Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 40
48 MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 íþróttir unglinga Allt skemmtilegt á skíðum Brynjar Hlöðversson byrjaði á skíðum í fyrrahaust en hann varð í 2. sæti í flokki 7-8 ára drengja. Hann hefur einnig verið í fótbolta og frjálsum íþróttum. Brynjar æfir með Ármanni í frjálsum, Víkingi á skíðum og Leikni í knattspymu. Hann segir hlutina hafa þróast þannig að hann byrjaði að æfa með þremur mismunandi félögum. Hann heldur mest upp á skíði af greinunum þremur enda segir hann fátt skemmtilegra en að bruna niður brekkurnar, stökkva og svo að sjálfsögðu keppa. Honum finnst annars allt skemtilegt á skíðum og hlakkar til að keppa á Andrésar andar leikunum sem eru á næstunni. í upphafi skal endinn skoöa, segir einhvers staöar og þaö var í hávegum haft á Framleikunum. Hér má sjá liösstjóra KR fylgja sínu liöi niður brautina en áöur en var farið aö keppa fengu keppendur eina sýnisferö niöur brautina til að undirbúa sig og meta aöstæöur. Paö vantar ekki einbeitinguna hjá krökkunum sem skemmtu sér og öörum konunglega. DV-mynd ÓÓJ Ester Gunnarsdóttir úr Ármanni: Fýrir félagssk Ester Gunnarsdóttir er í Haukum og hún vann sigur í 7-8 ára flokki stúlkna. Hún fór ferðirn- ar báðar á undir 25 sekúndum og hefði sem dæmi náð í 3. sætið hjá strákunum. Ester segist hafa byrjað að fara á skíði 3 ára en hún hefur einnig æft sund. Hún var ekki ánægð með skíðafærið enda hefur ekki verið mikill snjór og er ekki enn. Það er að hennar sögn ekki skemmtilegt að komast ekki á skíði. Hún ætlar sér að fara á Andrésar andar leikana á Akureyri sem fara fram á næstunni en þar hefur hún keppt áður. Hún segist hafa valið skíðin frekar en sundið vegna félagskaparins en vinkonur hennar voru líka á skíðum og þær sjást hér með henni á myndinni til hægri. Stelpurnar á myndinni til hægri eru frá vinstri: Svanhvít Sigurjónsdóttir, Ester Gunnarsdóttir og Svanlaug Ingólfsdóttir en þær keppa allar í flokki 7 til 8 ára og fyrir Ármann. ^ Framleikarnir haldnir í fimmta sinn fyrir 8 ára og yngri: A skíðum skemmti ég mér... - enda komu allir með bros á vör niður brautina Það var gaman að fylgjast með brosandi og ánægðum krökkum renna sér niður brekkuna í Eld- borgargili laugardaginn 11. apríl síðastliðinn í glaðasólskini og blíðu. Eina keppnin fyrir sunnan Þá voru Framleikamir haldnir i fimmta sinn en það var farið fyrst á stað með þá 1994 og er þetta í raun eina keppnin fyrir krakka á þessum aldri sunnan heiða. Mótið fór fram í fyrstu fyrr um veturinn en upp á síðkastiö hefur það færst aftur á vorið. Veturinn 1997-98 hefur ekki verið skiðamönnum hagstæður, lítill sem enginn snjór og fólk hefur því lítið komist á skíði. Það þurfti til dæmis að moka snjónum í brautina til þess að Framleikamir gætu farið fram og þökkuðu mótshaldarar sinu sæla fyrir að snjór skyldi þó vera til stað- ar í nágrenninu. Framleikar heppnuðust vel Þrátt fyrir allt snjóleysið og öll vandamálin sem þurfti að leysa á síðustu stundu heppnuðust fimmtu Framleikamir einstaklega vel. Fjöldi áhorfenda lét sjá sig á svæð- inu í blíðunni og studdi vel við bak- ið á krökkunum sem voru allt niður í 3 ára gömul. Yngsti keppandinn var Helga María Vilhjálmsdóttir úr Fram, 3 ára, sem fór ferðimar tvær samtals á 1 mínútu og rúmlega 21 sekúndu og lenti í 11. sæti. Það var oft ótrúlega gaman að fylgjast með bömunum renna sér af stakri list í gegnum brautimar þó ekki væm þau öll há í loftinu. Um- gjörð mótsins var einnig mjög góð og öll framkvæmd til fyrirmyndar. Framarar eiga greinilega toppmenn til að skipuleggja og framkvæma mót sem þetta. Leikgleðin ofar öllu Þegar keppendur renna sér í gegnum markið með sælubros á vör og em jafnvel enn ánægðari er þeir fá að launum smágjöf frá mótshöld- umm sér maður aö tilganginum er vissulega náð, á Framleikunum fær leikgleðin að ráða, þeir em til að efla áhuga og allir hugsa fyrst og fremst um að skemmta sér og að sjálfsögðu að sýna mömmu og pabba hve dugleg þau em orðin á skíðum. Allt á Internetinu Sem dæmi um góða þjónustu við blaðamenn og alveg eins foreldra vom öll úrslit komin inn á Internet- ið um kvöldið, öllum til skemmtun- ar og fróðleiks. Framkvæmdaaðilar eiga heiður skilinn fyrir gott starf. -ÓÓJ Hrólfur Smári Pétursson keppti f flokki 6 ára og yngri og náöi þar í silfurverölaun meö tveimur góöum ferðum niður brautina. Hann hefur veriö á skíöum síöan hann var 3 ára, fer á skíöi hvenær sem færi gefst en hefur ekki komist oft í vetur. Hrólfur hefur einnig áhuga á handbolta auk þess sem hann fer aö æfa knattspyrnu meö Haukum í sumar. Honum finnst alltaf jafngaman á skíðum og segist þurfa aö æfa sig mikiö til aö veröa góöur skíðamaöur. DV-mynd ÓÓJ Umsjón Óskar Ó. Jónsson Úrslitin á Framieikunum Drengir 6 ára og yngri 1. Jón Gauti Ástvaldsson, Vikingi . . 0:29:14 / 0:28:03 = 0:57:17 2. Hrólfur Smári Pétursson, Haukum 0:28:53 / 0:29:22 = 0:57:75. 3. Hjörleifur Þórðarsson, Vikingi . .. 0:29:87 / 0:28:69 = 0:58:56 4. Guðni Ásmundsson, Víkingi .... 5. Pálmar Gíslason, Breiðabliki .... 6. Birkir Snær Sigfússon, Ármanni . Alls voru 16 keppendur. Stúlkur 6 ára og yngri 1. Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Ármanni 0:29:98 / 0:28:17 = 0:58:15 2. Sunnefa Hamar Penning, KR . . . . 0:31:40 / 0:29:22 = 1:00:62 3. Dagný Eir Ámundadóttir, Fram . . 0:32:37 / 0:29:03 = 1:01:40 4. Steinunn Friðgerisdóttir, Ármanni 5. Margrét Eva Þórðardóttir, Víkingi 6. Fanney Guömundsdóttir, Ármanni Alls voru 20 keppendur Drengir 7 til 8 ára 1. Grétar Már Pálsson, Breiðabliki .. 0:23:50 / 0:22:50 = 0:46:00 2. Brynjar Hlöðversson, Víkingi.... 0:24:36/ 0:24:21 = 0:48:57 3. Brynjar Halldórsson, KR .... ......... 0:24:67 / 0:24:78 = 0:49:45 4. Enok Eiðsson, Ármanni....... 5. Brynjar Jökull Guðmundsson, KR 6. Höskuldur Eiríksson, Vikingi .. . Alls voru 22 keppendur. Stúlkur 7 til 8 ára 1. Ester Gunnarsdóttir, Ármanni . .. 0:24:59 / 0:24:37 = 0:48:96 2. Halla Kristín Jónsdóttir, Ármanni 0:24:79/ 0:25:12 = 0:49:91 3. Karen Birna Guðjónsdóttir, Vikingi . . . 0:25:92 / 0:24:95 = 0:50:87 4. Tinna B. Guðmundsd., Ármanni 5. Eygló Ingadóttir, Haukum ... 6. Mjöll Einarsdóttir, Ármanni .... Alls var 31 keppandi Flest verðiaunasæti félaga( 1. - 6.) Ármann 9 ( 7 hjá stúlkum ), Víkingur 7 (5 hjá drengjum ), KR 3, Hauka 2 Breiðablik 2,, Fram 1, Haukar 1 Hér má sjá verölaunahafana hjá stúlkum, 6 ára og yngri. Fariö er frá þeirri sem lenti í 6. sæti lengst til vinstri til sigurvegarans lengst til hægri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.