Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Qupperneq 22
22
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Fréttir
i>v
Sveitastjórnarkosningar í Skagafirði:
Tortryggni og togstreita
setja mark á baráttu na
DV, Akureyri:
Þótt formleg kosningabarátta
vegna sveitarstjórnarkosninganna
í næsta mánuði sé ekki hafin í
Skagafírði er ekki laust við að
nokkurrar spennu sé þegar farið
að gæta þar. íbúar í Skagafirði
ganga nú í fyrsta skipti að kjör-
borðinu eftir að 11 af 12 sveitarfé-
lögum í héraðinu voru sameinuð.
Því má segja að pólitíska landslag-
ið sé nokkuð óljóst og það veldur
spennu hjá mörgum. Ekkert bend-
ir til annars en að þrír listar verði
í boði, listar Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Skagafjarð-
arlistans, sem er listi A-flokkanna
og annarra félagshyggjuafla.
„Sameiningarmédið verður án
efa fyrirferðarmesta málið i kosn-
ingaharáttunni því þótt sameining
sveitarféiaganna ellefu hafi verið
samþykkt er eftir að berja menn
saman og fá þá til að ganga í takt
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Frfkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavfk
ífml 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: lsr@rvk.is
V
VEGAGERÐIN
UTBOÐ
F.h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík og Vegamálastjóra er
óskað eftir tilboðum í:
„Gullinbrú gatna- og brúargerð, Stórhöfði - Hallsvegur. Eftirlit“.
Áætluð stærðargráða framkvæmdakostnaðar er á bilinu 250-300
milljónir.
Framkvæmdir hefjast í maí nk. og er gert ráö fyrir að verkinu verði lokið
um mitt ár 1999.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá þriðjudeginum 21. apríl 1998
gegn 10.000 kr skilatryggingu.
Opnun tilboöa: þriöjudaginn 5. maí 1998 kl. 11.00 á sama stað.
gat 42/8
INNKA UPASTOFNUN
REYKJA VÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegí 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík
Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.ií
ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í að steypa
upp Félagshús Þróttar í Laugardal. Um er að ræða uppsteypu og frá-
gang á þökum.
Búið er að grafa fyrir húsinu og fylla undir sökkla og girða af svæðiö.
Helstu magntölur:
Steypa: 730 m3
Mót: 5.200 m3
Bendistál: 60 tonn
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr skilatryggingu.
Opnun tilboða: fimmtudaginn 7. maí 1998 kl. 11.00 á sama stað.
bgd 41/8
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í niöurrif á dælustöð
í Smárahvammi. Húsið er bárujárnsklætt stálgrindah. á steyptum
grunni, um 115 m2.
Verki skal lokið fyrir 22. maí 1998.
Húsið verður til sýnis mánudaginn 27. apríl 1998 kl. 13.00 - 15.00.
Tilboðsblað fæst á skrifstofu okkar.
Opnun tilboða: miövikudaginn 29. apríl 1998 kl. 15.00 á sama stað.
Frá Sauðárkróki. Þar i bæ, sem og i Skagafirði öllum, má búast viö líflegri kosningabaráttu á næstu vikum
sem verður ekki auðvelt mál,“ seg-
ir viðmælandi DV í Skagafirði sem
þekkir vel til allra innviða pólitík-
urinnar þar.
Togstreita og tortryggni
Vissulega örlar á togstreitu og
jafnvel tortryggni milli íbúa þétt-
býlisins og dreifbýlisins þar sem
Sauðárkrókur er settur upp sem
annar póllinn en hin sveitarfélögin
tíu sem hinn. Ef reyna á að skýra
þá togstreitu í fáum orðum er það
sennilega best gert meö því að
segja að á Sauðárkróki hafa marg-
ir áhyggjur af því að dreifbýlið
verði baggi á hinu nýja sveitarfé-
lagi og Sauðkrækingar segja sumir
hverjir að uppbygging þjónustu í
dreifbýlinu verði mjög kostnaðar-
söm og verði beinlinis kostuð af
þeirra skattpeningum.
í dreifbýlinu heyrast hins vegar
þær raddir að Sauðárkrókur muni
verða allt of „dóminerandi" í nýja
sveitarfélaginu en dreifbýlið út
undan. Ef litið er til skuldastöðu
sveitarfélaganna ellefu þá vega
skuldirnar langþyngst á Sauðár-
króki eins og gefur að skilja. Hins
vegar er bent á að Sauðárkróksbær
eigi miklar eignir, t.d. skuldlausa
rafveitu, sem e.t.v. kemur til
greina að selja, og veglegan hlut í
Steinullarverksmiðjunni en það
fyrirtæki fer að líkindum á al-
mennan hlutabréfamarkað á árinu
sem gæti gefið hundruð milljóna i
kassann.
GÓ6 blanda á listunum
Það sem gæti bjargað þessari
togstreitu að kosningum loknum
er hins vegar það að svo virðist
sem aðstandendum allra framboð-
anna þriggja hafi tekist nokkuð vel
til við að setja saman á listana fólk
víðs vegar úr héraðinu, sem gæti
orðið til þess að slá á þær efasemd-
araddir sem uppi eru varðandi
ágæti sameiningarinnar.
Að sjálfsögðu hafa verið uppi
vangaveltur um hver úrslit kosn-
inganna í næsta mánuði kunni að
verða. í flestum sveitahreppanna
tíu hafa yfirleitt verið óhlutbundn-
ar kosningar en menn þykjast þó
vita að Framsóknarflokkurinn sé
öflugur í dreifbýlinu í Skagafirði.
Á Sauðárkróki hafa Framsókn og
Sjálfstæðisflokkur tvo menn hvor
flokkur í bæjarstjóm en Alþýðu-
flokkur og Álþýðubandalag einn
bæjarfulltrúa, sem og K-listi
óháðra. Ömggt má telja að K-list-
inn bjóði ekki fram nú og þykir
seta Brynjars Pálssonar í 7. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins örugg-
asta merkið um það en Brynjar
hefur verið einn aðalmaðurinn bak
við K-listann. Sauðárkrókur hefur
að sjálfsögðu mjög mikið vægi í
nýja sveitarfélaginu þegar kemur
að kosningmn en þar búa um 60%
Stefán Guðmundsson alþingismað-
ur. Ætlar hann sér stóra hluti í sveit-
arstjórnarmálunum í Skagafirði?
íbúa héraðsins.
Kristilegi íhaldsflokkurinn
Gárungarnir svokölluðu kalla
lista Sjálfstæðisflokksins „kristi-
lega íhaldsflokkinn" vegna séra
Gísla Gunnarssonar, sóknarprests
á Sauðárkróki, sem skipar efsta
sæti listans. Þótt Gísli sé sókn-
arprestur á Sauðárkróki, þar sem
Fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
hann leysir Hjálmar Jónsson al-
þingismann af, er talið mjög líklegt
að í haust muni Gísli láta af því
starfi og taka að nýju við sínu
gamla brauði í Glaumbæ. Gísli er
vinsæll og vel látinn en það er talið
af mörgum að seta Páls Kolbeins-
sonar, æskulýðs- og íþróttafulltrúa
á Sauðárkróki, og Sigrúnar Öldu
Sighvatsdóttur, bæjarstarfsmanns
þar í 5. sæti, sé ekki góður kostur
gagnvart dreifbýlinu. Þótt ekki sé
dregið í efa ágæti þeirra beggja
heyrast þær raddir að sú stað-
reynd að þau em bæjarstarfsmenn
á Sauðárkróki sé þeim ekki til
framdráttar.
Hver eru áform Stefáns?
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
og Skagafjarðarlistans munu án
efa leggja mikla áherslu á að tengja
Framsóknarflokkinn við Þórólf
Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfé-
lags Skagfirðinga, og kaupfélagið
sjálft. Framsóknarmenn era sagðir
hafa gætt þess lengi vel að bendla
ekki kaupfélagið við framboð sitt
og því kom það mjög á óvart þegar
Stefán Guðmundsson alþingismað-
ur tók 3. sætið á framsóknarlist-
anum en hann er stjórnarmaður í
kaupfélaginu.
Menn velta því reyndar fyrir sér
hver sé ætlun Stefáns með að
hætta þingmennsku og snúa sér að
sveitarstjórnarmálunum. Margir
halda því fram að Stefán, sem er
þekktur „bardagamaður", hyggist
ekki vera neinn „farþegi" á lista
Framsóknarflokksins og benda
reyndar á að Herdís Sæmundar-
dóttir, sem skipar efsta sæti á lista
flokksins, hafi hug á sæti á Alþingi
og sé skjólstæðingur Páls Péturs-
sonar. Leið hennar kunni því að
verða greið inn á Alþingi að lokn-
um alþingiskosningum á næsta
ári.
Yfirburðafylgi Ingibjargar
Um 250 manns tóku þátt í skoð-
anakönnun Skagafjarðarlistans
um röðun einstaklinga í efstu sæti
listans sem þykir góð þátttaka.
Ingibjörg Hafstað, Vik í Staðar-
hreppi, hlaut þar yfirburðafylgi,
eða um 80% tilnefninga, og hún
skipar efsta sæti listans. Ingibjörg
er þaulvön afskiptum af sveitar-
stjórnarmálum. í næstu sætum
listans koma síðan tveir karlmenn
frá Sauðárkróki.
Sem fyrr sagði má reikna með
að sameiningarmálin og hvemig
verði unnið úr þeim málum á
næstu misserum verði aðalmál
kosninganna í Skagafirði. „Önnur
mál, eins og t.d. atvinnumál, sem
era mjög erfið, t.d. á Sauðárkóki,
verða einnig fyrirferðarmikil, sem
og fjármál sveitarfélaganna og um
leið hins nýja sameinaða sveitarfé-
lags,“ sagði viðmælandi DV, og því
má búast við líflegri kosningabar-
áttu í Skagafirði á næstu vikum.