Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Síða 20
20
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Fréttir
Hveragerði:
Nýtt hjúkrunarheimili
DV, Hveragerði:
Hvergerðingum og öðrum gest-
um var nýlega boðið að skoða hið
nýja hjúkrunarheimili sem risið
hefur í brekkum Hverahlíðar.
Vinna við frágang innanhúss er vel
á veg komin og verður heimilið tek-
ið í notkun innan skamms. Verður
það í tengslum við dvalarheimilið
Ás/Ásbyrgi. Þar búa nú um eitt
hundrað manns.
Hér er ekki eingöngu um Hver-
gerðinga að ræða heldur kemur fólk
að Ási/Ásbyrgi hvaðanæva af land-
inu. Hluti vistmanna býr í húsum
þar sem lögð er áhersla á heimilis-
legt yfirbragð. Eins og í öðrum híbýl-
um aldraðra hefur meðalaldur heim-
ilisfólks Áss hækkaö undanfarin ár
og þörf fyrir hjúkrunarrými aukist.
Hingað til hafa þeir sem með aldrin-
um þurfa á aukinni umönnun og
hjúkrun að halda þurft að flytja brott
frá Hveragerði. Nú verður breyting á
og í nýja hjúkrunarheimilinu eru
herbergi og aðstaða fyrir 26 manns.
Heimilið mun einnig hýsa þjónustu
sem nýtist öllu heimilisfólki í Ási.
Húsið er þannig staðsett að útsýn
er glæsileg yfir Hveragerði, ná-
grannasveitir og út á sjóinn. Bygg-
ingin er 1445,6 m2 að flatarmáli og er
á tveimur hæðum. Herbergi vist-
manna eru eins og tveggja manna
og með baðaðstöðu. Á efri hæð eru
aðalrými hjúkrunardeildarinnar
ásamt vistherbergjum og heilbrigð-
isþjónustu. Á neðri hæð verður
ýmis þjónusta við vistmenn auk
skrifstofuaðstöðu sem öll mun flytj-
ast þangað. -eh
Ert þú að tapa réttindum
Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum
yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1997:
Lífeyrissjóður Austurlands
Lífeyrissjóður Norðurlands
Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Lífeyrissjóður Suðurnesja
Lífeyrissjóður Vesturlands
Lífeyrissjóðurinn Framsýn
Lífeyrissjóður sjómanna
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja
Lífeyrissjóður Bolungarvíkur
Lífeyrissjóður Rangæinga
Lsj. verkalýsðfélaga á Suðurlandi
FÁIR ÞÚ EKKI YFIRLIT
en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóð-
um eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið skalt þú hafa samband við við-
komandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk.
Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna:
ELLILÍFEYRI - MAKALÍFEYRI - BARNALÍFEYRI - ÖRORKULÍFEYRI
Gættu réttar þíns
í lögum um ábyrgðasjóð launa segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota skulu
launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil
vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal laun-
þegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það
tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er við-
komandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda
þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið
kunnugt um iðgjaldakröfuna.
Þrjár konur á svölum nýja hússins.
Frá vinstri. Kristín Stefánsdóttir,
Guðfinna Hannesdóttir, sem býr á
Ási, og Anna Sveinbjörnsdóttir
fyrrv. prestfrú. DV-mynd Eva
Eyjafjöröur:
Usti félags-
hyggjufólks
DY Dalvík:
S-listi Sameiningar, sem er
nýtstofnað félag félagshyggju-
fólks í nýju sveitarfélagi sem
varð til við samruna Árskógs-
hrepps, Dalvíkurbæjar og Svarf-
aðardalshrepps, hefur nú verið
birtur opinberlega. 10 efstu sæti
listans skipa:
1. Kristján Eldjárn Hjartarson,
Tjörn, Svarfaðardal. 2. Ingileif
Ástvaldsdóttir, Bjarkarbraut 13,
Dalvík. 3. Hjörlina Guðmunds-
dóttir, Dalbraut 1, Dalvík. 4. Ósk-
ar Gunnarsson, Dæli, Svarfaðar-
dal. 5. Kristján Sigurðsson, Ár-
skógi, Árskógsströnd. 6. Óli Þór
Jóhannsson, Böggvisbraut 8, Dal-
vík. 7. Ásta Einarsdóttir, Mímis-
vegi 16, Dalvík. 8. Haukur Sigfús-
son, Skógarnesi, Árskógsströnd.
9. Ester Ottósdóttir, Ásvegi 1, Dal-
vík. 10. Albert Gunnlaugsson,
Dalbraut 1, Dalvík. -hiá
Eyjajörður:
B-listi fram-
sóknarmanna
DV.Dalvik:
einuðu sveitarfélagi Árskógshreppa,
Svarfaðardalshreppa og Dalvíkur-
bæjar hefur verið lagður fram. 10
efstu sæti listans skipa:
1. Katrín Sigurjónsdóttir, Hjarðar-
slóð 3b, Dalvík. 2. Kristján Ólafsson,
Bjarkarbraut 11, Dalvík. 3. Sveinn
Elías Jónsson, Ytra-Kálfskinni, Ár-
skógsströnd. 4. Gunnhildur Gylfa-
dóttir, Steindyrum, Svarfaðardal. 5.
Stefán Svanur Gunnarsson, Efsta-
koti, Dalvík. 6. Jóhanna Gunnlaugs-
dóttir, Völlum, Svarfaðardal. 7. Jón-
as Óskarsson, Öldugötu 11, Árskógs-
sandi. 8. Halla Steingrímsdóttir,
Böggvisbraut 21, Dalvík. 9. Guð-
mundur Ingvason, Aðalgötu 4,
Hauganesi. 10. Svana Halldórsdótt-
ir, Melum, Svarfaðardal. -hiá