Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 26
34
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Fréttir
Ungir athafnamenn í Keflavík:
Reka fjóra
veitingastaði
DV, Suðurnesjum:
„Okkur hefur verið tekið mjög vel
frá upphafi. Það er skemmtilegt að
standa í þessum rekstri en mikil
vinna sem fylgir því að reka staðina
fjóra," sögðu tveir ungir athafna-
menn á Suðurnesjum, Ólafur Sóli-
mann Lárusson, 28 ára, og Ágúst
Þór Bjarnason, 24 ára, sem hafa ver-
ið að gera það gott að undanförnu.
Þeir félagar reka fjóra staði: veit-
ingastaðinn Sólsetrið, Kína Take
Away, Kaffi Iðnó, en þar er einn
frægasti glerskáli landsins sem var
við Iðnó í Reykjavík. Allir staðimir
eru við Hótel Keflavík. Þá reka þeir
skemmtistaðinn Skothúsið, áður
Staðinn. Skemmtanastjóri þar er
Grétar Miller.
„Við erum búnir að breyta Skot-
húsinu alveg að innan og staðurinn
er eins og nýr nú. Hann tekur 200
manns í mat en 300 gesti. Það var
nauðsynlegt fyrir okkur að hefja
þar rekstur og getum við haldið þar
stórar veislur," sögðu þeir Ólafur
Sólimann og Ágúst Þór. Hjá þeim
starfa 35-40 manns, bæði fast- og
lausráðið fólk. -ÆMK
Ungir athafnamenn. Frá vinstri: Ágúst Þór Bjarnason og Ólafur Sólimann Lárusson, sem eiga og reka staðina fjóra,
og Grétar Miller, skemmtanastjóri Skothússins. DV-mynd Ægir Már
Atli meö verðlaunagrip og fullar hillur með bikurum.
DV-mynd PH
Verðlaunagrip-
ir á Eskifirði
DV, Eskifirði:
„Ég byrjaði að selja verðlauna-
gripi hér á Eskifirði fyrir fimm
árum og það er reyndar ótrúlegt
hvað eftirspurnin er mikil. Nokkuð
árstíðabundin þó,“ sagði Atli V. Jó-
hannesson við DV.
Hann selur verðlaunagripi um allt
land og er nú í viðræðum við Færey-
inga um að selja þeim verðlauna-
gripi í bridge og kappróðri. Markað-
urinn er alltaf að stækka og Atli
reynir að hafa sem flesta gripi á lag-
er þegar aðalvertiðin er á vorin.
Hann telur sig samkeppnishæfan
hvað verð snertir - frekar þó í lægri
kantinum. Þá hefur hann líka gert
lítil skilti, krossa og aðvaranir hjá
fyrirtækjum. -ÞH
Akranes:
Útvarp frá bæjar-
stjórnarfundum
DV, Akranesi:
Undirbúningur fyrir útsendingar frá bæj-
arstjómarfundum á Akranesi er á lokastigi.
Sendirinn til útvarpssendinga er kominn og
Gísli Gíslason i ræöustóli meö útvarps-
hljóönemann fyrir framan sig.
DV-mynd Daníel
leyfi fengið frá útvarpsréttarnefhd til að út-
varpa.
fVrsta útsending tU reynslu var 5. apríl.
Útsendingar nást á Akranesi uppi í Borgar-
firði, í Borgamesi, á KR-svæðinu í vesturbæ
Reykjavíkur og hluta Seltjarnarness. Næstu
fundir, sem útvarpað verður frá, eru þriðju-
daginn 28. apríl, þriðjudaginn 12. maí og
þriðjudaginn 26. maí og hefjast útsendingar
klukkan 17.00 alla þessa daga á 95 FM. -DVÓ
LANDBÚNAÐUR
Miðvikudaginn 29. apríl mun aukablað helgað
íslenskum landbúnaði fylgja DV.
Meðal efnis verður m.a. kynning á ýmsum búgreinum
í hefðbundnum og óhefðbundnum landbúnaði og
viðtöl við bændur og forystumenn í landbúnaði.
Fjallað verður um landbúnaðartæki og
kynntar ýmsar nýjungar á markaðinum.
Umsjón efnis:
Amdís Þorgeirsdóttir í síma 550 5823
Sólveig Ólafsdóttir í síma 550 5841
Þórhallur Jósepsson í síma 553 8321
eða 899 0006
Umsjón auglýsinga hefur Gústaf
Bjarnason í síma 550 5731
Auglýsendur athugið!
Síðasti skiladagur auglýsinga
er miðvlkudaginn 22. apríl