Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Síða 28
36
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
/
4
Tónaflóð
Kvikmyndin Tónaflóð
(Sound of Music) er löngu orð-
in sígild í kvikmyndaheimin-
um. Upplýsingar um þá mynd
er aö finna á
http://www.fox-
home.com/soundofmusic
Greip
Greipávöxturinn eða græn-
aldin eins og hann heitir á ís-
lensku er með heimasiðu á
http://www.escape.com/~jo
sefk/.
Kort
Alls konar kort af heims-
hlutum og heiminum öllum er
að finna á
http://www.mapquest.com/
Mataræði
Á slóðinni ttp://www. dou-
bleclickd.com/ltexpo96/so-
urce/eat-
ing.html er
að finna
býsna fróð-
lega grein
um rangt
mataræði
og hvernig
hægt er að
gera þaö
betra.
Kristilegur boðskap-
ur
Kristilegur félagsskapur,
sem kallar sig Nálaraugað, er
með boðskap og kirkju á Net-
inu allan sólarhringinn. Slóð-
in á heimasíðu þeirra er
í http://www.itn.is/need-
leeye/
lceart
Iceart hefur að markmiði að
koma listamönnum á fram-
færi. Slóðin á síðu fyrirtækis-
ns er tp://www.icart.is
Skrýtnar fráttir
Fréttir af því skrýtnasta
sem gerist í heiminum en
fréttist e.t.v. ekki af á hefð-
bundnum fréttavefjum er að
finna á slóðinni
http://crash.ihug.co.nz/~ali
/weird.htm
Simon & Garfunkel
Dúettinn Simon & Gar-
.4 funkel sló heldur betur í gegn
á sínum tíma. Heimasíða
þessa sígilda dúetts er á
http:// www3.mistral.co.uk/ r
kent/
*
Litið inn á íslenskar heimasíður enskra knattspyrnuliða:
íslendingar horfa mikið á
enska boltann og halda þá að
sjálfsögðu með sinu liði.
Stærstu félög Englands hafa
flest íslenska stuðningsmanna-
klúbba og margir þeirra hafa
tekið sig til og sett upp vefsíð-
ur, oft með upplýsingum á ís-
lensku um liðin, sigra, leik-
menn og markaskorara.
Nokkrar slíkar síður voru
gerðar fyrir 1-2 árum eða síðar
og settar upp. Þær fyrstu fóru
vel af stað en síðan er eins og
úthaldið hafi brostið og upp-
færsla hafi ekki verið alltaf
upp á það besta. En við skulum
kíkja á helstu síðurnar og sjá
hvað þar er að finna.
Lítið íslenskt
Fyrsti vefurinn sem ég rakst
á var vefsíða Arsenal-klúbbs-
ins:
(http://www.est.is/~gunn-
er/). Síðan er ágætlega upp sett
en hins vegar hefðu mátt vera
meiri upplýsingar um einstaka
leikmenn og sögu liðsins. Að-
eins eru gefnar upp tengingar í
slíkar upplýsingar á erlendum
síðum og er það miður. Hins
vegar eru ágætar upplýsingar á
íslensku til fyrir þá sem vilja
komast á heimaleik með liðinu.
Annar slæmur galli er að ís-
lensku upplýsingamar eru vel yfir
árs gamlar þannig að ekki hefur
verið hugsað um uppfærsluna um
nokkurn tíma. Það er slæmt þegar
slíkt verður út undan í heimasíðu-
gerðinni. Fréttamolamir eru líka
frá því fyrir þetta tímabil sem er
ekki síður slæmt.
Þungt hjá Everton
Everton-klúbburinn er með prýði-
Mikið hefur greini-
lega verið lagt í þessa
síðu og mikið er þar af
upplýsingum á íslensku.
Þar er m.a. hægt að
panta Liverpool-vörur
um Netið, úrslit og
markaskorarar (þó að
enn eigi eftir að uppfæra
næstum tvo mánuði).
Heldur lítið fann ég á
vefnum eftir Manchester
United-klúbbinn. Það
eina sem fannst var lof-
orð um að síða kæmi
þegar um mánuður væri
búinn af tímabilinu.
Undirritaður veit ekki
til þess að slík síða sé til
og fann hana ekki þrátt
fýrir nokkra leit. Hér
með er auglýst eftir
slíkri síðu sé hún fyrir
hendi. Einnig fannst
reyndar síða sem hafði
ekki verið uppfærð í tvö
ár.
Uppfærsla slæm
Allar síðurnar eiga
það sameiginlegt að erf-
Enski boltinn er vinsæll og það sést á heimasíðum tileinkuðum enskum liðum. iðlega gengur að upp-
færa þær reglulega sem
er kannski ekki að imdra þar sem
síðumar eru gerðar í sjálfboða-
vinnu og kannski ekki alltaf tími til
að uppfæra eins oft og menn vilja.
Það er þó mat undirritaðs að af
þessum fjórum síðum sem hér hafa
verið teknar til standi heimasíða ís-
lenska Liverpool-klúbbsins upp úr.
Sú síða er best hönnuð, með flestar
upplýsingar á íslensku og skástu
uppfærsluna. -HI
og ég sagði áðan, fullþung. konar síðum.
lega en heldur þunga síðu á
http: //www. est.is/ ~albert/e v-
erton/. Þar eru myndir af leik-
mönnum og upplýsingar á íslensku
um kaup og sölur á leikmönnum.
Aðrar upplýsingar, svo sem fréttir
og leikjaumsagnir, eru á ensku og
sóttar í aðra síðu (sem er sennilega
öruggasta leiðin til að lenda ekki í
uppfærsluvandræðum en þó hefði
verið betra aö hafa þær á íslensku.
Síðan er smekklega uppsett en, eins
Gott hjá Liverpool
Liverpool-klúbburinn er með
mjög skemmtilega síðu á slóðinni
http:// www.islandia.is/ anfield.
Þar eru að vísu, eins og annars stað-
ar, uppfærsluvandræði, þar sem
nýjasta fréttin af liðinu er frá 25.
febrúar. Síðan var hins vegar síðast
uppfærð sex dögum áöur en undir-
ritaður leit á hana sem er betri
frammistaða en hjá öðrum sams
Nýr örgjörvi frá Intel:
Sá hraðvirkasti
hingað til
Nýi örgjörvinn frá Intel sem kynntur var í síöustu viku. Símamynd Reuter
Intel kynnti nýlega vöru sem
menn telja líklegt að sé sú
merkilegasta sem komið hefur á
tölvumarkaðinn þetta árið. Þetta er
hraðvirkasti Pentium II örgjörvinn
til þessa, keyrir á 350 og 400 Mhz.
Talsmenn fyrirtækisins segja að
hundruð tölvuframleiðenda um
allan heim séu farin að framleiða
tölvur með þessa nýju örgjörva í
huga. Þessi örgjörvi er í svokallaðri
Celeron-línu sem var kynnt nýlega
sem ódýr lausn í örgjörvum.
Intel er þegar farið að fá svör við
þessum nýja örgjörva. Meðal annars
munu keppinautar þeirra, National
Semicontuctor, senda frá sér nýja
300 Mhz útgáfu af sínum örgjörva og
mun hún kallast M II 300.
Sérfræðingar telja að þessi
örgjörvi muni reyndar ekki hafa
svo mikil áhrif á
tölvuframleiðsluna. Framleiðendur
á borð við Compaq, IBM og Dell
myndu ekki byggja neitt af sínum
tölvum á þessum örgjörva.
Hvað um það, þá mun þessi nýi
örgjörvi hafa hraðara „bus“ en þá
er átt við hversu hratt gögn flytjast
til annarra eininga, t.d. disklinga.
„Busið“ verður 100 Mhz í nýja
örgjörvunum en er 66 Mhz í eldri
örgjörvum. Einnig á hann að bjóða
upp á ýmsa fleiri möguleika.
-HI/Reuter
»101011101010101
Jiohðimiöi
Grínast með Clinton
Sumir eru orönir ansi þreyttir á því
aö Kenneth Star sé sífellt aö reyna
aö grafa upp einhvern skít um Bill
Clinton. Þeir allraþreyttustu hafa sett
upp síöu semhæöist aö þessari
viöleitni. Slóöin á síöuna er
http://www.IHadSexWithClinton.co
m(sambærileg islensk slóö væri
(www.EgSvafHjaClinton.is). Eins og
nafnið ef til vill gefur til kynna er háöið
alls ráöandi á þessari síöu. En sjón
er sögu ríkari.
Nýtt stýríkerfi
Sun Microsystems og IBM hafa
ákveðiö aö vinna saman aö gerö nýs
stýrikerfis sem byggir á
forritunarmálinu Java. Kerfiö , sem
mun heita
JavaOs for
B u s i n e s s ,
v e r ö u r
sérstaklega
hannaö fyrir
nettölvur en
bæöi fyrirtækin
framleiða slík
tæki. Með
þ e s s u e r
fyrirtækiö aö
vonast til aö
skáka þeirri
yfirburöastööu
sem Microsoft
h e f u r á
stýrikerfamarkaðnum. Áætlað er aö
kerfiö veröi fáanlegt um mitt þetta
ár og veröi komiö I framleiöslutæki
umræddra fyrirtækja á næsta ári.
Power Mac G3 300 Mhz
Apple hefur tilkynnt útgáfu Power
Machintosh G3 300 mhz tölvur sem
væntanlegar eru á markað í maí.
Meðal nýjunga í þessum tölvum er
nýtt drif sem á aö ráöa betur viö alla
vinnslu sem margmiölunarhönnuöir
og þeir sem vinna stafrænar
hreyfimyndir fást viö. G3 vélarnar
hafa veriö aö koma t sífellt fleiri
útgáfum undanfarnar vikur og mánuði
og er aldrei aö vita nema þær nái
aö rétta hlut Apple á tölvumarkaðnum.
Verður Windows 98 kært?
Dómsmálaráöuneytiö telur sig hafa
nægilegar sannanir til að kæra
Microsoft fyrir markaössetningu sína
á Windows 98. Þetta kemur fram í
frétt hjá Wall Street Journal. Líklegt
kæruefni væri ólögleg uppfærsla á
stýrikerfinu sem herti enn frekar tök
Microsoft á tölvumarkaðnum og styrkti
enn frekar einokunarstööu þess. Þar
er verið aö taia um hvort Internet
Explorer eigi aö vera hluti af
stýrikerfinu. Þetta yröi nánast
endurtekning á málaferlunum á
hendur Microsoft vegna Windows 95.
Ekki er nákvæmlega
vitaö hvenær
, dómsmálaráðuneytið
lætur til skarar
skrtöa en ráðuneytiö
hefur haft tal af
ýmsum stórum
tölvuframleiðendum,
þ.á m. Compaq.
Spáð aukinni
netverslun
Viðskiptaráöuneyti
Bandaríkjanna segir
í nýlegri skýrslu aö
þensla sé í efnahagslífi Bandaríkjanna
vegna rafrænnar verslunar. Þetta
kemur einkum fram í því aö
tölvufyrirtæki og
upplýsingatæknifyrirtæki hafa aukö
velstu sína tvöfalt meira en þenslan
íí efnahagslífinu gefur til kynna. Þessi
veltuaukning á um 25% hlut t þeirri
þenslu sem er í efnahagslífinu. !
skýrslunni frá ráöuneytinu kemur
einnig fram aö í framtiðinni muni
meginhluti verslunar, bankaviðskipta
og jafnvel lesturs veröa í gegnum
Netiö. T.d. muni ferðabóknair
áttfaldast frá því sem þr eru núna á
næstu þremur árum.