Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 30
38
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
r
Jh
■*
Innræktun getur
leitt til útrýmingar
Finnskir liffræðingar hafa
nú sannað það sem náttúru-
verndarsinna hefur lengi grun-
að, nefnilega að innræktun get-
ur leitt til þess að dýr í útrým-
ingarhættu deyi hreinlega út.
Þeir birtu niðurstöður rann-
sókna sinna í visindaritinu
Nature fyrir skömmu.
Vísindamennirnir notuðu
fiðrildategund eina frá
Álandseyjum í rannsóknum
sínum. Fiðrildi þessi hafa ver-
ið meira og minna einangruð
og sjö af 42 hópum dóu út á ár-
unum 1995 og 1996.
Rannsóknirnar leiddu í ljós
að hættan á útrýmingu jókst
til muna þegar dró úr fjöl-
breytni arfberanna. Það bendir
aftur á móti til innræktunar.
Rannsókn Finnanna er sú
fyrsta sem færir heim sönnur
á að innræktun tengist útrým-
ingu dýrategundar.
Einstein hafði
rétt fyrir sér
Enn einu sinni hafa vísinda-
menn fært sönnur á að Albert
Einstein hafði rétt fyrir sér. í
afstæðiskenningunni spáði
hann fyrir því að efnisheild
sem snerist hlyti að breyta
rúmfræði alheimsins með því
að mynda sveigju á tímarúmið.
ítalskir vísindamenn skoð-
uðu sporbaug tveggja gervi-
hnatta bandarísku geimferða-
stofnunarinnar NASA og úr-
skurðuðu að Einstein hefði
haft á réttu að standa.
Fyrirbæri þetta er kallað
Lense-Thirring áhrifin, í höf-
uðið á austurrísku eðlisfræð-
ingunum Josef Lense og Hans
Thirring. Þeir sögðu að him-
intungl sem snúast, eins og sól-
in, myndi kraft sem dragi rým-
ið í átt til þeirra.
Of mjór verður
of feitur
Tvisvar sinnum meiri líkur
eru á því að böm sem missa
alla ungbamafituna utan af
sér fyrir fimm ára aldurinn
verði of feit þegar þau verða
fullorðin en börn sem halda
lengur í ungbarnafituna.
Þetta era niðurstöður rann-
sókna vísindamanna í Banda-
ríkjunum sem sagt er frá í
tímariti um bamalækningar.
Gildir þá einu hvort foreldr-
arnir eru of feitir, en það er
sterk vísbending um hvert um-
fang bamsins verður síðar á
lífsleiðinni.
Öll börn grennast eftir
fyrsta árið þar til þau verða 5
eða 6 ára. Þá fara þau að bæta
utan á sig á ný. Vísindamenn-
irnir fylgdust með 390 börnum
þar til þau voru 21 til 29 ára og
borið var saman á hvaða aldri
þau urðu mjóst, áður en þau
byrjuðu að fitna aftur.
I I —J
s
Aðgát skal höfð við uppeldi barnanna:
Flengingar gagnslitlar
til að halda uppi aga
Flengingar koma að engu meira
gagni en aðrar aðferðir við að halda
uppi aga meðal barna. Þar að auki
verða flengingabörn mun árás-
argjarnari, bæði sem unglingar
og fulltíða einstaklingar.
í leiðbeiningum sem sam-
tök bandarískra barna-
lækna hafa gefið út em fé-
lagsmenn hvattir til að letja
foreldra til að beita flenging-
um við uppeldi barna sinna. Þá
segja bamalæknarnir að börn sem hafa
verið flengd séu líklegri til að eiga í vand-
ræðum í hjónabandi sínu síðar meir og telja allt
í lagi að leggja hönd á makann. Og því meira sem
böm eru flengd, þeim mun meiri líkur em á að
þau flengi eigin böm.
„Þegar best lætur koma flengingar aðeins að
gagni þegar þeim er beitt sjaldan og við alveg
ákveðnar aðstæður," segir í skrifelsi barnalækna-
samtakanna.
Sérstök nefnd samtakanna sem rannsakaði
flengingar og áhrif þeirra komst að þeirri niður-
stöðu að bömin lærðu það af flengingum að of-
beldi væri ásættanleg leið til að leysa ágreining,
sérstaklega ef gripið væri til þess þegar foreldrið
væri reitt.
„Það er líklega ekki gott að hafa þetta fyrir
börnunum," segir Mark Wolraich, barnalæknir í
Nashville í Tennessee og formaður áðurnefndrar
nefndar.
Eftir því sem oftar er gripið til fleng-
inga, þeim mun minni verður
árangurinn af þeim.
Það leiðir því líka
til þess að tölu-
vert erfiðara
verður
að halda
uppi
aga,
einkum meðal táninga,
þegar ekki er hægt að grípa
til líkamlegrar refsingar, að
því er samtök barnalækn-
anna segja.
Læknarnir segja að agann
eigi að byggja á jákvæðri
styrkingu og ástúðarfullu sam-
bandi bams og foreldris. Ef
beita þurfi refsingu eigi hún
ekki að vera af líkamlegum
Enn eitt ráðið til að varast offituna:
Kolvetnisrík fæða
toga, það er að segja barsmíðar.
Ef refsa þarf börnunum er mælt með því að
eldri bömin verði sett í eins konar straff og að
yngri börnunum verði ekki gefinn neinn gaumur
í einhvern tíma, foreldrið taki sér leikhlé eins og
íþróttamenn, eins og barnalæknarnir orða það í
leiðbeiningum sínum.
„Flengingar eru svo sannarlega ekki betri en
aðrar leiðir til að halda uppi aga,“ segir Wol-
raich. Hann segir jafnframt að sjaldnast sé gripið
til flenginga við kjöraðstæður, eins og þegar for-
eldramir séu ekki reiðir út í börn-
in og þeir beiti ekki öðrum tólum en
höndunum.
Barnalæknasamtökin segja að aldrei
eigi að berja börnin með barefli af
neinu tagi og aldrei eigi að slá þau
annars staðar en á bossann eða útlim-
ina. Þá mega ummerki ráðningarinnar
aldrei sjást lengur en í nokkrar mínútur.
Samkvæmt leiðbeiningunum er alveg ótækt að
hárreyta barnið, kippa í handlegg þess, hrista
það eða refsa í þvi augnamiði að valda sárs-
auka.
En hvað sem öllum svona leiðbeiningum
líður, eru flengingar algengasta agatækið.
Níu af hverjum tíu foreldrum beita þeim og í
fjórðu hverju miðstéttarijölskyldu í Bandarikjun-
um er danglað í bömin í viku hverri. Rannsókn
frá árinu 1996 leiddi í ljós að meira en helmingur
13 og 14 ára unglinga var flengdur átta sinnum á
ári að meðaltali.
gerir
Þeir sem vilja draga úr hættunni
á að verða offitunni að bráð og verja
sig um leið gegn alls kyns kvillum
af völdum slælegs mataræðis
skyldu gleypa kolvetnisríka fæðu af
miklum móð. Menn skyldu þó vara
sig á því að ofneysla á hvers kyns
mat, þar á meðal fituskertum, leiðir
fyrr eða síðar til uppsöfnunar auka-
birgða af fitu ef ekki er stunduð
nein likamsrækt.
Þetta kemur fram í nýlegri
gæfumuninn
skýrslu sem Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO) og Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin (WHO) sendu frá sér.
„Mataræði þar sem að minnsta
kosti 55 prósent orkunnar koma úr
ýmsum tegundum kolvetnisríkrar
fæðu, en ekki úr fituríkri fæðu,
dregur úr líkunum á þvi að fita
safnist fyrir í líkamanum," segir í
skýrslunni sem heitir Kolvetni í
fæðu mannsins.
Kolvetnisrik fæða, svo sem kom-
matur, sykur, rótarávextir, ávextir,
grænmeti og belgjurtir kemur að
mörgu leyti að gagni við að hafa
stjórn á líkamsþyngdinni og til að
vernda gegn ýmsum sjúkdómum
sem tengjast mataræði, segja vís-
indamenn FAO.
Skýrslan er byggð á gögnum frá
iðnríkjunum. í henni koma ekki
fram nein bein tengsl milli kolvetn-
isríkrar fæðu og offitu. Aftur á móti
segir þar að í þróunarlöndun-
um, þar sem kolvetni er
helsti orkugjafinn í fæðu inn-
fæddra, sé hugsanlega þörf
fyrir að borða meira af fitu-
og prótínríkum mat til að
mæta orkuþörfinni og til að
bæta næringuna. Og heils-
una um leið.
Líkaminn hefur takmark-
aða getu til að geyma bæði
prótín og kolvetni, enga til að
geyma áfengi og nánast ótak-
markaða til að geyma fitu.
Hitaeiningar úr áfengi eru
nýttar fyrst, síðan úr prótín-
um og svo kolvetni. Líkam-
inn grípur síðast til hitaein-
inga úr fitu. Þegar orkuþörf-
inni hefur verið fullnægt
safnast umframfitan fyrir í
líkamanum, með afleiðingum
sem allir þekkja.
Það er nú ein ástæðan fyr-
ir því að neysla kolvetnis-
ríkrar fæðu dregur úr hætt-
unni á offitu þegar til lengri
tíma er litið.
Hundgömul risa-
eðla í Brasilíu
Risaeðlumar, sem við íslend-
ingar köllum svo, voru nú ekki
allar risastórar. Gott dæmi um
það er hundgömul risaeðla sem
fannst í sunnanverðri Brasilíu í
ársbyrjun. Reyndar fundust að-
eins þrjú bein úr skepnu þessari
sem lifði fyrir um 200 milljón
árum og var á stærð við stóran
hund. Þetta ku vera einhverjar
elstu risaeðluleifar sem visinda-
menn hafa fundið.
Max Langer, steingervinga-
fræðingur við kaþólska háskól-
ann í brasilíska fylkinu Rio
Grande do Sul, segir að risaeðla
þessi hafi lifað á tríastímanum,
fyrsta tímabili miðlífsaldarinn-
ar, og hafi nærst á plöntum.
Að sögn Langers fundust bein-
in við uppgröft í Santa Maria,
um 1400 kílómetra suður af borg-
inni Sao Paulo. Þetta er í annað
sinn sem risaeðlubein frá trías-
tímanum hafa fundist í Brasilíu
sunnanverðri. Fyrstu beinin
fundust í Santa Maria árið 1936.
Þau, svo og bein sem fundust í
Argentínu, reyndust vera af-kjöt-
ætu, náfrænku þeirrar sem
fannst í janúar.
Brasilískir steingervingafræð-
ingar hafa uppgötvað risaeðlu-
bein, flest frá krítartímanum fyr-
ir um 100 milljón árum, vestur af
Sao Paulo og við norðaustur-
strönd landsins.
V