Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 24
24 MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 MILLER-TIME SÓMA .........HUNANG ... DÚNDURFRÉTTIR .....RP 06 ÞEGIÐU SMIRNOFF www.smirnoff.com Fréttir____________________________________________x>v TálknaQöröur: Allrahanda yfirtek- ur fólksflutninga Torfí E. Andrésson, sérleyfishafi á Tálknafirði, er nú að íhuga að Hvaða ahugamál hefur Tígri? Hefur hann áhuga á sundi, fótbolta, körfubolta eða stangarstökki? Skyldi hann hafa fariá á skíði? Með hvaða íþróttafélagi spilar hann? Hefur eitthvað komið fyrir Tígra þegar hann er á æfingu? Ef þú ert 12 ára eáa yngri getur þú tekið þátt í því að skrifa smásögu um íþróttir og tömstundir Tígra. Allir sem senda inn sögu fá senda gjöf frá Tígra. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í bókinni eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun. Þú getur einnig haft samband við í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð og Fræðslumiðstöðina. hætta starfsemi sinni á svæðinu. í samtali við Vestra sagði Torfi að það gæti farið svo að hann seldi reksturinn til Allrahanda. Sagði hann að þetta væri þó ekki frá- gengið en það skýrðist á næstu vikum. Torfi sagði ef af því yrði væri eins líklegt að hann flytti burt af svæðinu. Torfi sagðist vera búinn að starfa við þetta á sautjánda ár. Hann hefði ekið með farþega á Pat- reksfjarðarflugvöll fyrir Flugleiðir í 14 ár. Þá sagðist hann líka vera búinn að keyra í tíu ár fyrir Arn- arflug og síðan íslandsflug. Þar hefur verið um það að ræða að aka farþegum til og frá Bíldudalsflug- velli til Tálknafjarðar og Patreks- fiarðar. Þá var Torfi fimm ár með sérleyfi á leiðinni Ísafiörður-Látra- bjarg. Torfi hefur að undanförnu verið með þrjá bíla en var með 5 bíla í akstri þegar mest var að gera. - HKr. (/iU*aA*nd<i í 8671313 Allrahanda mun væntanlega yfirtaka fólksflutninga í Vesturbyggö á næst- unni. Líkur á þrem listum í Vesturbyggð: Oframkominn listi skólastjóra vekur óróa Sterkar líkur eru nú á að þrír listar verði í framboði til sveitarstjórnarkosninga í Vesturbyggð í vor. Sjálfstæð- ismenn hafa þegar kynnt sinn lista og sameinaður listi félagshyggjuafla mun vera svo gott sem tilbúinn en að baki honum stendur nýstofnað félag, Samstaða. Ætlunin er að birta Sam- stöðulistann á sumardaginn fyrsta en á honum mun vera fólk bæði af hægri og vinstri væng stjómmálanna. Þá er undirbúning- ur að stofnun þriðja listans kominn vel á veg. Þar mun Guðbrandur Stígur Ágústsson skólastjóri vera fremstur í flokki. Ekkert hefur þó enn verið gefið út um þann lista og vildi Guðbrandur Stígur ekkert láta hafa eftir sér um málið að svo stöddu. Þó munu hugmyndir þeirra hafa komið fram á almennum fundi á dögunum. Þar kom fram að þetta nýja framboð mundi berjast fyrir róttækum aðgerðum í skólamálum. Þær mundu m.a. felast í því að ná fram sparnaði með því að taka upp heimakstur á skólakrökkum af Barðaströnd til Patreksfiarðar og leggja niður kennslu í Krossholti og í Örlygshöfn. Skólum lokað? Torfi Steinsson, skólastjóri í Krossholti, sagði að það væri ljóst að þessir aðilar ætluðu að loka skól- unum í Krossholti og í Örlygshöfn. Þá ætluðu þeir að taka einhverja bekki ofan af skólanum á Bíldudal og flytja krakkana úr þessum skólum með bíl- um til Patreksfiarðar. Torfi sagði að fólki á Barðaströnd litist mjög illa á þessar hug- myndir. Það væri ljóst að ef þetta næði fram að ganga flyttu einhverjir á brott. Sagði hann að Vesturbyggð, með samtals 1313 manns, mætti síst við meiri fækkun. Taldi hann að ef fólk fengi ekki kennslu í sinni gömlu sveit færi það. Þarna væri veriö að tala um að keyra börnin 150 til 200 km á dag. Hann sagðist þó lítið geta tjáð sig beint um þessi mál þar sem hann hefði ekki skoðað þetta náið. Taldi hann þó að spamaður næðist ekki með slíkum aðgerðum því Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga greiddi einung- is með akstri upp að 30 km, allt um- fram það lenti á sveitarfélaginu. Þá fengist enginn styrkur vegna akst- urs á milli þéttbýliskjarna eins og Bíldudals og Patreksfiarðar. Þá nefndi Torfi öryggisþáttinn. Þó snjólétt hefði verið í vetur kæmu oft snjóflóð í Raknadalshlíðinni á leiðinni til Patreksfiarðar. Þegar svo vegurinnn lokaðist vegna snjóa þá þyrfti að fara út í heimavist. Torfi segir að menn á Barðaströnd hafi verið að geta sér til um að 45 manns mundu strax flytjast á brott, bara vegna þeirrar vinnu sem leggst af við lokun skólanna í Krossholti og i Örlygshöfn. Guöbrandur Stígur Ágústs- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.