Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 18
is mennmg
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 JjV
Fornsögur
PS...
Kraftaverkamaðurinn
Hér á síðunni er rætt við einn fjöl-
margra aðstandenda íslendingasagnaútgáf-
unnar á ensku sem iðulega hefur áður ver-
ið getið í blaðinu. í Morgunblaðinu í vik-
unni sem leið skrifaði Jakob F. Ásgeirsson
þarfa grein til að minna á manninn sem
stóð, ásamt félaga sinum sem nú er látinn,
á bak við þetta fyrirtæki, Jðhann Sigurðs-
son. Þar kemur fram að Jðhann er ekki að-
eins Þingeyingur heldur kokkur líka, en þó
aðallega kraftaverkamaður.
„Þaö stingur óneitanlega í augu,“ segir
Jakob, „að heildarútgáfa íslendingasagna á
ensku væri alis ekki orðin að veruleika, ef
Jóhann Sigurðsson hefði ekki tekið af
skarið. Hvar voru allar stofnanimar sem
dælt er í milljónatugum af skattfé lands-
manna? Af hverju hafði eng-
inn á þeim bæjum slíkt frum-
kvæði?“
Það sama mátti segja þegar
lítið forlag i borginni, Svart á
hvítu, steypti sér í stórskuldir
tU að hafa fjölda manns á
launum við að gefa út allar Is-
lendingasögurnar fyrir al-
menning. Án allra formála og
neðanmálsritgerða, bara eins
og fólkið í landinu hefur lesið
þær allar þessar aldir.
Mér finnst stundum eins og
læx-ðu mennirnir á fmu stofn-
ununum með stóru nöfnin
ímyndi sér að enginn skilji
eða hafi áhuga á þessum
gömlu bókum nema þeir og
þess vegna sé alveg nóg að
koma út einni lærðri útgáfu - með fullri
virðingu fyrir stafkrókunum - á tíu ára
fresti og segja helst engum frá því nema
kollegum í öðrum fíiabeinstumum annars
staðar í heiminum.
En útgáfa Svarts á hvítu - sem gaf Jó-
hanni hugmyndina að þeirri ensku eins og
Jakob miimir á - sannaði svo ekki varð
um villst að prósentvís hefúr þeim íslend-
ingum ekki fækkað sem hafa löngun til að
handljatla, grípa niöur í og jaftivel lesa
þessar gömlu sögur upp til agna. Gaman
verður aö fylgjast með hvort útlendingar
bíta líka á agnið.
Jóhann Sig-
urösson,
kokkur og
kraftaverka-
maöur.
Hetjan og höfundurinn
Nú er Jón Karl Helgason næstum því bú-
inn að sarma að Halldór Laxness hafi skrif-
að Njálu og því ekki úr vegi að nefha næst
almenna ánægju með
lestur Amars Jónssonar
á Sjálistæðu fólki á rás 1
um hálfsjöleytið á kvöld-
in. Amar þurrkar sjálfan
sig út og gengst sögunni á
hönd af sjaldgæfri irmsýn
og innlifun. Kaflinn núna
fyrir helgina, lýsingin á
því þegar Rósa fórnar
kindinni og étur hana,
varð heilagur texti í
flutningi Amars.
Alúðarþakkir.
; Minnumst bíómyndanna
Og úr því verið er að tala um menning-
6 ararf þá má gleðjast yfir því að Kvik-
myndasafn íslands er að koma sér upp að-
stöðu i Bæjarbíói, þeirri gömlu bíó-mekku,
j til að sýna myndir úr safni sinu. Um leið
| fara að tínast fram í hugann bíómyndimar
sem höfðu mest áhrif á mann í eina tíð -
Orfeo Negro, M, Jómfrúarlindin,
j Stromboli, Rebel without a Cause, La
| Strada, Citizen Kane, Dr Strangelove og
í fleiri og fleiri...
1 Maður getur varla beöið.
Alltaf á mánudögum
; Hinn ágæti ritstjóri Listapósts Gallerí
Foldar sendir menningarsíðu DV og mynd-
i' listarrýni hennar skeyti í síðasta tölublaði
j:; sínu. „Að visu er endmm og eins myndlist-
; argagnrýni í DV,“ segir þar.
j Listapósturinn skal upplýstur um að
myndlistarrýni er á mánudögum í DV; í
venjulegum vikum (ef ekki eru páskar eða
t aðrar uppstigningarhátíðir) þarf hann ekki
að leita að myndlistarrýni aðra daga.
j Hvergi á byggðu bóli tíðkast að skrifa
í um allar myndlistarsýningar í blöðum.
: Ekki frekar en allar bækur sem út koma
S eða alla tónleika sem eru haldnir. Merrn
j velja bara misjafnlega marga listviðburði
S til aö skrifa um. Og þá reyna gagnrýnend-
j ur auðvitaö að velja þá sem þeir geta sagt
S eitthvað um sem skiptir máli.
yfir
Iýsandi greiningu á þeim þar sem harrn tekur
dæmi oft úr sögum sem eru lítt þekktar er-
lendis. Þannig fjölgar hann sögum sem menn
gefa gaum.
Það er erfitt að finna aðrar miðaldabók-
menntir sem komast nærri íslendingasögum
að fágun og frásagnarkrafti og auðvelt að
segja að þær séu einstakar í sinni
röð en erfiðara að rökstyðja það.
Það gerir Vésteinn. Hann lýsir á
lifandi hátt heimi sagnarma og
tengir einstaklega vel saman
einstaklingssögur og samfé-
lag, einkum í fyrsta kaflan-
run sem var endursaminn
fyrir útlendinga. Hann
segir frá helstu rannsókn-
um sem hafa verið birtar
undanfarið á sögunum.
Og hann ýtir undir að
lesandinn hugsi um
hvað er sérkennilegt
við Islendingasögur
miðað við aðrar
miðaldabók-
menntir. Svo
fjallar hann líka
um hvemig
fólk hefur tek-
ið við þessum bók-
mermtum gegnum aldirnar,
bæði á íslandi og erlendis.
Ein aðalhugmynd Vésteins er að í ís-
lendingasögum séu 13. og 14. aldar Islending-
ar, sem stóðu á örlagaríkum tímamótum, að
hugsa um forfeður sína á söguöld sem einnig
stóðu á mikilsverðum tímamótum. Þeir
horfðu aftur með stolti og eftirsjá en einnig
undrun og forvitni að vita hvemig menn
hefðu komist í gegnum þetta átakaskeið. Eins
er með okkur núna á tímamótunum sem við
stöndum á og okkur leikur forvitni á að vita
hvemig fólk á öðmm tímum komst í gegnum
miklar þjóðfélagsbreytingar."
Öðruvísi en allar
Andrew Wawn, dósent í Leeds - einn af íslandssjúku sérvitringunum sem hann er
afi rannsaka sjálfur.
aðrar sögur
Andrew er sjálfur á kafi
í viðtökufræðum, heillað-
ur af þessum mönnum sem
komu hingað á
seglskipum og
seinna gufuskip-
um langar vega-
lengdir til að
gera eins og
hann sjálfur
gerði seirma,
sitja við ár og
lesa sögur, arka
svo um söguslóð-
ir og velta fyrir
sér hvað gerðist í
raun og veru,
hvað gerðist
ekki, hvað gæti hafa gerst
og hvað hefði átt á gerast,
eins og haxm segir.
- Hvað sérð þú sjálfur í
þessum sögum?
„Þetta er erfið spuming.
Ég get sagt það eitt að þeg-
ar ég var ungur stúdent
við nám i enskum mið-
aldafræöum þá fannst mér
íslendingasögur svo óend-
anlega miklu meira spenn-
andi og eftirminnilegar en
nokkuð sem enskar fom-
bókmenntir buðu upp á, og
þá tel ég jafnvel Chaucer
með og Kantaraborgarsög-
ur hans.
Erfiðara er að segja
hvernig ég komst að þeirri
niðurstöðu fyrst, en ég get
reynt að taka dæmi. Leik-
maður í tennis fær aldrei
að spila á Wimbledon,
sama hversu góður hann
er; leikmaður í fótbolta
fær aldrei að spila á
Wembley. En þessir
bresku sérvitringar, sem
hingaö flykktust á 19. öld-
inni, gátu gengið með
Njálu í hendi um söguslóð-
ir hennar og orðið sérfræðingar á sinn hátt þó
að þeir væra bara leikmenn. Það er þessi
rómantíska hlið á íslendingasagnafræðum
sem mér hefur alltaf fundist svo aðlaðandi.
Svo eru íslendingasögur allt öðmvísi en all-
ar aðrar sögur og þessi „othemess“,“ segir
Andrew og grípur til móðurmálsins, „er ómót-
stæðileg. Þær em magnaðar en líka undarleg-
ar. Og vandinn við þýðingar á þeim er einmitt
að halda þeim þannig en gera þær þó
aðgengilegar. Þær mega ekki
verða eins og hverjar aör-
ar sögur í stíl en samt
mega þær ekki vera of
gamaldags. Það var
heilmikil rannsókn á
enskunni að komast að
því hvernig hún gat þjón-
að þessum sögum.
Loks kenna þær okkur
svo mikið um fólk og samfé-
lag. Öll þessi smáatriði um
heimilislíf til dæmis, ekki
finnum við þau í Bjólfskviðu!
Þær hafa yfir sér sérstakan ís-
lenskan svip en höfða til fólks
alls staðar á öllum tímum. Þær
eru frá öðrum tíma og öðrum
heimi, gefa manni aðgang að veröld
þar sem fólk hugsaði öðruvísi en við,
lifði ólíku lífi og dó jafnvel öðruvísi
líka, og þó fínnst manni aldrei að mað-
ur sé að horfa á einhvem teiknimynda-
heim. Við virðum þetta fólk og lífshætti
þess vegna þess að það gera höfundar sagn-
anna.“
Andrew Wawn fór úr landi strax eftir páska
til að sinna sínu daglega brauði. En hann
kemur aftur um leið og hann getur - strax í
júní - í eftirréttinn. Hann er nefnilega einn af
þessum íslandssjúku sérvitringum sem vilja
frekar sitja við laxveiðiárnar og lesa íslend-
ingasögur en veiða laxinn.
DV-mynd ÞOK
Andrew Wawn er háskóla-
kennari í Leeds, kennir þar
fomensku og enskar miðalda-
bókmenntir og er frægur
maður í fræöunum fyrir ein-
staklega skemmtilega fyrir-
lestra um fombókmenntir,
bæði íslenskar og enskar.
Hann tók þátt í hrnni miklu
vinnu við að þýða íslendinga-
sögur á ensku fyrir bókaút-
gáfu Leifs Eiríkssonar, þýddi
Vatnsdæla sögu. Fyrr í þess-
um mánuði kom út annað
verk í þýðingu hans, Sam-
ræður við söguöld eftir Vé-
stein Ólason sem á ensku
heitir Dialogues with the Vik-
ing Age. Sjálfur er hann langt
kominn með eigin bók sem á
að heita The Vikings and the
Victorians og fjalla um
breska ferðalanga sem hingað
komu á 19. öld og heilluðust
af fombókmenntum íslend-
inga og landinu sjálfu.
Sár vöntun á
aðgengilegri bók
- Nú varstu líka að þýða bók Vésteins Óla-
sonar um tslendingasögur, Samræður við
söguöld. Á hún erindi til landa þinna?
„Já, það var beinlínis þurrð á markaði og
sár vöntun á bókum til að lesa með nemend-
um um íslendingasögur - bók sem væri eins
og þessi: aögengileg um leið og fræðileg og
þar að auki nútímaleg. Hún veitir góða inn-
sýn í íslenskt þjóðfélag og menningu til foma
og setur sögurnar í sögulegt samhengi, ef svo
má segja.
Vésteinn leggur áherslu á frásagnarlist
sagnanna og hjálpar lesendum mikið með
Gómsætur
eftirréttur
Það er erfitt að segja frá
því eins og nú er komið en
Andrew sagðist hafa fallið
fýrir Vatnsdælu í laxveiði-
ferð. Meðan félagar hans
veiddu lax í húnvetnskri á sat
hann ýmist úti eða inni og las
Vatnsdælu. Og varð svo heill-
aður að þegar honum bauðst
að þýða einhverja sögu til út-
gáfu valdi hann hana. - En
hvemig reyndist hún þá
vera? Stóðst hún samanburð
við þær frægustu?
„Ja, hún er ekki fræg, eig-
inlega hvorki hér né erlendis.
Þó er hún ein af lengstu sög-
unum og ein hinna fyrstu
sem var þýdd á ensku. Það er
að segja partur af henni var
þýddur í frægri bók sem kom
út í Englandi á 19. öld. Það var eins og oftar
íslandssjúkur sérvitringur, skólastjóri að
nafni Sabine Baring Gould, sem hingað kom
og skrifaði bók um íslandsferðina. Hann var
heltekinn af Grettlu og Vatnsdælu," segir
Andrew og nýtur þess að segja þessi orð á
mergjaðri íslensku sinni. „Það var skiljanlegt
með Grettlu, enda skrifaði þessi sami maður
barnabók upp úr henni. En hann þvældist
líka um söguslóðir Vatnsdælu og þýddi hluta
hennar og hann var svo smekkvís að hann
þýddi langbesta partinn úr sögunni - um
ódáminn Hrolleif og dauða Ingimundar
gamla. Það er eitthvert besta atriði í saman-
lögðum íslendingasögum. Sagan í heild er
misjöfn - en athyglisverð. Mér fannst gaman
að þýða hana þó að ég hefði verið búinn að
steingleyma hvað hún er löng þegar ég bauðst
til þess!“
- Vinnurðu mikið með íslendingasögur í
starfi þínu?
„Ekki eins mikið og ég vildi. Ég kenni mest
fornensku og sögu enskrar tungu. Það er mitt
daglega brauð. íslenskan er meira eins og
gómsætur eftirréttur!"
fram
lax