ja stiga körfur. Aðrir léku undir getu. -PG Opna ástralska mótiö í tennis: Meistarinn fallinn - tapaði fyrir Karol Kucera - Korda sigurstranglegur Pete Sampras, besti tennisleikari heims, féll í gær úr leik í 8-manna úrslitum á opna ástralska meistaramótinu i tennis þegar hann beið lægri hlut fyrir Slóvak- anum Karol Kucera í hörkuviðureign sem endaði 6-4, 6-2, 6-7 og 6-3. Sampras átti titil að verja Pete Sampras, sem átti titil að verja og var að flestra mati talinn eiga sig- urinn visan á mótinu eftir að Andre Agassi féll úr leik, varð að játa sig sigraðan eftir tveggja klukkustunda viðureign. Kucera, sem er 23 ára gamall, kom Sampras hvað eftir annað í opna skjöldu með glæsilegum smössum sem Sampras réð ekki við. Kucera mætir Tékkanum Petr Korda í undan- úrslitunum en Korda lagði Svíann Jonas Björk- man. Veðbankar spá því að Korda fari alla leið og hampi titlinum en fyrir mótið spáðu þeir Sampras öruggum sigri. „Þetta voru að sjálfsögðu mikil vonbrigði en ég lék illa og því fór sem fór,“ sagði Sampras eftir leikinn. Kucera var að vonum í sjöunda himni eftir leikinn en þetta er besti árangur hans á stórmóti til þessa og hver veit nema að hann fylgi þessum sigri eftir og fari alla leiö. Hjá kvenfólkinu bar það helst til tíðinda að Lindsey Davenport frá Bandaríkjunum lagði löndu sína Venus Williams og mætir Cochitu Martinez frá Spáni í undanúrslitum. Martines sigraði Sandrine Testud frá Frakklandi nokkuð létt. -GH Danir töpuöu fyrir Taílendingum, 1-0, á alþjóðlegu móti sem hófst í Banko í Taílandi í gær. Celtic sigraði Dundee United, 1-2, í skosku úrvalsdeildinni i knattspymu í gærkvöldi. Kjell Olofsson kom heimamönnum í Dundee yfir á 24. mínútu. Varamaðurinn Simon Donn- elly jafnaði metin á 28. minútu og Craig Burley skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Sigurður Jónsson lék allan tímann í liði Dundee sem er um miðja deild. Rangers er meö þriggja stiga for- skot á Celtic og Hearts. Ionut Lutu, markahæsti leikmaöur- inn í rúmensku 1. deildinni í knatt- spyrnu, gekk í gær i raðir Galatasaray í Tyrklandi. Þar hittir hann fyrir félaga sina i landsliðinu, þá Gheorghe Hagi, Gheorghe Popescu og Iulian Filipescu. Sergi Bubka, margfaldur heims- og ólympíumeistari í stangarstökki, ætl- ar að gera atlögu að heimsmeti sínu innanhúss á móti í Birmingham á Englandi í næsta mánuði. Metið er 6,16 metrar. Bayern Miinchen sigraði Coventry, 4-2, í æfingaleik á Englandi í gær. Scholl, Elber, Jancker og Rizzitelli gerðu mörkin fyrir Bæjara en Moldovan og Haworth fyrir Coventry. Knútur Sigurösson, handknattleiks- maður úr FH, leikur ekki með liðinu næstu vikurnar. Knútur er meiddur í hné og fer í speglun í vikunni. Óttast var i fyrstu að krossbönd hefðu slitn- að en svo er ekki. -GH URVALSDEILDIN Grindavík 14 12 2 1310-1151 24 Haukar 14 11 3 1182-1020 22 Keflavík 14 9 5 1299-1212 18 KFl 14 9 5 1255-1159 18 ÍA 14 8 6 1090-1082 16 Tindastóll 14 8 6 1084-1045 16 Njarövík 14 7 7 1209-1144 14 KR 14 6 8 1125-1174 12 Skallagrímur 14 6 8 1142-1238 12 Valur 14 4 10 1121-1203 8 Þór A. 14 2 12 1093-1319 4 ÍR 14 2 12 1126-1289 4 Næsta umferð verður leikin annað kvöld. Þá mætast Grindavík-Skalla- grímur, Þór-KFÍ, KR-Keflavík, Haukar-Njarðvík, Valur-ÍA. Pete Sampras gengur niðurlútur af velli eftir að hafa tapað fyrir Karol Kucera í 8-manna úrslitunum i gær. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.