Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Page 44
52 MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 DV Ummæli Hræddir að gagnrýna „Gagnrýni stjórnmála- manna hefur ein- kennst af skammvinnum upphlaupum og t menn ævinlega veriö að gá yfir öxlina á sér ! hvort nokkur hætta væri á að gagnrýnin hitti þá sjálfa fyrir, eöa það er að segja þeirra flokk.“ lllugi Jökulsson, á rás 2. Vandamálin „Persónulegir árekstrar eru fyrirferðarmestu málin sem tekist er á um en með hverju einu sem stjórn og framkvæmdastjórn vonast til að hafa leyst koma fleiri í kjölfarið." Valgeröur Fried sem sagt hefur sig úr stjórn Neyt- endasamtakanna, í DV. Blóðnætur „Ég mun þegar þar að kemur reyna að hreinsa til. Blóðnætur eru bráðastar og það er best aö- eins að hafa þolinmæði." Sverrir Her- mannsson, í DV. Hlegið að okkur „Fólkið hlær að þeirri hræðslu sem er hér í kring- um hestasóttina. Sama fólk spyr okkur hvort við höld- um að þessi sótt hafi verið fundin upp á íslandi." Einar Bollason, eigandi ís- landshesta, í DV. Boltinn rúllar „Ég tel að þetta sé bara eins og bolti sem er rétt byrj- # aður að rúlla." Jóhanna Sig- urðardóttir al- þingismaður, spurð hvort spillingarmál- inu sé lokið, i Degi. Þorpagrundirnar „Löngu er kominn tími til þess að skipuleggja hvar úti- vistarsvæði eigi að vera - framkvæmdagleðin er fyrir löngu komin út um allar þorpagrundir." Ari Trausti Guðmundsson, i Degi. Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Akranesi: Færi á norðurpólinn ef dómsmálaráð- herra hefði vald til að skipa mér það DV, Akranesi: „Ef nauðsynlegt verður að ég fari norður á Strandir í sumar mun ég gera það með glöðu geði. Ég er mikið fyrir útivist og Strandirnar eru úti- lífsparadís. Hygg ég gott til þess. Og ef dómsmálaráðherra hefði vald til að senda mig á norðurpólinn - sem hann eflaust hefði áhuga á - mundi ég einnig fara þangað og líta á það sem ævintýri. Ég ætla þó að ráðherr- ann hafi hvorki vald til að senda mig á Strandir né eitthvað lengra norð- ur,“ sagði Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Akranesi. Svo sem kunnugt er fyrirhugar Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra að flytja hann i embætti sýslu- manns á Hólmavík. Sigurður segir að hann hafi alltaf haft mjög gaman af stórbrotinni náttúru, eins og hún gerist norður á Strönd- um. Þar eigi hann raunar hlut í hlunn- indajörð og geti vel hugsað sér að vera nær æðarvarpinu sínu og geta sinnt því meira en verið hefur á und- anfornum árum. Hann kveðm- fátt himneskara en samneyti við æðar- fugla þegar þeir úa á kyrrlátum vor- degi. Hólmavík sé um ýmislegt lík Húsavík, en þar var hann um ellefu ára skeið. Þar kveðst hann m.a. hafa átt trillu og stundað grásleppuveiðar á Skjálfanda, fyrir framan Kinnar- Qöllin, og verkað hrognin í Flatey. Það hafi verið mikið ævintýri. Sýslumannsstarflð segir Sigurður Maður dagsins vera um margt skemmtilegt, þrátt fyrir þras við inn- heimtu og sakamál, af því að það sé svo fjölbreytt og gefi sífelld tækifæri til að kynnast fólki og umgangast það. Og um fólk gildi að hjörtun slái líkt, hvort heldur þau slá í Súdan eða í Grímsnes- inu - eða á Ströndum. Þótt Sigurður geti vel hugsað sér að eiga heima á Hólmavík kveðst hann munu leita álits dómstóla á því uppátæki dómsmálaráð- herra að flytja sig þangað og sé hann nú að v.inna að undirbúningi málsóknar á hendur honum. Hann kveðst líta ráðagerðir Þorsteins Pálssonar ná- kvæmlega sömu augum og Vestfírð- ingar, þ.e. að ráðherrann sé að gera Hólmavík að Brimarhólmi fyrir sýslumenn sem beygja sig ekki undir tiktúrur hans. Dómsmálaráðherra hafi aldrei getað fundið neitt að rekstri og störfum hans sem sýslu- manns á Akranesi. í ÞÞÞ-málinu hafi Ríkisendurskoðun látið alla gagnrýni á sýslumannsembættið á Akranesi niður falla í síðari skýrslu sinni en hins vegar haldið fast við gagnrýni sína á fjármálaráðuneyti og dóms- málaráðuneyti. Áminning sú sem Þorsteinn Pálsson hafi veitt sér fyrir skömmu vegna ÞÞÞ-málsins sé vænt- anlega til þess gerð að draga athygli frá þeirri staðreynd. Hún sé veitt fyr- ir stjórnsýslugeming og samkomulag sýslumannsembættisins á Akranesi við Helga V. Jónsson hrl., sem sé í fullu gildi og ráðuneytið hafi ekki reynt að fá ógilt. Áminning á þeim forsendum hljóti að vera einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Ef hins vegar ráðuneytið vanefni samkom ilagið, svo sem ráðuneytisstjórinn hefur haft orð um, muni það kosta ríkissjóð 30-40 millj. kr. í missi sektar- greiðslna. Sigurður kveður áhugamál sin, auk útivistar, vera lestur góðra bóka. Góð- ur rithöfundur jafnist á við góðan vin. Við hann megi eiga andlegt samneyti og hann gefl meira en hann taki. Kona Sigurðar er Guðrún Þóra Magnúsdóttir og eiga þau sex böm á aldrinum 20 til 31 árs. -DVÓ Sigurður Gizurarson, sýslumaöur á Akranesi: Austurríska menntakerfið í dag, kl. 17, flytur dr. Manfred Teiner fyrirlestur á vegum kennaradeildar og endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti 23, stofu 25. Fyrirlesturinn fjallar um stefnur og strauma í austur- riska menntakerfinu, nánar tiltekið um menntakerfið eins og það er nú. Fyrirlest- urinn er á ensku. Sveigjanleiki fyrirtækja Jan Ch. Karlsson prófess- or flytur fyrirlestur kl. 12.05 á morgun á vegum Háskól- ans á Akureyri, í Þingvalla- stræti 23. Fyrirlesturinn nefnir hann Flexible Firms and Working Conditions og fjallar hann um aukinn sveigjanleika fyrirtækja hin síðari ár og hvort vinnubúnaður sé betri í slíkum fyrirtækjum en í hefðbundnum rekstri. Fyr- irlesturinn er á ensku. Samkomur ítalskur kommúnismi eftir heimsstyrjöld Franco Andreucci, pró- fessor í nútímasögu við há- skólann i Písa, flytur fyrir- lestur á vegum Háskóla ís- lands í dag, kl. 17.15, í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Between Dogma and Utopia: The Birth of the Italian Communist Identity after the Second World War og verður fluttur á ensku. Myndgátan Messufær Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki. Laufey Sigurðardóttir leikur ásamt Krystynu Cortes í Digra- neskirkju í kvöld. Fiðla og píanó í kvöld verða klassiskir tón- leikar i Digraneskirkju í Kópa- vogi. Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari og Krystyna Cortes píanó- leikari leika. Á efnisskránni eru sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Vivaldi, Respighi, Janácek og Bartók. Verð aðgöngumiða er 1000 krónur og eru þeir seldir við innganginn. Tónleikar Blús á Gauknum Hljómsveitir koma fram á Gauki á Stöng á hverju kvöld, bæði þekktar og óþekktar. í kvöld er það hin hressa blús- og rokk- sveit B.P. og Þegiðu sem verða með tónleika á Gauknum. Þeir sem skipa hljómsveitina eru Sniglarnir Björgvin Ploder, Einar Rúnarsson og Diddi ásamt Tómasi Tómassyni. Bridge Það reynist oft sagnhafa vel að gefa vörninni slag á lit sem þeir sækja, til að klippa á samganginn. Hins vegar er það tvíeggjað vopn og getur.knúist í höndunum á sagn- hafa. I þessu spili sem kom fyrir í leik Roche og Islensku útflutning- smiðstöðvarinnar í annarri umferð Islandsmótsins í sveitakeppni, var austur doblaður í einu grandi. Sagn- hafi gerði þau mistök að gefa fyrsta slaginn, en það gaf vörninni óvænt tækifæri. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og AV á hættu: 4 102 V Á85 4 ÁD10973 4 G9 4 ÁG3 * D93 4 K642 4 ÁK3 4 KD86 * K64 4 8 4 D10752 norður austur suður vestur 14 1 Gr dobl p/h Tígulopnun norðurs sýndi 11-16 punkta skiptingarhendi og grand- sögn austurs 15-18 punkta. Suður taldi sig eðlilega eiga fyrir refsidobli og vestur ákvað að gera ekki tilraun til að flýja í annan hvorn hálitanna. Útspil suðurs í upp- hafi var lauffim- man. Norður setti gosann og sagnhafí sofnaði á verðinum þegar hann ákvað að gefa þann slag. Norður fékk þar óvænt tækifæri og var ekki seinn á sér að nýta það. Hann lagði niður tíguldrottningu í næsta slag og tryggði sér þannig 5 slagi á þann lit. Þegar upp var staðið, fékk vörn- in 9 slagi, 5 á tígul, sitthvorn slag- inn á spaða og lauf og 2 á hjarta. Ef austur hins vegar drepur strax á laufás í fyrsta slag og spilar hjarta, þarf suður að finna þá vörn að fara upp með kónginn og spila tígli, til að ná spilinu 3 niður. Ólíklegt er að sú vörn hefði fundist við borðið. ísak Örn Sigurðsson 4 9754 V G1072 4 G5 4 864

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.